Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1985, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1985, Side 9
DV. MIÐVIKUDAGUR13. FEBRUAR1985. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Nokkrar róstur voru í Suður-Kóreu fyrir kosningarnar þegar fólk mótmælti einræði herstjórnarinnar á stórum útifundum. Lögregla þurfti að beita táragasi og kylfum gegn mannfjöldanum. KosningaríSuður-Kóreu: Flokkur Kim næststærstur — en stjórnarf lokkurinn heldur velli Nýi réttlætisflokkurinn, flokkur Chun Doo Hwan forseta, vann þing- kosningamar í Kóreu í gær. En Nýi kóreski lýðræðisflokkurinn, ný- stofnaður flokkur sem stjómarand- stöðuleiðtoginn Kim Dae-Jung styður, vann mjög á og er orðinn næststærsti flokkur landsins. Kóreska sjónvarpið sagöi að eftir talningu 96 prósent atkvæöa hefði stjórnarflokkurinn unnið 80 þingsæti en Nýi lýðræðisflokkurinn fengið 42. Samkvæmt kosningalögum Suður- Kóreu fær fiokkurinn sem flest þing- sæti vinnur aukalega 61 sæti. Kim Dae-Jung lýsti strax og úrslit voru kunn yfir því aö kosningarnar sýndu iýðræðisvilja fólksins. Stjórn- málaskýrendur segja að nærvera Kim hafi hjálpað mikið til við sigur flokks hans. Hann kom úr tveggja ára útlegö í Bandarík junum á föstudag. Flokkurinn sem áður var aðal- stjórnarandstöðuflokkurinn, Þjóðar- flokkur Kóreu, fékk 21 sæti. Annar stjórnarandstöðuflokkur fékk 13 sæti. Þátttaka í kosningunum var meiri en nokkru sinni undanfarin 27 ár eða 84,6 prósent. A siöasta þingi hafði stjórnar- flokkurinn yfir 150 þingsæti á sínu valdi. STUÐLARUM Ný hönnun og framleiðsla eins og tveggja manna rúma ! viðarlit eða máluð Fyrir- liggjandi á lager FURUHÚSGÖGN Franskur þingmaður sakaður um myrkraverk Frá Ama Snævarr, fréttaritara DV í Lyon: Jean-Marie Le Pen, foringi flokks hægri þjóðernissinna i Frakklandi, hefur verið sakaður um aö hafa beitt pyntingum er hann gegndi herþjón- ustu i Alsir árið 1957. Blaðið Liberation birtir frásögn fimm Alsírbúa sem nefna fjölmörg dæmi um pyntingar. Le Pen er meðal annars sakaður um að hafa kastað fanga út um glugga, tekið vamarlaus- an fanga af lífi, beitt raflostum, reynt ’að drekkja mönnum auk barsmíða svo örfá dæmi séu nefnd. Blaðið birtir á alls átta siöum frásagnir af myrkra- verkum Le Pen og forsíða blaðsins er þakin fyrirsögninni „Pyntaðir af Le Pen” skráðrimeðstríösletri. Le Pen segir innflutning á vinnuafli auka á atvinnuleysi Frakka sjálfra. HótelbruniíManila Tuttugu og tveir eru þegar taldir af og vitað er um aö minnsta kosti þr játíu slasaða eftir aö lúxushótel í Manila, höfuðborg Filippseyja, brann í nótt. Flest þetta fólk vom útlendingar sem gistuhótelið. Ottast er um líf miklu fleiri því aö slökkviliðinu hefur ekki tekist að kom- ast inn á öll hótelherbergin vegna elds- ins. — Hótel „Regent of Manila” hefur 425 gistiherbergi. Hundruö slökkviliðsmanna börðust við eldinn og höfðu ekki ráðið niðurlög- um hans þegar síðast fréttist, tíu stundum eftir að hann braust út. Stendur hótelið við ströndina og geröi hafgolan þeim erfitt fyrir að hemja eldinn. Térnenkó: Boðar einhliða afvopnun á svæð- um sem liggja að Norðurlöndum Témenkó, forseti Sovétrikjanna, hef ur boðið Norðurlöndum að Sovétrik- in muni einhliða draga úr kjarnorku- vopnavæðingu sinni í þeim hémðum sem liggja aö Norðurlöndum. Þetta vonast hann til að veröi upphafið að yfirlýsingu um kjamorkuvopnalaus svæði á Norðurlöndum. Térnenkó segist ekki búast við neinni sérstakri eftirgjöf af NATO hálfu vegna þessa. Tilboðið kom i bréfi til norsku friðar- hreyfingarinnar „Sáttmála nú! ” Vamarmálasérfræðingar segja að þeir einu sem hafi kjarnorkuvopn á Norðurlöndum séu Sovétmenn. Þeir eyði nú miklum peningum í hafnir í Eystrasalti til að þær geti tekið á móti stærstu kjamorkukafbátum sovéska flotans. NATO er á móti yfirlýsingum um kjamorkulaust svæði á Norðurlöndum. Bandalagið segir nauðsynlegt aö þaö sé reiðubúið aö nota kjarnavopn í nauðvörn. Þetta er í fyrsta skipti sem franskt blað birtir svo nákvæmar ásakanir nafngreindra manna i garð Le Pen en engan veginn í fyrsta skipti sem slíkt ber á góma. Le Pen hefur stefnt hverj- um þeim sem minnst hefur á slikt og þvemeitar að hann hafi nokkru sinni brotið mannréttindi. Nú standa einmitt yfir réttarhöld vegna málshöföunar Le Pen á hendur blaðinu „Le Camard Enchaine” vegna svipaðra ásakana. Le Pen varð yngsti þingmaður í sögu franska þingsins árið 1956 fyrir svokallaða toujatista. Hann varð þó ekki ellidauður á þinginu því hann gekk í herinn og var sendur til Alsir í ársbyrjun 1957. Um það leyti var her- inn aö berja niöur mikla hryðjuverka- öldu sem alsírskir skæruliðar stóðu fyrir. Margsannað er að pyntingar vom daglegt brauð í baráttu franska hers- ins gegn skæruliðum. Le Pen situr á Evrópuþinginu í Strassburg og er for- ingi Front Nationale en sá flokkur berst meðal annars fyrir að inn- flytjendur sem margir hverjir em af alsírskum uppruna veröi látnir hverfa til sins heima. VIÐ RÝMUM FYRIR IMÝRRI LÍNU. og seljum allar sýningarinnréttingar með góðum afslætti. Nú er tækifærið til að gera ^kjarakaup og eignast eldhúsinn- réttingu, fataskápa, baðinnréttingu og ýmislegt fleira á góðu verði. Það er bara að vera fljótur í ferðum. Kalmar SKEIFAN 8 - 108 REYKJAVlK - SlMI 82011

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.