Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Side 22
22
DV. FIMMTUDÁGUR10. JANOAR1985.
íþróttir íþróttir iþróttir íþróttir
Hans Guðmundsson, FH, skoraði 9 mörk f gærkvöldi og flest þairra voru mjög fallag. Hér ar eitt þeirra i
fæðingu og Þróttarar koma angum vömum við.
DV-mynd Brynjar Gauti.
Útlitið versnar stöðuet
hiá Blikunum á botninu
Þór, Ve, sigraði Breiðablik í Eyjum í gærkvöldi, 22:17
Frá Friðbirni Ö. Valtýssyni, frétta-
manni DV í Vestmannaeyjum:
Breiðabliksmenn geta þakkað
markverði sinum, Guðmundi Hrafn-
kelssyni, að þeir fóru ekki með
stærra tap á bakinu til lands en 17—
22 frá Eyjum i gærkvöldi er þeir léku
í 1. deild íslandsmótsins i handknatt-
leik gegn Þór, Vestmannaeyjum.
Leikurinn var mjög jafn og spenn-
andi og í fyrri hálfleik munaði aldrei
meira en tveimur mörkum á
liðunum. Staðan í leikhiéi var 10—10.
Þórarar höfðu orðiö fyrir áfalli á 10.
minútu leiksins er ein helsta skytta
þeirra, Gylfi Birgisson, meiddist og
gat ekki leikið meira með í fyrri hálf-
leik.
Gylfi var ekki síður en aðrir Eyja-
menn harður af sér í síðari háifleik
og lék þá með sínum mönnum. Þegar
síðari hálfleikur var hálfnaður var
staðan 14—13 Þór í vil og útlit fyrir
spennandi lokamínútur. Svo fór þó
ekki sökum þess að Eyjamenn voru
einfaldlega mun sterkari á loka-
sprettinum og náðu að tryggja sér
afar mikilvægan og verðskuldaðan
sigur í botnbaráttu 1. deildar.
Sigmar Þröstur átti ógætan leik í
marki Þórs i gærkvöldi og varfli 13
skot. Þórarar sigruðu, 22—17.
Herbert Þorleifsson var bestur
Þórara en þessi sigur var engu aö
síður sigur liösheildarinnar. Sigmar
Þröstur Oskarsson var góður í
markinu og varði 13 skot.
Hjá Blikum bar mest á Guömundi
Hrafnkelssyni markverði.sem varöi
21 skot í leiknum, og Þórði
Davíðssyni. Einnig var Jón Þ.
Jónsson frískur, byrjaði mjög vel en
dalaöi þegar á leikinn leið eins og
raunar allt Kópavogsliðið.
Mörk Þórs: Sigbjörn 4 (2 v.), Páll 3,
Gylfi 3, Oskar Freyr 3, Elías 3,
Sigurður3 (2v.),Herbert2 (2v.) og
Steinarl.
Mörk Breiöabliks: Jón Þ. Jónsson 5
(1 v.), Þórður Davíðsson 4, Kristján
H. 3 (2 v.), Björn 3 (1 v.), Aðalsteinn
2ogAlexanderl.
Leikinn dæmdu þeir Ævar
Sigurðsson og Kristján Oskarsson og
náðu aldrei of góðum tökum á
leiknum.
-SK
<9 SHOTOKAN KARATE
Byrjendanámskeið hefj-
ast hjá karatefélaglnu
Þórshamri mánudaginn
14. janúar nk.
Æft er í nýrri og glæsilegri aö-
stöðu félagsins að Skipholti 3, 2.
hæð.
Allir fyrri nemendur félagsins
velkomnir.
Athugið að í janúar kemur til fé-
lagsins hinn heimskunni þjálfari
MASAO KAWASOE, 7. dan.
Upplýsingar í símum 72596 og
687088 alla daga og í Skipholti 3,2.
hæð, mánudaga, miðvikudaga og
föstudaga eftir kl. 19.
ÞÓRSHAMAR
Ellefu mörk
Páls dusðu
Þrótti ekki
— FH lagði Þrótt að velli í Hafnarfirði
ígærkvöldi, 29:24
„Það var synd að geta ekkl sigrað
FH-ingana í kvöld því þelr voru ekkl
góölr. Það munaði miklu fyrir okkur að
Konráð meiddist og við gátum ekki
notað hann þegar Páll var tekinn úr
umferð,” sagði linumaðurinn snjalli í
Þrótti, Birgir Sigurðsson, eftir að FH
hafði gersigrað Þrótt í íþróttahúsinu í
Hafnarflrði í gærkvöldi, 29—24, eftir að
staðan i lelkhléi hafði verið 16—13 FH í
vil.
„Þetta var alltof mikill munur miðaö
við gang leiksins og við misnotuðum
alltof mörg dauðafæri. Næsti leikur
okkar verður gegn Þór og við höfum
harma að hefna og ætlum okkur að
vinna þá,” sagði Birgir ennfremur.
Leikurinn í gærkvöldi var jafn til að
byrja með og mikið skorað. Það mikið
að maður hafði vart undan að færa nið-
ur mörkin. Jafnt var á öllum tölum I
7—7 en þá skildi leiðir. FH-ingar skor-
uðu þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni
í 10—7 og þriggja marka munur var í
leikhléi, 16-13.
1 byrjun síðari hálfleiks leit lengi vel
út fyrir aö Þróttarar ætluðu að veita
FH-ingum keppni og þegar sjö mínútur
voru af síðari hálfleik var staðan 18—
17 FH í vil. En þá sprungu Þróttarar og
eftirleikurinn var Islandsmeisturun-
um auðveldur.
FH-liðið lék ekki sérlega vel í þess-
um leik þrátt fyrir að stór sigur ynnist.
Liðiö var jafnt og enginn leikmaður
sem skar sig úr nema ef vera skyldi
Valgarð Valgarðsson. Hann átti mjög
góðan leik I vöminni og lék vel í sókn,
nokkuð sem hann hefur ekki gert hing-
að til í vetur.
| STAÐAN |
Staðan í 1. deild i handknattleik er þessi eftir lelkina í gærkvöldi:
' Þór, Ve.—UBK 22—17.
FR—Þróttur 29—24
FH 8 7 1 0 214—179 15
Valur 6 3 2 1 147—119 8
Víkingur 7 3 2 2 170-163 8
KR 6 3 1 2 128—116 7
Þór, Ve 7 3 0 4 147—161 6
Þróttur 8 2 2 4 187—204 6
Stjarnan 8 2 2 4 171—181 6
Breiðablik 8 1 0 7 158—199 2
Næsta umferð í 1. deild verður leikln
16. janúar. Þá Ieika eftirtalin lið
saman: Víkingur- —FH, Þróttur—Þór,
Ve, Stjarnan—Valur og Breiðablik og 1
| KR. 1'
Það skipti sköpum fyrir Þróttara í
þessum leik að Guðmundur Magnús-
son, þjálfari FH, lét Þorgils Ottar taka
Pál Olafsson úr umferð seint í fyrri
hálfleik og allan síðari hálfleikinn.
Þrátt fyrir það skoraði Páll sjö mörk í
síðari hálfleiknum. Þegar Páll var tek-
inn úr umferö varð Birgir Sigurðsson
linumaður að leika fyrir utan vegna
meiðsla Konráös Jónssonar sem hann
hlaut í leik Þróttar gegn UBK fyrir
skemmstu. Þeir Guðmundur A. Jóns-
son markvörður og Páll Olafsson voru
langbestu leikmenn Þróttar í gær-
kvöldi og Guðmundur varði 21 skot í
leiknum. Það af 14 þegar Þróttarar
unnu knöttinn. Páll skoraði 11 mörk og
virðist vera að rétta úr kútnum eins og
raunar allt Þróttarliðið. Töluvert
meiri baráttu vantar þó enn í leik liðs-
ins og segir það sína sögu að liðið skuli
fá á sig 29 mörk þegar markvörður
liðsinsver21skot.
MörkFH: Hans9, Kristján8 (3 v), Val-
garð 5, Þorgils Ottar 2, Guðjón G. 2,
Guðjón A. 2, og Jón Erling 1 mark.
Mörk Þróttar: Páll 11, Gísli 5, Birgir 4,
Sverrir og Konráð 1 mark.
Leikinn dæmdu þeir Hákon Sigur-
jónsson og Arni Sverrisson og höfðu
vægast sagt lítil tök á leiknum. Einn lé-
legasti leikur þeirra félaga i langan
tíma.
j—:
! Iréttir !
I • Pedro Morales hefur veriðl
■ ráðinn landsliðsþjálfari Chile í.
I knattspyrnu og verður hann með |
- liðið fram yfir HM. a
I Morales hefur áður þjálfað I
I landsllð Chile. Það var árið 1975 en 1
|! ...............................
I hann hefur einnig þjálfað nokkur1
Ifélagsllð í Chlle. Fyrsti leikur Chile I
m í undankeppni HM verður 3. mars .
I" gegn Equador. Uruguay er þriðja I
liðið í riðlinum. I
■ • Portúgalska félagið Benfica I
I sigraðl í gærkvöldi llð Varzim í 1. ■
Ideildinni i Portúgal en leikurinn j
var endurleikinn vegna skrílsláta J
| sem urðu þegar liöin léku 2. |
J desember sl. Þá var flösku kastað í ■
j linuvörð svo eitthvað sé nefnt. I
I* Alþjóða knattspyrnusambandið I
hefur sett Fiji-eyjar i keppnlsbann. ■
ILiði Eyjanna er meinað að leika á |
heimavelli í eitt ár vegna óláta sem *
I urðu þegar llðið lék það síðast. |
-SKj
Borðtennisklúbburinn
ÖRNINN
er með æfingar
i borðtennissal Laugardalshallar á mánudögum og fimmtudögum.
Skráning verður á sama stað fimmtudaginn 10. janúar eftir kl. 18.
Upplýsingar veittar í síma 26806 6 kvöldin.