Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Side 4
4
Dy, MÁNUDAGUR1. JtJLI 1985.
Náttfari 776 frá Ytra-Dalsgerði ásamt knapanum, Jóhanni Þorsteinssyni frá Miðsitju, í einum þeirra
mörgu glæsiskeiðspretta. (DV-mynd EJ)
Náttfari sigurveg-
ari fjórðungsmótsins
Fjóröungsmóti sunnlenskra hesta-
manna lauk í gær í Víðidal. Mótið fór
vel fram, skipulagning til fyrirmynd-
ar og er talið aö milli fimm og sex
þúsund manns hafi komið á svæðið.
Heldur minna er vonast var eftir og
vita menn ekki skýringu á fólksfæð.
Veörið var rysjótt. Veðurguðimir
höfðu ekki stillt saman strengi sína
og spiluöu af fingrum fram moll í sól
og skúr. En það sem mestu máli
skipti var aö veðriö var gott þegar
þess varmestþörf.
Margt fallegra hrossa kom fram á
þessu móti. Til dæmis voru 17
hryssur með 1. verðlaun og eru það
þrisvar sinnum fleiri hryssur en á
síðasta F M á Suðurlandi. Náttfari
776 frá Ytra-Dalsgerði kom sterkur út'
úr þessu móti. Ekki einungis stóð
hann efstur í flokki stóðhesta með af-
kvæmi með einkunnina 8,14 heldur
átti hann fimm af sautján 1.
verðlaunahryssum og einn af fimm
stóðhestum sem náðu 1. verðlaunum.
Auk þess voru margir fallegir
gæöingar undan honum.
Hrafn 802 frá Holtsmúla átti
einnig mörg afkvæmi í verðlauna-
sætum. Til dæmis fjóra stóðhesta af
fimm með 1. verðlaun og þrjár
hryssur með 1. verðlaun.
Annars urðu helstu sigurvegarar
þessir:
I töltkeppni svo og B flokki sigraði
Snjall frá Gerðum og var Olil Amble
knapi í báðum tilvikum og keppti
fyrir hestamannafélagið Geysi.
Snjall fékk 8,71 í einkunn í B flokki. I
A flokki gæðinga sigraöi Júní frá
Syðri-Gróf (Sleipni) með einkunnina
8,49. Knapi var Einar öder Magnús-
son. 1 eldri flokki unglinga sigraði
Ingólfur Þorvaldsson (Sleipni) á
Krumma og fékk 8,44 í einkunn. I
yngri flokki unglinga sigraði Berg-
lind Ragnarsdóttir (Andvara) á
Lýsingi með einkunnina 8,37.
Náttfari 776 frá Ytra-Dalsgerði
stóð efstur stóðhesta með afkvæmi
með einkunnina 8,14. Viðar 979 frá
Viðvík stóð efstur stóðhesta sex
vetra og eldri með aðaleinkunn 8,17.
Stígur 1017 frá Kjartansstöðum stóð
efstur í flokki fimm vetra stóðhesta
með einkunnina 8,15 og 1. verðlaun
eins og Viðar frá Viðvík. Ljóri 1022
frá Kirkjubæ stóð efstur fjögurra
vetra stóðhesta með einkunnina 8,00
og 1. verðlaun.
Nótt 3723 frá Kröggólfsstöðum
stóð efst hryssna með afkvæmi með
einkunnina 8,08 og 1. verðlaun.
Kolbrá 5354 frá Kjamholtum stóð
efst hryssna sex vetra og eldri með
einkunnina 8,20 og 1. verðlaun. Engin
hryssa í fimm vetra flokknum fékk 1.
verðlaun en efst stóð Gæfa 6174 frá
Stóra-Hofi með einkunnina 7,95. Ein
hryssa, fjögurra vetra, fékk 1.
verölaun og var þar um að ræða
Hremsu 6189 frá Stóra-Hofi. Hún
fékk einkunnina 8,01.
Góðir tímar náðust í kappreiðum.
Til dæmis jafnaði Penni frá Arnar-
holti Islandsmetiö í 150 metra skeiöi,
rann skeiðið á 13,8 sek. Eigandi og
Knapi var Magnús Halldórsson.
Lótus sigraði í 250 metra stökk.
Sigurvegari í A-flokkl, Júní, og knapinn, E'mar ödar Magnússon.
Afhent verðlaun i B-flokki. Halldór Sigurðsson gullsmiður afhendir
Guðna Kristinssyni, eiganda Snjalls sem var efstur í B-flokki, sérstök
verðlaun fyrir hæstu einkunn.
Knapi Róbert Jónsson en eigandi
Kristinn Guðnason. I 350 metra
stökki sigraði Léttir Guðbjargar
Þorvaldsdóttur sem Sigurlaug Anna
Auðunsdóttir sat á 24,38 sek. I 250
metra skeiði sigraöi Villingur á 22,8
sek., knapi var Eiríkur Guðmunds-
son en eigandi Höröur G. Albertsson.
300 metra brokk sigraöi Sörli
Guðjóns Halldórssonar sem Magnús
Halldórsson sat á 34,57 sek. 800
metra stökk sigraði Lýsingur á 59,18
sek. Knapi Jón Olafur Jóhannesson
en eigandi F jóla Runólfsdóttir.
Auk hefðbundinna keppnisatriða á
fjórðungsmótum var sýning
ræktunarbúa, dansleikir og kvöld-
vaka sem þótti heppnast sérstaklega
vel. Stutt atriöi voru á dagskrá, flest
tengd hestamennsku, og flutt að
mestu af hestamönnum en einnig
leikurum, alþingismönnum, prestum
og fleirum. Aldnir sunnlenskir hesta-
menn sýndu reið og þótti það há-
punkturinn er Þoriákur Ottesen sem
stendur á níræðu lagði hest sinn á
flugskeið í kvöldhúminu. Einnig
verður sprettur Þorkels B jamasonar
og Náttfara eftirminnilegur.
Meira síðar. EJ.
í dag mælir Dagfari
I dag mælir Pagfari
I dag rrtælir Dagfari
Þingtrúðar á hestamannamóti
Pólitíkusar hafa lengið fengið
skemmtikrafta til trúðleika þá
haldnar eru samkomur á vegum
stjórnmálaflokkanna. Hefur þetta
þótt nokkuð örugg aðferð tíl að
lokka fólk tU að koma og þar með
gefist tækifæri tU að koma að nokkr-
um áróðri þegar trúðarnir fara í
pásu. Nú virðist þetta hins vegar
hafa snúist við. Alþingismenn hafa
tekið við hlutverki trúðsins á sam-
komum hestamanna.
Samkvæmt fréttum blaða eru það
þó ekki aðeins þingmenn sem koma
hestamönnum tU aðstoðar á þennan
hátt, heldur einnig nokkrir prestar
og leikarar. Samkvæmt sömu heim-
Udum á að nota Árna Johnsen, Guö-
mund Einarsson, Davíð Aðalsteins-
son, Kjartan Jóhannsson og Olaf Þ.
Þórðarson tU trúðleikanna. Skemmt-
unin átti að vera fólgln í því, að þess-
ir menn færu í kappreið mikla að
dúkuð borði'hvar á stæðu freyðandi
bjórkönnur. Knaparnir éttu síðan að
stíga af baki, tæma könnurnar og
þeysa aftur tU baka. Ekki hefur Dag-
fari haft spurnir af úrsiltum í keppni
þessari. Hann sleppti að mæta af
þeirri einföldu ástæðu að enginn
þeirra þingmanna sem nefndir voru
hér að framan eru kunnir fyrir
skemmtUegheit nema siður væri. En
ekki skal dregið i efa að trúðarnir
hafa teklð sig vel út, þeysandi á
bikkjunum við fagnaðaróp hrossa-
bænda og annarra áhorfenda. Og
væntanlega hefur þetta verið hörð og
jöfn keppni mUli leikhópanna
þriggja. Þingmenn hafa stundum
komið fram á samkomum sem
haldnar eru i góðgerðarskyni, spark-
að fótbolta eða ekið i hjólastólum og
skal slikt ekki lastað. En er það ekki
nokkuð langt gengið þegar þeir opin-
bera löngun sina i athygU fjöldans
með þeim hætti sem gert var á
hrossaskraUinu i Víðidal. Og eflaust
fylgir eitthvað fieira á eftir.
Það má til dæmis gera ráö fyrir að
diskókóngurinn i Broadway hafi upp-
götvað Aiþingi sem útungunarvél
f yrir grinara. Kannski að OU Laufdal
fari nú að auglýsa keppni mUli þlng-
manna um að reykja stóra vindla á
sem skemmstum tima, borða söl án
þess að snerta það með höndunum,
fegurðarsamkeppnl þingmanna og
þannig mætti lengi telja því mögu-
leikarnir eru óteljandi. Enda er það
aUs ekki útUokað að þingmenn geti
verið skemmtUegir fyrir fólk á
fjórða glasi og ekkl er endalaust
hægt að nota Omar og Ríótríóið. Og
nú hafa menn séð að það þarf ekki
lengur að nota leikara í aukahlut-
verk þingmanna i áramótaskaupi
sjónvarpsins. Það er miklu ódýrara
að nota bara ekta þingmenn og eins
og allir vita snýst rekstur sjónvarps-
ins fyrst og fremst i kringum spam-
að á öUum sviðum.
Fyrir þá sem ekki fylgdust með
trúðleikum á móti hestamanna er ef
tU vUl rétt að upplýsa að auk þing-
manna, presta, og leikara komu
þaraa fram ræningjarnir Kasper,
Jesper og Jónatan, Flosi Olafsson,
Stuðmenn, Megas og Lína Langsokk-
ur. Hins vegar er ekki að s já að neinn
fuUtrúi hafi mætt frá KvennaUstan-
um, hvernig sem á þvi stendur.
Davið Oddsson mætti vist ekki heid-
ur á mótið, en lét nægja sem sitt
framlag aö láta mynda sig i hest-
vagni á leið um götur borgarinnar.
Kann það að vera fyrirboði þess sem
koma skal þvi ekki ku það óaigengt
að erlent fyrirfólk láti aka sér f hest-
vögnum um strætin svo lýðurinn fái
tækifæri tU að votta vlðkomandi und-
irgefni sina og lotningu. Þá bar ekk-
ert á Steingrimi þennan dag og hiýt-
ur ástæðan að hafa verið fjarvera
ráðherrans úr bænum. Nú bíðum við
bara eftir Sumargleðiflokki þing-
manna á þeyslreið um landlð.
Dagfari.