Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 20. JUNI1985.
13
farið milll Landsbankans og Seðla-
bankans um þennan ágreining og
beitti fyrir sig alþingismanni til þess
að fá þær upplýsingar, og vist könn-
uðust menn við það, en þau bréf væri
engin leið að finna, því að sá sem þau
hefði skrifað væri farinn í leyfi!
Niðurstaðan varð þó sú, að maöurinn
greiddi skuld sina með árituðum
fyrirvara um leiðréttingu, ef botn
fengist i málið. I Iðnaðarbanka fékk
máliö sömu meðferð. Og veslings
eigendur tveggja skuldanna fengu
einfaldlega 2.900 kr. minna en hinir,
af þvi að þeir höföu slysast tll aö
leggja sin bréf til innheimtu i Sam-
vinnubankann og Verslunarbank-
ann!
Eg geröi þetta mál að umræðuefni
i þingræöu nýlega, og ráðherra hús-
næðismála var sammála mér um að
þetta væri ótækt og yrði leiðrétt.
Ekkert bólar þó á þeirri leiðréttingu
enn. Og senniiega taka fæstir húsa-
kaupendur eftir þvi hver vaxta-
prósentan á greiðslum þeirra er, ef
um einungis eitt veðskuldabréf er aö
ræða sem áreiðanlega er algengast.
Nú hefur svarið borist frá
viðskiptaráöherra viö fyrirspumum
minum. Og það svar er i stuttu máli
á þann veg, að vist séu þetta vand-
Kjallarinn
GUÐRÚN
HELGADÓTTIR
ALÞINGISMAÐUR
ALÞÝÐUBANDALAGSINS
ræöi, en ekkert viö þvi að gera. Og þá
má spyrja: hvað veldur þessum
fáránlegu og ég leyfi mér að segja
svívirðilegu vaxtaákvöröunum
bankanna? Astæöan er þessi:
Samkvæmt 13. gr. laga um Seðla-
banka Islands segir að Seðlabankinn
hafi „rétt til aö ákveða hámark og
lágmark vaxta, sem innláns-
stofnanir, er um ræöir i 10. grein
(þ.e. bankar og sparisjóðir og aðrar
þær stofnanir sem taka viö inn-
stæðum frá almenningi, skýring
min.), mega reikna af innlánum og
útlánum.”
I ágúst i fyrra, 1984, heimilaði
Seðlabanklnn innlánsstofnunum að
ákveða sjálfar og hver um sig alla
vexti aöra en vexti almennra spari-
bóka, endurseljanlegra afuröalána
og vanskilavexti. Ekki heföu þó inn-
lánsstofnanir heimild til að ákveða
vexti skuldabréfa útgefinna fyrir 11.
ágúst 1984. Hinn 11. ágúst 1984
hækkaði Seðlabankinn vexti
almennra sparibóka úr 15% i 17% og
í kjölfar þess hækkuöu bankar og
sparisjóðir vexti um 2—7%. Seðla-
bankinn gerði enga athugasemd við
þessa misháu vexti og þar með fór
þessi endileysa af staö.
12. gr. laga um bann við okri segir
svo: „Ef skuld er tryggö með veöi í
fasteign eða með handveði, er
heimilt að taka af henni ársvexti,
sem séu jafnháir þeim vöxtum, er
stjóm Seðlabankans teyfir bönkum
og sparisjóöum aö taka hæsta fyrir
þannig tryggö lán á þeim tima, er til
skuldar var stofnaö, sbr. 16. gr. laga
nr. 63/1957 um Landsbanka Islands,
eða breytilegir í samræmi við þá
vexti.”
Seðlabankinn er því sá aðili sem
hér er viö að sakast. Mér sýnist að
Landsbankinn og Iðnaðarbankinn
hafi i raun og veru rétt til að taka
hærri vextina, meðan Seðlabankinn
eða viðskiptaráöherra fyrir hönd
rikisst jórnarínnar gera enga athuga-
semd. En menn hljóta aö sjá i hvert
öngstræti vaxtafrelsið er komið, því
aö sérhver innlánsstofnun gæti þar
með farið með vexti sína upp úr öllu
valdi og þar með orðið ný og enn
hærri viðmiöun viö ákvörðun vaxta
af skuldabréfum, sem til innheimtu
eru. Þetta hefur seölabankastjóri
þegar gert sér ljóst og vill ekki viöur-
kenna vexti þá sem Landsbankinn og
a.m.k. Iðnaðarbankinn taka. En
hann og stjóm hans hleyptu þessu af
stað, og nú varpa þeir góðu herrar af
sér allri ábyrgö. Viöskiptaráðherra
gæti raunar skipaö ríkisbönkunum
aö taka lægri vextina, en það hyggst
hann sennilega ekki gera. Honum
eru þeir kærari sem eiga en þeir sem
skulda, og kemur aö engum á óvart i
þeim herbúðum.
Hitt er sorglegra, aö fórnarlömb
þessara kerfiskarla eru fátækir hús-
byggjendur og íbúöarkaupendur,
sem verða að greiða milljónir króna í
vexti, sem þeir þyrftu ekki að greiða
ef lánardrottnar þeirra skiptu við
sanngjarnari bankastofnanir, og oft
hafa þeir enga hugmynd um þetta
sjálfir. Þeir bara borga. A meðan
jagast kerflskarlamir um lagaskýr-
ingar, en hiröa ekkert um að fá úr
ágreiningnum skorið. Þessum
stofnunum er engan veginn
treystandi, og þaö er ekki laust við
að menn verði betur komnir með
aurana sina undir koddanum en í
þessum stofnunum, sem virðast
reknar fyrir kerfiskarlana sjálfa og
þá sem rikastir eru.
Eg skora á greiöendur skulda-
bréfa að huga vel að vaxtaprósent-
unni á tilkynningum um greiöslu og
krefjast fyrirvara um leiðréttingu á
kvittun, verði þessi ágreiningur
' leystur. En umfram allt skora ég á
1 stjómvöld að leysa þennan hnút og
' stöðva vaxtaokrið, nema lögmál
fmmskógarins eigi ein aö gilda í
landiokkar.
Guðrún Helgadóttir.
DV-mynd S.
ðflur en þjflflin var almennilega búin afl ótta sig var búifl afl ganga fró nýjum skammtíma kjarasamningum
1 T / ■ tf i ’
sinni er verið að semja um það sem
ekki er til. Tvennt mun óhjákvæmilega
fylgja í kjölfar þeirra: Aukin verð-
bólga og aukin skuldasöfnun. Allt hjal
manna um það að koma þurfi í veg fyr-
ir þetta tvennt er marklaust. Við hvoru
tveggja má setja skorður og vonandi
tekst að halda báðum þessum mein-
' vættum í nokkrum böndum.
Forsætisráðherra sagði eftir að
samningarnir voru undirritaðir að þeir
myndu væntanlega valda því að verð-
bólguhraðinn yrði ekki kominn niður
fyrir 10% í árslok. Satt er það og raun-
ar hæpið að það mark hefði náöst þótt
engin kauphækkun hefði orðið. Eg hefi
enga trú á aö hraðinn verði kominn
niður fyrir 20% um áramótin og yrði
ekki hissa þótt prósentin yrðu 25. Engu
að síöur er það þolanlegur árangur ef
vinnufriðurhelst.
Erlend skuldasöfnun mun einnig
aukast verulega. Aukinn kaupmáttur
þýðir meiri eyðslu í okkar verðbólgu-
sjúka þjóðfélagi og á dögum hömlu-
lauss frelsis í alþjóðaviðskiptum þar
sem engar hömlur má setja þýðir sú
aukna eyðsla ekkert annað en meiri
skuldir á meðan framleiðslan eykst
ekkL Þvi miður er engin von til þess að
hún geri það að neinu marki á samn-
ingstimanum. Fallegt tal um hagræð-
ingu i fiskiðnaði skapar engar summ-
ur. Hvers vegna skyldu menn allt í
einu fara að hagræða nú? Af hverju
ekkifyrr?
Við verðum hins vegar að vona að
stjórnvöld og aðrir sem áhrif geta haft
geri allt sem í þeirra valdi stendur til
að draga úr hinum slæmu fylgifiskum
þessara ánægjulegu samninga.
Hvaða pólitísk
áhrif hafa
samningamir?
Því er erfitt að svara á þessari
stundu en þau verða vafalitið talsverð.
I fyrsta lagi styrkja þeir stjómarsam-
starfið. Hvort þeir gera það nægilega
skal ósagt látið en þeir auka líkurnar á
•því að alþingiskosningar verði í fyrsta
lagi síðsumars 1986. Þeir verða varla á
næstu vormánuðum, rétt á undan
sveitarstjórnarkosningum, því stjóm-
arflokkamir munu væntanlega kjósa
aö blanda þessum kosningum ekki of
mikið saman. Auðvitað hefur það mikil
áhrif á einingu stjórnarsamstarfsins
hvernig tekst að hemja verðbólgu og
skuldasöfnun í kjölfar samninganna en
þeir hljóta samt að stuðla að lengra lífi
'stjórnarinnar enda var andstaða Al-
þýðubandalagsins fyrst og fremst þess
vegna.
Nú hlýtur BSRB að liggja undir mjög
þungri pressu frá óróaöflunum því þar
er síðasta vonin um aö geta skapað
upplausnarástand. Litlar líkur held ég
samt að séu á þvi að opinberir starfs-
menn fáist út i harkalegar vinnudeilur
nú. Þeir em ekki búnir að jafna sig eft-
ir vinnudeilurnar á síðasta ári sem
engu skiluðu í aðra hönd og enda þótt
harðlínumenn ráði ferðinni í einstöku
félögum og hafi óeðlileg áhrif á heild-
arstefnuna miðað við fjölda þá held ég
að þeim takist tæplega aö koma í veg
fyrir svipaða samninga hjá opinberum
starfsmönnum, í þaö minnsta ef hinir
skynsamari halda vöku sinni.
Einstaka stéttir opinberra starfs-
manna munu vafalítið efna til skæru-
hernaöar, svo sem fóstrar. Kennarar
verða vafalítið einnig með nokkum
uppsteyt. Heldur hjákátlegt finnst mér
þó að tala um einhverja landauðn í
þessum stéttum. Vafalítið fara þaðan
einhverjir og eins og ávallt vill verða
er mest hætta á að missa besta fólkið.
En hvert ætla hinir að fara? I fisk?
1 Hvaða f isk með leyf i?
Magnús B jarnf reðsson.
„Ég vona að nágrannar mínir
endurskoði mótmælaundirskriftir
sínar þegar þeir fá hinar eiginlegu
staðreyndir hvaðan sem þær koma.”
Kjallarinn
JÓN H. BJÖRNSSON
LANDSLAGS-
ARKITEKT FÍLA
.m eins og segir i skilmálum. Trén á
þessu svæði eru þegar orðin á sjöunda
metra. Þann 30. júní sl. samþykkti svo
byggingarnefnd þessa teikningu mina i
samráöi viö Borgarskipulag Reykja-
víkur. Svo gerist það óvenjulega að á
fundi sínum þ. 6. júni sl. frestar
borgarstjórn staðfestingu á samþykki
byggingamefndar, eins og einn borg-'
arfulltrúi tjáði mér: „Aðeins til þess
að kynna sér málið betur vegna tiltek-
inna mótmæla.”
Bygglngarreiturinn
I greininni í blaði yðar segir: „Mikill
hiti er í íbúum Seljahverfis í Breiðholti
vegna fyrirhugaðrar byggingar , rúm-
lega 300 fermetra einbýlishúss á stað
sem samkvæmt aðalskipulagi á að
vera opið, grænt svæði.” Þetta eru,
meðal annarra, þau rök sem Sigurður
Thoroddsen hefur reynt að hafa í
frammi sbr. bréf hans dags 26. april
1981.1 Aðalskipulagi Reykjavikur 1967
segir í IV. kafla um útivistarsvæði, bls.
131: „Ætlast er til, að garðyrkju-
stöðvar fái aðsetur á ýmsum stööum í
gróðursvæðum,...” Ennfremur segir
á bls. 199 um útivistarsvæði: „Nú er
gróðarstöð við bæinn að Breið-
holti,...”
Hvað 300 fermetrana varðar þá er
byggingarreiturinn frá hendi Borgar-
skipulags 22x22 metrar. Valdi ég hús-
inu stað i horni reitsins, f jærst Siguröi
Thoroddsen og bæjarrústunum. I bréfl
sínu til min 28. júli 1981 segir þjóö-
minjavörður ennfremur: „Vil ég jafn-
framt ítreka það, sem okkar á milli fór
á staðnum fyrir nokkra, að bæjarstæð-
inu verði haldið snyrtilegu framvegis
og jafnframt að útlinur hans fái aö
halda sér eftir því sem tök era á.” Því
miöur hafði ég vanrækt fram að þessu
að snyrta bæjarstæðið. Taldi ég að það
myndi haldast í hendur að lyfta trjá-
gróðrí á svæðinu, bjarga gróðurmold
af byggingarreitnum og snyrta bæjar-
stæðið.
Fyrir nokkra var staddur hjá mér
einn starfsmanna þjóðminjavarðar,
skoðuöum við nokkuð rústirnar og
hann leit á hjá mér skipulagsuppdrátt
yflr fyrirhugaðar snyrtiaðgerðir á
bæjarhólnum. Kom okkur saman um
að einfaldast væri að snyrta hólinn
með því að breiða yfir hann gróður-
mold og sá siðan í grasfræi þannig að
síðan mætti halda honum snyrtilegum
með venjulegri garðsláttuvél. Það sem
að ég geröi siðan var að saga ofan af 20
ára gömlum limgirðingum, (sem ég sé
mikið eftir þvi að þær bar i milli okkar
Siguröar), lyfti síðan þeim og öðrum
trjágróðri til hliðar á meðan skrúð-
garðyrkjumeistari kom með vélar
sínar og flutti gróðurmoldina af bygg-
ingarreitnum út yfir gamla bæjarhól-
inn, plantaði sömu plöntunum aftur og
nú hef ég sáð byggi og höfrum yfir allt
svæðið til forræktunar. Svæðið er nú til-
búið til þess að grafa hinn eiginlega
húsgrunn þegar endanlega verður búið
að ganga frá teikningum og ég ræð
mér byggingarmeistara, sem ég er
ekki farinn til ennþá. Þar sem ég er nú
einu sinni garðyrkjumaður tel ég að
nágrannar minir eigi að virða það mér
til vorkunnar að ég valdi vorið til þess-
ara framkvæmda þvi annars hefði ég
orðið að bíða næsta vors.
Eg vona að nágrannar mínir endur-
skoði mótmælaundirskriftir sínar
þegar þeir fá hinar eiginlegu staö-
reyndir hvaðan sem þær koma. Oft hef
ég furöað mig á þvi hve fólk veit lítið
um Breiðholtsbæinn, veit varla hvar
hann er, og gleður það mig þvi nú að
verða var við þennan aukna áhuga. Þó
að ég ætlist ekki tii þess að nágrann-
arnir taki þátt í því með mér að snyrta
gamla bæjarhólinn, þá væri gaman aö
því að sjá þar sem flesta áhugamenn
’um fomminjar því það er bæði fagurt
og veðursæld á hólnum. Vonandi setur
'fólk það ekki fyrir sig að vera undir
'gluggum Sigurðar Thoroddsen, þessa
áhugasama manns um opin, græn
>svæöi og fornminjar.
Virðingarfyllst,
skrifað i Breiðholti 17. júni 1985.
Jón H. Björnsson.