Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 20. JUNI1985. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoóarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNJSON og INGÓLFU.R P.STEiNSSON. i Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 68óóll. Áuglýsingar: SfÐUMÚLA33. SlMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Simi ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SlÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf. . Áskriftarverö á mánuöi 360 kr. Verö í lausasölu 35 kr. HelgarblaöáOkr. Fríðurogsvigrúm Spár um kosningar í haust gufuðu upp við undirritun heildarkjarasamninga Alþýðusambandsins og Vinnuveit- endasambandsins. Svo friðsamlegt varð í þjóðfélaginu, að meira að segja harðorðir sjómenn og útgerðarmenn féllust óvænt í faðma og sömdu. Ekki eru allir ánægðir með friðinn. örólega deildin í Al- þýðubandalaginu varð undir, þrátt fyrir vaxandi umsvif trotskista í Dagsbrún. Bandingi þeirra, Guðmundur J. Guðmundsson, lýsir óánægju sinni, en treystir sér ekki til að vera á móti samningnum. Skapstyggðar verður víðar vart á þeim slóðum. For- maður Alþýðubandalagsins, Svavar Gestsson, hefur flest á hornum sér. Sérstaklega hefur þetta komið fram í um- mælum um mótdrægar niðurstöður skoðanakannana. Ásmundur Stefánsson, forseti AlþýöusambandSins, hef- ur tekið þann kaleik frá Alþýðubandalaginu að þurfa að láta reyna á fylgið í kosningum. Það merkilega er svo, að Svavar og órólega deildin kunna honum litlar þakkir. Fleira var athyglisvert við friðarsamninginn. Fulltrúar Alþýðuflokksins 1 Verkamannasambandinu knúðu hann þar fram, þótt skoðanakannanir bentu til, að flokknum mundi vegna afar vel í haustkosningum, sem menn voru farnir að spá. Skýringin er auðvitað sú, að þessir menn tóku hags- muni launþega fram yfir flokkshagsmuni og stjórnarand- stöðuhagsmuni. Slíkt er of sjaldgæft hér á landi. En von- andi geta menn líka grætt pólitískt á ábyrgum gerðum. Ljóst er, að í Alþýðusambandinu ráða ferðinni ábyrgir menn á borð við Ásmund Stefánsson, Björn Þórhallsson, Karvel Pálmason og Karl Steinar Guðnason, sem taka efnislegan árangur launþega fram yfir trumbuslátt og, pólitíska sjónleiki, og geta samt haldið samfloti hinna ólíku sérsambanda. Af stjórnmálaflokkunum græðir Framsóknarflokkur- inn mest á friðnum, þótt hann hafi hvergi komið nærri. Fylgi flokksins er í mikilli lægö, hliðstæðri þeirri, sem verður vart hjá Alþýðubandalaginu. Framsókn hafði ekki efni á haustkosningum. Nú fær flokkurinn að blómstra áfram í stjómarsam- starfi, sem er að flestu leyti í hans anda. Hér hefur stund- um verið sagt, að Framsóknarflokkarnir í ríkisstjóminni væru raunar tveir. Sumir ráðherrar og ráðamenn Sjálf- stæöisflokksins ættu vel heima í Framsókn. Skýrast kom þetta fram í einhug stjómarflokkanna við afgreiðslu Framleiðsluráðslaganna, gegn vilja bænda, neytenda og allra annarra, sem tjáðu sig um málið. Þessi lög eru einhver stórkarlalegustu Framsóknarflokkslög, sem sézt hafa í langan tíma. Þinglið Framsóknar og Sjálfstæðis var hjartanlega sammála um að setja lög, sem grunnmúra ríkisrekstur hins hefðbundna landbúnaðar og færa þennan ríkisrekst- ur yfir á aðrar búgreinar, er hingað til hafa reynt að standa á eigin fótum. Forustumenn Sjálfstæðisflokksins kunna að telja flokk- inn hafa efni á verkum sem þessum, úr því að hann fær ágætar tölur í skoðanakönnunum. En langvinnt samstarf við Framsóknarflokkinn getur þó um síðir hefnt sín. Fylgið við sjávarsíðuna og á Suðvesturlandi getur bilað. En almennt má segja, að staða ríkisstjómarinnar hafi styrkzt við friðinn á vinnumarkaðinum. Ekki er fyrir- sjáanleg nein kollsteypa í líkingu við þá, sem varð á önd- verðum síðasta vetri. Svigrúmið, sem fylgir vinnufriði, er ríkisstjóm alltaf til framdráttar, hvort sem hún á það skilið eða ekki. Jónas Kristjánsson Misháir vextir? Fyrir skömmu lagöi ég fram ó Alþingi svoliljóöandi fyrirspurn til viðskiptaróöherra: 1) Geta bankar og sparisjóöir krafiö viöskiptamenn um mismunandi vexti af veöskuldabréfum sem til innheimtu eru? 2) Hefur ógreiningi miili Seöla- banka Islands og annarra banka um útreikning vaxta af veö- skuldabréfum veriö skotið til dómstóla? Ástæðan fyrir þessari fyrirspum var sú, að fyrir tilviljun barst mér ótviræö sönnun i hendur ó þvi, aö menn greiða mismunandl hóa vexti af veðskuldabréfum sínum eftir þvi hvaöa banki tekur þau til innhelmtu. Dæmiö varsvona: Maöur nokkur keypti íbúö af sex eigendum. Aö útborgun lokinni voru gefin út sex veðskuldabréf til fjögurra óra með hæstu leyfilegum fasteignalónavöxtum, eins og þeir eru ó hverjum tima. Fyrsti g jalddagi nólgaðist og tilkynningar um greiðslu tóku aö berast. En mannin- um til nokkurrar undrunar voru upp- hæöir þær, sem hann ótti aö greiöa, mjög mishóar, þó að um nókvæm- lega sömu skuld væri aö ræða í öllum tilvikum og í nókvæmlega jafn- iangan tima. Viö nónari skoðun ó til- kynningunum kom í ljós, að vaxta- prósentan var 25,7, ef bréfin voru i innheimtu hjó Landsbankanum eöa Iðnaöarbankanum, en 28,286 væru bréfin í innheimtu hjó Samvinnu- bankanum eða V erslunarbankanum. Munaöi kr. 2.900 ó þessu tilviki alls 11.600 kr. greiöandanum í óhag, og þó auðvitaö tveim eigendunum 2.900 kr. i óhag. Eða hvað? Hvaö er rétt í þessu móli? Eru hæstu lög- leyfðu fasteignalónavextir ó hverjum tíma ekki einhver ókveðin tala? Maöurinn haföi tal af starfsmönn- um allra viökomandi banka. Seðla- bankinn varð aö sjólfsögöu fyrst fyrir. Þar fullyrtu menn aö lægri vextirnir væru hinn rétti vaxtaút- reikningur. I Landsbankanum var upplýst, að hærri vextimir væru hin rétta tala, Seölabankamenn heföu al- rangt fyrir sér. Spurt var hvort enginn heföi kvartaö út af þessu óöur, og vist könnuöust þeir viö það. En þeir sögöu jafnframt, aö úr þessu yrðu dómstólar að skera og það væri í verkahring eigenda bréfanna en ekkibankans! Aöþrengdur húskaupandinn spuröi /hvort engin bréfaskipti heföu Vit í stað af Ismunar öllum aö óvörum varð skynsemin skyndilega ofan ó í samskiptum laun- þega og vinnuveitenda og óður en þjóö- in var almennilega búin að ótta sig var búið aö ganga fró nýjum skammtima kjarasamningum. Þegar slitnaöi upp úr samningum þessara aðila fóum dögum óður bjugg- ust flestir við því að óróaöflin hefðu nóö undirtökunum og aö mikil hætta væri ó hatrömmum ótökum ó haust- mónuðum. Ljóst var af ýmsum við- brögöum þeirra forróöamanna Al- þýðubandalagsins sem duglegastir höfðu verið við aö friða óróaöflin, aö þeir töldu taflið svo gott sem unnið og miklar horfur ó að stríðsöxinni yrði sveiflað. Ljóst er þó að aöeins lítill hluti al- þýðubandaiagsmanna í forystusveit hinnar almennu verkalýðshreyfingar hlýddi kalli flokksforystunnar og þeir sem reyndu þaö urðu hreinlega undir. Ekki leikur vafi ó því aö forseta ASI, Ásmundi Stefónssyni, eru þessi úrslit að skapi, miöað við allar aðstæður, og þeir menn sem harðast gengu fram í því að viðræður yrðu teknar upp að nýju voru varaformaður Verkamanna- sambandsins, Karl Steinar Guðnason, og varaforseti ASI, Bjöm Þórhallsson, sem virðist nú ærlega hafa hrist af sér það slyðruorð sem ýmsir töldu ó hann komið. En hvernig eru þessir samningar? Hvaða óhrif koma þeir til með að hafa? Verður blósið í herlúðra að nýju strax eftir óramót? Hvaða óhrif hafa þeir ó stjórnarsamstarfið? Þessara spuminga og margra fleiri spyrja menn eðlilega. Kjallari á fimmtudegi MAGNÚS BJARNFREÐSSON Kannski það merkasta Eg held aö þaö merkasta við þessa samninga, þegar til lengri tíma er litiö, og það sem kann aö valda miklu meiri timamótum en prósentustig til eða fró, sé það að nú hafa stærstu aðilar vinnu- markaðarins nóð þvi aö gera samn- iriga ón þess að verkfallsvopniö væri ó lofti. Loksins hafa vitsmunir orðið afli- yflrsterkari i samskiptum þessara að- ila. Hingað til hefur verið talið nær óhugsandi aö samningar um nokkrar raunverulegar kjarabætur gætu kom- ist ó nema verkfall væri skollið ó eða í það minnsta alveg yfirvofandi. Þeirri kenningu hefur nú verið hnekkt eftir- minnilega. Þessir samningar kunna því að vera upphaf þess að menn reyni að leggja til hliðar hið afdankaða verk- fallsvopn nema í ýtrustu neyð enda hefur það lengi enga blessun fært laun- þegum því þeir hafa misst margar vinnustundir og stöðvað framieiðslú sem stendur undir raunverulegum kjarabótum þeim til handa. Vitanlega ber einnig að fagna þeim kjarabótum sem í samningunum felast og vonandi reynast þær raunverulegri en aðrar krónutöluhækkanir sem hing- aö til hafa jafnóðum verið hirtar aftur. Þóeruþar vissulega dökk ský ó lofti. Dökku hliðarnar Þessir samningar hafa því miður einnig sinar dökku hliðar. Rétt einu ^ . nú hafa stærstu aðilar vinnu- markaðarins náð því að gera samninga án þess að verkfallsvopnið væriálofti.” ■BV' Breiðholtsbærinn ! Hr. ritstjóri: I blaöi yðar þ. 15. júni, bis. 5, er fimm dólka fyrirsögn þar sem segir: „Ætlar að byggja einbýlishús ó fom- minjum — nógrannar æflr.” Hér mun vera ótt við hús sem ég ætla að byggja. Ekki hafði ég ætiað mér að gera þetta mól opinbert, en fyrst að svo er nú orðið, og að mikiö er um rangfærslur í umræddri grein, neyðist ég til að svara henni. Vænti ég þess að þessi svargrein mín fái svipað rúm í blaðiyðar og á jafnóberandi staö. Forsaga Fyrir fjórum árum, þegar ég loks taldi, aö ég gæti, af fjárhagsóstæöum,; farið að byggja, en gróöararstöð hef ég haft í Breiðholti, þá býð ég nógranna mínum, Sigurði Thoroddsen skipu- lagsarkitekt, á vinnustofu mína í Breiðholti ósamt arkitektinum sem ég hugði láta hanna húsið. Tjáði ég Sig- urði að ég óskaði eftir góðri samvinnu við hann og aðra nágranna mína. Hann hafði lítiö til málanna að leggja á þeirri stundu, en hefur alia tíð síðan barist gegn mér, af satt best að segja, ótrúlegri þróheldni. Með greinilegum blekkingum hefur honum tekist að æsa svo upp nágrannana þannig, að nú getur hann dregið sig í hlé, hvítþveg- inn. Samt held ég að enginn sé í vafa um hver undirrótin er. Þann 28. júlí 1981 friðlýsti þjóðminja- vörður: „Hið gamla bæjarstæði Breið- holts, ósamt kirkjutóft og kirkjugarði, um 15—30 m norður fró húsinu Grjóta- seli 21.” Að Grjótaseli 21 býr Sigurður Thoroddsen og er hús hans byggt fast við og, að hluta til, á rústum útihúsa Breiðholts. Hús mitt verður i minnst 17 m fjarlægö fró tóftunum og í 56 m í norður f ró húsi Sigurðar. I bréfi til mín þ. 28. júlí 1981 segir þjóðminjavörður meðal annars: „Fæ ég ekki séð að þessi fyrirhugaði staður hússins komi í bága viö friölýsingu hins gamla bæjarstæðis, sem fyrir-j hugað er, enda hann ekki nær bæjar- stæðinu en þau hús, sem nýlega hafa verið reist við nærliggjandi götur.” 1 samræmi við þetta gerir Borgarskipuf lag mér skipulagsskilmóla þ. 16. októ- ber 1981 og heimiiar mér að reisa ein- býlishús innan tilskilins byggingar- reits. Læt ég nú hanna hús samkvæmt þessum skilmólum, fer aö vísu út fyrir þó ó tvo vegu, með því að gera ráð fyrir 155 fermetra stærð íbúðar í stað 140 fermetra (innan þessara fermetra er stór vinnustofa fyrir mig), og fer með þakhæð 90 cm upp fyrir skilmála fyrir lítið útsýnisherbergi til þess að geta séð út yfir gróörarstööina, en þar er unnið óbætanlegt tjón ó hverju óri. ;d Hluti hússins mun því rísa 5,40 m yflr uppgefinn viðmiðunarkvóta i staö 4,50

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.