Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 14
14 DV. FIMMTUDAGUR 20. JUNI1985. Menning Menning Menning Menning Myndlist Sambandið rofnar Þó ber hún vott um að á sjöunda áratugnum hafi sambandið við vaxtarbrodd íslenskrar myndlistar rofnað, sennilega vegna of þröngrar skilgreiningar safnstjórnar á mynd- list. Sú þröngsýni kom aðallega niður á SUM-hópnum sem sést á þvi að listasafnið á engin verk eftir Sigurð Guðmundsson, Rósku, Sigurjón Jóhannsson og Níels Hafstein en eitt verk eftir þá Hrein Friðfinnsson og Magnús Pálsson. Síðan þyrfti að fletta upp í skrá yfir erlend listaverk til að komast aö þvi aö safnið á ekki heldur eitt einasta verk eftir Diter Rot. Það er svo ekki fyrr en 1978 að safnið breytir um stefnu og fer að bera sig eftir nýlist. Þá er það búið að missa megnið af henni í hendurnar á Nýlistasafninu. En hér erum við að skeggræða um safnið, ekki bókina. Það fylgir því góð tilfinning að handfjatla þann langþráða kostagrip. Megi Listasafn Islands standa að fleiri slíkum. AI Tryggvi Ólafsson - Vorkoma, 1979. Gerflur Helgadóttir — Orgelfúga, c. 1960. HUNDRAÐ ÁRA AF- MÆLIÐ Snorri Arinbjarnar — Telpur með brúðu, 1943. Listasafn íslands, 1884-1984 Eins og flestir þeir sem hafa at- vinnu af, eða áhuga á, myndlist, set ég mig sjaldnast úr færi aö kaupa myndaskrár þeirra safna sem ég skoða úti í löndum. Þessar skrár eru ómetanlegar heimildir um lista- verkaeign þeirra, þá listamenn sem verk eiga í söfnunum, stefnu safn- anna í listaverkakaupum og mynd- listarsögu landanna. Væri ég útlendingur á Islandi veit ég satt að segja ekki hvort ég mundi tíma aö kaupa mér hina nýju og veg- legu myndaskrá Listasafns Islands á tæpa 100 dollara. En hér er heldur ekki um venjulega myndaskrá að ræða heldur afmælisrit með 217 myndum af listaverkum, þar af 169 í lit. Og þótt grein dr. Selmu Jónsdótt- ur um sögu safnsins sé jafnharöan þýdd á ensku er þetta hátíöarútgáfa fyrir Islendinga f yrst og fremst. Legíó ágætra manna Eg vona að það flokkist ekki undir goðgá að stinga upp á þvi að í náinni. framtíð verði gefið út ódýrt rit, í svipuðu formi og sýningarskrár safiisins, meö myndaskránni einni, ásamt meö nokkrum s/h myndum. I leiðinni mætti bæta úr einni vöntun afmælisritsins og prenta skrá yfir er- lenda listaverkaeign safnsins, en sú skrá er einnig mikilvæg heimild um listpólitik á hverjum tíma. ar með er eiginlega lokið aðfinnslum mínum um þessa tímamótaútgáf u sem slíka, ef aðfinnslurskyldi kalla. Ljóst er að legíó ágætra manna hefur lagst á eitt um að gera bókina vel úr garði. Kassagerð Reykjavikur er ábyrg fyrir litgreiningu, filmu- vinnu og prentun og gaf hluta af þeirri vinnu. Hún hefur tekist aldeilis prýðilega, þótt enn skorti herslu- muninn á að litprentun á Islandi sé eins trú frummyndum og slík prent- un úti í hinum stóra heimi. Með klassísku sniði Upp á ljósmyndarana, Kristján þeirri staðreynd að engin mynd úr rúmlega 200 verka dánargjöf Karls Dunganon er talin birtingar virði. Þó eru fáar myndir í Listasafni Islands sem vekja eins mikla furðu og áhuga erlendra listfræðinga eins og myndir Dunganons. Hugsjónamaður Meöal efiiis í bókinni er áöurnefiit sögulegt yfirlit dr. Selmu Jónsdóttur, myndir og myndalisti, ljósmyndir úr starfsemi safnsins, listi yfir gefend- ur íslenskra verka, sýningar í safn- inu á tímabilinu 1950—1984 og ljós- myndir úr nýbyggingunni að Frí- kirkjuvegi 7. Að myndalistunum slepptum, er e.t.v. mestur akkur í grein dr. Selmu. Hún segir ítarlega frá stofnun safnsins og stofnandan- um, Birni Bjarnasyni, síðar sýslu- manni Dalamanna, en málverk af honum eftir J.P. Vildenradt er að finna við upphaf bókarinnar. Bjöm virðist hafa verið maður mikilla hug- sjóna enda sýnir málverk Wilden- radts hann svo upptendraðan að hár hans og skegg standa í allar áttir. Bjöm safnaði um 40 málverkum og grafiskum myndum til safnsins og árið 1916 átti þaö á þriðja hundrað listaverk. Þá gerist það að Listasafn- iö er sett undir Þjóðminjasafniö, i blóra við uppranalegar hugmyndir Bjöms. Sjálfstæð stofnun Þegar menntamálaráö var stofnað árið 1928 var safnið aftur gert að sér- stakri stofnun en Matthias Þórðar- son þjóöminjavörður hafði áfram umsjón með verkum þess. Arið 1950 flutti listasafnið á efri hæð safna- hússins við Suðurgötu og ráðinn var starfsmaður til þess en það var hins vegar ekki fyrr en 1961 að safniö varð sjálfstæð stofnun undir yfirstjóm menntamálaráðuneytis. Þá var ráð- inn forstöðumaöur og skipað 5 manna safnráð. Málverk og högg- myndir í eigu safiisins fylltu þá þús- undið. Nú eru u.þ.b. 5000 verk í eigu þess. Það hefur tekið Islendinga hartnær 80 ár að sætta sig viö tilhugsunina um Listasafn Islands. Af myndaskrá verður ekki betur séö en að safnið hafi fylgst nokkuð vel með þróun íslenskrar myndlistar frá upphafi og leitast viö að kaupa inn veric eftir þá myndlistarmenn sem máli skipta á hver jum tíma. Pétur, Leif Þorsteinsson og Mogens S. Koch, er hins vegar ekkert að klaga. Finnst mér svart/hvítar tök- ur, og prentun þeirra, vera sérstak- lega lofsverðar og gefa sumum skúlptúrum vídd sem mann óraði ekki fyrir að þeir hefðu. Jóhannes Jóhannesson er ábyrgur fyrir hönnun bókarinnar sem er með virðulegu, klassísku sniði eins og til- efninu hæfir. Myndum er komið fyrir í tímaröð svo hægt er að fletta sig i gegnum íslenska listasögu með skipulegum hætti. Oftast nær fylgj- ast verk listamanna aö nema þegar lögun þeirra eða inntak kallar á annars konar fyrirkomulag. Stund- Aðalsteinn Ingólfsson um er þó ekki ljóst hvað ræður niður- röðun mynda. T.a.m. á Ágúst Peter- sen tvö verk í bókinni og er annað þeirra sett á meðal verka Nínu Tryggvadóttur en hitt, sem er mynd af Krist jáni Daviðssyni, er svo prent- aö með málverki eftir Kristján. Innbyrðis vægi Síðan má ævinlega deila um vægi hinna ýmsu listamanna innbyrðis. Sjálfum finnst mér t.d. Karl Kvaran og Erró fá of lítið rými en Steinþór Sigurösson og Guömunda Andrés- dóttir of mikið. Og ef borinn er sam- an myndalistinn (bls. 162—208) og myndirnar kemur i ljós að þau Al- freö Flóki, Barbara Amason, Einar Baldvinsson og Jóhannes Geir eru ekki talin verðskulda myndbirtingu meöan komungir og lítt sjóaöir myndlistarmenn fá inni i krafti stakra grafíkmynda í eigu safnsins. Langvarandi fordómar safnsins í garð næfra listamanna (enginn Isleifur...) hljóta síðan að speglast i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.