Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 18
18 DV. FIMMTUDAGUR 20. JUNI1985. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti Ævintýrin gerast enn: Rétt þrítugir og eiga þrjá togara — „Blundaði alltaf í okkur að verða skipstjórar og útgerðarmenn,” segir Þorsteinn Vilhelmsson m Þeir eru 33, 32 og 30 ára og eiga þrjá skuttogara. Þann fyrsta eignuðust þeir fyrir tveimur árum og síðan bættust tveir við í flotann í síöustu viku. Skemmtileg og ótrúleg framtakssemi. Auðvitaö erum við að tala um at- hafnamennina á Akureyri, bræðuma Þorstein og Kristján Vilhelmssyni og frænda þeirra Þorstein Má Baldvins- son. Þetta eru þeir Samherjamenn sem keyptu Bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar ásamt Hagvirkismönnum. „Eosaleg tilfinning, lygileg” Og hvemig er það svo aö vera 33 ára og eiga þrjá skuttogara? „Það er út af fyrir sig rosaleg tilfinning, lygileg,” sagði Þor- steinn Vilhelmsson skipstjórL Við náðum tali af honum er hann var að vinna í öðm nýju skipanna, togaran- um Maí, í Hafnarfjarðarhöfn. Krist- ján bróðir hans var úti í Þýskalandi og Þorsteinn Már farinn norður til Akureyrar. „Ég byrjaði 16 ára sem háseti á gamla Harðbak, það var síðutogari. Frá því þá hef ég alltaf veriö á togur- um,” sagði Þorsteinn er við inntum hann eftir ferlinum. Hann er sonur Vilhelms Þorsteins- sonar, forstjóra Utgerðarfélags Akur- eyringa, UA. Faðirinn var jú skipstjóri hér í denn og það var tvíburabróðir hans líka, Baldvin Þoreteinsson. Bald- vin var lengst af með Súluna. Og það er einmitt Baldvin sem er faðir Þoreteins Más, meðeiganda þeirra Vilhelmssona. Sannarlega út- gerðarætt. En áfram með rabbið við Þorstein. Blundaði alltaf í okkur að verða útgerðarmenn „Það blundaði alltaf í okkur strákun- um að verða skipstjórar og útgerðar- menn.” — Draumurinn heldur betur að rætast? ,,Já, en það er mikið verk framundan með Apríl og Maí, það þarf aölagfæraskipin.” Togarinn, sem þeir frændur keyptu fyr- ir um tveimur árum, var Guðsteinn frá HafnarfirðL Sjáum hvemig þau kaup bar að. „Þorsteinn Már á nú hvað mestan þátt í því hvemig til hefur tekist. Hann var sem unglingur sjómaöur eins og við bræðurnir, var bæði á togurum og nótaskipum. En hann lagði sjómennsk- una þó ekki fyrir sig heldur hélt út til Noregs í skipa verkfræði. Eftir að heim kom vann hann hjá skipasmíöastöðinni í Njarövíkum. Er viö ræddum saman frændurnir hafði Þoreteinn oft á orði að hann æki marg- sinnis framhjá togaranum Guösteini þar sem hann lægi í reiðileysi í Hafnar- fjarðarhöfn. Þorsteinn hafði áhuga á skipinu og áhugi okkar bræöranna var einnig vaknaður. Það var því ákveöið að bjóöa í skipið. Fengum skipið vegna þess að enginn vildi kaupa það Viö áttum náttúrlega enga peninga eins og gengur og heföum aldrei fengið skipið nema vegna þess að þaö vildi enginn kaupa það. Nú ganga svona skip hins vegar á góðu verði, eru í rauninni alitof dýr.” Gefum Þorsteini Viihjálmssyni áfram orðið, þeir frændur keyptu nefnilega ekki aðeins Guðstein. „Við keyptum allt fyrirtækið Samherja hf. eins og það lagði sig, með ketti og mús.” — Hvar fenguð þið peninga? „Nú, það var ekki annað að gera en að verða sér úti um lán og fyrir- greiðslu, það gerðum við.” Skipiö ekki bilað — Þið keyptuð fyrirtækið Samherja í Hafnarfiröi eins og það lagði sig—þið haf- ið verið heppnir, er það ekki? „Jú, ég get ekki neitað því, útgerðin hefur gengið ágætlega hjá okkur og skipið ekki bilað. Þaö er fyrir mestu.” Þorsteinn sagði að upphaflega hefði ætlunin verið að reka Guðstein, sem reyndar heitir nú Akureyrin, sem ís- fisktogara. „Viö hættum við það og breyttum skipinu í frystitogara.” Aðeins 26 ára var Þorsteinn kominn í brúna á togurum Utgerðarfélags Akur- eyringa, sagöur mikil aflakló. Nú orð- Þorsteinn Vilhelmsson, 33 ára Akureyringur og fengsæll skipstjóri. Hann er einn af Samherjamönnum, þeir eiga nú þrjá togara. Geri aflrir ungir menn betur? DV-myndVHV. Frá öðrum stjórnarfundi Hvaleyrar hf., tveimur klukkustundum áflur en skrifað var undir kaupsamning- inn á Bæjarútgerfl Hafnarfjarðar. Talið frá vinstri: Þorsteinn Vilhelmsson, 33 ára, Þorsteinn Már Baldvins- son, 32 ára, Jóhann Bergþórsson stjórnarformaflur, Jón S. Friðjónsson og Aðalsteinn Hallgrímsson. DV-mynd GVA inn útgerðarmaður lika. Kannski er rangt að segja„nú”. Eignaðist hluta í trillu 9 ára gamall Þegar hann var 9 ára fór hann meö föður sínum til Hríseyjar á síld. Þaö sumariö var togaraverkfall þannig að einhvern veginn urðu sjómenn að bjarga sér, draga björg í bú. „Sumarkaupið mitt þarna var þrjú þúsund krónur og það fór í trillu sem við feðgarnir keyptum. Trillan hét Edda.” Bankastjórinn sagði nei Þrátt fyrir ungan aldur var áhuginn á bátum og útgerð ekki fyrir bí. „Þeg- ar ég var 12 ára hittum við nokkrir fé- lagarnir bankastjóra á Akureyri. Við báðum hann um lán fyrir trilluræksni. Hann sagði nei og þar með var sá draumurúti.” I bili, er okkur heldur betur óhætt að bæta viö. Því enn gerast ævintýri í við- skiptaheimi okkar Islendinga, það sanna þeir frændumir norður á Akur- eyri. Þeir bera nafnið Samherjar með rentu. -JGH „Hvítt stríð” í uppsiglingu? — neytendur einir geta svarað því hvort Hveitimyllan hertekur íslenska hveitimarkaðinn, segir framkvæmda- stjóri Hveitimyllunnar hf. Hveitimyllan hf. er nýtt athyglisvert fyrirtæki á Islandi, það er í eigu Dana og Islendinga. Það er Fóðurblandan hf. sem á 50% í fyrirtækinu á móti danska fyrirtækinu Valsemöllen as. Það var um páskaleytið sem Valse- möllen as. fékk formlegt leyfi ráðherra til að eiga í fyrirtækinu hérlendis. Arni Gunnarsson hagfræðingur er fram- kvæmdastjóri Fóðurblöndunnar og hef ur með Hveitimylluna að gera. „Tilgangur fyrirtækisins er að framleiða hveiti. Við ætlum okkur að flytja inn hveitikorn, það verður síðan malað og hveitið framleitt,” sagði Árni. Hann sagði ennfremur að ætlunin væri að selja hveitið bæði í neytenda- umbúðum og einnig í Iausu, í bakaríin. Hörkusamkeppni á hveitimarkaðnum Með tilkomu fyrirtækisins stefnir í hörkusamkeppni á íslenska hveiti- markaðnum sem er þetta um 11 þúsund tonn á ári, það er neyslan. Og nú þegar er samkeppnin á milli inn- f lytjenda mikil. „Hveiti hérlendis er selt á mjög misjöfnu verði, vegna samkeppninnar tel ég að verðið sé nú i lágmarki, að innflytjendur muni ekki lækka sig mikiö meira en þeir hafa þegar gert." — Framleiðsla Hveltimyllunnar hf. mun anna innanlandsmarkaði þegar til kemur. Ætla þeir að hertaka markaðinn? „Það eru neytendur einir sem geta svarað því en ég tel ekki nokkurn vafa Húsakynni Fóflurblöndunnar hf. ■ Sundahöfn. Þar verður verksmiðja Hveitimyllunnar hf. sem er nýtt danskt-íslenskt fyrirtæki og mun framleifla hveiti ofan í landsmenn. DV-mynd VHV. á því að viö verðum mjög samkeppnis- færir, bæði hvað snertir verð og gæði. Glænýtthveiti Hvað gæðin snertir munum við bjóða upp á glænýtt hveiti, en slíkt hefur ekki tíðkast hérlendis til þessa. ” Verksmiðja Hveitimyllunnar verður inni í Sundahöfn og rekin í nánum tengslum við Fóðurblönduna. Verksmiðjustjórinn verður danskur. Umsjón: Jon G. Hauksson Valsemöllen as. hefur sýnt íslenska markaðnum áhuga í mörg ár og hefur reynt að komast til Islands fyrr. Nú hefur það loksins tekist i samvinnu viö Fóðurblönduna. 10—12 manns hjá Hveitimyllunni Arni sagði að með tilkomu fyrir- tækisins myndi sparast mikill gjald- eyrir. „Hjá fyrirtækinu koma til með að starfa þetta 10 til 12 manns að jafnaði.” Valsemöllen as. hefur í mörg ár selt hveiti til Islands. Þaö hefur selt undir vörumerkinu Finax og hefur hveitið fengist í Hagkaupi. .jgh Við minnum á hagtölumar Verðbólga Eftir nýgerða kjarasamninga VSI og ASI er gert ráð fyrir að framfærsluvísitalan í júní hækki um 2% en það þýðir um 27% verðbólgu á ári. Gert er ráö fýrir sömu hækkun í júlí. I ágúst reikna menn með að framfærsluvísitalan hækki um 1,5% sem þýðir um 20% verðbóIguáárL Fjárlög Aætluð um 25,3 milljarðar á árinu 1985. Atvinnuleysi Atvinnuleysi í fyrra var um 1,3% en þaö þýddi aö um 1500 manns voru atvinnulausir að meðaltali á mánuði. 1 ár er gert ráð fyrir um eða innan við 1% atvinnuleysi. Það þýðir að um 1100 til 1200 manns verða atvinnulausir að meðaltali á mánuðiþettaárið. Þjóðartekjurá mann í dollurum Island: um 9.000 dollarar. Bandarikin: um 13.000dollarar. Nágrannaþjóðir okkar, eins og Svíþjóð, Noregur, Danmörk, eru með þjóöartekjur á bilinu 11 til 12 þúsunddollara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.