Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Síða 40
FR ETTASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1985. Fálkaurtgarnir sem náðust af Martin Holst Kilian. Þýski fálkaunga- þjófurinn dæmdur: 3mánuðirogl50 þúsund krónur — þyngsti dómuraf þessu tagi hérlendis Martin Holst Kilian, þýski fálka- ungaþjófurinn, hefur veriö dæmdur í 3ja mánaða fangelsi og 150 þúsund króna peningasekt. Er það þyngsti dómur af þessu tagi, ,sem kveðinn hefur verið upp hérlendis. Dómur þessi var kveðinn upp i Sakadómi Reykjavíkur af Jóni Erlendssyni sakadómara. Verður dómnum ekki áfrýjað, þar sem yfir- lýsing þess efnis hefur borist bæði frá dómfelida og ákæruvaldinu. Kilian var tekinn í júnibyrjun á KeflavíkurflugveUi meö þrjá fálka- unga í farangrinum. Var hann þá strax settur í varöhald og kemur það tU frádráttar fangelsisdómnum. KiUan er 37 ára gamaU, fæddur árið 1948 og býr í bænum Lampertheim í Vestur-Þýskalandi. Þyngsti dómur í fálkamálum fram að þessu var dómur sá sem kveðinn var upp yfir fálkaeggjaþjófnum BaU fyrir ári. Hann fékk 3 mánuði og 100 þúsund krónur í sekt. Þess ber þó að geta aö inn í þann dóm blönduöust fjársvik, þar sem Bali var sekur fundinn um að hafa tekið kílómetra- mæU bíls úr sambandi. -KÞ TALSTÖÐVARBÍLAR UM ALLA BORGINA SÍMI 68-50-60. iOlBlLASr0 ÞRDSTUR SIÐUMULA 10 LOKI Þær voru vel geymdar fraukurnar í Bolabás! EM í f rjálsum íþróttum ekki á íslandi? ff Ekki hægt að bjóða upp a onýtan völl ff — Það er ljóst að það verður ekki hægt að bjóða upp á ValbjamarvöHinn í Laugardal, eins og hann er á sig kominn. VöUurinn er nánast sagt ónýtur. Við eigum svo sannarlega Evrópumet í lélegheitum í sambandi viö frjálsiþróttaaðstöðu. sagöi Guðni HaUdórsson, fonmaður Frjáls- íþróttasambands Jslands.í viðtali við DV í gærkvöldi. Evrópukeppnin, sem á að fara — segir Guðni Halldórsson, f ormaður FRI fram í Laugardalnum eftir sjö vikur, er nú í hættu og ef ValbjarnarvöUur verður ekki boðlegur til keppni þá á FRI yfir höfði sér sektir eða að Island veröi dæmt úr keppninni og FRl gert ábyrgt hvemig fór. manna í gær og ræddum einnig við framkvæmdastjóra sambandsins i Róm. Oskuðum eftir því að sam- bandiö sendi strax mann til Islands til að taka vöUinn út — segja um hvort hann sé boðlegur fyrir EM, sagði Guðni. — Þrátt fyrir ítrekaðar óskir tU borgaryfirvalda hefur ekkert verið gert við vöUinn. Við sendum skeyti til Evrópusambands frjálsíþrótta- Eins og hefur áöur komiö fram er gerviefnið á hlaupabrautunum ónýtt og einnig undirbygging brautanna. Guðni Halldórsson á ónýtri hlaupa- brautinni í morgun. DV-mynd KAE. Islendingar fá gott boð: Okeypis sjónvarp frá Evrópu í haust Islenska sjónvarpinu býöst aö taka á móti samevrópskri sjónvarpsrás um gervUinött og sjónvarpa um Is- land endurgjaldslaust. „Eg hef skrifað greinargerð um málið og sent hana til vissra aðUa, þar á meðal menntamálaráðherra,” sagði Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri sjónvarpsins. Ríkissjónvarpsstöðvar i Hollandi. Vestur-Þýskalandi, Italiu, Spáni og Irlandi eru þegar komnar i þetta samstarf. Búist er við að fleiri bætist við. Evrópurásin hefur hlotið nafniö Olympus. Utsendingar hefjast 1. september næstkomandi. Sent verður um gervihnöttinn ECS, þann sama og næst nú með skerminum á þaki Hljómbæjar við Hverfisgötu. Eini kostnaöur islenska sjónvarpsins verður við kaup á slík- um móttökuskermi sem er tiltölu- lega ódýr. Olympus mun sjónvarpa fimm stundir á dag fýrst um sinn, mUli klukkan 17 og 22 aö íslenskum tíma. Efnið verður evrópskt afþreyingar-, frétta- og menningarefni á einni myndrás en mörgum hljóðrásum á jafnmörgum tungumálum. Þeir sem standa að Evrópustöðinni vilja gjarnan, að sögn Péturs Guðfinns- sonar, fá Islendinga meö og einnig is- lenskt sjónvarpsefni. Ef af yröi myndi Evrópurásin verða send um islenska endurvarps- kerfið utan útsendingartíma islenska sjónvarpsins, eina og talað hefur ver- iö um aö gera meö norska sjónvarp- ið. Islendingar gætu til dæmis séð samevrópskar fréttir á undan frétta- tima íslenska sjónvarpsins. , bögguU fylgir skammrifi að á þessari rás verða auglýsingar. Við lendum þvi á vissan hátt i samkeppni viö okkursjálfa,”sagðiPétur. Vegna auglýsinganna vUja sjón- varpsstöðvar á hinum Norður- löndunum ekki gerast aðilar að Evrópusjónvarpinu. Islenska sjónvarpiö á nú um marga kosti að velja: Evrópusjón- varp, norskt sjónvarp, franskt sjón- varp og jafnvel enn fleiri stöðvar. „Þetta er menningarpólitísk ákvörðun,” sagði Pétur. -KMU. Það er komið ár síðan borgaryfir- völd og Iþróttaráö Reykjavíkur lofuöu að gert yrði við völUnn. Ekkert hefur verið gert. Efni í hlaupabrautimar kom tU landsins i maí, eða um 300 fermetrar. Það efni er rétt upp í nös á ketti — nægir aðeins á helminginn af þeim sér- brautum, sem eru á velUnum, sagði Guðni, sem er mjög svartsýnn á að EM verði hér á landi. -SOS. Grettisgötumálið: Viðarfékk f imm ár Sakadómur i Reykjavöc dæmdi i gær Viðar Bjömsson i fimm ára fangelsi fyrir að hafa með bar- smíðum orðið Sigurði Breiðfjörð Olafssyni að bana í febrúar sl At- burðurinn átti sér staö á heimiU Sigurðar að Grettisgötu 19b. Viðar Bjömsson var einnig fundinn sekur um brot á 220. grein hegningarlaga, að veita Sigurði slösuöum enga að- hlynningu. Sólrún EHdóttir, vinkona Viðars, sem stödd var að Grettisgötu 19b þegar barsmíðarnar fóm fram, var í gær dæmd í 5 mánaöa fangelsi. Þar kemur tU 220. grein hegningarlaga þar sem Sólrún reyndi ekki að koma Siguröi heitnum til hjálpar. Dóminn kvað upp Sverrir Einars- sonsakadómari. -EH. Sjóli og sjóprófin: Neistinn óskýrður Siómenn samþykktu 5 i i i i i i i i i I sjóprófum er hakiin voru i Hafnarfirði í gær vegna branans um borð í Sjóla HF 18 f mynni Patreks- fjarðar fyrir rúmri viku kom ekkert það fram er varpaði ljósi á orsök eldsupptakanna. „Neistinn er oUi bálinu er enn ó- skýrður,” sagði Guðmundur L. Jóhannesson, fuUtrúi bæjarfógetans í Hafnarfirði, í morgun. Skýrsiur verða nú sendar hlutað- eigendum. Sjómenn í Reykjavík samþykktu samhljóöa samninginn við útvegs- menn í gærmorgun. VerkfaUi var af- lýst klukkan tiu i gærkvöldi og héldu togarar þegar til veiða. I samningunum fengu sjómenn starfs- aldurshækkun; 2% á kauptryggingu eftir tveggja ára starf og 4% eftir fjögurra ára starf. Þá lengdist uppsagnarfresturinn, er 2 vikur eftir tvö árin og 3 vikur eftir 4 árin. Skiptaprósentan hækkar ekki og hækkun kauptryggingar miöast á- fram viö fiskvinnslufólk í landi. -JGH. i i i i i i i i i i á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.