Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 20. JUNI1985. Spurningin Hvernig líst þér á samninga ASt og VSt? Frlðjón Eðvarösson, verslunarstjórl hjá SS: Mér líst vel á þá. Birgir Halldórsson verslunarmaður: List illa á þá. Mér finnst svívirðilegt að til séu laun i landinu sem eru undir 30 þúsund krónum. Arnbjörg Eiðsdóttir kennari: List þokkalega vel á þá, ekki of langur tími sem samið er um. Axel Kaaber ellilífeyrisþegi: Eg held að þeir séu verðbólguhvetjandi. Ema Einarsdóttir verslunarmaður: Líst vel á þá, ég held að þetta sé leið til að greiða úr þeim mikla vanda sem verið hefur hjá fólki. Katrín Didriksen gullsmiður: Mér finnst þeir ekki nógu góðir. Þaö er ekki komið nægilega til móts við lægstu flokkana og engin kauptrygging. Þetta er gálgafrestur að minu mati. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur HÆGRISTEFNA, HVERS VEGNA? „Háttvirtur kjósandi” skrifar: Við erum lang-langþreytt á vol-, æðis- og glundroðastefnu vinstri- aflanna. Alþýöubandalagsins og fylgifiska þeirra sem heita hinum ýmsu nöfnum eftir hentugleikum hverju sinni. Segja má aö við séum búin að vera að súpa seyöið af ævin- týramennsku þeirri sem upphófst 1971 þegar svokölluö Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna geystust inn i stjórnmálabaráttuna og tókst aö splundra sterkri og stefnufastri stjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks sem staðið hafði i 12 ár, frá 1959— 1971. Mér eru í fersku minni þau fáránlegu „rök” sem forystumaður áðumefnds ævintýraflokks viðhafði í sjónvarpi, sem þá var nýlunda í stjórnmálabaráttunni, er hann sagði, „Góðir Islendingar, við höfum nú haft viðreisnarstjórn í 12 ár. Breytum nú til þó ekki væri nema breytinganna vegna.” Og viti menn, þetta hreif, þjóöin gleypti agnið og er enn i dag i efnahagslegum sárum eftir þessa ævintýramenn sem við tóku og allt þóttust geta og kunna. Við þurfum sem þjóðarheild að efla minni okkar og nota nútima- tækni til að geyma loforðasúpu sumra þessara atvinnukjaftaska sem viö höfum þurft að búa við á stundum. Gerum okkur grein fyrir þeirri hættu, já hættu sem hverri frjálsri þjóö stafar af kommúnistum og þeim öörum sem þeim fylgja aö málum. Við skulum ekki fljóta sofandi að þeim feigðarósi sem helstefna kommúnlsmans er, né heldur vera svo bamaleg og bláeyg að halda að einhver grundvallarmunur sé á islenskum og erlendum sjúklingum afþvítagi. Nei, við erum á réttri leið nú, fylgishrun kommúnista er nú staðreynd, hreinsum landið af þessum flokkum sem sprottið hafa upp i kringum Alþýðubnndalagið sem nú heitir svo, en eru einungis angar af þebn meiði. Eflum einn flokk til ríkrar ábyrgðar, svo ríkrar aö hann ætti engrar undankomu auðið ef hann brygöist trausti voru, það er nefnilega ekki hægt að ná verulegum árangri í þjóðmálum okkar nema með sterkri samstæöri stjóm öflugs flokks sem ekki þarf að standa i stöðugum málamiðlunum og hrossakaupum. Gerum Sjálfstæðisflokkinn enn sterkari, útrýmum úr þjóðfélagi okkar niðurrifsöflum. Eflum kristnar hugsjónir, þær eiga ekki upp á pallborö kommúnista og hafa aldrei átt. Við vitum það öll frá örófi alda. Þjóösöngur vor byrjar á orðunum, ,Ö, Guð vors lands” eins og Brófritari efast um afl hóu launin í landinu sóu i róttum höndum og finnst afl störf i sjávarútvegi eigi afl vera þafl vel launuð afl eftirsóknarvert só afl vinna þau. Háu launin ekki í réttum höndum Ein bneyksluð skrifar: Það er furðulegt, sem upplýst hefur verið i fjölmiðlum, að seðlabankastjóri og ýmsir menn sem hafa komið sér vel fyrir í góðum stöðum skuli geta velt ■sér upp úr háum launum frá rikinu en sjómenn verði að fara í verkfall til þess að ná mannsæmandi launum. En eru það ekki einmitt þeir og fiskverkunar- fólk sem afla þeirra verðmæta sem eru aðalundirstaöa lífsafkomu okkar Islendinga? Nú fæst ekki lengur fólk i fiskvinnu vegna lágra launa en þetta starf ætti að vera það vel launaö að það væri eftirsóknarvert að vinna það. Láglaunafólk í landinu er „sjokker- að” eftir að það upplýstist hvað nefndarmenn, bankastjórar og fleiri fá í laun auk fríðinda og gjafa. Eru háu launin í réttum höndum? Vestmannaeyjar: Em Ijos- móðir er ekki nóg 2473—6253 í Vestmannaeyjum hringdi: Það undrar mig mjög, að á þeim stað þar sem flestar bamafæðingar eru á landinu skuli vera aðeins ein ljós- móðir. (Við erum 5—6000 milli vertíða). Það er jafnvel svo knappt að tilvonandi mæður fá ekki barnsburðar- æfingar. Getur það verið að kerfið í „bænum” sé það eina sem fær fyrir- greiðslu eftir þörfum? Spyr sá sem ekkiveit. Lúmskur texti Húsmóðir hringdl: Mikiö finnst mér nýju mjólkurum- búðirnar vera smekklegar. Maður var búinn aö biða lengi eftir þvi aö fá smátilbreytingu á morgunverðar- borðið. Eitt finnst mér þó athugavert við þessar umbúðir. I litraumbúðum utan um nýmjólk er texti undir fyrir- sögninni: „Þaö sem er óhætt að borða miili mála:” eöa eitthvaö i þeim dúr. Síðan kemur langur listi yfir mjólkurvörur, gróft brauð og: fleira. Eg verð nú bara að segja það að mér finnst alls ekki óhætt að: borða milli mála, það er sama hvað borðað er. Það er illa gert að hafa HúsmóAirin er reyndar ekki afl tala um textann sem er á þessari femu en hún er óánœgfl mefl afl ýtt skuli undir ofát mefl textanum sem er á sumum nýmjólkurfern- um. þennan texta á litraumbúðunum og ýta undir ofát fólks með svona lúmskum hætti. flestir vita, en ekki á orðunum, „O, ráðherra vors lands”, né heldur, „O, fræðingur vors lands.” Við skulum því vita hvað til vors friðar heyrir og vera óhrædd, líka þið stjómmála- menn að biðja herra herranna um visku og náð til handa landi okkar og þjóð og til handa þebn sem ráðnir eru til aö stýra okkar málum. Höfnumþvíendanlegaþví vbistra volæði sem of oft hefur orðið hlut- skipti okkar eftir kosnbigar með alls kyns samsulli flokka og flokksbrota og göngum nýja leið af hugrekki. Engbi þjóð verður frjáls með því ebiu að óska sér þess, það þarf stöðuga árvekni og gæslu til að svo megi verða. Við þörfnumst ekki fleiri stjóm- málaflokka, né stjórnmálamanna. Við þörfnumst hins vegar betri og færri stjémmálaflokka og -manna. Minnumst ábyrgðar sjálfra okkar. Alnæmi: GRÝLA EÐA PLÁGA? Haf nf irðingur skrif ar: AIDS! „Aids-mótefni greinist i íslenskum blæðara.” „Getur maöur smitast af alnæmi i sund- laugunum?” „Aids-mótefni gretaist í tvebnur til viöbótar.” Þessar fyrir- sagnb- og aðrar ámóta hafa verið algengar í islenskum blöðum að undanfömu. Islenska þjóðbi er á barmi glötunar, steindrepandi plága vofir yfb- höfðum okkar, dóms- dagur er í nánd. Eða hvað? Hver er sannleikurinn í þessu máli? Eg rengi ekki að alnæmi sé hættulegur sjúkdómur. Þeir sem smitast af honum líða vítiskvalir og enn hefur ekki fundist nebi læknmg. En hvað hafa margir dáið af völdum þessa sjúkdóms? Þeir em ekki svo margir. Svo virðist sem flestir hafi þessa veiru í sér án þess að hún hafi áhrif á heilsu þebra. Þetta er ekki ný stóra bóla eða nýr faraldur svarta dauða. Það er ekki ástæða til að ör- vænta, allavega ekki enn. Blöðbi geta haldið aftur af móður- sýki sbini og þebn ber i raun skylda til þess í stað þess að reyna að hræða fólk með einhverjri ógurlegri, imyndaðrigrýlu. Endursýnið Duran Duran 4112-9697: Eg er mikill Duran Duran aödáandi og ég skil ekki þá sem halda upp á Wham!, dgbilega þoH ég þá ekki. Jæja, en mig langar til að biðja sjónvarpið að endursýna tón- leikana með Duran Duran, ég vdt aö margb- eru mér sammála. Það em sjálfsagt margir sem elga þá á myndbandi, en ekki allir. TÖkum líka tillit til þeirra sem ekki eiga video. Stöndum saman, Duran Duran aðdáendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.