Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Page 2
2. DV. FIMMTUDAGUR 20. JUNI1985. Algengasta dánarorsök ungraf einhleypra manna: AIDSÁ NÆSTU GRÖSUM — segir Haraldur Briem smitsjúkdómalæknir „Viö fáum fyrsta AIDS-tilfellið hér ó Islandi innan tveggja ára, á því er lítill vafi,” sagði Haraldur Briem smitsjúkdómalæknir í samtali við DV. Haraldur hefur fylgst grannt með framvindu AIDS-faraldursins í veröldinni og m.a. setið sérstakar AIDS-ráðstefnur í Bandarik junum. ,,Eg heyrði fyrst um AIDS á slikri ráðstefnu árið 1982 en það rann ekki upp fyrir mér hvílík alvara var hér á ferðum fyrr en í desembermánuði síðastliðnum. Nú er svo komið að AIDS er oröinn algengasta dónaror- sök ungra, einhleypra manna í Bandarikjunum. Slys, krabbamein og annað kemst ekki í hálfkvisti við AIDS í þeim áhættuhópi,” sagði Har- aldurBriem. ÍAIDS, lOOsmit Að sögn smitsjúkdómalæknisins benda faraldsfræðilegar rannsóknir til að á móti hverjum einum AIDS- sjúklingi séu 100 aðrir smitaðir. Eins og komið hefur fram í fréttum DV hefur mótefni gegn AIDS verið greint í fjórum einstaklingum hér á landi og samkvæmt sömu út- reikningum þýðir það að mótefnið leynist i tugum Islendinga, ef ekki hundruðum, án þess að þeir hafi hug- myndumþaö. „Meginástæöan fyrir því aö enn hefur ekki greinst AIDS-tilfelli hér á landi er vafalítið fólksfæöin. Og svo tekur þetta sinn tíma. Evrópa er 2—3 árum á eftir Bandaríkjunum hvað Danskur AIDS-sjúklingur bíður dauðans: — Aldrei verður nógsamlega brýnt fyrir sjúklingum að þeir vinni með yfirvöldum í stað þess að fara i felur. Tilmæli tí/ AIDS-sjúklinga I Bandaríkjunum hafa ýmsir hópar sem lóta sig AIDS varða notað slagorðið „No test is best,” að best sé aö láta alis ekki rannsaka sig. „Þetta tel ég alrangt og jafnvel stórhættulegt,” sagði Haraldur Briem. „Því vil ég koma eftirfarandi tilmælum til þeirra Islendinga sem mögulega telja sig hafa smitast af AIDS: 1. Verið er að prófa lyf sem væntanlega getur haldið sjúkdómn- um niðri. Þessar prófanir eru á byrjunarstigi en lyfið mun ekki lækna sjúkdóminn. 2. Alls konar ígerðarsýkingar eru algengar hjá AIDS-sjúklingum og nauösynlegt að þær séu meðhöndlaðar af læknum strax. Sé gripiö í taumana nógu fljótt er von til að takist aö tefja fyrir þróun sýkinnar. 3. Aldrei verður nógsamlega brýnt fyrir AIDS-sjúklingum að þeir vinni meö yfirvöldum í staö þess að fara í felur. A þann hátt einan er hægt að fýlgjast með umfangi veikinnar og grlpa tfl gagnráðstaf ana.” -EIR. Haraldur Briem smitsjúkdómalæknir: — Rann ekki upp fyrir mér hvilík alvara var hór ó ferðum fyrr en í desembermánuði síðastliðnum. DV-mynd Bjarnleifur. varðar AIDS og Island er 2—3 árum á eftir Evrópulöndunum. En AIDS er á leiðinni hingaö til lands, fyrr en varir,” sagði Haraldur Briem. AIDSerkyn- sjúkdómur I viötali er birtist i DV síðastliðinn laugardag lét Þóröur Harðarson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum, að því liggja að ef til vill kæmi sú stund að nauðsynlegt yrði að taka upp einhvers konar skráningu á þeim einstaklingum sem mælst hefði í mótefni gegn AIDS. Einnig að rekin yrði harður áróður fyrir notkun gúmmiverja við sam- farir. „Þetta með gúmmíverjumar er aö sjálfsögöu bráðnauðsynlegt. Fólk verður að gera sér grein fyrir að AIDS er kynsjúkdómur, sem smitast tæpast nema við samfarir. Þó AIDS- veiran hafl fundist í munnvatni eru þess engin dæmi að menn hafi smit- ast eftir þeirri leið,” sagði Haraldur Briem. „Aftur á móti er ég per- sónulega eflns um aö einhvers konar þvingunaraðgerðir skili árangrL Fyrir það fyrsta yrði erfltt að fram- fylgja sliku. Þá er hætta á að hinir sýktu myndu fára í felur til þess að veröa ekki fyrir barðinu á sliku og komast þar með hjá öllu umstangi sem því fylgir. 1 þriöja lagi er ég hræddur um að við slflcar aðstæður myndi fólk hætta að gefa blóð sem aftur gæti skapað mflril vandræöi. Það er fræðsla og aftur fræðsla sem gfldir í þessum ef num. ” Uggur á sjúkrahúsum Talsverður uggur hefur verið í starfsfólki sjúkrastofnana vegna AIDS enda ekki nokkur rannsóknar- stofa til á landinu sem uppfyllir þær öryggiskröfur sem gera þarf þegar blóðsýni af þessum toga eru rannsökuð. „Eg hef vissulega orðiö var við þennan ugg en það hefur verulega dregiö úr honum eftir aö starfsfólk var uppfrætt um hvemig það ætti að snúa sér i þessum efnum. Að sjálf- sögðu mæðir mest á meina- tæknunum sem eru bókstaflega með finguma í blóðsýnunum. En þegar Um áhættusýni er að ræða er fýllsta öryggis gætt og sem dæmi get ég nefnt aö enn er ekki vitaö til þess að nokkur starfsmaður í bandariska heilbrigðiskerfinu hafi enn smitast af AIDS,” sagði Haraldur. „Það verður líklega aldrei nógsamlega brýnt fyrir fóflri að AIDS er kynsjúk- dómur og smitast tæpast nema við samfarir. Flest starfsfólk sjúkra- húsa ætti þvi ekki að vera í meiri hættuenaðrir.” Hommar og gúmmíverjur Eins og vikið var að hér að f raman hefur Haraldur Briem setið sér- stakar AIDS-ráðstefnur í Bandaríkjunum þar sem ýmislegt forvitnilegt hefur borið á góma. Tfl dæmis þykir nú víst að um 90 prósent bandarískra eiturlyfjaneytenda sem sprauta sig eitri séu komin meö mót- efni gegn AIDS. Þá hafa bandariskir hommar verið mjög samvinnufúsir við yfirvöld í baráttunni gegn sjúkdómnum og hafa þeir orðiö vel við þeim tflmælum að fækka rekkju- nautum, og draga þannig úr út- breiðsluveikinnar. „Aftur á móti hefur reynst erfiðara að fá þá tfl aö nota gúmmíverjur. Aðeins er talið að um 5 prósent bandarískra homma noti gúmmíverjur við samfarir, ráð- stöfun sem annars væri árangurs- ríkust til að hefta útbreiðslu sýkinnar,” sagði Haraldur Briem. Hann bætti því við aö gúmmíverjur ættu að fást í öllum verslunum, gína við fólki hvar sem það færi, í stað þess að liggja í apótekum eins og tíðkaðist hér á landi. „Erlendis er hægt að kaupa gúmmíverjur eins og sælgæti viö kassann í JL-húsinu.” Mið-Afríka pestarbæli Enn sem komiö er hafa flest AIDS-tilfelli verið skráð í Banda- ríkjunum. Þ6 telur Haraldur Briem aö sjúkdómurinn sé jafnvel 50- sinnum útbreiddari í Mið-Afríku. „Eg veit svei mér ekki hvað verður um Mið-Afríku áður en langt um líður,” sagfti smitsjúkdóma- læknirinn. -EIR. Bandariskir hommar safria fó í AIDS-sjóð. Aðoins 5 prósent þeirra nota gúmmrverjur við samfarir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.