Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 16
16 DV. MANUDAGUR 24. JUNI1985. Spurningin Hvað finnst þér um afgreiðsluna á bjór- málinu á Alþingi? Tryggvi Leósson sjómaður. „Hún var mjög góð, enda er ég alfarið á móti bjórnum. Soffía Olafsdóttir húsmóðir: „Stórfínt að þaö varfellt.” Gísli Stefánsson verkamaður: „Eg er alveg hlutlaus í því máli.” Pétur Traustason húsasmlður: „Finnst hún ferleg. Við verðum að fá bjórinn.” Gróa Þorstelnsdóttir nemi: „Mér er nákvæmlega sama, ég er fegin að þeir tóku einhverja ákvörðun. Mér finnst alit í lagi að sleppa bjórnum. ’ ’ Eggert Þórhallsson múrari: „Skömm að þessari afgreiðslu, mér finnst að menn eigi að geta tekið ákvarðanir, til þess eru þeir á Alþingi.” Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Bílhrœ í Raykjavik, en bréfritari er ekki bara óhress mefl hrœin heldur lika bílasölur borgarinnar. ÞEIR TILI Garðar Björgvinsson útgerðarmað- ur skrlfar: Hér á dögunum kom frétt ein mikil í útvarpinu um heljarmikla hreinsun í höfuðborginni okkar. Tonnaf jöldirn. af rusli var svo gífurlegur að ég taldi víst að þarna hefðu bílasölurnar loks fengið að fjúka með, því ekki var vanþörf á. Nei, svo frétti ég að þær stæðu enn. Vonandi hverfa þær i næstu umferð, því auðvitaö er ekki hægt að taka allt rusl og uppræta allt svínarí svona á einu bretti. Já, eitt af því sem lýtir höfuðborgina hvað mest eru þessir bilasöluskúrar og úr sér gengnar bíldruslur utan við. Ekki tekur betra við þegar inn í þessa skúra er komið, því þar inni sitja ERU AÐ HREINSA BORGINNI ■■ sveittir og stressaöir menn eins og hrafnar yfir hræjum og lygin leikur þeim létt í munni. Til mikils er að vinna á veraldlega vísu því tungu- lipur bilasali getur náö mánaðar- launum fiskvinnslumanns meö 10— 20 ára starfsreynslu á aðeins 15 mln- útum. Því það er ekki nóg með það að hann taki sölulaun fy rir þann bíl sem er og var beöinn um aö selja heldur tekur hann líka sölulaun af gjald- miðli kaupandans hvort sem þaö er heldur bíll, sjónvarp eða annaö. Allt viðgengst í bílasölu, jafnvel þar er hægt aö selja ömmu sina hvað þá annað. Koppaþjófar þrífast vel þama í kring og stundum hverfur ein og ein útvarpsstöng. Eg hvet hér meö herra Davíð Odds- son borgarstjóra, sem er fyrsti borgarstjórinn í Reykjavík sem eitthvaö kveður að, til að láta til skarar skríða gegn öllum loddara- skap og svínaríi sem nú viðgengst og blómstrar i borginni. Það er ekki nóg að hreinsa á yfirborðinu fyrir stóraf- mæliö á næsta ári. Það er ekki einka- mól Reykvíkinga einna hvemig höfuðborgin lítur út í augum feröa- mannsins því hún er höfuðborg ailra landsmanna og hafa ber í huga að til- vera borgarinnar byggist á fjár- magni utan af landsbyggöinni fyrst og fremst. Við verðum að standa dyggan vörð um menningu okkar og uppruna og — en mættu gera betur leitast við aö vera samtaka um aö hafna öllu svínaríi. Að öðrum kosti verðum við samdauna því og glötum Ioks hæflleikanum til að finna mun- inn á réttu og röngu. Sem betur fer er margt fagurt og gott viö Reykjavík og því skulum við efla hið fagra en afneita hinu. Raunar eru bílasölum- ar ekki hið eina sem gefur borginni fráhrindandi blæ. T.d. er Seðla- bankabyggingin ekki einungis ljót heldur er einnig sárt aö horfa upp á þá óráðsiu sem þar hefur átt sér stað með fé sem betur hefði mátt nota til aö efla heilbrigðisþjónustu og aðbún- að eldra fólksins í landinu. Hættuleg brík við Reykja- víkurapótek Hjólreiðamaður hringdi: Eg var að hjóla fyrir framan Reykjavikurapótek í síöustu viku og átti mér einskis ills von þegar ég dett skyndilega og er allur lemstraður á eftir. Astæðan var stórhættuleg brik sem var þar í götunni. Eg vil fara fram á að yfirvöld gefi skýringu á þvi hvers vegna bríkin er þarna. Eg er bara venjulegur skattgreiðandi en finnst ég eiga rétt á svari við spurningu eins og þessari. Hætt þegar hæst stóð Bjaml hringdi: Mig langar að þakka sjónvarpinu fyrir aö sýna beint frá hljómleikunum í Laugardalshöllinni 17. júní. Þetta var virkilega gott framtak en að sama skapi nokkuð vanhugsað. Hvers vegna i ósköpunum var útsendingu hætt þeg- ar hljómieikamir stóöu sem hæst? Fjör- iö var rétt að byrja. Þetta sýnir bara enn og aftur hvað liðið á Laugavegi 176 er gjörsamlega úr sambandi viö fólkiö í landinu. Þeir fara algerlega sínar eig- in leiöir og taka lítiö sem ekkert tillit til þess hvað fólkið vilL Hugmyndin aö sjónvarpa beint frá þessum tónleik- um var góö en ekki að sama skapi vel framkvæmd. Hjólreiflamaflurinn sem hringdi var reyndar ekki á þessu hjóli, en hann datt ó hjóli fyrir framan Reykjavikurapótek. Úr Laugardalshöllinni 17. júni. Þar virflist hafa verið mikifl „stufl". Bjarna finnst afl sjónvarpifl hefði ótt að sýna meira úr höllinni. Og ég ætla hér líka að nota ttícifærið varpsins. Þaö verður örugglega þjóð- og þakka háttvirtum aiþingismönnum inni til góðs. fyrir afgreiðslu útvarpslagafrum- Þriggja mán- aða bið eftir pakka Ingibjörg Einarsdóttir, tsafirði, hringdl: Undanfama þrjá mánuði hef ég staöið í þvi aö reyna að fá Póst og síma til þess aö hafa upp á pakka sem mér var sendur frá Akranesi. Pakkinn var rétt merktur og átti að sendast á Isafjörð. Póstur og sími á Akranesi kannast við pakkann og segist hafa sent hann af stað. Á Isa- firði kannast enginn við pakkann og ég er tómhent eftir þriggja mónaða bið. Eg hef fengið þær uppiýsingar hjó stöðvarstjóra Pósts og sima að hómarksbætur fyrir pakkatap sé kr. 1200. Verðmæti þess sem var í pakkanum minum var meira en það, svo ef hann finnst ekki þó hef ég tap- að stórfé. Þetta er manni ekki sagt þegar maður sendir pakka og finnst mér að það ætti aö benda fólki á þetta. Eg hef margsinnis rætt við stöðvarstjóra Pósts og síma bæði ó Akranesi og Isafirði en það dugir ekki til, mér finnst þetta vera full- mikili seinagangur. Varla hefur pakkinn gufað upp. Ef einhver sem les þetta hefur fengið pakkann í hendur þá vil ég birta heimiiisfangið mitt sem er Stekk jargata 29,400 Isafjörður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.