Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 45
Sviðsljósið ° Sviðsljósið DV. MANUDAGUR 24. JUNI1985. Víkingar á Laugarvatni Eins og við vitum öll þá voru víkingar víðförlir menn og gerðu strandhögg hvar sem þeir komu. Nú í sumar koma hingað til lands 100 vikingar og munu þeir leggja mennta- setrið að Laugarvatni undir sig. Þar verður slegið upp víkingateiti en þessir nútímavikingar eru öllu friðsamari en víkingar fyrri alda og ætla að leika leikrit í stað þess að herja á okkur. Hópurinn kemur frá Friðrikssundi á Sjálandi og hefur undanfarin 34 ár sýnt leikrit sem samin eru upp úr fornum sögum. A síðari árum hafa víkinga- leikaramir farið í víking og sýnt víða um heim, venjulega í smærri hópum. En vegna þess að við hér á Fróni hljót- um að teljast til afkomenda víkinga þá- verður fjölmennt hingað. Með í ferð- inni verður ma. Elísabet Danaprins- essa, frænka Margrétar Danadrottn- ingar. Leikritið sem hópurinn sýnir í sumar heitir Hagbard og Signe en það hefur verið kvikmyndað og var sýnt hér á landi fýrir nokkrum árum undir nafninu „Rauða skikkjan”. Frumsýn- ing verksins hér á landi verður að kvöidi 11. júlí en siðan mun það verða flutt þrisvar yfir þá helgi. Víkingahátið hefur verið skipulögð á Laugarvatni í tilefni af komu hópsins og hefst hún kl. 17.00 laugardaginn 12. júlí. Halli œtlaði að leika sama leikinn og taka Jón í fang sór. Það tókst en það var stutt sæla hjá Jóni þvi. sekúndu seinna var hann ó leið i götuna. Góð tilraun samt hjá Halla. DV-myndirS. Marbot- sumarskór 1, kr. 746, úr leðri. Nr Laugavegi 11, Sími 21675. seð)a óryð9* ^IALS T/A“Bm emnið Pan'areUwsWim' T/#*9ó8,r a«srnasala H^’TeUdsalo MAUT Vatnagarðar 14 Simi 83188 Nr. 2, kr. 994, litir hvítur, rauður, svart- ur. Nr. 3, kr. 1.263, hvítir, svartir leðursandalar. Póstsendum. Sumarbústaður í Hestvík Mjög vandað sumarhús á fögrum og skjólgóðurn stað við Þingvallavatn. Ræktað og girt land, veiðileyfi fyrir tvær stangir. Eign fyrir vandláta. Vinsamlega sendið fyrir- spurnir i pósthólf 808, 121 Reykjavík, merkt „Hestvík"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.