Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 20. JUNI1985. Landsbankinn og/eða Iðnlánasjóður: TAPA15 MILUONUM — vegna gjaldþrots Tæknibúnaðar hf. Nú er ljóst aö Landsbankinn og /eða Iönlánasjóöur tapa um 15 milljónum króna vegna gjaldþrots Tæknibúnaðar hf. Kröfuskilafrestur í þrotabú fyrirtækisins rann út þann 12. júni siðastliðinn. Tæknibúnaður framleiddi olíunýtingarmæla í skip. Gjaldþrotamál Tæknibúnaðar hf. er um margt forvitnilegt mál, sem „Málið er einfalt, ábyrgðin rann út” — segir Bragi Hannesson, f ramkvæmdastjóri Iðnlánasjóðs, „og Landsbankinn óskaði ekki eftir endurnýjun á tilskildum tíma” ííinWtna gialdþrot t æknibúnaðar Tapar Landsbanki íslands miUjónum? ®e-,??-.oír!rss2 -sssssssrss* .•S5* “«-s?SS ss.* jSiirtSr .»»*««“> v„6*ndi hnld* rmkuldlr **»™6* -bankinnerhelstikrafutafiíþrotab ,lrw h»fur öruíK» vttne*)u um »ft „i.ldtacu Mestur hhiti Mn- "íssrsítssí; 351 s vtsat r „.. S^teBtu IL tmt, ^t-nknn*- I6nrek»tr- S!S|,2SSS«S«í “^krMul-U.rbv.Tjkmb^ n'-i.n. og vtttor m •* t**» þ* u1, ,u »trh-ft fyrlrt-ki. ogMiklpUrkð^ndL w *ru eíeit- euin ote t«tr tB* M“ I Sndtnu Ukllr Uklegir k»upendur .4 I „11. dgnirnar i •»» top- -p“ I -ÍSSBSSSC *Ettfm2Í**6 "* I i-mUb»nk»n» vegn» þe»»» rnito. O* I rTES5w«-iM<-<*l- Frétt DV um gjaldþrot Tæknibúnaðar hf. i april. Kröf urnar í þrotabúið Kröfuskilafrestur í þrotabú Tæknibúnaðar hf. rann út 12. júní' siðastliðinn. Kröfur i búið námu um 2,1 milljón króna, en eignir þrotabús- ins, hlutar í oliunýtingarmæia, höfðu áður verið seldir fyrir um 2,2 miUjón- ir. Það hefur á vissan hátt vakið athygli manna að Landsbanki Is- lands, Iðnlánasjóður (fyrir hönd Iðn- rekstrarsjóös) og Kúlulegusalan hf. gerðu ekki kröfur i búið, en kröfur þessara aöila hefðu orðiö langstærst- ar. „Þriöjungur krafnanna eru vegna launa og launatengdra gjalda. Afgangurinn er opinber gjöld og við- skiptakröfur,” sagði Maritús Sigur- björnsson, skiptaráöandi í gjald- þrotamáli Tæknibúnaðar hf. „Við teljum þetta mál mjög af- dráttarlaust gagnvart okkur; aö ábyrgðir þær sem Iðnrekstrarsjóður veitti Landsbankanum timabundið vegna þessara lána séu runnar út,” sagði Bragi Hannesson, bankastjóri Iönaðarbankans og framkvæmda- stjóri Iðnlánasjóðs. Til skýringar skal þess getið að Iönrekstrarsjóður var á siðasta ári geröur að sérstakri deild í Iönlána- sjóöl Sjóöurinn erföi þvi málið af Iðnrekstrarsjóði. Bragi sagöi að Landsbankinn hefði ekki óskaö eftir endurnýjun ábyrgöanna á tilskildum tíma, og þvi væri málið af hálfu Iönlánasjóös ein- falt; ábyrgðirnar væru ekki lengur fyrirhendi. „Iönrekstrarsjóöur veitti fyrst timabundna ábyrgö fyrir 65.000 dollara láninu og siðan fyrir 205.000 dollara láninu. Báöar voru ábyrgðimar tíma- bundnar, en þær voru nokkrum sinn- um endumýjaðar. Og þann 16. júli 1982 var svo komið aö lánin vom sameinuö i eitt skuldabréf upp á 270.000 dollara. Iðnrekstrarsjóður veitti enn tíma- bundna ábyrgö. Og þann 16. júlí 1983 rann hún út án þess að Landsbankinn óskaði eftir endurnýjun. Þar með teljum viö að ábyrgðin hafi fallið niður,” sagði Bragi Hannesson. -JUH vert er að skoða. DV sagði fyrst frá þvi 26. april siðastliöinn, þá undir yfirskriftinni: „Tapar Landsbanki Islands mill jónum? ” Þrátt fyrir aö Landsbankinn og/eöa Iðnlánasjóður tapi um 15 milljónum króna vegna gjaldþrots- ins er tap Kúlulegusölunnar hf. c/o Ami Fannberg, sagt mest. Ástæðan er sú að Tæknibúnaöur var í eigu Arna og því eins konar dótturfyrirtæki Kúlulegusölunnar hf. Ljóst er því að gjaldþrotamál Tækni- búnaðar, heildartapið, er upp á tugi milljóna króna. Landsbankinn tók á sínum tima tvö erlend lán, 65 þúsund dollara og 205 þúsund dollara, og veitti Tækni- búnaðL Iðnrekstrarsjóður ábyrgðist lánin timabundið. Ætlunin var sú að seinna lánið yrði venjulegt afurða- lán. Með öörum oröum: Afurðir Tæknibúnaðar, oliunýtingarmælam- ir, áttu aðtryggja endurgreiðslur, ef í harðbakkann slægi. En fyrirtækið komst aldrei á þann rekspöl að verða afuröalánshæft. Vandamálið nú, þegar Tækni- búnaður hf. er gjörsamlega gjald- þrota, er að þrotabúið reynist aöeins hlutir í olíunýtingarmæla, og að verðmæti upp á 2,2 milljónir króna. Og þar meö eru 15 milljónimar foknar. -JGH „Ekki útséð hvort bankinn tapar þessum peningum” — segir Jónas Haralz um það hvort Landsbankinn hafi ekki haft örugg veð vegna lánanna til Tæknibúnaðar „Það er reyndar enn ekki útséð hvort Landsbankinn tapar þessum peningum, lögfræðingar okkar telja að ábyrgöin sé enn hjá Iönrekstrar- sjóði,” sagöi Jónas Haralz, banka- stjóri Landsbankans, er hann var spuröur að þvi hvort Landsbankinn hieföi ekki haft örugg veð vegna lán- anna til Tæknibúnaöar hf. „Landsbankinn tók tvö erlend lán sem veitt voru Tæknibúnaöi hf. Fyrra lánið var 65 þúsund dollarar, það seinna 205 þúsund dollarar. Iðnrekstrarsjóður ábyrgðist bæði lánin, það seinna tímabundiö eöa þangað til aö unnt yröi að breyta þvi i venjulegt afurðalán sem yrði endur- selt Seðlabankanum. Landsbankinn fékk þannig ömgga ábyrgð Iðnrekstrarsjóðs, en t«c jafn- framt veð i búnaöi fyrirtækisins vegna sjóðsins.” J ónas sagði að veriö væri að vinna að lausn þessa máls á milli Iönlána- sjóðs og Landsbankans. „Iðnlána- sjóöur hefur lýst sig reiöubúinn til að ábyrgjast fyrra lánið ef samkomu- lag næstum það seinna.” — Nú endumýjaði Landsbankinn ábyrgðina gagnvart Iðnrekstrar- sjóði en siðan rann hún skyndilega út, án þess að óskað værl enduraýj- unar Landsbankans. — Voru það mlstök bankans? „Það er vissulega formgalli að ekki var óskað endumýjunar á ábyrgðinni, en lögfræðingar okkar telja að það dugi þó ekki til að rifta ábyrgðinni,” sagöi Jónas Haralz. -JGH I dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari Köld eru kvennaráð í gær var kvenréttlndadagurinn. Það mun vera nokkurs konar þjóðhátiðardagur kvenna og er hald- inn hátíðlegur af þvi konur fengu kosningarétt þennan dag fyrir sjötiu áram. Ekki virðist það þó hafa dugað að þær fengju kosningarétt og kjör- gengi þvi enn er kvenfólklð haldið slikri minnimáttarkennd að ætla mætti að þrælastríðlð værl enn i full- um gangi. Þær berja bumbur þennan dag og tala um jafnrétti, réttlæti og kvennabaróttu af vígamóð og eru enn að ímynda sér að þær séu kúgaðar og undlrokaðar af hinu kyninu. Það fyndna við þennan hamagang allan er sú staðreynd að enginn hefur orðið var við þessa kúgun nema konurnar sjálfar. Og það bara þenn- an eina dag. Aðra daga vikunnar og alla aðra daga ársins er ekkl annað vitað en að konur hafi það ágætt upp tU hópa og njóti nokkura veginn sömu lifskjara og réttinda og karlar. Minnimáttarkennd kvenna er Utt skUjanleg. Yfirleitt bera karlarair þær á höndum sér, ganga með grasið í skónum á eftir þelm, hafa mök við þær af einskærrí ást, skipta launum sínum bróðuriega á mUli sín og eigln- konunnar og standa upp fyrir göml- um konum í strætó. Konum er jafnan hlíft við erfiðlsvinnu, konum er hlift við verkamannavinnu og sjó- mennsku, konum er hUft við her- mennsku og konur fá jafnan að vinna heimUisstörf, ef um það er að ræða að annar hvor maklnn verður að gæta bús og baraa. Konur fá að skreyta sig með skartgripum, klæö- ast dýrlndis kjólum og vera upp ó punt hvenær sem efnt er tU veislu- halda eða mannfagnaðar. Þær fá meira að segja að standa við hUð eiginmanns sins þegar merkar myndir eru teknar af merkum mönn- um og þeirra er ætið getið þegar mikilmenna er minnst. Þá er þvi skilmerkUega haldið tU haga hverri viðkomandi hafi verið kvæntur og borið lof á elginkonuna fyrlr að hafa búið honum gott og myndarlegt heimiU. Þetta er meira að segja gert þótt konan hafi i rauninni ekki gert annað en að elda matinn og ryk- suga ibúðina og séð tU þess að inni- skórair væru ó réttum stað þegar húsbóndinn kom heim. Áður fyrr gegndu vinnukonur þessu hlutverkl og þó var þeirra aldrei getið i svisög- um eða minningargreinum sem sýnir best hversu staða konunnar hefur batnað stórum. Og svo era þsr að kvarta! Nú tU dags snýst kvenréttindabar- óttan einkum um það að komast ó þing. En hver hefur bannað þelm að komast á þing? AUa metnaðarfulla karlmenn langar Uka að komast á þing en það er fjarri lagi að sá draumur rætist hjá öUum. Þing- mennska er nefnUega undlr þvi kom- ln að frambjóðandinn hljótl kosnlngu og konur verða í þeim efnum að sætta slg við sama hlutskipti og karlar, að ná kjöri. Nema jafnréttis- baráttan gangi út á það að konur njóti forgangs tU trúnaðarstarfa sem hlýtur þá að stafa af þelm misskllningi, sem kvenfólkið hefur veríð aUð upp vlð aUtof lengl, að þær getl fengið aUt upp i hendurnar sem þær óska sér. Ur þvi konur vttja endUega afsala sér þeim forréttind- um, sem þær hafa notið fram að þessu, verða þsr að átta sig á því að jafnréttið felur í sér að þær verða að hafa fyrir hlutunum. Þsr geta ekki bsði átt kökuna og étlð hana. Þetta verður karlmönnum einnig að vera ljóst. Þess vegna eiga þeir að taka tilUt tU kvenréttindabaráttunnar og kröfunnar um jafnréttlð og hætta aldagömlu dekri við kvenfólk. Dag- fari hefur riðið á vaðið. Hann er hættur að vaska upp. Hann er hættur að gefa kommni pening fyrir kjóL Hann er hsttur að segja hennl hvað hún á að kjósa. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.