Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 27
DV. MÁNUDAGUR 24. JUNl 1985. 27 íþróttir Iþróttir Iþróttir „Erum að ná saman” — sagði Andri Marteinsson, Víkingi, þrátt fyrir tap gegn Þrótti, 1:3, „Vlð vorum mjög óbeppnir að tapa þessum leik. Ég held að við höfum sýnt það að við erum að nó saman og það er ekkl ol seint,” sagði Andri Marteins- son, Víkingi, eftir að Uðið hafði mátt þola tap gegn Þrótti í 1. defld Islands- mótsins í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum að við- stöddum aðeins 273 áhorfendum sem hlýtur að vera minnsta aðsókn á 1. deildar leikíár. Víkingar voru sprækari aöilinn framan af og voru bænheyrðir á 31. mínútu er Andra Marteinssyni tókst að gera mark eftir góöan undirbúning Atla Einarssonar. Þróttur var nálægt því að jafna fimm mínútum síðar en stöngin bjargaði skalla frá Ársæli Kristjánssyni. Sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum er Þróttur náöi að jafna, Atli Helgason skoraði þá sitt annað mark í jafnmörgum leikjum. Á 68. mínútu skoraði varamaðurinn, Sigur- jón Kristinsson, mark af stuttu færi og á 86. mínútu bætti hann öðru marki við þrátt fyrir að Víkingar hefðu verið öllu aögangsharðari á þeim tíma. Síðasta færi leiksins áttu Víkingar en skot Jóhanns Björnssonar, nýliða, fór í stöng. Þróttur er nú í öðru sæti mótsins en á, ef að líkum lætur, eftir að hrapa eitt- hvaö niður töfluna. Víkingsliðið fer ekki niður töfiuna á f östudagskvöldið héðan af þar sem liðið er í neðsta sæti. Leikurinn á föstudag var enginn tíma- mótaleikur hjá liðinu. Liðið getur betur, það þarf bara að sýna það. Þróttur: Guðmundur Erlingsson, Gary Lineker— styrkir Everton. Gary Lineker til Everton — skrifaði undir samning á laugardag Frá Sigurblrni Aðalsteinssyni, frétta- manni DV á Englandi. „Eg var búinn að segja að ef ég færi frá Leicester þá kæmu aöeins fá lið til greina. Everton var þar efst á blaði og maður var svoiitið afbrýðlsamur út í iiðið þegar það var i öllum þessiun úrslitaleikjum og auk þess Euglands- meistari,” sagði enski landsliðsmaður- inn, Gary Lineker, eftir að hann hafði skrifað undir samning á laugardag. Félögin eiga eftir að koma sér saman um kaupverð en ekki mikiar líkur á að það takist — máliö verður að fara fyrir dóm hjá enska knattspyrnu- sambandinu. Everton vill borga 500 þúsund sterlingspund, Leicester viil fá 900 þúsund pund svo þar munar nokkuð miklu. „Eg er mjög ánægður með að hafa fengið Lineker. Árangur hans segir sina sögu. Hann skorar mikið af mörkum og það gegn bestu mót- herjum,” sagði Howard Kendall, stjóri Everton, eftir undirritun samningsins. Everton hefur nú fimm sterka fram- herja á bókum sínum, Adrian Heath, sem náð hefur sér alveg af meiðslunum, sem hann fékk í leiknum við Sheff.Wed. á siðasta leiktímabili, Wilkinson, Sharp og Gray. hsím. Amar Friðriksson, Kristján Jónsson, Ársæll Kristjánsson, Loftur Olafsson, Theódór Jóhannsson, Daði Harðarson, Pétur Amþórsson, Sigurður Hallvarðs- son (Sigurjón Kristinsson), Atli Helga- son, Sverrir Pétursson. Lið Víkings: Jón Otti Jónsson, Jóhann Holton, Kristinn Helgason, Olafur Olafsson, Magnús Jónsson, Einar Einarsson, Andri Marteinsson, Þórður Marelsson (Jóhann Bjöms- son), Ámundi Sigmundsson, Atli Einarsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson. Maður leiksins: Sigurjón Kristins- son, Þrótti. -fros WBA keypti Imre Varadi — og Bradford fékk Arthur Graham Frá Sigurbimi Aðaisteinssyni, frétta- manni DV á Englandi. West Bromwich Albion keypti um helgina sóknarmanninn snjaila, Imre Varadi, frá Sheff.Wed. og greiddi 150 þúsund sterlingspund fyrir kappann. Johnny Giles, stjóri WBA, lét hins vegar 18 ára son sinn, sem er á bókum hjá félaginu, fara til Bradford City. Þar stjóma tveir gamlir Leedsfélagar Giles, þeir Trevor Cherry og Terry Yorath. Bradford hefur einnig fengið skoska landsliðsmanninn Arthur Graham frá Man.Utd. og ætti aö geta staðið sig vel i 2. deild næsta keppnistímabil. Vann sig upp úr þriöju deild í vor og bruninn mikli í Bradford varð þegar f jölmenni safnaðist þar saman til að fagna sigrL hsim. Varadi leikur ekki lengur með Sigga Jóns hjá Sheff.Wed. Sigurjón Kristinsson skorar hér annað mark sitt gegn Víkingi. Einar Einarsson, Magnús Jónsson og Kristinn Helgason koma engum vörnum viö. DV-mynd EJ Golfvörur s/f auglýsa: Gary Player-golfsettin frá Sounder eru komin. Golfvörur s/f Faxatúni 21, Garðabœ. Sími: 42075 kl. 14—16. Einstaklega fallegur einkabíll með öllu, hvítur að lit. Skuldabréf koma til greina að hluta. M-Benz 300 D árg. 1982. b BILATORG sími 621033. íþróttatæki fyrir skóla, fjölbýlishús og heimili, fyrirliggjandi. 55 og 75 kg stangir Bekkur Skábretti Skokkarar Einnig leikfimidýnur, léttar og meðfærilegar. R ÓLAFSSON S/F SÍMI52655.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.