Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 26
26 DV. MANUDAGUR 24. JUNl 1985. íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Ætluðu sér að skora 3 þegar eitt hefði nægt John Bailey — áfram hjá Ever- | ton. Bailey áf ram hjá Everton John Bafley, sem fór fram á j að veröa seldur frá Everton á siðasta keppnlstimablli, hefur ákveðið að skrifa undir nýjan samning við félaglð. Bailey varð æfur þegar hann missti stöðu sína í meistaraliöi Everton tfl Hollendingsins, Pat Van Den I Hauwe, en hefur sem sagt ákveðlð aö vera áfram hjá Everton og berjast um fast sæti í j liðinunæsta keppnistímabfl. Nýliðarnir í 1. deild næsta | keppnistímabfl, Manchester City, eru á höttunum eftir j sóknarleikmönnum til að styrkja ■ framlínusína.ForráðamennCity | hafa nú augastað á Mark Lillis, sem ieikur með Huddersfield, og | Tony Caldwell hjá Bolton. -SK. Rapid Vín sektað — og einnig Bordeaux Knattspyrnusamband Evr- ópu, UEFA, dæmdi á fundi sínum í Ziirlch á föstudag austur- ríska liðið Rapid Vinarborg í 850 þásund króna sekt vegna fram- komu áhangenda liðsins í úr- slitum Evrópukeppni bikarhafa gegn Everton. Þeir sprengdu reykbombur og skutu rakettum á loft. Franska liðið Bordeaux var einnig dæmt í 500 þúsund króna sekt fyrir sömu framkomu áhorf- enda sinna í undanúrsUta- leiknum í Evrópubikarnum gegn Juventus í Torino. Þá var Bordeaux elnnig dæmt i 420 þúsund króna sekt vegna ferða- áætlunar þegar Uðið lék i Sovét- ríkjunum i Evrópukeppninni gegn Dnepropetrovsk. Lltlu munaði að fresta yrði leik lið- anna. hsim Túnismaður til Svía Samlr Bakaou braut blað i knattspyrnusögunni fyrir skömmu þegar bann skrtíaði undlr samning við sænska Uðið IFK Gautaborg. Bakaou, sem lék áður með Sahel í Túnis, er fyrsti leikmaðurinn frá Túnis sem lelkur knattspyrnu í Sviþjóð. -SK. Frá Stefáni Arnaldssyni, fréttamannl DV á Akureyri. Þórsarar létu renna sér úr greipum tvö dýrmæt stig á föstudagskvöld þegar þeir fengu nýUðana Viðl í Garði í hetmsókn í 1. defldinni. JafntefU varð, 1—1, eftir að sókn Þórs hafði verið miklu meiri i lelknum. Til marks um það má geta þess að Þór fékk 12 horn- spyrnur i leiknum gegn aðelns tveimur Viðlsmanna. Veður var mjög gott meðan leikurinn fór fram en vöUurinn var glerháU en fyrr um daginn hafði orðið skýfaU hér á Akureyri. En þó að Þór hefði talsverða yfirburði i Ieiknum kom leikur Viðis mér þó verulega á óvart. Mun sterkara Uð en ég bafði reiknað með og fyrsta Uðlð sem nær stigi af Þór á Akureyri i sumar. Strax á níundu min. náöi Þór forustu í leiknum. Kristján Kristjánsson fékk gullfallega sendingu frá Nóa Björns- syni á vítateigshorniö, lék á einn leik- mann Víðis og spyrnti knettinum í fjærhorniö. GullfaUegt mark. Þór lék sterka rangstöðutaktík i leiknum og hátt í 30 sinnum voru Víðis- menn dæmdir rangstæðir. Hins vegar brást rangstaðan alveg hjá Þór á 35. jafntefli Þórs og Víðis, 1-1, f 1. deild á Akureyri ' min. Guðjón Guömundsson fékk send- ingu inn fyrir vörnina og skoraði örugglega hjá Baldvini Guðmunds- syni, 1—1. Fram að markinu hafði Þór verið miklu meira í sókn en eftir markið og í síðari hálfleik voru Víðis- menn meira með í leiknum. Oft brá fyrir þokkalegu spiU hjá liðinu og sókn- ir nokkuð hættulegar. Skot í tréverkín Tréverk markanna kom í veg fyrir mörk í síðari hálfleiknum. A 48. min. átti Siguróli Kristjánsson skot utan vítateigs í stöng Viöis-marksins — fal- legt skot og á 64. mín. lék Guðjón Guömundsson sama leik hinum megin. Skot hans, eftir aukaspyrnu Daníels Einarssonar, small í þverslá. A 67. mín. gaf Kristján Kristjánsson fyrir mark Víðis en knötturinn lenti í þver- slá en markvörður hafði misreiknað sig. Á 80. mín. fengu Þórsarar tækifæri til að gera út um leikinn — markið opið eftir „skógarferð” markvarðar Víðis og jafnmargir leikmenn til sóknar og varnar. En eins og Jóhannes Atlason, þjálfari Þórs, sagði eftir leikinn þá var eins og leikmenn Þórs ætluðu sér að skora þama þrjú mörk og gulUð tæki- færi rann út í sandinn. Hjá Þór var SiguróU bestur — maður leiksins — en þeir Nói Bjömsson og HaUdór Askelsson léku einnig mjög vel. Bestu menn Víðis voru Einar Ás- björn Olaf sson og Rúnar Georgsson. Liðin vom þannig skipuð. Þór: Bald- vin Guömundsson, Sigurbjörn Viðars- son (Einar Arason), SiguróU Kristjánsson, Nói Björnsson, Oskar Gunnarsson, Kristján Kristjánsson, HaUdór Áskelsson, JúUus Tryggvason, Bjami Sveinbjömsson, Jónas Róberts- son og Arni Stefánsson. Víðir: Gísli Heiðarsson, Klemens Sæmundsson, Daniel Einarsson, Einar Asbjörn, Olafur Róbertsson, GísU Eyjólfsson (Rúnar Georgsson), Sigurður Magnússon, Guðjón Guð- mundsson, VUberg Þorvaldsson, Guð- mundur Knútsson (Helgi Sigurbjöms- son), GrétarEinarsson. DómariKjart- an Olafsson. Ahorfendur804. Maður leiksins: Siguróli Kristjáns- son, Þór. SA/hsím. Aðeins Coe og Ovett sigruðu þá bandarísku — í landskeppni Englands og Bandaríkjanna íhlaupum Keppni ólympíumelstarans, Sebasti- an Coe, og heimsmeistarans, Steve Cram, var hápunkturinn í landskeppni Englands og Bandaríkjanna i Birming- ham á föstudag. Þeir hlupu fyrir Eng- land í 800 m hlaupinu þar sem ekki var hlaupið upp á tíma heldur sætl. Fyrri hringurinn var mjög hægt hiaupinn en þegar 250 metrar voru eftir geystist Coe fram úr öðrum. Náði góðrl forystu en með sínum löngu skrefum tókst Cram talsvert að minnka muninn loka- kafla hlaupsins. Sigur Coe var þó öruggur — var um tveimur metrum á undan í mark. Bandarísku hlaupararn- ir voru sem statistar hjá þessum frá- bæru hlaupurum. Þó Bandarikjamenn væru með hálf- Sebastian Coe vann öruggan sigur á heimsmeistaranum, Steve Cram, í Birmlngham. gert varalið í landskeppninni unnu þeir öruggan sigur. Hlutu 119 stig gegn 91 stigi Englands. Reyndar sigruöu ensk- ir aöeins í tveimur greinum — auk Coe í 800 metrunum var Steve Ovett fyrstur í 3000 metra hlaupi. Landskeppnin var aöeins í hlaupum en hins vegar var einnig keppt í nokkrum aukagreinum. Helstuúrslit. 800MHLAUP 1. Sebastian Coe, Engl. 1:46,23 2. Steve Cram, Engl. 1:46,46 3. Stanley Redwine, USA 1:48,18 100MHLAUP 1. MickMorris,USA 10,49 2. Darwin Cook, USA 10,66 3. Linford Chriestie, Engl. 10,69 400MHLAUP 1. MickFranks.USA 45,18 2. Todd Bennett, Engl. 45,66 3. PhilBrown, Engl. 45,77 SKAÐAÐISÓSÍAL- ÍSKAR ÍÞRÓTTIR — þekktir leikmenn íl „Leikurinn hefur mjög skaðað sósialiskar iþróttir,” sagði talsmaður búlgörsku ríkisstjórnarinnar þegar hann tilkynnti að tvö af þekktustu knattspyrnufélögum Búlgaríu, CSKA,, Sofiu, og Levski Spartak, hefðu verið sett í bann. Þau léku til úrslita í bikar- keppninni i Búlgariu i síðustu vlku i leik sem CSKA sigraðl i, 2—1. Þrir leik- menn voru reknir af velli i leiknum og flmm aðrir bókaðir. Bikarlnn var tek- innaf sigurliðinu. Á sunnudag setti búlgarska knatt- spyrnusambandið fimm leikmenn í bann — lífstíöarbann — og af þeim eru Búlgaríu í ævilangt bann tveir landsliðsmenn. Fjórir þeirra voru i Levski-liðinu, landsliðs- markvörðurinn, Borislav Mikhailov, 22ja ára, Plamen Nikolov, Emii Velev og Emil Spassov, þekktasti leikmaöur Búlgaríu. Khristo Stoichev, CSKA, var einnig dæmdur í lifstiöarbann. Nasko Sirakov, Levski, fékk ársbann og nokkrir leikmenn þriggja mánaða bann. Búlgaría er nú í efsta sæti i sínum riðli í HM á undan Frakklandi og Júgó- slavíu og hefur alla möguleika á að vinna sér sæti i Mexíkó en leikbannið kann þó að hafa einhver áhrif. hsím. 400 M GRINDAHLAUP 1. Tony Rambo, USA 49,90 2. Max Robertson, Engl. 50,09 3000 M HLAUP 1. SteveOvett,Engl. 7:55,95 2. Dave Lewis, Engl. 7:57,13 3. JimSpivey, USA 7:58,40 200MHLAUP 1. Thomas Jefferson, USA 20,97 2. Elliot Quow, USA 21,19 3. BusterWatson,Engl. 21,23 3000 M HINDRUNARHLAUP 1. Ivan Huff, USA 8:26,49 2. Farley Gerber, USA 8:28,43 3. Davies-Hale, Engl. 8:28,94 Bandaríska sveitin sigraði í 4 x 400 m boðhlaupinu á 38,80 sek. en enska sveit- in var dæmd úr leik. I 4 X 400 m boð- hlaupi sigraði enska sveitin á 3:03,05 mín. en sú bandaríska var aðeins á eftirá 3:03,17 mín. Maricia Puica, Rúmeniu — góður tími í 3000 m hlaupi i Prag. Mótið íPrag: Bugar kast- aði lengst — vann sinn annan sigur í kringlukasti á Grand Prix móti Heimsmeistarinn tékkneski, Imrich Bugar, vann sinn annan sigur á Grand Prix móti i frjálsum íþróttum þegar hann kastaði krlnglunni 67,74 m á laugardag i Prag — sama mótinu og Einar Vilhjálmsson sigraði í spjótkasti á. Kúbumaðurinn, Luis Delis, varð enn að láta sér nægja annað sætið eins og á HM í Helsinki fyrir tveimur árum. Delis kastaði 67,48 m svo ekki munaði mlklu og spennan var mlkll meðal tékknesku áhorfendanna. Bugar sigraði áGrand Prix móti í Oregon en varð annar á sams konar móti i Moskvu fyrir tveimur vikum. Þá stukku sovésku bræðumir, Sergei og Vassily Bubka, báðir 5,80 m i stangar- stökki. Engir bandariskir frjálsíþrótta- menn kepptu á mótinu i Prag og það féll nokkuð i skuggann fyrir lands- keppnl A-Þýskalands og Sovétrikjanna í Erfurt. Ekki mikið um athyglisverð afrek en keppni viða afar skemmtileg. Þannig munaði aðelns einum sentí- metra í langstökki. Ungverjlnn Szalma sigraði, stökk 8,02 m en Kínverjinn Shijie Wang varð annar með 8,01 m. I þriðja sæti varð svo Pólverjinn Wlodzimierz með 7,98 m, sentimetra á undan Tékkanum Leltner. Gamla kempan, Jarmila Kratochvilova, sigraði í 800 m hlaupi kvenna á 1:56,57 min. og fékk mjög harða keppnl frá Ellu Kovacs, Rúmeníu. Hún hljóp á 1:56,92 mín. en langt var í þær næstu. Steska Kosta- dinova, Búlgariu, sigraði í hástökki kvenna, stökk 1,98 m. Joseph Cheshire, Kenýa, í 1500 m hlaupl á 3:39,90 min. Annar Pascal Thiebaut, Frakklandi, á 3:39,90 mín. Helena Fibingerova, Tékkóskóvakiu, sigraði i kúluvarpi kvenna. Varpaðl 21,03 m og var í sér- flokki. I 200 m hlaupi karla sigraði Leonandro Penalver, Kúbu, á 20,83 sek., rétt á undan tvelmur Ungverjum, Istvan Nagy, 20,96 sek., og Attlla Kovacs, 20,98 sek. Tony Sharp frá Kanada varð þriðji á 21,11. I 3000 m hlaupi kvenna sigraði Maricia Puica, Rúmeniu, á 8:50,62 min. en Angele Tooby, Bretlandi, varð önnur á 8:58,23 min. Þá má geta þess að Norðmaður- lnn Svein Vaivik varð áttundi í kringlukasti, kastaði 58,40 m. hsim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.