Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Síða 9
DV. FIMMTUDAGUR10. JANUAR1985. 9 Eigum örfá leðursófasett á hreint ótrúlegu tilhoðsverði, aðeins kr. 68.000,- Bláskógar Húsgögn, gjafavörur. Ármúla 8. Sími 68-60-80. Baker og Reg- an skiptast á störfum Tveir háttsettir embættismenn í Bandarikjunum hafa skipst á störfum. James Baker, sem er starfsmanna- stjóri Hvíta hússins, verður fjármála- ráðherra en fjármálaráðherrann, Donald Regan, verður Starfsmanna- stjóri. Fréttaskýrendur telja að þetta þýði enga umtalsverða breytingu á stefnu Bandaríkjastjórnar. Báðir Baker og Regan eru tiltölulega hægfara íhalds- sinnar. Báðir hafa þó framfylgt af trú- mennsku stefnu Reagans forseta. Fjármálamenn tóku vel í skiptin. Þeir segja að vegna náinna persónu- legra tengsla Bakers og Reagans kunni nú að verða auðveldara að taka erfiðar ákvarðanir í efnahagsmálum. öfgasinnaðir hægrimenn eru lítt ánægðir meö skiptin. Þeir hafa sér- staklega verið óánægðir með Baker, alveg síðan hann var valinn starfs- mannastjóri fyrir f jórum árum. Frá kl. 17:30 — 19:30 alla daga bjóðum við sérstakan matseðil á einstöku verði. ormti VEITINGAHUS AMTMANNSSTÍG 1 RPi'KJAVÍK SÍMI 91-13303 Aðskilnaflarstefna S-Afríkustjórnar fer fyrir brjóstifl ó Ted Kennedy. Hór er ein mynd hennar þar sem hvitir og blökkumenn mega ekki nota sömu snyrtiherbergin. HÁLF SEX-HÁLFÁTIA Svartir og hvít ir angra Kennedy Umsjón: Guðmundur Pétursson og Þórir Guðmundsson Bandaríska öldungardeildarþing- manninum Edward Kennedy hefur brugðiö í brún undanfarið á ferð sinni um Suður-Afríku. Hann hefur notaö ferðina óspart til að gagnrýna stefnu Reagans forseta og Apartheidstefnu hvítra manna í landinu. En hvar sem hann fer eru hópar svartra manna sem sækja að honum í mótmælaskyni. Þetta eru meölimir lítils og tiltölu- lega áhrifasnauös hóps svartra sem leggjast gegn stuðningi hvítra gegn apartheid. Þeir vilja berjast sjálfir fyrir eigin frelsi. Suður-Afríkumenn segja þó að slikar tilfinningar séu ekki einangraðar við þennan eina hóp. Meðal svartra almennt í Suður-Afríku sé nú miklu meiri andúö á öllu bandarísku eftir að Reagan hóf samskiptastefnu sína við ríkisstjórn hvítra í landinu. Kennedy sagðist upphaflega hafa ætlað að heimsækja Suður-Afríku 1986, 20 árum eftir för bróður síns, Roberts Kennedy, þangað. En hann segist hafa ákveðið að koma núna vegna hins mikla áhuga sem er á málefnum svartra Suður-Afríkubúa nú í Banda- ríkjunum. Stjórnir Suöur-Afríku og Banda- rikjanna hafa sýnt að þær hafa litinn áhuga á heimsókn Kennedy. Kennedy hefur reynt að fá að heim- sækja Nelson Mandela, blökku- mannaleiðtogann sem hefur setið í fangelsi í 20 ár. Suöur-Afrikustjóm sagöi í gær að hann fengi ekki að heimsækja hann. Útlönd Útlönd yi kti Sparibók með sérvöxtum aðlagast verðtryggingu. Sama gildir um 18 mánaða sparireikninga. BIJNAÐARBANKIÍSLANDS TRAUSTUR BANKI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.