Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 36
36 DV. FIMMTUDAGUR 20. JUNI1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Yngsti sonur Elisabetar Eng- landsdrottningar, Edward, á við vandamál að stríða. Hann er á góðri lelð með að verða sköllóttur. Sumum finnst það kannski ekki vandamál þótt mömmu hans finn- ist það. Nú er verið að kanna mögu- leika á að græða hár á höfuð prins- ins og stendur til að sami maðurlnn framkvæmi aðgerðina og græddi hár á höfuð poppstjörnunnar Eiton Johns. Það virðist vera nóg hár á höfði piltsins á þessari mynd sem er reyndar ekki alveg ný. ★ Fyrrum félagi Sophiu Loren hafn- aði nýlega boðl frá útgefendum þess efnis að hann fengi hálfa millj- ón dollara fyrir að birta bréf sem Sophia sendl honum þegar þau voru saman. Nafn félagans er Achille Togliani og var hann fylgis- sveinn Sophiu áður en hún tók sam- an við Carlo Ponti. Togliani er nú að skrifa sjálfsævisögu sina en hann er vel þekktur söngvari á Ita- liu. Hann segist aldrei ætla að birta bréfin frá Sophiu þvi að þau hafi aðeins verið til hans og séu ekki tll þess fallin að gefa þau út í bók. Við sögðum nýlega frá þvi að Donna Reed hefði verið rekin úr Dallas og gamla Ellle kæmi aftur. Nú hefur Donna lagt fram 7,5 millj- óna doilara kröfu á hendur fram- leiðendum þáttanna. Hún fer fram á þessa upphæð vegna samnings- rofs og vUl fá hluterkið sitt aftur ef' ekkl verður fallist á kröfur hennar. A landsleiknum Stelpurnar sem tóku þótt í feguðarsamkeppninni fyrir skömmu létu sig ekki vanta á landsleikinn gegn Spánverjum. Þær voru al- deilis hressar með Kristjönu Geirsdóttur, veitingastjóra í Broad- way, í broddi fylkingar. Fótboltakapparnir Sigurður Jónsson og Pétur Pétursson skeiltu sér í hópinn og tóku þátt í fjörinu. DV-mynd Bj. Bj. Go-Go’s hættarað fara út saman Kvennahljómsveitin GoGo’s hefur nú lagt upp laupana. Ástæðan er ósamkomulag hjá stelpunum um allt frá strákamálum til tónlistarstefnu hljómsveitarinnar. GoGo’s voru orðnar sjö ára gamlar sem hljómsveit þegar aðalsöngkon- unni, Belindu Carlisle, fannst vera komið nóg og ákvað að hætta. Hún og hljómborðsleikarinn, Charlotte Caff- ey, koma þó líklega til meö að vinna saman aö nýrri plötu. Bassaleikar- inn, Kathy Valentine, segir að þetta hafi komið sér alveg á óvart. Trommuleikarinn, Gina Schock, seg- ir að samstarfið hafi verið í rúst und- ir lokin, en henni fannst svekkjandi að stelpumar skyldu ekki hafa getað sest niöur og rætt málin vegna þess að þaö fór allt i háaloft, sama um hvaðvarrætt. Það var tignarleg sjón að sjá fallhlífarstökkvara koma svífandi niður með íslenska fánann blaktandi. Það var nú verra með þann spánska, eða réttara sagt þann austur-þýska, en ekki meira um það hér. DV-mynd Bj. Bj. Go-Go's: Charlotte Caffey, Kathy Valentine, Belinda Carlisle, Jane Wiedlin og Gina Schock.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.