Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 35
DV. FIMMTUDAGUR 20. JUNI1985. 35 Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn kragapeysan Vönduð kvenlgeraugu. Mátuleg dökk og gefa frúnni virðulegra yfirbragö. Rokkgleraugun eru tvimæla laust það vinsælasta hjá ungu fólki. Þessi hefur tryggt sór eintak og gefa gleraugun henni nokkuð skuggalegt yfir- itór kvengleraugu sem n)óta iin vel á dömunni. Passa full- romlega við hálsfest.na og ___r.inL U »na. vona' kremgleraugu ku vera msæl hja eldra fólki. Pau eru iálfsogð á sólrikum sumar eqi en loðhufan og rullu «murninqa Við Islendingar erum dálítið dellu- fólk. Við fáum öðru hverju æði fyrir einhverju ákveönu útliti eða lifnaðar- háttum. Fyrir skemmstu gengu allir í íþróttabúningum, fóru í líkamsrækt og hjóluðu. Nú eru hins vegar flestar likamsræktarstöðvar gjaldþrota og fólk komið með dellu fyrir öðru. I dag eru það sólgleraugun sem gilda. Æðisköst á borð við heilsurækt og sól- gleraugu kallast i daglega máli TlSKA. „Ánægjuleg tíska" „Ég get ekki sagt annað en ég sé ánægður með að sólgleraugu skuli vera komin aftur í tísku. Þetta er mjög gott fyrir okkur gleraugnasala,” sagði einn úr þeirra röðum þegar hann var spurður umþetta nýjasta æði landans. „Það fer ekki á milli mála hvað fólk vill. Rokkgleraugun eru komin aftur.” Þetta svar fékk blm. í öllum gler- augnaverslunum þegar spurt var um hvað væri vinsælast. Svört gleraugu, sem voru hvað mest áberandi á árunum 1955-65, eru komin aftur. Þeir sem báru þessi gleraugu þá hafa samt líklega flestir látið þaö vera aö setja þau upp. Þeir hafa sennilega dregið þau upp úr kistu og gefið bömum sínum, enda höföar þessi tíska einkum til fólks af yngri kynslóðinni. Þeir eldri gera meiri kröfur. Þeir spyrja gjarnan eftir einhverjum ákveðnum merkjum og eru tilbúnir að greiða töluvert fyrir vönduö sólgler- augu. En lítum nú nánar á það sem gler- augnasalamir sögðu um sólgleraugna- tiskuna. Made in Taiwan „Gömlu svörtu gleraugun eru að koma aftur. Þetta æði byrjaði í fyrra þegar myndin Risky Business var sýnd héma. I sumar hefur salan á þessum gleraugum gengið mjög vel. Ungt fólk spyr mikið um þessi gler- augu. Eldra fólk aftur á móti kaupir hefðbundin sólgleraugu. Táningunum er alveg sama úr hverju gleraugun eru gerð, hvort þau eru eitthvert ákveðið merki eða smíðuð í Taiwan. Þau verða bara að vera ódýr. Eldra fólkiö vill hins vegar borga vel fyrir góð gleraugu.” „Lítil svört gleraugu er það sem gengur núna, svoköiluö rokkgler- augu. Krakkarnir eru alveg vitlausir í þetta. Það komu nýlega tveir pQtar til mín og keyptu gleraugu fyrir heilan bekk, alls 30 manns. Það hefur líka verið keypt töluvert af jöklagler- augum. Það eru speglagleraugu með snúru á spöngunum. Það er enginn vafi á því að sólgler- augu eru mikið í tisku núna. Þaö vilja allir ganga með þetta, í hvaða veðri sem er.” Plastið er í tísku „Það er að komast kisulag á kven- gleraugun. Svört gleraugu eru líka mjög vinsæl hjá unga fólkinu sem og hvít. Þetta eru litir sem mikið er spurt um. Eldra fólkið vill aftur á móti eitt- hvað „pent” en þó huggulegt (?). Það vill gleraugu í „kremuðum” litum! Eldra fólkið vill fá vönduð gleraugu en unglingunum er alveg sama. Hjá þeim skiptir útlitiö öUu máU.” „Ungt fólk vUl hafa gleraugun svört og úr plasti. Fólk viU yfirleitt fá ódýr sólgleraugu. Það eru fáir sem eru reiðubúnir til að borga mikið fyrir góð gleraugu enda er algengt að fólk týni þeim eða brjóti þau. Plastið er í tísku núna.” Þannig er nú það. Sól- gleraugnasumariö 1985 er gengið í garð. Nú þarf maður ekki lengur að vera langferöabílstjóri eða mótor- hjólalögga til aö ganga meö sól- gleraugu í hvaða veðri sem er. Sólgler- augueruallraeign. En ósjálfrátt spyr maður sjálfan sig: Hvaða tíska kemur næst? Við höfum þetta sumar og næsta vetur tU að velta því fyrir okkur. Texti: Þorsteinn J. Vilhjálmsson Myndir: Kristján Ari. „Mér er ekki kunnugt um að notkun sólgleraugna geti verið skað- leg,” sagði Olafur Grétar Guðmundsson augnlæknir þegar hann var spurður ofangreindrar spurningar. „Eg held að augnlæknar séu almennt jákvæðir í garð sólgler- augna. Rannsóknir hafa leitt í ljós að útfjólubláir geislar sólarinnar geta haft skaðleg áhrif á augun. Sólgler- augu eru góð vöm gegn þessum geislum. Áhrif sólarinnar á augun hafa verið rannsökuð töluvert mikið. Það er talið að útfjólubláu geislarnir geti flýtt fyrir skýmyndun á augum og jafnframt haft neikvæð áhrif á sjónhimnuna, einkum litaskynið. Eg er því hlynntur því að fólk noti sól- gleraugu í mikilli sól.” — En hvað með daglega notkun sólgleraugna. Getur það haft áhrif að nota sólgleraugu, hvort sem sólin skín eða ekki? „Nei, það er ekkert mér vitanlega sem bendir til þess að slík dagleg notkun geti verið skaðleg. Sólgler- augu eru mikið í tísku núna og fólk bregður þeim upp við hin ýmsu tæki- færi. Persónulega held ég að það séu fáir sem nota sólgleraugu að stað- aldri, nema þá fólk sem er með mjög viðkvæm augu og þar af leiðandi við- kvæmt fyrir birtu,” sagði Olafur Grétar augnlæknir. „Mér er ekki kunnugt um að dagleg notkun sólgleraugna geti verið skaðleg," segir Ólafur Grétar augnlæknir. Þessi ungi maður ætti þá að geta andað léttar og borið spegilgleraugun sin þegar honum sýnist svo. Vasadiskóið fylgir ekki gler- augunum en kemur hins vegar í góðar þarfir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.