Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Blaðsíða 22
22
DV. MANUDAGUR17. DESEMBER1984.
„Söngurog
matargerð
fara vel saman”
Rætt við Laufeyju Steingrímsdóttur næringarf ræðing
Undanfarnar vikur hefur sjónvarpið
sýnt flokk fræðslumynda undir nafninu
Matur og næring. Umsjón með þáttun-
um hefur Laufey Steingrímsdóttir
næringarfræöingur. Laufey lærði lif-
fræði og síðar næringar- og lifeðlis-
fræði i Bandarflcjunum og lauk þaðan
' doktorsprófi áriö 1979. Hún bjó vestra í
10 ár en fyrir 5 árum fluttist hún heim.
Laufey er nú dósent í næringarfræði
við Háskólann.
Laufey sagði að mikil vinna hefði
farið i þættina. „Þetta er mun tíma-
frekara en maöur ætlar i fyrstu. Aö
visu tók upptakan aðeins f jóra daga en
mikill timi fór i undirbúning og skipu-
lagningu. Það kemur manni á óvart
hve margs er aö gæta og hversu marga
þarf til aö gera svona þátt. Eg vil sér-
staklega geta þess hvað samstarfiö
með sjónvarpsfólkinu var ánægju-
legt.”
Hvernig hafa viðbrögö áhorfenda
verið?
„Þau hafa verið afskaplega jákvæð
og allir sem við mig hafa talað eru
ánægðir. En sjálfsagt þegja þeir sem
eru óánægðir. Annars held ég að það
hafi verið full þörf á að gera svona
þætti.”
Hafa matarvenjur fslendinga breyst
ásíöustuárum?
„Það er alkunna að venjumar hafa
breyst mikið síðustu áratugina. Eg
held einnig aö allt heilsufæðitalið siö-
ustu árin hafi haft töluverð áhrif, e.t.v.
meiri en fólk gerir sér grein fyrir.
Framboðið á matvörum bendir m.a. til
þessa.”
Er matargerðin aðaiáhugamáliö?
„Nei, varla. En ég hef gaman af að
borða góöan mat. Ég elda heima fyrir
f jölskylduna eins og flestar húsmæður
hér á landi. En af þvi sem beinlinis
mætti kalla áhugamál er söngurinn í
fyrsta sæti. Eg er í Mótettukórnum og
hef mikla ánægju af starfinu og félags-
skapnum þar. Andinn hjá kómum er
mjög góöur. T.d. koma félagarnir með
börnin með sér á æfingar. Það fer
auðvitað mikill timi i kórinn en ég sé
ekki eftirhonum.”
Eiginmaöur Laufeyjar er Daniel
Teague. Hann er Bandaríkjamaður og
vinnur hjá útflutningsfyrirtækinu
Hiidu hf. Þau eiga tvö böm.
-GK
TvÆR AToPPNUM
___ DAGBÓK KNATTSPYRNUNNAR 1984 í MÁLI OG MYNDUM -
VÖNDUÐ BÓK SEM GEYMIR MINNINGAR UM VIÐBURÐARÍKT KNATTSPYRNUÁR.
VIÐBURÐARÍKT
KN ATTSPYRN UÁR 1984!
íbók VíðisSigurðssonar, íslensk knattspyrna
1984 er allt um viðburði ársins: sigrana, glæsimörk-
in, baráttuna, ósigrana.
Sumir atburðir munu seint gleymast, t.d. sigurinn á
Walesbúum á Laugardalsvellinum í undankeppni HM
og glæsilegur árangur Ásgeirs Sigurvinssonar í
Vestur-Þýskalandi, en íslensk knattspyrna
1984 varðveitir þá alla.
Litmyndir af meistaraliðum ársins 1984, ítarlegar
upplýsingar um félög og leikmenn. Leikir allra
leikmanna í 1. og 2. deild karla og 1. deild kvenna.
Mörkin. Svart/hvítar myndir af öllum liðum 1. deildar
karla og lokastöður í öllum deildum og flokkum
íslandsmótsins:
/
VATNAVITJ U N
Frásögurfjögurra þekktra veiðimanna af veiðiferðum,
veiðigleði og fengsælli vatnavitjun í fegurð íslenskrar
náttúru. Guðmundur Guðjónsson tók saman.
Hver og einn hefur sína sérvisku og aðferðir við veiðar:
Ólafur G. Karlsson tannlæknir, Rafn Hafnfjörð
prentsmiðjustjóri og Ijósmyndari, Hjalti Þórarinsson
læknir og Guðlaugur Bergmann framkvæmdastjóri
lýsa veiðum með mismunandi agni, segja skemmtileg-
ar sögur af ónefndum veiðimönnum og skynsömum
löxum og rifja upp ógleymanlegar veiðiferðir.
VATNAVITJUN — AGN SEM HVER
EINASTI VEIÐIMAÐUR BÍTUR Á.
*©i
Bókhlaðan