Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Side 16
16
Spurningin
Treystirþú þér til
að ganga hringinn um
landið?
Jón Haukur Danielsson kennari:
Nei, ég mundi ekki nenna því en ég vil
nota tækifæriö og senda Reyni Pétri
kæra kveðju fró íþróttafélaginu ösp.
Njáll Kjartansson múrari:
Nei, ekki nema aö þjálfa mig upp til
þess fyrst.
Ingibjörg Sigurðardóttir húsmóðir:
Eg held varla, maður þarf að vera í
góðu líkamlegu ástandi til að ganga
hringinn.
Hildur Thors nemi:
Eg held ekki.
Þórey Pálsdóttir húsmóðir:
Nei, ég hugsa ekki. Eg held aö ég hefði
ekki þrek í það.
Þórður Aðalsteinsson blaðasali:
Varla. Það er liklega of erfitt og svo er
ég of ungur.
DV. MANUDAGUR1. JtJhl 1985.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Hvernig vill Jón Óttar haga
verðstýringu á bjór?
Góður matur
íKjötbúðinni
Borg
Guðmundur Karlsson hringdi:
Vegna skrifa á Neytendasíðu DV
um kónguló í mat frá Kjötbúðinni
Borg vil ég koma á framfæri mót-
mælum. Eg hef keypt mat þar nú í
sumar, 10 skammta á dag. Maturinn
hefur alltaf verið mjög góður og
starfsmönnum minum líkað vel viö
hann. Reyndar hef ég keypt mat
þama í lengri tíma og nokkuð reglu-
lega og aldrei orðið var viö neitt í
matnum hjá mér eða þeim sem ég
versla fyrir. Gæðin og veröið á matn-
um h já Þorbirni í Borg er það gott að
ég get ekki annað en verið ánægður.
Lækkun á
rafmagnsverði:
Töluleikur
Maður hringdi:
Nýlega var verð á rafmagni frá
Rafmagnsveitunni lækkaö úr 3,88
krónum á kílóvattstund niður i 3,60.
Jafnframt var sett aukagjald á
hvem mæli sem nemur 1400 krónum.
Þessi lækkun er því í raun ekkert
annað en blekking og nýtist þeim
sem sist skyldi. Efnalitiö fólk, sem
notar lítið rafmagn, borgar jafnháan
eða hærri rafmagnsreikning en áður
en fólk sem notar mikið rafmagn, á
þvottavélar, uppþvottavélar og önn-
ur ólíka rafmagnstæki, sem og fyrir-
tæki, ber hagnað af lækkuninni,
lítinn þó. Það þarf 13 kílóvattstundir
tilaöþettaberisig.
SANDALAR
Efni: Plast
Litur: Rautt
Verð aðeins kr. 195,-
Sendum í póstkröfu
AUSTURSTRÆTIÍO SÍMI 27211
Halldór Kristjánsson skrifar:
Doktor Jón Ottar Ragnarsson hef-
ur haldið því f ram að með þ ví að gefa
mönnum kost á að kaupa áfengan
bjór og hafa rétta verðstýringu
áfengismála mætti stórbæta
drykkjusiði Islendinga.
Eg hef viljað ræða þetta mál viö
doktorinn. Þess vegna spurði ég fyrir
nokkm hvemig hann vildi haga verð-
stýringunni. Hvað ætti áfengi bjórinn
aðkostanú?
Þetta er grundvallarspurning í
málinu. Maður sem er sannfærður
um gildi verðstýringar hlýtur að
hafa hugsað þetta. Hann hlýtur að
hafa svar á reiöum höndum. Annars
væri hann bara að blaðra um mál
sem hann hefur ekki hugsaö til enda
og ekki gert sér grein fyrir.
Hver trúir því að svo sé ástatt með
dr. Jón Ottar Ragnarsson?
Þar sem það hefur lent í undan-
drætti hjá dr. Jóni Ottari að upplýsa
mig og aöra um tilhögun þessarar
verðstýringar ítreka ég nú þau til-
mæli að hann birti opinberlega hvað
hann telur heppilegt verðhlutfall
áfengistegundanna. Hvemig vildi
hann verðleggja bjór og brennivín ef
hann mætti nú ráða?
Enda þótt Jón Baldvin og félagar
Bílaíþróttir og bítlatónlist
Seyðflrðingur hringdi:
Við höfum rætt það hér nokkrir
kunningjar að lítið sé sýnt frá bíla-
íþróttum í íþróttaþáttum sjónvarps.
Það heyrir til undantekninga og þá er í
mesta lagi sýnt frá einhverjum kapp-
akstri úti í heimi. Nú er tímabil bíla-
íþrótta hér á landi. Um hverja helgi er
einhvers konar keppni; rallakstur,
kvartmiluakstur eða sandspyrna.
Sjónvarpið má til með að taka við sér í
þessu efni enda era áhugamenn um
bílaíþróttir fjölmargir.
I annan stað langar mig til að minn-
ast á tónleikana sem era i Broadway
um þessar mundir, — innrás sjöunda
áratugarins . Mér þætti gaman að
vita hvort sjónvarpið hefði hugsað sér
að taka þessa tónleika upp á mynd-
band. Hér er eflaust mjög vönduð
skemmtun á ferð og sjálfsagt aö gefa
allri þjóöinni tækifæri á að njóta henn-
ar í einhverjum mæli.
Seyðfirðingi finnst að sýna mœtti meira frá bilaíþróttum í sjónvarpi.
hans kæmu ekki bjórmáh sínu gegn-
um þingið að þessu sinni verður
áfengislöggjöf og áfengismál undir
stöðugri endurskoöun framvegis.
Jón Ottar ætti því aö sjá aö hér er
verið að biðja hann um að birta þau
rök sem liggja til grandvallar þeirri
stefnu sem hann boðar og trúir á.
Hitt er svo annað mál að nokkuö mis-
jafnt kann að vera hverja trú við höf-
um hvert og eitt á verðstýringunni.
En fyrst þarf að lýsa henni fyrir okk-
ur.
Þar sem Jón Ottar verður að telj-
ast iðjumaður við blaðaskrif vona ég
aö hann láti nú ekki bíöa lengi eftir
sér.
Halldór segir að þótt Jón Baldvin
og fólagar hans kœmu ekki bjór-
máli sinu gegnum þingið að þessu
sinni verði áfengislöggjöf og
áfengismál undir stöðugri endur-
skoðun framvegis.
Hlustið
á
tónlist
„Frankie”-aðdáandi skrifar:
Lágtvirtu Duran Duran aðdáendur!
Eruö þið svo vitlausir aö skilja ekki
að Duran Duran er búin að vera?
Reyniö frekar að hlusta á tónlist eins
og t.d. Frankie goes to Hollywood spil-
ar. Þið haldið því fram aö Duran
Duran sé vinsælasta hljómsveitin. Það
er kannski satt en hún nýtur vinsælda
bara meðal 10 ára heilaþveginna
barna eða ruglaðra unglinga. Duran
Duran aödáendur, verið ekki svona
blindir. HLUSTIÐ A TONLIST.
Hinir afslöppuðu piltar í Frankie Goes to Hollywood en sumir hafa viljað
kalla hljómsveit þeirra Friðgeir bregður sér i bæinn á íslensku.