Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Síða 9
DV. FIMMTUDAGUR 20. JUNI1985.
Útlönd
Utlönd
Utlönd
Útlönd
Guðmundur Olaf sson:
Var 50 metra f rá
sprengingunni
„Sjokkið
mestað
koma núna,”
segir
hannvið DV
Frá Ásgelri Eggertssyni, fréttaritara
DV í Miinchen:
„Eins og þú heyrir kannski á rödd-
inni er sjokkið mest að koma núna,”
sagði Guðmundur Olafsson rafmagns-
verkfræðingur sem var staddur í flug-
stöðinni í Frankfurt er sprengjan
sprakk þar.
„Eg var að kaupa mér farseðil til
Miinchen og ætlaði að halda á brott er
hvellurinn kvað við,” sagði Guðmund-
ur.
Guðmundur sagðist hafa verið um
50 metra frá staðnum. Hann hafi veriö
að bisa við farangurskerru. Sumt fólk
sem stóð i kringum hann datt í gólfið af
völdum sprengingarinnar. Aðrir
fleygöu sér niður.
„Eg gerði það ekki þó á eftir hefði
kannski getað fylgt skothríð,” sagði
Guðmundur. „Fyrstu viðbrögð mín
voru að ganga burt af slysstað því ég
vildi ekki verða sjónarvottur að meiri
hörmungum.”
Guðmundur segir að hann hafi verið
við inngang númer tvö í húsinu. Ef
hann hefði verið við inngang þrjú þá
hefði hann líklega lent i sprengingunni.
Hann segir að eyðileggingarnar á
húsinu hafi verið miklar. Loftið hafi brotnað allt i kring. Fólk hafi hlaupið
fallið að miklu leyti niður og rúður öskrandi um svæðið.
Ekki mátti miklu muna að Guðmundur Ólafsson rafmagnsverkfræð-
ingur yrði fyrir sprengingunni miklu i Frankfurt i gær. En hann slapp.
LAGÐINÆSTA
NÁGRENNIALGER-
LEGA í RÚST
Frá Asgeiri Eggertssyni, fréttaritara
DV í Miinchen:
Sprenging, sem varð á f lugvellinum í
Frankfurt kiukkan hálfþrjú í gær, varð
þremur að bana og særöi 24, þar af
fjóra alvarlega. Ekki er vitað hvort er
um sprengjuárás aö ræða eða, ef svo
er, hver ber ábyrgö á henni. En stuttu
eftir aö sprengingin átti sér staö fann
lögreglan aðra sprengju sem henni
tókst að gera óvirka í tæka tíð.
Sprengjan, sem sprakk nálægt af-
greiðslu gríska flugfélagsins Olympic
Airways, reif eins fermetra gat í gólf
flugvallarbyggingarinnar og lagði
næsta nágrenni algerlega í rúst. Stórar
rúður brotnuöu og eldur braust út.
Fljótlega tókst að slökkva hann.
Að sögn lögreglunnar í Frankfurt er
ekkert sem bendir til þess aö spreng-
ingin hafi beinst gegn ákveðnu flugfé-
lagi. Ef atburðurinn hefði gerst nokkr-
um stundum áður hefðu nokkur hundr-
uð manns verið á ferð um staðinn þar
sem spreng jan sprakk.
Stuttu eftir sprenginguna í Frank-
furt, þurfti að rýma flugvallarbygg-
inguna í Miinchen. Maður, sem hringdi
í ferðaskrifstofu, sagði að sprengja
væri falin í flugstöðinni. Eftir að tvisv-
ar hafði verið leitað í salnum fékk fólk
aðfaraafturinn.
öryggisgæsla hefur verið hert mjög
á þýskum flugvöllum vegna atburðar-
ins í Frankfurt.
Jaruzelski
gegn vodka
Öldungadeildin
gagnrýnir Grikki
Jaruzelski, flokksleiðtogi í Póllandi,
hefur farið að dæmi Gorbatsjovs,
kollega síns, og bannað áfengi á
stjórnarskrifstofum og á fundum
Kommúnistaf lokksins.
„Drykkjuskapur er ein meginá-
stæðan fyrir glæpum,” sagði
Jaruzelski. „Það ætti að fjarlægja
áfengi frá byggingum flokksins,
ríkisins og stjórnarinnar og frá al-
menningsstofnunum. ”
Þetta eru slæm tíöindi fyrir
qjinbera gesti til Póllands. Þeim
hefur yfirleitt verið skenkt ríflega
pólskt vodka, en sumt er nær hreint
alkóhól.
Jaruzelski tekur línuna frá Moskvu og
berst nú gegn drykkjuröftum í stjórn-
sýslunni, enda ekki við hæfi að menn
séu fullir í vinnunni.
Oldungadeild bandaríska þingsins
samþykkti i gær tveggja milljón doll-
ara aukafjárveitingu sem ætlað er að
stuðla aö auknu öryggi bandarískra
flugfarþega á alþjóðaflugleiðum.
I umræðum öldungadeildarinnar um
flugöryggi í gær kom fram hörð gagn-
rýni á grísk stjórnvöld. öldungadeild-
arþingmaðurinn Mitch Mcconnell
lagði hart að bandarískum ferðamönn-
um að fljúga ekki til flugvallarins í
Aþenu. Hann sagöi einnig að ábyrgðin
væri Grikkja. Gríska ríkisstjómin
hefði t.d. ekki þegið boð Bandaríkja-
manna um að taka gríska flugvallar-
starfsmenn til þjálfunar í undirstööu-
atriðum öryggisvörslu, þrátt fyrir þrjú
hermdarverk hryðjuverkamanna á
Aþenuflugvelli Síðan í apríl 1984.
Hin aukna fjárveiting öldungadeild-
arinnar kemur til með að standa undir
töluverðri fjölgun á öryggisvörðum
flugfélaganna. Þegar eru öryggisverð-
ir um borð í bandarískum flugvélum á
innanlandsleiöum en nú koma þeir
einnig til með að verða á vissum al-
þjóðaflugleiðum.
ErfitthjáEanes
Eanes, forseti Portúgals, ætlar aö
halda áfram að reyna að fá stjóm-
málaflokkana til að mynda stjórn án
þess að þurfi aö koma til þingrofs og
kosninga. Það ætlar að takast illa.
Jafnaöarmenn, kristilegir
demókratar og kommúnístar vilja
allir kosningar, en sósíalistar vilja
stjómarmyndun án þingrofs.
Eanes getur haldið áfram
tiiraunum sínum fram í miðjan júli,
en þá eru aðeins sex mánuðir í að f or-
setakosningar fari fram og eftir það
getur hann ekki rofið þing.
Njósnaramamma
niðurbrotm
Dóttir bandaríska stómjósnarans
John Walkers segir að faðir sinn hafi
reynt að fá sig til að njósna fyrir
Sovétríkin. Hún hafi veriö mjög
nálægt þvi að láta undan honum en
neitað.
Hin 25 ára gamla Laura Walker
Snyder sagði aö faðir sinn hefði
sagt við sig: „Þér mun aldrei ganga
vel. Hvers vegna ekki að leyfa mér
að hjálpa þér við að græða fullt af
peningum?”
Það var móðir stúlkunnar, fyrr-
verandi eiginkona Walkers, sem kom
upp um fjölskyldunjósnahringinn.
En hún hefði aldrei gert þetta hefði
hún vitað að sonur þeirra hjónanna
fyrrverandi var lika í þessu með
föður sínum. Syninum unni hún svo
mikið.segirSnyder.
Nú er mamman niöurbrotin kona
og hefur ekkert til að lifa fyrir
lengur.segirhún.
Deltatílreiðu
Bandaríkjamenn hafa á síðustu
árumlagt mikla áheralu á að þjálfa
upp hjá sér ýmsar sérsveitir, oft
nefndar víkingasveitir, innan deilda
hersins er hafa það að markmiði aö
geta brugðist skjótt og örugglega við
aðsteðjandi vandamálum. Það var
sérsveit bandaríska hersins er gerði
tilraun tii að bjarga bandarísku
gíslunum í Iran árið 1980, en með
hörmulegum afleiðingum. Það voru
sérsveitir er undirbjuggu innrásina
á Grenada, höfðu plantað sér á
óvinasvæöi áöur en formleg innrás
hófst. Nú eru sérsveitimar aftur í
sviðsljósinu. Svonefhdar Delta úr-
valssveitir, sérþjálfaðar til að kljást
við hryðjuverkamenn, eru til taks á
bandarískum herskipum fyrir botni
Miðjarðarhafs reiðubúnar til að gera
tilraun til að bjarga gíslunum um
borð í bandarísku TWA flugvélinni.
Mengeleídrusium
Nasistalæknirinn Josef Mengele
bjó í niðumíddu umhverfi, gekk í
snjáðum fötum og leit þannig út að
engum datt í hug að hann gæti verið
fangabúðalæknirinn ógurlegi sem öll
veröldin leitaði að. Þetta segir sonur
Mengeles, Rolf. Sonurinn segir að
faöir hans hafi haldið nasista-
skoðunum sínum fram í dauðann, en
hann dó þegar hann var að synda
nálægt Sao Paulo árið 1979, eins og
margir telja nú að sé rétt.
Rolf segist fyrst hafa séð föður
sinn árið 1956, en ekki er vitað hver
hann var fýrr en þrem ámm siðar.
Hann haf i reynt að fá hann til að gefa
sig fram en án árangurs.
Létta eðaþunga?
Lönd Vestur-Evrópu em enn ó-
sammála um áætlanir um aö smíöa
nýja tegund orrustuflugvélar sem á
að duga þeim fram i næstu öld.
Vamarmálaráðherrum iandanna
tókst ekki að leysa málið á fundi
sinum á þriðjudag. Þeir ætla að
reynaafturijúlí.
Bretar vilja láta byggja þunga
flugvél til nota í orrustum, en
Frakkar vilja létta, ódýra flugvéL
Gönggegnum
Kákasus
Sovétmenn hafa gert áætlanir um
að leggja járnbrautarlínu i gegnum
suöurhluta Kákasusfjailanna tii að
komast hjá útúrkrókum á leiðinni frá
Ordzhonikidze til Tiblisi í Georgiu.
Mikilfengleg Kákasusfjöiiin eru á
milli þessara borga og varla fyrir
nokkurn að komast beint á milli
nema fuglinn fljúgandi.
En nú á aö bora gat í gegnum
f jöllin og flytja þannig vömr og fólk
á milli. Meðal annars þarf að bora út
23 kílómetra löng göng, sem eru
lengri en nokkur lestargöng í
Evrópu. Einnig þarf að smiða 100
brýr.