Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Page 5
DV. MANUDAGUR1. JULI1985.
5
Albert Guðmundsson:
„Enginn vill auka
skuldir þjóðarínnar”
„En eigum við endalaust að taka erlend lán til að gera við
vegi sem skolast í burtu í næstu rigningu?”
„Auðvitaö vill enginn auka skuldir
þjóðarinnar frekar en eigum við
endalaust aö taka erlend lán, safna
skuldum til að gera við vegi sem
kannski skolast í burtu í næstu rign-
ingu?”
Þetta sagöi Albert Guðmundsson
fjármálaráðherra er DV spurði
hvort hann væri tilbúinn að styðja
við bakið á Matthíasi Bjarnasyni og
taka erlend lán til að flýta fyrir lagn-
ingu bundins slitlags á landinu.
„Matthias er stórhuga maður og
við eigum að styðja við bakið á
slíkum mönnum, fylgja athafna-
mönnum eftir. Þess vegna fagna ég
því að Matthías vilji út i þessar f ram-
kvæmdir.
Við þurfum að setjast niður og
ræða málin, sjá hvað við höfum efni
á að gera, hvort við viljum leysa
málin fyrir framtíðina, gera vegina
varanlega eða ekki.
Sjálfur hef ég alltaf verið þeirrar
skoöunar aö við eigum að vegavæða
landið eins og við höfum rafvætt það.
Það má líkja rafkerfinu við tauga-
kerfi þjóðarinnar, og vegunum því
við lífæð þjóðarinnar. Og þeim fjár-
munum er ekki aöeins vel varið sem
fara í vegi, þeir eru nauðsynlegir.”
— En ertu þá til í að auka erlend
lán og styðja við bakið á Matthíasi í
vegaframkvæmdum?
„Það má ekki tala eins og erlendar
lántökur og lagning vega séu einka-
mál okkar Matthíasar. Þegar til
kastanna kemur er það Alþingi sem
tekur ákvörðun í þessummálum.
-JGH
Vegaáætlun 1650 milljónir:
Aðeins 145 milljónir
fara í nýtt slitlag
Háskólahátíð var haldin á laugardaginn. Brautskráðir voru a tjorða
hundrað kandídatar. Flestir eða 54 með BA próf úr heimspekideild en
næststærsti hópurinn var 50 manns með embættispróf i læknisfræði.
Á myndinni sést Guðmundur Magnússon háskólarektor óska einum hinna
nýútskrifuðu lækna, Önnu Geirsdóttur, til hamingju.
DV-mynd VHV.
Hestamenn á víðavangi
Töluverð ölvun var á dansleik er
haldinn var á fjórðungsmóti hesta-
manna í Víðidal á laugardagskvöld-
iö.
„Við vorum aö keyra menn heim
allt fram til klukkan sex um morgun-
inn,” sagði lögreglumaður í Árbæ í
samtali við DV. „Sumir rötuðu ekki
heim, aðrir höfðu lagst til svefns í
göröum hérna í Árbænum og einn
fundum við sofandi niðri á Miklatúni.
Viö þekktum þá alla af plastarm-
bandi sem þeir höfðu á hendinni og
gilti sem aðgöngumiði,” sagði lög-
reglumaðurinn.
-EIR.
— en beint viðhald malarvega
kostar tæpar 400 milljónir
Alls verða 1650 milljónir króna settar
í vegagerð á þessu ári. Þar af er 661
milljón í viðhald gamalla vega og 678
milljónir í nýjar framkvæmdir.
Það er athyglisvert að aðeins er
varið 145 milljónum króna í lagningu
bundins slitlags, nýjar framkvæmdir,
af heildarupphæðinni 1650 milljónum
kr.
Og það kostar þjóðina skildinginn aö
gera við malarvegina. Viðhald malar-
vega nemur 169 milljónum, heflun
malarvega 88 milljónum, rykbinding
32 milljónum, mölun 82 milljónir, alls
371 milljón.
Það þarf aö halda vegum með bundið
slitlag við á hverju ári, í þetta skiptið
er eytt í það 96 milljónum kr. Sú upp-
hæð er ekki inni í 145 milljónunum sem
ætlaðar eru í nýlagningu bundins slit-
lags.
I brúargerð er áætlað aö eyða 57
milljónum króna. Og rekstur vega-
gerðarinnar kostar 81 milljón,
stjómunarkostnaður.
Setjum þetta
í töflu:
Vegaáætlun: 1650 milljónir kr. fara í:
Viðhaldvega: 661
Nýjarframkv.: 678
Brýr: 57
Fjallvegi: 19
Kaupst./kaupt.: 96
Stjórnk.: 81
Annað: 58
1650
-JGH
Millisvæðamótið íBiel:
Margeir áttundi
— samkvæmt nýju ELO-stigunum
Frá Jóni L. Árnasyni, fréttaritara DV
á millisvæðamótinu í Biel:
Margeir Pétursson er áttundi stiga-
hæstur þeirra skákmanna sem taka
þátt í millisvæðamótinu í Biel, sam-
kvæmt nýju ELO stigunum sem taka
gildiídag.
Fjórir efstu menn á mótinu komast
áfram í áskorendakeppnina og má því
segja að með smáheppni ætti Margeir
að eiga möguleika á því, en við
ramman reip er að draga.
Mótið er í 12. styrkleikaflokki og
þarf Margeir 10 og hálfan vinning til að
tryggja sér stórmeistaratitil. Átján
keppendur taka þátt.
Samkvæmt nýju ELO stigunum er
Karpov heimsmeistari orðinn stiga-
hæstur á ný með 2720 og kemur
Kasparov næstur á eftir. Til gamans
má geta að Fischer var með 2780 þegar
best lét.
Ekki er enn ljóst við hvern Margeir
teflir í fyrstu umferð því dregið er um
töfluröð rétt áður en sest er að skák-
borðinu.
Stigahæstu menn mótsins sam-
kvæmt nýju ELO stigunum eru 1.
Vaganjan (2625 ) 2. Ljubeovich (2615)
3. Polugajevsky (2600) 4. Anderson
(2590 ) 5. Short (2575) 6. Seirawan
(2570 ) 7. Sokolov (2555 ) 8. Margeir
(2550 ) 9.-10. Torre (2535 ) 9.-10. Sax
(2535) 11. Quinteros (2525) 12. Van der
Wiel (2520) 13. Rodriguez (2505) 14.
Goodman (2485) 15. Jansa (2480) 16. Li
(2465) 17. Martin (2430) 18. Partos
(2425).
Göngu-Reynir í Vestmannaeyjum
Göngu-Reynir kom í opinbera heim-
sókn til Vestmannaeyja í boði bæjar-
stjórnarinnar á laugardag. Sigldi hann
með Her jólfi út í Eyjarnar og var fagn-
aö þar af fjölmenni. Skrúðganga með
homaflokk í fararbroddi gekk upp í bæ
þar sem forseti bæjarstjómar Vest-
mannaeyja færði Reyni álitlega
peningagjöf til íþróttahússbyggingar-
innar í Sólheimum.
I gær var Reyni síðan boðið í báts-
ferð umhverfis Vestmannaeyjar í
fylgd Sigurðar Jónssonar, forseta
bæjarstjórnar, og Arna Johnsen
alþingismanns. Að henni lokinni var
göngugarpurinn kynntur fyrir íbúum
EUiheimDisins í Eyjum.
-EHt.
mm
Hefur þig ekki alltaf langaö
aö eignast torfærubíl ...
en ekki lagt í þaö vegna verösins?
sfíM
hefur okkur tekist aö
Mm
veröiö úr 420.000 í aöeins
Standardútgáfa
af Lödu Sport
meö ryövörn
P.S.:
Við bjóðum
að auki
okkar rómuðu
greíðslukjör.
BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF.
'Tl'VJn'Tl' > cvvnTim Aimcnn atit i * c . Qconn c cni vmrn oioofi
SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEELD: 31236