Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Page 22
22 DV. MANUDAGUR1. JULI1985. Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir A- og B-liö 6. flokks Vfðis vigðu hinn nýja grasvöll félagsins í Garði á laugardagsmorguninn. A-liðið vann sanngjarnan sigur, 3—1. Völlurinn vígður Hinn nýi grasvöllur Víðis í Garði var vígður á laugardaginn Gleðin geislaði af andlltum 6. flokks krakkanna í Víði i Garði þegar þeir gengu fylktu liði inn á nýja grasvöilinn klukkan háifellefu á laugardags- OKKAR húsnæðissparnaðarreikningar ÐI3VELTA SPARMAÐUR • skattaafsláttur • lán • húsnæði Sparnaðarreikningur sem veitir rétt á láni fyrir allt að tvöföldum sparnaði ásamt vöxtum og verðbótum. Innlánsreglur eru sniðar eftir ákvæðum um húsnæðissparnaðarreikninga frá 1. júlí 1985, þar sem kveðið er á um rétt til skattafsláttar fyrir fjórðungi árlegs sparnaðar á slíkum reikningum. SAMVINNUBANKI ISLANDS HF. morguninn, i glampandi sól og logni. Þama var um A og B lið 6. flokks að rsða sem fengu það hlutverk að vígja völlinn og var það vel við hæfi því sskan er framtíðin i knattspyrnunni eins og öllu öðru. Aður en leikur hófst ávarpaöi Finn- bogi Björnsson oddviti viðstadda og skýrði frá framkvæmd en þær hófust fyrir tæpum tveimur árum og er að mestu lokið — eftir er að sá í umgjörð- ina kringum völlinn og áhorfendasvæð- ið. Hann þakkaði Ellert Eirikssyni sveitarstjóra sérstaklega fyrir áhuga hans fyrir byggingu íþróttavallarins. Sjálfur er leikvöllurinn 105 x 70 metr- ar. Fyrsta markið á nýja vellinum skor- aði A-liðsmaðurinn í 6. flokki, Olafur Ivar Jónsson. Kvenþjóðin lét ekki sitt eftir liggja. Tvö næstu mörkin skoraði Heiða Ingimundardóttir en A-liðið sig- raði með þremur gegn engu. Dómari var Róbert Olafsson. Strax að þeim leik loknum hófst leik- ur í Islandsmóti 5. flokks á milli Víðis og Reynis, nágrannans úr Sandgerði. Víðisungmennin sigruðu með 6 mörkum gegn einu. Of stór sigur miðað við gang leiksins en þama brá oft fyrir skemmtilegum samleik og glæsimörk voru skoruð. Reynispiltar og stúlkur, þær voru tvær í liöinu, voru sókndjarf- ari framan af leiknum en samt var það Víðispilturinn Olafur Ivar sem skoraði fyrsta markiö í leiknum, eins og í leikn- um á undan, gott hjá pilti. Auöunn Pálsson skoraði þrennu, Víðir Finn- bogason eitt mark úr vítaspyrnu og Hólmar Már Gunnlaugsson eitt mark. Mark Reynismanna skoraði Róbert Sigurðsson úr vítaspyrnu. Dómari var Helga Eiríksdóttir og hafði góð tök á verkefni sínu og voru leikmenn hinir prúðustu, enda er Helga að starfi sem lögreglumaður svo betra er að hafa hægt um sig, ann- ars.... Fjöldi manns fylgdist með leiknum, bæöi ungir og aldnir, enda mikill áhugi fyrir íþróttinni í þessu þúsund manna byggðarlagi, Garðinum., emm. McDonald f rá Liverpool Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- ritara DV í Englandi: Kevin McDonald, miðjuleikmaður sem Liverpool keypti sér frá Leicester í fyrra er nú líklega á leiðinni frá félag- inu. Fyrrum félag hans, Leicester, hefur ásamt Newcastle sýnt áhuga á kappauum. Liverpool sér nú fram á mikinn- tekjumissi eins og reyndar fleiri ensk lið og mun budda þeirra því ekki vera þung þessa dagana. Líklegt er því talið að félagið losi sig við fleiri leikmenn áður en langt um líður. McDonald var keyptur á 300 þúsund pund á síðasta ári en ekki er reiknaö aö að Liverpool fái meira en 200 þúsund fyrir leikmanninn. -fros Thompsonog Gray á óskalista Villa Frá Slgurbirni AAalsteinssyni, fréttaritara DVÍ Englandi: Aston Villa leitar nú dyrum og dyngjum að sóknarleikmanni til aö fylla skarð Peter Withe. Gary Thompson frá West Bromwich Albion og Andy Gray frá Everton eru nú efstir á óskalistanum. Gray var reyndar um daginn oröaöur við Portsmouth en Alan Ball, stjóri félagsins, sagðist ekki hafa neinn áhuga á honum. -fros

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.