Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Síða 3
DV. FIMMTUDAGUR 20. JUNl 1985.
3
Samgöngu-
ráðherra á
ferð um landið
Matthias Bjarnason samgönguráö-
herra mun fara um landið dagana 20.
til 27. júní næstkomandi og kynna
samgöngumál. Með í för ráðherrans
verða nokkrir sérfræðingar og
stjómendur stofnana sem heyra
undir samgönguráðuneytið.
Ferð ráðherrans hefst á Selfossi
meö fundi í Tryggvaskála klukkan
21, þann 20. júní. Daginn eftir verður
fundur i Gaflinum í Hafnarfirði og
hefst hann einnig klukkan 21.22. júni
verður fundur í Borgamesi og hefst
hann klukkan 14 i Hótel BorgamesL
24. júní verður haldiö til Isafjarðar.
Þar verður fundur í Mennta-
skólanum klukkan 21. A sama tima
daginn eftir verður fundur í Safna-
húsinu á Sauðárkróki og daginn þar
á eftir á sama tíma i Sjálfstæðis-
húsinu á Akureyri. Fundaherferð
þessarí lýkur svo á Egilsstööum 27.
júní með fundi i Menntaskólanum.
Það sem rætt verður á fundum
þessum verða samgöngumál, vega-
máL póst- og símamáL flugmál,
ferðamál, siglingamál og vita- og
hafnamál. -KÞ.
ReynirPétur
nálgast Reykjavík
Nú fer að styttast gangan mikla
hjá Reyni Pétri Ingvarssyni, göngu-
garpinum kunna. I morgun hélt hann
frá Staðarskála, áleiðis suður Norð-
urárdal i áttina aö Munaöamesi.
Hafði Reynir þá lagt að baki 1184
kílómetra, en eftir em 233.
Reynir Pétur gisti í Staðarskála í
nótt í boði eigenda skálans. Er Reyn-
ir við hestaheilsu og mjög ánægður
meö f erðina, enda hafa móttökur alls
staðar verið konunglegar. Hann býst
við að koma til Reykjavíkur á mánu-
dag. -KÞ
Vatnarækjueldi leyft
en álaeldinu frestað
— „Óskiljanleg kergja íþingflokki sjálfstæðismanna,” segir Árni Gunnarsson,
formaðurísáls hf.
„Þetta er óskfljanleg kergja í þing-
flokki sjálfstæðismanna og maður
hefði haldiö að sist sæti á þeim að
tefja merkilega atvinnuuppbyggingu
í landinu,” segir Ami Gunnarsson,
formaður stjórnar Isáls hf. Þing-
flokkur sjálfstæðismanna hefur sest
á 12 orða breytingu á lögum um
innflutning vatnafiska, þar með gler-
áía.
Að sögn Olafs G. Einarssonar, for-
manns þingflokksins, hefur veríð
ákveðið þar að afgreiða málið ekki
fyrr en í haust. Tveim mönnum
veröur falið að kanna það frekar
þangað til. Þingflokkur framsóknar-
manna samþykkti breytingamar
strax. Jón Helgason landbúnaöar-
ráðherra lagði þær fyrir.
„Afstaöa sjálfstæðismanna er
þeim mun óskfljanlegrí, að einu
umsagnaraöilar í landinu, fisk-
sjúkdómanefnd og Sigurður Helga-
son fisksjúkdómafræðingur, hafa
eftir miklar athuganir fallist á
innflutning glerála. Þá hefur land-
búnaðarráöuneytið á sama tima
leyft innflutning á vatnarsrícju-
hrognum, án þess að sjálfstæðis-
menn hafi hikstað opinberlega,”
segir Arni Gunnarsson.
Ragnheiöur Amadóttir, deildar-
stjóri í landbúnaðarráðuneytinu,
staðfesti þetta. „Vatnarækjan er
hvergi nefnd i lögunum, en állinn er
það aftur á móti. Það var leyft að
flytja inn hrogn sem duga eiga í
tilraunaeldi á þúsund rækjum.”
Þessi tilraun verður gerð á Suður-
nesjum, undir eftirliti fisk-
sjúkdómanefndar.
Ami Gunnarsson sagði að á
þessum innflutningi og innflutningi
glerála værí enginn eðlismunur og
smithætta sambærileg en talin hverf-
andi lítil. Þeir glerálar sem átti að
flytja inn em úr sama stofni og aðal-
lega flýtur hér að landi og elst upp í
ám og lækjum. Engar framkvæmdir
verða hjá Isáii fyrr en sjálfstæðis-
menn hafa kveðið upp dóm sinn.
HERB
Tuttugu leikarar koma fram i sýningunni, sam er samsýning Leikfélags
Reykjavíkur og Nemendaleikhúss Leiklistarskóla Íslands.
Síðustu aukasýningar á
Draumi á Jónsmessunótt
Vegna gífurlegrar aðsóknar og mik-
illar eftirspurnar verða tvær sýningar
í viðbót á Draumi á Jónsmessunótt hjá
Leikfélagi Reykjavíkur. Fyrri sýning-
in er í kvöld (fimmtudagskvöld) og hin
siöari á laugardagskvöldið.
Þessi rómaða sýning er samsýning
Leikfélagsins og Nemendaleikhúss
Leiklistarskóla Islands og er þetta í
fyrsta skipti sem slík tilraun er gerð
hérlendis. Tuttugu leikarar koma fram
í sýningunni, þar af 8 úr Nemendaleik-
húsinu. Hefur sýningin hlotið einróma
lof gagnrýnenda og leikhúsgesta. I
stærstu hlutverkum eru Gísli Hall-
dórsson (Spóli), Þorsteinn Gunnars-
son (Oberon), Bríet Héðin^dóttir
(Títanía), Guðmundur Pálsson, Sig-
urður Karlsson og Kjartan Ragnars-
son, sem nú hefur tekið við hlutverki
Hvins á ný. Af ungu leikurunum eru í
stærstu hlutverkunum Þór H. Tulinius
(Bokki), Jakob Þór Einarsson, Þröst-
ur LeóGunnarsson, Rósa Þórsdóttir og
Kolbrún Ema Pétursdóttir.
Leikmynd og búninga gerði Grétar
Reynisson, notuð er þýðing Helga Hálf-
danarsonar, tónlist samdi Jóhann G.
Jóhannsson og leikstjórí er Stefán
Baldursson.
KANTSKERAR
KR. 2616.-
LOFTPUÐASLATTU
VÉL
LAUFLÉTT GARÐSLÁTTUVÉL.
KR. 8.394,-
ÁRMÚLI 1 105 REYKJAVlK SlMI 91-685533
é 5888*