Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Side 21
DV. MÁNUDAGUR1. JOLI1985. 21 Argentína til Mexíkó — en Perú þarf að leika aukaleiki ásamt Columbíu Pétur atvinnumað- ur í Finnlandi? Finnsk körfuboltafélög hafa mikinn áhuga á Pétri Guðmundssyni Míklar líkur eru á því aö Pétur Guðmundsson, hinn hávaxni körfuknattleiksmaður, muni leika sem atvinnumaður í 1. deild finnska körfuboltans á næsta keppnistímabili. Samkvæmt heimildum DV höfðu nokkrir Finnar samband við Einar Bollason á síðasta Noröurlandamóti í körfuknattleik til að spyrjast fyrir um Pétur. Höfðu þeir mikinn áhuga á þess- um hávaxna Islendingi. Ekki er að efa að Pétur myndi sóma sér vel í finnsk- um körfuknattleik sem er hátt skrif- aður í Evrópu. Pétur hefur í sumar feröast um Evrópu og leikið körfuknattleik með liði frá Banda- ríkjunum og mun halda því áfram þar til í haust. Hann lék sem kunnugt er á Englandi en hefur ekki hug á að leika þar áfram. Væri fróðlegt aö fylgjast með Pétri ef hann færi til Finnlands en miklar líkur eru taldar á að svo verði, eins og áður sagði. -SK. Argentína varð í gærkvöldi sjötta þjóðin til að tryggja sér þátt- tökuréttinn í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu sem fram fer á næsta ári í Mexíkó. Argentína lék viö Perú og náði jafn- tefli, 2—2. Leikið var í Buones Aires. Argentína náði forystunni í leiknum meö marki Pedro Pasculli en gestimir gáfust ekki upp, náðu aö jafna og kom- ast yfir með mörkum Jose Velazques og Julio Cesar báöum skoruðum fyrir hlé. Jöfnunarmark Argentínu kom síðan á 80. mínúta Daniel Passarella átti þá þrumuskot sem markvörður Perúliðsins náði að verja í stöng, þaðan rúllaði boltinn til varamannsins Ricardo Careca sem skoraði af stuttu færi. Perúmenn reyndu ákaft að jafna það sem eftir lifði leiktímans en tvö góð tækifæri þeirra fóru bæði for- görðum. Perú á þó enn góða möguleika á Mexíkósæti. Perú þarf að leika auka- leiki við lið Columbíu, Chile og Paraguay. Þá áttust við lið Columbíu og Venezuela og höfðu Columbíu- mennirnir betur, 2—0. Lokastaðan í S-Ameríkuriðli eitt er þvíþessi: Argentína 6 4 11 12—6 9 Perú 6 3 2 1 8-4 8 Columbía 6 2 2 2 6—6 6 Venezuela 6 0 1 5 5—15 1 -fros STAÐAN 1. DEILD Staðan í 1. deild eftir leikina um helgina er sem hér segir: Fram—FH 2-0 Þór—Þróttur 3—2 Víkingur— ÍA 2—3 Víðir—KR 0-2 Fram 8 7 1 0 22—8 22 Akranes 8 4 2 2 16-7 14 Þór, Ak. 8 4 13 12—10 13 Þróttur 8 4 0 4 11—9 12 KR 8 3 3 2 8—11 12 Keflavík 7 3 13 10-11 10 FH 8 3 1 4 9—14 10 Valur 7 2 3 2 10—8 9 Víöir 8 1 2 5 7—18 5 Víkingur 8 10 7 10-19 3 Næsti leikur er í kvöld en þá leika Valur og Keflavík á Valsvelli kl. 20.00. 2. DEILD Staðan er þessi í 2. deild Islands- mótsins í knattspyrnu eftir leiki helg- arinnar: Breiðablik-Skallagrímur 3—3 Leiftur—KS 1- -2 Völsungur—IBV 3—1 Njarðvík—Fylkir 1-0 iBl—KA 0-3 Breiðablik 7 5 1 1 17—8 16 KA4á. 7 4 1 2 14—6 13 IBV 7 3 3 1 11—7 12 KS 7 3 2 2 9—7 11 Völsungur 7 3 2 2 10-9 11 IBI 7 2 3 2 8—8 9 Njarðvík 7 2 3 2 3—4 9 Skallagrímur 7 1 4 2 8—13 7 Fylkir 7 0 3 4 3-9 3 Leiftur 7 0 2 5 4—15 2 Arnór Guðjohnsen í það heilaga ■ Arnór Guðjohnsen, sem af I Olöfu Einarsdóttur sem reyndar er I Bústaðakirkju en á eftir var brennt I mörgum er talinn okkar snjallasti systir annars fótboltakappa, Einars upp í Veitingahúsið Artún þar sem Iknattspyrnumaður, gekk í það Einarssonar sem leikur með þessi mynd Eiríks Jónssonar safn- heilaga á laugardaginn. Arnór giftist ( Víkingsliðinu. Athöfnin fór fram í j varðar var tekin. Á henni má sjá J||*r' Einar mætir Uwe Hohn í kvöld — í fyrsta sinn á Grand Prix mótinu í frjálsum sem f ram fer í Stokkhólmi Hápunktur fimmta Grand Prix mótsins sem fram fer í Stokkhólmi í kvöld er án efa viðureign Einars Vil- hjálmssonar og austur-þýska heims- methafans Uwe Hohn sem er eini mað- urinn sem tekist hefur að kasta spjót- inu yfir 100 metra. Sigur gegn Hohn væri mjög stór rós í hnappagat Einars sem tekið hefur þátt í þrem af f jórum Grand Prix mótum ársins og hefur enn ekki beðið ósigur. Hohn hlýtur þó að teljast sigurstrang- legri aðilinn í kvöld, hann hefur undan- farið virst vera öruggur með köst yfir 90 metra. Þeir tveir hafa aldrei áður keppt saman en eins og áður segir er talið að keppnin verði aöalviðburður mótsins. Fyrir utan Einar og Hohn koma fleiri stór nöfn til keppninnar. Nægir þar að nefna finnska ólympíu- meistarann Arto Harkonen og sigur- ! Svanur fótbrotnaöi _ Frá Magnúsi Gíslasyni, fréttamanni I DV áSuðurnesjum: • Hann endaöi ekki vel fyrsti meist- * araflokksleikurinn hjá Svani Þor- ■ steinssyni sem lék með Víði frá 1 Garði í leik liðsins gegn KR á laugar- J^aginn. I Svanur varð fyrir þvi óhappi aöj fótbrotna í leiknum, lenti í samstuði | við einn KR-ing og tvíbrotnaöi fyrir ■ ofan ökla. Það er því öruggt aö Svan-1 ur, sem er mjög efnilegur sóknar- * leikmaður, mun ekki leika meira I meðVíðiísumar. -SKj vegarann úr síðustu heimsmeistara- keppni, Deflet Michels. Einar hefur átt einstöku gengi að fagna á þessu ári þó að hann hafi þurft • Uwe Hohn. að lúta í lægra haldi í síðasta móti sínu er Bandaríkjamaðurinn Tom Petran- off sigraði á 91,56 metra kasti. -fros

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.