Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 6
6 DV. FIMMTUDAGUR 20. JUNI1985. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur VANTAR MG VINDMYLLU? Handhægar vindraf stöðvar fyrir 12 volt Flestir telja sig illa geta án raf- magns verið og skilja síst hvernig farið var að áður en menn lærðu að hagnýta sér þá tækni. Því vefst það fyrir mörgum sumarbústaðaeigendum hvemig leysa skal orkumálin en raf- lögn í hýbýli þeirrar gerðar kostar talsverðan pening. Litlar rafstöðvar hafa reynst mörgum vel en eru eins og margt annað mjög dýr lausn og sama má segja um vindmyllur. Síðarnefnda lausnin hefur að auki haft þann agnúa aö mjög sterk tæki hefur þurft til þess að halda sínu gegn vindblæstrinum sem oft kemst upp úr öllu valdi hérna á skerinu. Hljóðvirkinn sf. í Höfðatúninu hóf innflutning á vindmyllum síðastliðið sumar sem reynst hafa mjög vel við ís- lenskar aðstæður. Sú minni kostar 22.000 en sú sterkari, sem þolir allt upp í 16 vindstig, kostar 32,500 krónur. Verður þetta að teljast fremur hag- stætt verð. Tekin er árs árbyrgö á framleiðslunni sem unnin er aö hluta hérlendis með leyfi erlendra framleið- enda. Vindrafstöðvamar vinna þannig að þær hlaða 12 volta rafgeyma og ná með því allt aö 8 amperum. Hleðslan byrjar viö 2,5 vindstig en þegar vindur verður 6—7 vindstig eða meiri þá er hámarics- hleðslu náð. Eftir það verja þær sig gegn yfirsnúningi þannig að óhætt er að skilja þær eftir uppi allt sumariö. Heimilistæki sem hægt er að nota við vindrafstöðina eru til dæmis öll ljós, sjónvarp, útvarp, segulband, tal- stöð, vatnsdæla, bíiaryksuga, bilsími og margt fleira. Hins vegar er ekki hægt aö nota hana í tengslum við eldun og kyndingu. Vissulega er ýmislegt sem þarf að leysa þótt þessi rafmagnstæki komist í gagniö með vindmylium svo sem að- staöa til þvotta og fleira, þó má benda á að ísskápar em nothæfir með smá- breytingum og eldun og kyndingu er auðvelt að leysa með öðrum hætti en rafmagni. Við uppsetningu skyldi hafa samband við framleiöendur, annað- hvort fá nákvæmar upplýsingar til þess að ekkert fari úrskeiöis eða not- færa sér þjónustu fagmanna á þeirra vegum. Hljóövirkinn selur einnig allan búnað sem þarf til uppsetningar, svo sem mastur, stöng og fleira. Rafvirki á vegum fyrirtækisins leggur allar raf- lagnir ef óskað er og veitir alia faglega ráðgjöf. baj Þessi vindmylla er gerfl fyrir 12 volta spennu og þolir 16 vindstig. Ætti afl nœgja hverjum meðalsumarbústað og ekki að fjúka veg allrar veraldar þótt vindar blási. Jóhann Þorgeirsson ekur Jóhannesi Sigurflssyni um i nýjasta stöflutákn- inu - barnakerru af Aprica gerflinni. DV-mynd Vilhjálmur. fylgjast með þróuninni. I versluninni Víði í Mjóddinni var á dögunum sýning á kerrunum og veröið á gripunum hingað komnum er frá 9.960 og upp í 14.850 krónur. Hvað er svo svona sérstakt við þessar undrakerrur sem allir veröa aö eignast? Líklega er aöalskýringin að þarna fara saman nokkrir þættir i hönnun sem hægt hefur verið að fá nokkurn veginn sambærilega i öörum tegundum en ekki alla í eina og sama gripnum. Apricakerrumar eru hannaðar þannig að auðvelt er aö smella þeim saman svipað og regn- hlífarkerrunum en samt er hægt að breyta þeim i bamavagn með einu handtaki. Kerran er mjög létt og meðfærileg, ryðgar ekki og er á tvö- földum, fjaörandi hjólum. Þau eru að auki læsanleg og henta mjög vel á ósléttum vegum og jafiivel í miklum snjó. Að lokum sakar ekki að geta þess að Apricakerrurnar eru sterkbyggðar og að sögn framleiðanda þola þær þyngd fuflorðins karlmanns. Þannig er ekki nauðsynlegt að eiga bam til að aka um i nýjasta stöðutákninu eins og sést á meöfylgjandi mynd — kerran bar Jóhannes Sigurösson, verslunar- stjóra í Víði, ágætlega og er hann þó ekki maður af minnstu gerö — hæðin í kringum 1,90. Til hliðar sést svo hvernig kerran lítur út samandregin — örlítið stærri um sig en venjuleg regn- hlifarkerra — en ótrúlega létt og meðfærileg. baj. Samanburöarverð ábrauðiog kökum ekki virt Frá aðalfundi Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis Nýlega var haldinn aðalfundur Neytendafélags Reykjavikur og ná- grennis. A fundinum var vakin athygli á ýmsum málum. Gerir félagið m.a. þó kröfu til verölagsyfirvalda aö könnuð verði verðlagning á iðgjöldum trygginga- félaga, verðlagning á varahlutum tfl bifreiða og þjónusta viðgerðarverk- stæða. Einnig er vakin athygli á að engin lög eru til um afborgunarviðskipti hér á landi. Hvetur aðalfundurinn til að sett verði lög hið fyrsta um af- borgunarkaup. Þá er bent á brýna þörf á sérmeðferð í minniháttar- málum innan dómstólakerfisins svo auðvelda megi neytendum að nó fram rétti sínum á sem skemmstum tíma. Þá er bent á að engin lög séu til um kreditkortaviðskipti og brýnt sé að slíklögverðisett. Loks er vakin athygli á að stofnuð verði eftirlitsnefnd til að fylgjast með opinberum fyrirtækjum, þjónustu þeirra og verölagningu. Þá vakti aðalfundurinn athygli á reglum um verð og þyngdar- merkingar á brauði, kökum og kexi sem settar voru í desember 1983. Þær fela m.a. i sér að nú er skylt aö upplýsa um samanburðarverð, þ.e. kílóverð vörunnar. Þessar reglur hafa mikið upplýsingagildi fyrir neytendur og auðvelda allan verðsamanburð. Ljóst er að margar verslanir fara ekki eftir þeim. Aöalfundurinn skorar þvi á verðlagsyfirvöld aö sjá til þess að reglur þessar séu undan- bragðalaust virtar. Þá hvetur aðalfundur félagsins til þess að settar verði víötækar reglur um samanburðarverð á öðrum almennum neysluvörum sem seldar eru eftir þyngd eða rúmtakl Sigurður Sigurðarson var endur- kjörinn formaður en aðrir í stjóm eru Steinar Harðarson, Helga Olafs- dóttir, Helena Vignisdóttir, Eygló Ingvadóttir, Guðrún Olga Clausen. Guörún Hannesdóttir, Heiður Sveins- dóttir, Helgi Gunnlaugsson, Kristján Valdimarsson, Raggý Guðjónsdóttir og Tryggvi Agnarsson. Neytendafélag Reykjavikur og nágrennis rekur sameiginlega skrif- stofu með Neytendasamtökunum. Hún er nýflutt að Hverf isgötu 59, eins og áður hefur verið getið. Starfs- maður er Guðsteinn V. Guömundsson. BARNAKERRA - NÝJASTA STÖDUTÁKNIÐ Það dugar ekki lengur að eiga hús á Arnamesinu og aka um á Volvo. Alltaf eru að koma á markaðinn ný og sérstæöari stöðutákn, hver man til dæmis ekki eftir bandarísku káihöfuðs- dúkkunum og öllu sem þeun fylgdi. Núna er það allra nýjasta bamakerra og hún ekki af verri endanum. Kerran er japönsk að uppruna, heitir Aprica og sú fyrsta kom á markaðinn árið 1949. Á síðustu ámm hefur þessi japanska barnakerra lagt undir sig bandarískan markað og Evrópa fylgir fast á eftir. I blöðum eins og Business Week, Wall Street Joumal og New York Post hafa sést setningar eins og: ,,Aprica Kassai — á hraðferð inn í Bandaríkin sem stöðutákn.” „Jap- anskar barnakerrur seljast eins og heita lummur í UJS.A.” og „Japan tekur þátt í baráttunni um barna- kermna með miklum yfirburðum”. Að auki er svo rætt um „Nýjasta útflutn- ingsundur Japana, byltingu í hönnun og framleiðslu” — New York Post —, jafnvel í Englandi og Þýskalandi er talaö um „japönsku innrásina”. Og nú er Islensk — Skandinaviska verslunar- félagið hf. farið að flytja inn kerruna svo Islendingum gefist kostur á að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.