Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 37
DV. FJMMTUDAGUR 20. JONl 1985. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Hátt uppi og sæl á svip, afl þvi ar virðist, enda ekki nema von þar sem þau eru nýgift. Þau voru aldeilis hátt uppi þegar þau giftu sig, Karl Baroni og brúöur hans, hún Wendy. Þau létu hifa sig upp í 400 fet viö tum í Blackpool í Englandi. Wendy leið víst ekki sem best svona hátt uppi og var hvít eins og engill og lík- aöi brúögumanum þaö vel. Hún gat þó stunið upp jáinu og var þá bjargaö úr prísundinni. Viö skulum vona aö hjónabandiö verði ekki í háalofti þótt brúð- inni hafi ekki liðið sem best á meöan á athöfninni stóö. BORN PETERS SELLERSÁ VONARVÖL Peters Sellers fékk þúsund dollara þegar hann lést, en Lynne fékk átta. Nú er Michael, elsti sonur Sellers, aö koma upp fyrirtæki og hefur þörf fyrir fjármagn. Sarah býr hjá móður sinni, Ann Howe, fyrstu eiginkonu Seliers. Hún á ekki þak yfir höfuðið. Victoria, dóttir SeDers og Britt Ekland, býr nú hjá vinum sínum og gæti lika þegið eitthvað af milljónunum sem Lynne Fredrick fékk. óhress með aldurinn Brigitte Bardot er nú fimmtíu og tveggja ára og leggst það eitthvaö illa i hana aö því er fréttir herma. Hún hef- ur t.d. tekiö niöur alla spegla á heimili sinu í St. Tropez í Frakklandi. Brigitte lék síðast í kvikmynd árið 1973 en síðan hefur hún verið ötul í baráttunni gegn selveiöum. Hún fer varla út úr húsi nú orðið nema þegar eitthvað er að gerast í þeim málum. Annars lokar hún sig inni og vinir hennar em aö gefast upp á aö fá hana til að láta sjá sig meðal fólks. Brigitte kennir kvikmyndaiðnaðin- um um ástandið og segir þá hafa gert sig að kyntákni þegar hún var ung, en siðan skilið hana eftir í kuldanum til þess aö verða gamla og ljóta. Böm Peters Sellers heitins em á vonarvöl, en ekkjan fær stöðugt meira fé úr dánarbúinu. Nýlega fékk Lynne Fredrick eina milljón punda í skaða- bætur vegna þess að stutt atriði úr gömlum myndum með Bleika pardusnum voru notuð í kvikmynd sem var gerö eftir andlát Peters Sellers árið 1980. Lynne var fjórða eiginkona Sellers, en þau áttu engin börn saman. Hvert þriggja barna Lynne Fredrick, eftirlifandi eiginkona Peter Sellers, lætur fara vel um sig. Þaö virðist ekki fara eins vei um börn leikarans sem eru fé- vana á meðan hún sópar að sér peningum úr dénarbúinu. Warren Beatty vakti ekki mikia eftirtekt í partii í Hollywood á dög- unum þar sem öll aðalnúmerin vom mætt tll að sýna sig og sjá aðra. Það tók enginn eftir honum þegar hann kom í samkvæmið svo að hann rauk rakleiðis út aftur. Viðstaddir heyrðu kvennagullið muldra í barminn: „Eg fer bara út aftur og kem inn aftur og aftur þar til einhver tekur eftir mér.” Ekki fylgir sögunni hversu oft Beatty þurfti að setja ó svið innkomu sem var nógu sérstök til að gestirnir í partíinu tækju eftir houum. Leik- og söngkonan Cher hefur tilkynnt að hún ætii að ganga i það heilaga nú i haust. Hún hcfur verið í slagtogl við Josh nokkurn, sem er kvikmyndaframleiðandi, og hefur hann vist beðið spenntur eftir svari fró Cher nú í nokkurn tima. Cher ó tvö böm og seglr hún þau vera al- sæl yfir ókvörðun sinni og að þau séu strax farin að kaUa Josh pabba. Bmce Springsteen er ó hljóm- leikaferö um Evrópu um þessar mundir. Hann hélt nýlega hljóm- leika undir bemm himni ó trlandi. Það var vel mætt hjó Hoppstelnin- um, eins og sumir vilja kaUa hann ó islensku, eða um 65.000. Hljóm- leikarnir fóm vei fram og vom írskir aðdóendur yfir slg hrifnir af frammistöðu kappans. Eltt skyggði samt ó og það var að hann var nýgiftur og elginkonan var með í ferðinni. Springsteen var vitan- lega ekki sammóla þessu og fannst verst að geta ekki farið með henni ó irska kró ón þess að að þeim flykkt- ust aðdóendur sem vUdu tala við hann. Svona er það nú að vera frægur. A myndinni ero Spring- steen og frú, vel varin með svört sólgleraugu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.