Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1985, Side 5
DV. MIÐVKUDAGUR13. FEBRUAR1985.
5
Matthías Bjarnason ávarpar gesti eftir að hafa tekið fyrstu skóflustung-
una. DV-mynd: BB
Hámarkslán 150 þús.
— og aðeins vegna þeirra sem eru í vanda með fyrstu íbúð
Björgunaraðgerðir ríkisstjórnar-
innar vegna vanda fólks í húsnæðis-
málum lúta að lónveitingum til
þeirra sem hafa verið að eignast sína
fyrstu íbúð á árunum 1980—1984. Lán
verða 50—150 þúsund krónur. Einnlg
verður beint tilmælum til lánastofn-
ana um breytingar á skammtíma-
skuldum í lengri lán, eigi slfkt við.
Skilyrði um björgun eru mjög
ströng. Fjárhagsvandi má aðeins
stafa af útvegun húsnæðisins. Miðað
er við lánveitingu varðandi tíma-
mörit, ekki hvenær lón var tekið út.
„Greiðsluerfiðleikar umsækjanda
þurfa að vera það miklir að hann sé i
verulegri hættu með að missa íbúð
sína nema bráð aðstoð komi til."
Vanskil verða að vera minnst 150.000
krónur. Þó verða menn að hafa fuil-
kannað og fullnýtt aðra lánsmögu-
leika.
Róðgjafaþjónusta hefst í Hús-
næðisstofnun á þriðjudag í næstu
viku. Þá hefst útbýting umsóknar-
eyðublaða. Umsóknarfrestur er til 1.
júní 1985. HERB
„Fíladelfíustúlka” íVestmannaeyjum
*
„Þúsund” ofaukið
1 blaðinu i gær var ekki rétt farið
með tonnaf jöldann af jómi sem á að
fara í nýju flugstööina á Keflavíkur-
flugvelli. Þaö rétta er 1400 tonn en ekki
1400 þúsund tonn eins og sagt var. Beð-
Istervelvirðingaróþessu. APH
Framkvæmdir við
K-álmu hafnar
1 gær hófust formlega framkvæmdir
við K-byggingu Landspítalans.
I byggingaráætlunum er gert ráð
fyrir aö húsið verði smiöað í tveimur
áföngum. I fyrri áfanga er ætlunin að
reisa u.þ.b. þriöjung hússins og ó fyrsti
hluti þess, krabbameinslækningadeild,
að vera tilbúinn til notkunar 1988. K-
byggingin mun rísa norðan núverandi
aðalbyggingar Landspítalans og
verður byggingin þrjór hæðir auk
kjallara.
A fyrstu hæð verða deildir fyrir
krabbameinslækningar auk deildar
fyrir dauöhreinsun, á annarrí hæð
röntgendeild og á þriðju hæð skurð-
deild og gjörgæsludeild. 1 kjallara
verða lagnir, tækjabúnaöur og
búningsklefar. Ljóst er að hin nýja
bygging mun bæta verulega úr
brýnasta húsnæðisvanda Landspít-
alans.
Eitt meginmarkmið með K-
byggingunni er að komið verði upp
góðri aðstöðu til krabbameins-
lækninga. Eins og nú hóttar er öll að-
staða og tækjabúnaður til slíkra lækn-
inga ófullnægjandi og þjónusta viö
krabbameinssjúklinga minni en veitt
er i nágrannalöndunum. -hJiei.
Vegna fréttar á baksíðu DV í gær um
ófarir „Fíladelfiustúlku” í Vest-
mannaeyjum um síöastliöna helgi vill
Einar Gislason, forstöðumaður safn-
aðarins, koma eftirfarandi athuga-
semd á framfæri: „Umrædd stúlka
hefur aldrei verið skírð inn í Fíladelfíu-
söfnuðinn og vart getur umrætt atvik
hafa ótt sér staö á sunnudagskvöldi
þar sem allur hópurinn sneri til lands
síödegisþanndag.”
DV getur tekið undir þessar athuga-
semdir. Atvikið átti sér ekki stað ó,
sunnudagskvöldi heldur aðfaranótt
sunnudags og er beðist velvirðingar á
þeirri missögn. Varðandi fyrra atriðið
mun rétt vera aö stúlkan hafi aldrei
veríð skirð formlega inn í Fíladelfíu-
söfnuðinn. En eins og móðir hennar
sagði í samtali við DV í gær: „Við for-
eldramir erum í Hvitasunnu-
söfnuðinum og höfum alltaf litið svo ó
að stúlkan okkar væri i sama hópi. Hún
hefur tekið þátt i starfinu og sótt fé-
iagsskap sinn til annarra ungmenna í
söfnuðinum. Það er fyrst núna aö for-
stööumenn safnaðaríns gera athuga-
semdirviðþetta.”
Það skal tekið fram að umrædd
stúlka var í Vestmannaeyjum í hópi
annarra ungmenna úr Fíladelfíusöfn-
uðinum. Sótti hún ásamt þeim sam-
komu í Betel, en svo nefnist söfnuður
hvitasunnumanna í Vestmannaeyjum.
-EIR.
Tvíþætt flutningsþjónusta frá
U
Snakk á
Eyrarbakka
Frá Regínu Thorarensen, Selfossi:
Eg skrapp nýiega á Eyrarbakka aö
skoöa nýstofnað fyrirtæki sem heitir
Ekta hf., Nesbrú 2, Eyrarbakka. Eg
hitti Jón Sigurðsson sem er einn af
fimm eigendum, en hinir eru Páll og
Ingibjörg, kona hans, og Valdimar og
Anna Halldóra, kona Jóns. öll vinna
þau af miklum krafti og lifsgleði viö
fyrirtæki sitt sem framleiðir snakk.
Þau framleiöa þrjár sortir af snakki
núna. Það eru skrúfur meö papriku-
bragði, hringir meö ostabragði og
baconskífur.
Snakk er svo eftirsótt að þeir sem
smakka þaö einu sinni kaupa það aftur
og aftur, enda sögðu eigendumir að
þau væru öll bjartsýnisfólk. Þeim hefði
þó aldrei dottið i hug aö þetta gengi svo
vel, en eftirspurnin er mikil.
Aðurgreint fyrirtæki tók til starfa í
ágúst síðastliönum og kostaði 6
milljónir með nýbyggðu húsi. Þar er
200 fermetra vinnusalur, stórhreinleg-
ur. öll færibönd eru úr stáli og einnig
ilátin sem hin gómsætu efni renna í.
Nokkrir eigendanna fóru til Sviss
siðastliðið sumar til að læra á vélar og
vinnslu. Auövitað voru það karlmenn-
irnir sem fóru, en frúmar sátu heima.
I bigerð er að auka viö framleiösluna,
til dæmis fiögum. Snakk er framleitt
úr kartöflum sem eru ræktaðar á Eyr-
arbakka.
Eg óska hinum ungu eigendum allra
heilla með sinn atvinnurekstur í nútiö
og framtíö. Þess má geta að þetta fólk
er ekki hóskólagengið, ekkert af þvi.
Alltaf gleður það mig sem gamla konu
þegar ungt fólk setur upp sitt eigið fyr-
irtæki og heimtar hvorki af bæ né sveit
eins og bændur og útgerðarmenn. Það
var lífsgleði og ferskur andi sem sveif
yfirfólkinu.
OY Henry Nielsen AB
Box 199
SF00101 - Helsingfors 10
Cables: Ton'nage
Tel. 90-17291 Telex: 124673
Flutningur er okkar fag
EIMSKIP
Sirni 27100
Umboðsmaður í Helsinki:
Nú önnumst við
vikulega gámaflutninga frá Helsinki til Reykja
víkur og reglubundna stórflutninga beint
frá Helsinki á 3ja vikna fresti.
Þessi tvíþætta flutningskeðja milli Finnlands
og íslands tryggir styttri flutningstíma, hag-
kvæmari flutning og öruggt vörustreymi
allan ársins hring.