Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1985, Blaðsíða 4
4
DV. MIÐVIKUDAGUR13. FEBRUAR1985.
Félagslegar íbúðir í Kópavogi miklu dýrari en íbúðir á almennum markaði:
Verkamannabústaðir
70% yfir markaðnum
Nýjar ibúðir Byggung í Kópavogi við Álfatún 17-25. íbúðir verkamannabústaða, Álfatúni 27-35.
Verkamannabústaöir viö Álfatún í
Kópavogi, sem nú er nýflutt í, eru dýr-
ustu íbúðir sem þar fást. Kostnaðar-
verð þeirra er 70% hærra en verð sam-
bærilegra íbúða á aimennummarkaöi.
Það er niðurstaöa tæknideildar Kópa-
vogskaupstaöar.
Rúmmetrinn í verkamannabústöð-
unum kostar 6.854 krónur. Þannig kost-
ar fjögurra herbergja íbúð með bíl-
skýli 3.032.000 kr. Sambærileg en notuð
íbúð með bilskúr kostar á almennum
markaði 2.250.000 kr. Rúmmetrinn
kostar 4.030 krónur.
Þama munar á rúmmetraverði 2.824
krónum. Rúmmetrinn í verkamanna-
bústöðunum kostar því 70% meira en í
íbúöinni sem höfð var til samanburðar.
Jafiiframt kom í ljós í athugun tækni-
deildar Kópavogskaupstaöar að hjá
Byggingasamvinnufélagi Kópavogs og
Byggung í Kópavogi var kostnaöar-
verð íbúða einnig til muna hærra en á
almenna markaönum, 21—23%.
Þessi gífurlegi verðmunur á verka-
mannabústöðum og íbúðum á almenna
markaðnum var borínn undir Stefán
Ingólfsson verkfræðing hjá Fasteigna-
mati ríkisins.
Hann taldi erfitt að bera saman verð
á mismunandi fasteignum. Hann
kvaöst þó hafa bent á það fyrr aö mun
hagkvæmara væri að nota kerfi verka-
mannabústaða til þess aö kaupa tilbún-
ar íbúðir en standa í byggingum.
Af verði íbúðar í verkamannabústöð-
um, sem kostar 3.032.000 krónur, greið-
ir kaupandi 20% í útborgun eða 606.000
krónur. Ibúö hans er aftur á móti
782.000 krónum dýrari en ef hann
keypti á almenna markaðnum. Enda
þótt hann njóti hærri og lengri lána
með hagstæðari kjörum étur verð-
munurínn þann mun upp. hhei.
JÓN BALDVIN REKUR FRAM-
KVÆMDASTJÓRA FLOKKSINS
„Persónuleg aðförað mér” segir Kristan Guðmundsdóttir
„Eg var búinn aö biöja Krístinu um
að segja upp störfum en hún gerði þaö
ekki. Þaö var þvi ekki um annað að
ræða en að segja henni upp. Eg neita
því ekki að ég var óánægður meö
hennar störf,” sagði Jón Baldvin
Hannibalsson, formaður Alþýðuflokks-
ins, i samtaii við DV.
Á framkvæmdastjómarfundi Al-
þýöuflokksins um helgina var sam-
þykkt tillaga J óns Bald vins um drög að
nýju skipulagi fyrir flokksstarfið.
Fól sú tillaga meðal annars í sér að
segja upp framkvæmdastjóra flokks-
ins og formanni Sambands alþýöu-
flokkskvenna, Kristínu Guðmundsdótt-
ur.
„Eg lít á þessa uppsögn sem
persónulega aðför að mér,” sagði
Kristín. ,Á-nnars vil ég sem minnst um
þetta tala fyrr en framkvæmdastjórn
flokksins hefur kynnt sér bókun sem ég
lagðifram.”
—Hvað felur sú bókun í sér?
„Hún felur í sér það að mér finnst
ómaklega að mér vegið. Meira vil ég
ekki segja,” sagði Kristín Guðmunds-
dóttir.
,,Það er eölilegt að með nýjum for-
manni komi nýir starfshættir,” sagði
Jón Baldvin. „Starfshættir skrifstof-
unnar voru ekki eftir minu höfði og þvi
var ekki um annað aö ræða. Eg ætla
ekki að láta mistökin frá ’78 endurtaka
sig þegar Alþýðuflokkurinn jók svo
mjög við fylgi sitt en aftur á móti
breyttust starfshættir ekki neitt. Það
gengur ekki. Því höfum við gert skipu-
lagsbreytingar á flokknum og lagt
starf framkvæmdastjóra niður. I stað-
inn koma ný storf. Það verður ráðinn
útbreiðslufulltrúi, skrifstofumaður,
erindreki fyrir landsbyggðina og tveir
starfsmenn til að sjá um útgáfustarf-
semi,” sagöi Jón Baldvin.
Að sögn heimildarmanna DV innan
Alþýðuflokksins mun þessi uppsögn
hafa komið nokkuð á óvart. Enginn
þeirra kannaðist við aö óánægja hefði
verið með störf Kristínar.
-KÞ
Sá sem féll af svölunum settur
inn í sjúkrabifreið. DV-mynd: S
Féllniður
afsvölum
ölvaður sjómaöur féll niður af
annarri hæð ó f jölbýlishúsi í Breið-
holtiígær.
Að sögn lögreglunnar voru til-
drög slyssins þau að maðurinn var
aö sýna listir sínar á svalahandrið-
inu. Hann var þó ekki meiri hæfi-
leikamaður en það að hann féll
niðuráfreönajörð.
Mikil mildi var að maöurinn var
ekki staddur ofar í húsinu. Sam-,
kvæmt upplýsingum DV er hann
skki alvariega siasaður. .ejj.
Kaupþing
Seðlabankans:
„Með stærri
skrefum í vió-
skiptalífinu”
„Þetta er með stærri skrefum
sem tekin hafa verið í viðskiptalíf-
inu,” sagði Albert Guðmundsson
fjármálaráðherra um kaupþing
sem Seðlabanka Islands hefur
verið faliö að koma á f ót.
„Opinber skráning verðbréfa
gerir markaðinn jafnari,” sagöi
Jóhannes Nordal, bankastjóri
Seðlabankans, er hann var qpurður
um verðandi kaupþing. „Það er
mjög nauðsynlegt að koma á verð-
bréfaskráningu en engin samræm-
ing hefur verið á markaðnum. Við
höfum verið að undirbúa kaupþing-
iö um nokkurn tíma en ekki vil ég
gefa upp ákveðin tímamörk hve-
nasr þeim undirbúningi lýkur.”
v -ÞG
j dag mælir Dagfari_____________í dag mælir Pagfari____________j dag mælir Dagfari
Þrælahald er enn við lýði
Kennarar hafa staðið i kjarabar-
áttu í allan vetur. Fyrst settu þeir
fram kröfur um bætt kjör, siðan fóru
þelr í mánaðarverkfall og nú siðast
hafa þelr sagt upp störfum sínum
með lögmætum fyrirvara. Verður
ekki annað séð en að þetta séu eðlileg
vhyiubrögð og sjálfsögð af hálfu
þeirra sem óánægðir eru með launa-
kjör sín. Ef vinnuveitandi skilur ekkl
og vfll ekkl skilja að launþeginn þurfi
á bættum kjörum að halda er
auðvitað ekkert annað ráð tiltækt
fyrir launþegann en að taka pokann
sinn og lelta sér að annarri vinnu.
Þetta hafa kennarar hugsað sér
að gera um næstu mánaðamót. En
þá bregður svo við að menntamála-
ráðherra framlengir uppsagnar-
frestinn og bannar kennurunum að
segja upp starfinu.
Það er óneltanlega alveg nýtt að
banna mönnum að segja upp störfum
sínum. Aður fyrr tíðkaðlst þrælahald
og svo voru menn hafðlr i ánauð og
þegnskylduvinnu og vinnuhjúin voru
stundum nokkurs konar húsdýr hjá
húsbændum sinum. Þrælahald hefur
lagst af og er bannað með lögum.
Aumustu vinnuhjú hafa á okkar tím-
um rétt til að koma og fara án þess
aö spyrja um leyfi.
Greinilega gilda þessar reglur
ekki um kennarastéttina. Hún er enn
í þrælahaldi hjá hinu opinbera.
Henni er ekki heimilt að segja upp
starfi sinu og duga hvorki verkföll,
uppsagnir eða kröfur i þelm efnum.
Sá sem einu sinnl er orðinn kennarl
verður að bita i það súra epli og
kenna hvort sem honum likar betur
eða ver. Hvort sem hann fær borgað
fyrir það eða ekkl.
Hundruð kennara hafa uppgötvað
að þeim sé ómögulegt að framfleyta
sér og sinum í sjálfboðaliðastarfl i
skólunum og hafa tilkynnt að þeir
hætti kennslu um næstu mánaðamót.
Ekki er að efa að kennurum þyki
vænt um skóla sína og nemendur en
það er hjá þeim eins og öðrum að
brauðstritlð fyrir sér og sinum hlýtur
að ganga fyrir án þess að beöist sé
afsökunaráþvL
Menntamálaráðuneytlð hefur hins
vegar fundið það út að skyldur kenn-
ara séu rikari gagnvart skólunum en
fjölskyldunnl. Þeir hafl sem sagt
ekki leyfi til að segja upp störfum
sem ekki er hægt að lifa af. í þvi sam-
bandi er vísað til lagaákvæðls þar
semseglr:
„Þó er óskylt að veita starfsmönn-
nm Iausn frá þelm tíma sem beiðst er
ef svo margir ieita lausnar samtimls
eða um likt leyti i sömu starfsgrein
að til auðnar um starfræksiu þar
mundl horfa ef beiðni hvers um sig
væri veitt.”
Þarna er þrælahaldlð lögvemdað
svart á hvítu. Sök kennaranna er
með öðrum orðum sú að þeir verða
allir blanklr samtimis. Það má ekki
samkvæmt lögunum. Kennarar
verða að sæta þeirrl lögskýringu að
hungurmorð í kennarastéttinnl
verða að bera að á aðskiljanlegum
tímum. Ef einn og einn í einu dettur
niður dauður, eða lýsir sig gjald-
þrota eða segir sig til sveitar, era
uppsagnir teknar gildar en þegar
þeir svelta i hóp verða þelr að gjöra
svo vel að gegna störfum sinum
áfram þar tll yfir lýkur.
Ef til auðnar horfir í skólunum
varðar yfirvöld alls ekki neitt um þá
auön sem blaslr við kennaranum
þegar heim kemur.
Samkvæmt þessum niðurstöðum
hafa kennarar aðeins um tvennt að
velja: Annað hvort að brjóta lög og
bjarga lífi sinu eða að gegna kennslu-
skyldu sinni með fastandi maga og
hungrandi heimili.
Hvorugur kosturinn er góður en
ljóst er þó að hvort heldur sem ofan á
verður munu skólar hér á landl eiga
stutt eftir óllfað. Annaðhvort segja
kennararalr upp og fara eða þeir
mæta til vinnu og svelta i hel í nafni
þrælahalds og þegnskylduvinnu.
Dagfari