Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR 20. JÐNl 1985. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Pöddur, plastpok- ar og smuming í kaupbæti með brauðinu Þaö er ekki beinlínis lystugt brauðið á meðfylgjandi mynd sem Hrefna úr Norðurbænum í Hafnar- firði sýndi Neytendasíðu DV sem dæmi um þær kræsingar sem við- skiptavinum Kaupfélagsins á Mið- vangi b jóðast. „Þetta er ekkert einsdæmi,” sagði Hrefna,” og nú er mér sannarlega nóg boðið. Brauðin koma frá Köku- bankanum í næsta húsi og mér skilst að Kaupfélagiö verði að versla við þann aðila og engan annan. Ef þeir væru með brauð frá fleirí aöilum full- y rði ég að enginn hérna myndi kaupa svo mikið sem eitt brauð frá Köku- bankanum — af illrí reynslu í gegnum árin. Og þaö er slæmt að maður skuli neyðast til þess aö versla við hann ef ætlunin er að kaupa ailt í stórmarkaðnum. Fæstir vilja leggja á sig að fara eitthvað annað ef hægt er að fá allt á sama staðnum.” Brauöið sem hér um ræðir er venjulegt hveitibrauð sem viröist Meira um baðsett I grein um verð á baðsettum héma á Neytendasíöu var samlagningarskekkja í heildar- verði á baðtækjum frá Bykó. Rétt heildarverð er 18.718 krónur. Einnig hringdi Sigurður Hermannsson í Húsasmiðjunni í Súðarvogi og vildi vekja athygli á sérstaklega ódýrum baðtækjum Húsasmiðjunnar. Þar er hægt að fá Dolomitesett fýrir 14.321 krónu. Handlaug er þar á 1.866 krónur, W.C á 6.916 með setu og baðker á 5.539 krónur. Þannig að heildar- verðið er aðeins neðar en á ódýrustu samsetningunni úr fyrri verðkönnun. bragðbætt að hluta með smumingu eða einhverju þess háttar. Otrúlegt aö bjóða neytendum slíkar kræsing- ar. „Ef þetta væri svo það eina af slíku tagi sem mér hefur áskotnast i brauði í gegnum árin væri þetta kannski ekki eins slæmt,” heldur Hrefna áfram,” en þetta er bara eitt dæmi af mörgum. Og nú er ég búin að fá mig f ullsadda af þessu. Fékk til dæmis einu sinni stóra tusku í pylsu- brauði, pöddur í öðru brauöi og plast- poka eftir brauðinu endilöngu í því þríðja. Og nú er ég orðin virkilega reið. Eg er ekki sú eina sem lent hefur í þessu. Ein kona héðan úr Norður- bænum var stödd hjá mér þegar ég var að skoða þetta og hún hafði ein- mitt fengiö eitt svona brauö í vikunni, reyndar ekki þessa sömu tegund. Við höfum reynt undir- skriftalista og- yfirmaður Kaup- félagsins hefur komið kvörtunum viðskipta vina á f ramfæri viö eiganda Kökubankans en hann gerir ekki neitt í málunum. Ekki virðist hann heldur þora í samkeppni við aðra bakara fyrst hann heldur svona stíft í gamlan samning um einkasölu á brauði. Kanskí ein og ein padda... Auðvitað hefði ég átt að gera eitthvað þegar ég fékk tuskuna í pylsubrauðinu en ég er frekar lítið fyrir að standa í svona og hef eins og aðrir frekar hent brauöinu. Smurning er ekki óalgeng sem kaup- bætir jafnvel jámfiísar og paddan sem ég fékk í niðursneidda brauðinu var frekar heilleg að sjá. Kannski er fyrirgefanlegt aö fá eina og eina pöddu í brauðinu en smuming og hlutar úr vélakosti er of langt gengið. Verst þykir manni að vera neyddur til að versla við þennan framleið- anda ef maður vill kaupa brauö i Kaupfélaginu og brýnt að þar verði einhver breyting á i framtíðinni.” baj __________________________ Á myndunum er þetta ekki padda eða plastpoki i brauðinu - líka, segja viðskiptavinir úr IMorðurbœnum. heldur smurning. Hitt geturðu samt fengið DV-mynd: Vilhjálmur VEL HIRTUR BÍLL ER . „ °plð: STOLT EIGANDANS helgar kl. 10 - 22 kl. 09 - 19 Varahlutaþjónusta . Þrífum og bónum bíla, djúphreinsum teppi og sætaáklæði alla virka daga. Tökum að okkur smáviögerðir (bifvéla- virki á staðnum). Gufuþvoum vélina. Góð bón- og þvottaaðstaða. Bilalyfta á staðnum. ^AÞJÓ^ 'X % Dugguvogi 23 (á horni Dugguvogs og Súðarvogs) Sími 68 66 28 Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar heldur aðalfund sunnudaginn 23. júní 1985 kl. 14.00 í Gaflinum. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Reglugerð sjúkrasjóðs. 3. Nýir kjarasamningar. 4. önnurmál. Stjórnin. Styrkur til háskólanáms í Japan Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa Íslendingi til háskólanáms i Japan námsárið 1986 — 87 en til greina kemur að styrktímabil verði framlengt til 1988. Ætlast er til að styrkþegi hafi lokið háskólaprófi eða sé kominn nokkuð áleiðis í háskólanámi. Þar sem kennsla við japanska háskóla fer fram á japönsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaða skeið. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 35 ára. — Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum afritum prófskírteina, meðmælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 20. júlí nk. — Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. 13. júní 1985. Menntamálaráðuneytið. FRAMTÍÐIN RENNURÆSI ÚTI — INNI Fylgist með tímanum, tíminn fylgist með okkur. Áhaldaleiga, opið um helgar. VERKPRÝÐI VAGNHÖFÐA 6, SÍMI 671540

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.