Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Side 20
20 DV. FIMMTUDAGUR 20. JUNI1985. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþrót Willie Banks — frábært heimsmet. m 'wi Einar vann — kastaði spjótinu 85 metra fVáxjö og það nægði honum til sigurs. Sigurður Einarsson varð þriðji Frá Gunnlaugl Jónssynl, fréttaritara DVíSvíþjóð: Einar Vilhjálmsson sigraði örugg- lega í spjótkasti 6 frjálsíþróttamóti sem haldið var í Vaxjö í Sviþjóð í gcr. Einar kastaði 85 metra slétta sem var rúmum fimm metrum Iengra en hjá Svíanum Dag Vennlund, sem lenti í örðu scti, kastaði 79,76 m. Sigurður Einarsson keppti einnig í spjótkastinu og náðl góðum árangri. Varð þriðji, kastaði 79,28 metra, hálfum metra skemur en Vennlund. Á mótinu í Borsós, sem Einar keppti í í fyrrakvöld, náði hann frábærum árangri, þá kastaði hann 91,82 metra, Vennlund var þá í öðru sæti eins og nú. Kastserian var mjög jöfn hjá Ein- ari. Stysta kastið var um það bil 80 metrar. -fros Fram-KR í kvöld — er 6. umferðin hefst í íslandsmótinu Fyrsti leikurinn í 6. umferð Islandsmótsins f 1. deild verður háður í kvöld. Þá mctast Fram og KR á Laugardalsvellinum og hefst lelkurinn klukkan20. Fram hefur nú þriggja stiga forystu í deildinni með 13 stig en KR vermir það s jöunda meö sex stig. Tveir leikir verða á dagskrá annað- kvöld, Þór mætir Víðismannum á Akur- eyri og Víkingur og Þróttur eigast við á Laugardalsvellinum. Umferðinni lýkur síðan með tveimur leikjum á sunnudagskvöldið, Valur og Akranes mætast á Valsvellinum og Keflvík- ingar taka á móti FH. -fros Teitur Þórðarson. Þrjótiu og þriggja ár JAFNAST Á VIÐ HEIMS- METIÐ í LANGSTÖKKINU — segja sérfrædingar um stórárangur Willie Banks í þrístökki. Stefn an nú sett á 60 fetin eða um 18,30 metra Frá Gene Cherry, fréttamanni Reuters í Indianapolis, USA. „Eg grét vegna þess að ég hafði tapað — grét vegna þess að ég átti ekki takmark lengur f lífinu,” sagði bandariski þrí- stökkvarinn WUlie Banks og minntist þess að kvöldstund í ágúst í fyrrasumar hefði hann legið i rúmi sínu á hóteU í Los Angeles og grátlð meðan félagar hans í bandaríska þrístökksUðinu á ólympíuleik- unum, A1 Joyner og Mike Conley, fögnuðu sigri f þrístökkinu á ólympíuleikvangin- um. WilUe Banks hafði aðeins orðið í sjötta sæti og það þegar leikarnir voru haldnir i fæðingarborg hans. Hið stóra takmark hans að hljóta ólympísk guUverðlaun hafði alg jörlega brugðist. „Eftir að ég hafði legið þarna grátandi i hálfa klukkustund byrjaði ég að tala viö sjálfan mig og spurði: — hvers vegna græt ég? Það er vegna þess að ég á ekkert tak- mark lengur. En þetta gengur ekki og þetta erfiða kvöld setti ég mér tvö tak- mörk til aö vinna að. I fyrsta lagi að ljúka prófi í lögfræði frá Kaliforniuháskóla og stefna á nýtt heimsmet í þrístökki. ” Leið strax betur Eftir aö hafa tekið þessa ákvörðun segir Banks að sér hafi strax Uðið betur, einkum eftir að hafa sett lögfræðiprófið á oddinn. Þrívegis hafði honum mistekist að ijúka því, — þrístökkið tekið nær aUan hans tíma. Lögfræðiprófiö verður þó aöeins að bíöa — enn einu sinni — því Banks er nú ákveðinn í að f ara í keppnisför til E vrópu. „Eg ætla að keppa þar á eins mörgum mótum og hægt er. Skemmta mér virki- lega vel — keppa í langstökki, þrístökki og hástökki. Keppa f öllu sem mótshaldararn- ir vilja að ég verði með í. Hafa ánægju af þessu — á siðasta árí var aUt of mikil pressa á mér vegna ólympíuleikanna,” segh- Banks. Frábært heimsmet „Þetta afrek WiUie Banks í IndianapoUs jafnast á við afrek Bob Beamon þegar hann stökk 8,90 metra á ólympíuleikunum í Mexikó-borg 1968,” sagði Bert Nelson, rítstjórí þekktasta frjálsíþróttablaðs USA — Track and field magazine — eftir að Banks hafði sett heimsmet í þrístökkinu, 17,97 metra, á bandaríska meistaramótinu sl. sunnudag. KeppnisvöUurinn þar er i 216 metra hæð, loftmótstaða þar allt önnur og meiri en í þunna loftinu í Mexíkó-borg, sem er í 2300 metra hæð. BrasiUumaðurinn Joao de Oliveira setti þar hehnsmet sitt, 17,89 m árið 1975 og Banks bætti þaö því um átta sentUnetra á sunnudag. Mike Conley, silfurmaöurinn á Los Angeles leikunum, varð annar á meistaramótinu. Stökk 17,71 m sem er þriðji besti árangur sem náðst hefur. Olympíumeistarinn A1 Joyner varð að láta sér nægja fjórða sætið. Stökk 17,46 metra. GlæsUegur árangur hjá þessum þremur bandarísku blökkumönnum. WUUe Banks, 29 ára og býr í Kaliforníu, hafði vakið verulega athygli nokkrum dög- um áður þegar hann stökk 17,67 m á ólympíuleikvanginum í Los Angeles, þá besta stökk sem náöst hafði á láglands- braut. Yfir60 fet „Nú er ég gráðugur. Ég ætla mér að stökkva yfir sextíu fetin og ég held mér takist það á keppnisvelU í mikiUi hæð,” sagði Banks eftir heimsmetiö. Það er í fetum58 fet, 11,5 þumlungar. Banks hefur því sett stefnuna á um 18,30 metra. Kannski ekki svo f jarlægur draumur og frá því 1979 hefur Banks aUtaf verið í hópi sex bestu þrístökkvara heims. Hann hefur þó aldrei viljaö keppa á hálandsbraut — vildi þaö ekki vegna þess að hann taldi að það mundi koma í veg fyrir góðan árangur hans á ólympíuleikunum í Los Angeles. Sama afstaöa og Cari Lewis tók fyrir leik- ana í LA. En nú eru þeir úr sögunni og Banks hefur ekkert á móti því að keppa i Mexíkó-borg eða á einhverjum öðrum íþróttaleikvangi í mikUU hæð. Þeir eru til í Bandaríkjunum, , JÉg veit að viðbrögö við árangri mínum nú eru mjög breytileg. Sumir segja að ég hafi verið heppinn — náð heppnisstökkum. Aðrir segja að ég noti lyf. En ég skal segja þér nokkuð. Eg hef aldrei á ævi minni tekið lyf til að bæta árangur minn. Ef sá tími kemur að ég þarfnast lyfja til að stökkva langt þá mun ég bætta keppni í frjálsum íþróttum,”sagðiBanksílokin. hsím. Bob Beamon i langstökkinu frœga í Moxikó 1968. Þjálfar Gylfi I Samkvæmt áreiöanlegum heimild- um DV eru nú taldar yfirgnæfandi lík- ur á því að körfuknattleiksmaðurinn Gylfi Þoritelsson, sem leikið hefur með ÍR undanfarin ár, flytji norður til Akur- eyrar í haust. Mun Gylfi þá leika með liði Þórs í 1. deildinni og mjög liklega þjálfa liöið. Það þarf engum blöðum um það að fletta að Gylfi mun styrkja Þórsliöið mikið. Fyrir er í liðinu fjöldi efnilegra leikmanna og ef af noröan- ferð Gylfa verður aukast möguieikar „Jónsmálið” úr sögunni Héraösdómstóll KRR vísaði málinu frá Héraðsdómstóll KRR hefur vísaö „Jónsmálinu” frá. Sem kunnugt er dæmdi agane&id KSI stig af KR úr leiknum gegn Þrótti í fyrsta leik Is- landsmótsins á þeim forsendum að Jón G. Bjamason, sem kom inn á í þeim leik fyrir KR-inga, hefði verið ólög- legur. Héraðsdómstóllinn samþykkti þaö síöan að úrskuröur aganefndar- innar myndi standa óbreyttur. I dómstólnum sátu þrír menn og féllu atkvæði þannig að tveir þeirra töldu aö úrskuröur aganefndarinnar átti að standa óhaggaður. Guðmundur Pétursson, formaður dómstólsins, var þó ekki á sama máli og skilaði séráliti. Árni og Guðmundur — taka báðir út leikbann um helgina Guðmundur Þorbjörnsson, Val, og Ámi Stefánsson, Þór, voru á síðasta fundi aganefndar KSI dcmdir í eins leiks bann eftir að hafa fengið rauða spjaldið í innbyrðisviðureign llðanna á Akureyrl sem háð var um síðustu helgi. Guðmundur missir því af toppleik sjöttu umferðar á laugardaginn en þá mæta Valsmenn Skaganum. Arni missir af heimaleik viö Víöi annað kvöld. Tveir leikmenn úr neðri deildum voru einnig dæmdir i bann. Kristján Olgeirsson, Völsungi, fyrir fjögur gul spjöld og Friðbjörn Pétursson, Magna, fyrir eitt rautt. -fros Arvakur í 16 liða úrslit Fjórðu deildar Uðið Arvakur úr Reykjavik vann óvcntustu úrsUtin í 3. umferð bikarkeppnl KSI en leikir voru háðir i gcrkvöldí. Árvakur slgraði 2. deUdar Uð Grindavikur, 3—0, eftlr að staðan hafði verið 2—0 fyrir hina ár- vökru i hálfleik. Ragnar Hermanns- son, Ami Guðmundsson og Haukur Arason gerðu þrjú fyrstu mörk leiksins fyrir Árvakur en Pálml Ingólfsson og Símon Alfreðsson gerðu Grindavikur- mörkin. önnur úrslit uröu þessl: Reynir, Sandgerðl—ÍR 4—1 Vikingur, O. — Njarðvík 2—0 ÍBV —Grótta 8-0 KS — KA 1-2 Grétar Sigurbjörnsson gerði tvö mörk fyrir Reyni og Þórður Þorkels- son bætti því þríðja við áður en iR-ing- arnir svömöu meö marki Páls Rafns- sonar. Ari Haukur Arason innsiglaði síðan sigur Sandgeröismanna. Jakob Sigurðsson kom Siglufirði i forystu gegn KA en Akureyrarpeyjarn- ir svöruðu með tveimur mörkum þeirra Njáis Eiðssonar og Hinriks Þór- halissonar. Leikur IBV og Gróttu fór fram í fyrrakvöld og höfum við þegar greint frá honum. Þá var einn leikur i 2. um- ferð. Einherji sigraði Þrótt, Neskaup- stað, 6—5, eftir vítaspymukeppnL -fros

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.