Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR 24. JONI1985. Menning________ Menning Menning Menning Piaf fyrir sunnan blói 21. júní. Hofundur: PamGems. Þýðandi leikrits og söngva: Þirarinn Eldjárn. Leikmynd og búningar: Guðný Björk Richards. Lýsing: Viðar Garðarsson. Ljósameistari: Slgurbjarmi Þðrmundsson. Dansahöfundur: Astrós Gunnarsdóttlr. Hljómsveitarstjóri: RoarKvam. Leikstjóri: SlgurðurPálsson. Leikendur: Edda Þórarinsdóttir, Sunna Borg, Guðlaug Marfa Bjarnadóttir, Emelia Baldursdóttlr, Marinó Þorstelnsson, Pétur Eggerz, Þráinn Karlsson, Theodór Jáliusson, Gestur E. Jónasson, Steinar Ólafsson, Astrós Gunnarsdóttir. Leikurinn um söngfuglinn Piaf í uppfærslu Leikfélags Akureyrar var oröinn að þjóösögu. Hér syöra heyrðu menn um frábæra sýningu. Fólk gerði sér ferö norður til þess eins að sjá leikinn og sumir höfðu á oröi aö nú hefði landsbyggðin rétt einu sinni skákað höfuðborgarleik- húsunum. Það voru svo aðstand- endur Hins leikhússins sem höfðu hugmyndaflug og þor til að fá Akur- eyrarleikhúsið með gestaleik hingað suöur. Ekki hefur heyrst af því að þeir Hins leikhússmenn hafi lent í neinni teljandi samkeppni um gesta- boö og það er eitt lýsandi dæmi þess að full þörf er á þessu frjálsa leikhúsi, þótt ekki væri til annars en að rumska viö kerfishugsunarhætti stofnanaleikhúsanna okkar hér syðra. Þaö vekur mann meðal annars til umhugsunar um hvers vegna Akureyrarleikhúsiö er ekki ein af senum þjóðarleikhússins? Nei, á þessu sviði rétt eins og í öðrum listarinnar greinum skal menningin samkvæmt formúlu kerfisins eiga heima í höfuðborginni. Lands- byggðin má svo eiga sín áhuga- mannafélög og kannski tveggja manna „toumée” frá æðstaveldi at- vinnuleikhúsanna utan vertíðar. Söngvarair segja söguna Og nú var þetta stolt norðlensks leikhúslífs komiö á fjalirnar sem Hitt leikhúsið leigir af Islensku óperunni. Leikurinn er Piaf sóló út i gegn. Aðrir eru bara statistar, rétt eins og í lífi söngfuglsins (á yfirborðinu að minnsta kosti). Pam Gems velur þá einföldu og sjálfsögðu leið að segja söguna með söngvunum. Þess vegna eru söngvamir settir inn þar sem efni textans hentar söguþræði en ekki endilega í réttri timaröð. Eg segi ekki að það tmfli mann beinlínis, en svolitið fannst mér það skrýtið að heyra uppáhaldslag Sinfóníunnar frá því um sextíu, Milord, hljóma í leiknum fyrir stríð. Já, mörgum túkallinum sáu þeir á eftir ofan í jukeboxið á Kjörbarnum 1 kaffihléum sínum á Gúttóárum Sinfóniunnar, spilararnir, og ekki vissu þeir þá að trymbillinn á plötunni ætti eftir að verða aðal- stjómandi þeirra. Aðdáendur söngfuglsins skiptust ekki eftir stéttum eða músíkmenntun. Ekki aöeins stendur, heldur skagar upp úr Það er ekki heiglum hent að túlka slika þjóðsagnapersónu sem Piaf var. Hér forðast bæði leikstjóri og aöalleikari allar stælingar eöa eftir- hermur. En söngvar í sínum frá- bæru þýðingum mynda andblæinn og Edda skapar stórkostlega persónu, ekki síst eftir að halla tekur undan fæti og söngfuglinn vængbrotni í eiturviðjum lifir aðeins fyrir sönginn og líðandi stund. Sýningin stendur og fellur meö aöalpersónunni og Edda Þórarinsdóttir sér til þess aö þessi sýning ekki aðeins stendur, heldur skagaruppúr. „Fíla” sig í statistarullum I aukahlutverkum — og í þessum Leiklist Eyjólfur Melsted leik em þau virkilega aukahlutverk — gera engir stóra hluti utan þær Sunna Borg í hlutverki vinkonunnar, mellunnar Toine, og Guðlaug María Bjarnadóttir sem Marlene (Dietrich). Karlpeningurinn „fílar” sig algjörlega í statistarullunum og Sigurður leikstjóri gerir rétt í því að reyna ekki að þurrka svipblæ áhuga- mennskunnar af leik þeirra. Dansar Ástrósar, sem hér em felldir inn í, em út af fyrir sig líflegir og vel útfærðir á þröngu sviðinu. Eg sá samt lítt tengsl þeirra við gróft og eðlilega klúrt orðbragð leiksins. Þar hefði gjarnan mátt taka til fyrir- myndar vel þekkt frönsk danstil- brigði úr næturlífsbransanum. Mætti ég biðja um beint samband I fyrsta sinn verkaði rúmt um f ólk á sviði Islensku óperunnar. Bæði er sýningin fámenn og svo er breidd senunnar meiri en fyrir norðan og „hefðbundnar” svalir ópersusen- unnar teygja úr henni upp á við líka. Sviðsmyndin, svo einhæf sem hún hlýtur að verða, nýtist vel og ljósum er snyrtilega beitt til að draga athyglina að aðalatriðum. Hljóðstjóm var í góðu Jagi og hvergi ofbeitt. Hljómsveitin var ekki í nógu góðu sambandi við sönginn uppi á sviðinu. Eg verð að viðurkenna að hlutverk hljómsveitarstjórans skildi ég ekkl Hann virtist mér fremur rjúfa samband söngs og undirleiks en efla tengslin. Leikurinn í gryfjunni varð því eilítið hrár og kauðskur, nema þegar einstaklingar óhlýðnuðust slagi stjórnandans og tóku upp beint samband við uppsviösfólk. Fremstur í flokki undanbrotsmanna var harmóníkuleikarinn Bragi Hliðberg sem fyrir smekkvísi sakir gat hrein- lega ekki beygt sig undir hljóm- sveitarstjómina sem fremur reyndist í prússneskum stíl en gaQískum. Betur heföi því farið ef hljómsveitin hefði mátt hafa milliliðalausa samvinnu viö þá stór- kostlegu „Eddu Piaf” sem brilleraði á sviðinu. EM Verkalýðsfélagið Árvakur á Eskif irdi: SAMBAND FISK- VINNSLU- FÓLKS Frá Emll Thorarenscn, Eskif irði: Eftirfarandi tillögur voru sam- þykktar í Verkalýðsfélaginu Ar- vaktri, Eskifirði, 20. júní 1985: „Fundurinn samþykkir kjara- samning undirritaðan 15. júni sl. í trausti þess að sú spá um verölags- þróun sem lögð er til grundvallar samningnum haldist og i trausti þess að samkomulag um málefni fiskvinnslufólks sé gert af fullri al- vöm og verði til þess að skapa fisk- vinnslufólki verulega bætt kjör.” I síöari tillögunni segir: „Fundurinn telur tímabært að stofnað verði samband fiskvinnslu- fólks, jafnframt sem unnið yrði að stofnun sérstaks sambands fisk- vinnslufólks. Telur fundurinn rétt að taka til endurskoðunar aðild fé- lagsins að Alþýöusambandi Is- lands.” Báðar þessar tillögur voru samþykktar samhljóða. Hrafnkell A. Jónsson, formaður Verkalýðsfélagsins Arvakurs, tjáði fréttaritara DV að seinni til- lagan væri fram komin þar sem það lægi ekki alltaf i augum uppi gagnsemi aðildar Verkalýösfé- lagsins Arvakurs í ASI. Nefndi hann í því sambandi að yfirbyggingin í ASI væri fullmikil, aðildarfélögin þyrftu að sækja allt til Reykjavíkur og kröfur fiskvinnslufólks veriö fyrir borð bomar í nýgerðum samningum svo og i samningum undangenginna ára. „Það eina efnislega sem við fengum núna,” sagði Hrafnkell, „var breyting á starfsaldurshækkunum og nefnd í málið sem á að vinna að frekari lausn á sérstökum vanda fisk- vinnslufólks.” Hrafnkell taldi að ef til stofnunar sérstakra samtaka fiskvinnslufólks kæmi gætu félagar þar hugsanlega orðið á bilinu 10— 11 þúsund eða tæplega helmingur félaga innan Verkamannasam- bands Islands. "EH- í dag mælir Dagfari______________I dag mælir Pagfari ___________I dag mælir Dagfari Hvar eru málin 540? Fréttir fjölmiðla herma að 540 mál hafi verið tO meðferöar á Alþingi þvi er loks tókst að ljúka fyrir helg- ina. Manni verður nú á að spyrja um hvað allur þessi málafjöldi snýst. þvi fátt eitt hefur verið tilfært til frétta af öllum þessum sæg. I skjótri upp- rifjun á þingfréttum síðustu mánaða mætti halda að fá mál hefðu komið til kasta siðasta þings. Það var jú bless- aður bjórinn sem er orðinn að sliku stórmáli að minnir helst á iandhelg- ismálið meðan það náði að sameina þjóðina. En öfugt við landhelgismál- ið hafa þingmenn orðið sammála um aðeins eitt varðandi bjórinn og það er að vera ósammála um málið jafn- framt þvi sem meirihlutinn vill að þingið afgreiði bjórinn þótt raunin hafi orðið sú að þar fæst hann hvorki leyfður né bannaður. Svo hef- ur vist Alþingi fjallað eitthvað um húsnæðismálin eða er það bara Alex- ander, Búsetl og Slgtúnshópurinn sem hafa þar tekið til máls? Þetta er t orðin svo löng og þreytandi umræða að langskuldugir húsbyggjendur fylgjast ekki lengur með enda mega þeir ekkéeyða miklum tima i blaða- lestur eða útvarpshlustun þvi barátt- an við rukkarana er fullt starf og gott betur. Svo voru þeir eitthvað að rusla til í landbúnaðinum og Steingrimur full- yrti að Stebbi í Auðbrckku hefði feng- ið að vera með í ráðum. Samt taldi hann frumvarplð um framleiðslu- ráðslögin vera gott og trúi því hver sem vill. Nú, þá var það útvarpslagafrum- varpið sem rann í gegn eftlr mikið japl, jaml og fuður. Eiður sjónvarps- krati fullyrðir raunar að nýju út- varpslögin séu ólögleg og má það svo sem vel vera. Það væri þá ekkl i fyrsta sinn sem Alþingi samþykkti ólögleg lög. Allavega flutti DV þær fréttir að Sigurður Lindal teldi lög um ríkismat sjávarafurða, sem Al- þingi samþykkti í fyrra, ekki stand- ast út frá lagalegu sjónarmiði. En flskmat og útvarp eru óskyld mál og meginhluti þjóðarinnar hefur ekki nokkurn áhuga á fiskmati þótt marg- ir hafi f isk i matinn. Hins vegar hafa allir áhuga og skoðun á útvarpsmál- inu. Ekki skulu nýju lögin gerð að umtalsefnl hér en á hitt má benda að sjónvarpið er nú orðið svo leiðinlegt að það er ekki nóg með að þessir leið- indapúkar, sem þar stjórna, haldi líf- inu í 100 myndbandaleigum i Reykja- vik heldur er sívaxandi áhugl á að ná sjónvarpssendingum beint frá út- löndum. Það má þvi ekki dragast að hér komi upp flelri sjónvarpsstöðvar þvi annars er hætta á að notkun á is- lensku sjónvarpi leggist hreinlega af. Mætti í þessu sambandi leggja til að Alþingi samþykkti lög um tak- mörkun á fjölda þeirra áströlsku óbyggðamynda sem sjónvarplð sýndi á mánuði og setti þak á f jölda fræðslumynda um lifnaðarhætti skordýra á besta útsendingartíma. Samkeppni vlð s jónvarplð er þ vi ekki bara nauðsynleg heldur lífsnauðsyn- leg ef innlend sjónvarpsstarfsemi á ekki að leggjast af innan tveggja ára. Jæja, hvað var það nú fleira sem rætt var á Alþlngi í vetur? Nú vand- ast málið. Jú, þelr voru raunar að ræða um lög um ríkisendurskoðun en því var víst kastað fyrir borð á síð- ustu stundu. Varð Raggi Araalds þá æfur og sagði þetta brot á stjóraar- skránni. Þykir nú Dagfara skörin vera farin að færast upp í bekkinn þegar Alþingi lætur sér ekki nægja að setja ólögleg lög heldur bætir um betur og brýtur sjálfa stjóraar- skrána. Þelr virðast ekkl vandir að virðingu sinnl, blessaðir þingmenn- irnir, og svo eru þelr auklnheldur farnir að tyggja söl í þingsölum elns og rollur í f jörubeit. Það fer að sneiðast um þau merku mál sem Dagfara rekur minni til að Alþingl hafi tekið til meðferðar og er þó langt i frá að nokkuð hafi hafst uppi í töluna 540. En auðvitað fer tíminn i svo margt annað bæði hjá Dagfara og þingmönnum. Þess vegna kemur það fyrir að tvö sam- hljóða frumvörp sjá dagsins ljós á Alþingi því þar veit hægri höndin ekki hvað sú vinstri gjörir og öfugt. Enda væri það f ullmikið að ætlast til að þlngmenn fylgdust með öllu sem gerist á Alþingi eða gerist þar ekki. Þó eru elnstaka mál sem aillr þing- menn hafa vit á og vita allt um. Það eru stórmál elns og bilastyrkur bankastjóra, hvaða iðnaðarráðherra hefur úthlutað gæðlngum sinum stærstu sporslunum og svo hvað átt er við með orðlnu jafnrétti. Hvað sem þessu liður þá er Ijóst að allir eru jafnfegnir að Alþlngi skuli slitlð, hvar í flokki sem þeir standa, og hvort sem menn era utan þings eða innan. Allir vilja nefnilega fá sem mestan frið fyrir argi og þrasi meðan tími sumarleyfa stendur yfir og þvi ekki ástæða til frekari huglelð- inga um Alþingi með málin 540. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.