Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Side 23
DV. MANUDAGUR1. JULt 1985.
23
íþróttir Iþróttir fþróttir íþróttir
10-15 hnigu niður
meðvitundarlausir í lokagrein heimsmeistarakeppni öldunga í f rjálsum íþróttum sem lauk í gær.
Ólafur Unnsteinsson og Guðmundur Hrafnkelsson náðu báðir ágætum árangri
Ölafur Unnsteinsson og Guðmundur
Hrafnkelsson hafa undanfarna daga
verlð að keppa i heimsmeistarakeppni
öldunga i frjáisum íþróttum i Róm.
Báðir náðu þeir ágætis árangri í sínum
greinum. Ólafur náðl meðal annars
bestum árangri Norðurlandabúa í sin-
um flokki, 45—19 ára, í kúluvarpi og
kringlukasti.
„Eg er mjög ánægður með árangur
minn. Hitinn var 35 stig og þaö leiö
hálftími á milli kastanna. Það voru 42
keppendur í kringlukastinu og náði ég
11. sæti. Eg kastaði 35,14 en þurfti að
kasta 38,10 til að komast í úrslitin. Af
þremur köstum voru tvö dæmd ógild,”
Keppt var um íslands meistaratit-
ilinn í liðakeppni i Keilu um helgina
og var sveit Asgeirs Heiðars hlut-
skörpust eftir harða og skemmtilega
sagði Olafur en sigurvegarinn, Claus
Albert, kastaði 44,48 metra.
Olafur lenti í 12. sæti í kúluvarpinu,
kastaöi 11,65 metra og var þrjátíu
sentímetra frá því að komast í úrslit.
Helmut Gross átti lengsta kastið, 14,60
metra.
Guðmundur Hrafnkelsson keppti í
þrem greinum í 45 ára flokki. I 100
metra hlaupi hljóp hann á 12,08
sekúndum. Hann varð í 32. sæti en 27
hlauparar tryggöu sér réttinn til að
keppa í úrslitum.
1200 metra hlaupi voru 67 keppendur
og þar munaði aðeins sekúndubrotum
að Guðmundur næði sæti í úrslitunum.
keppni við sveit Birgis Guðjónsson-
ar.
Lið Asgeirs fékk 1189 stig en Birgir
og félagar þurftu að gera sér annað
sætiö að góðu eftir aö hafa haft
Hann hljóp á 25,83 og varð í 29. sæti.
Fyrstu 27 sætin gáfu réttinn til að
keppa í úrslitakeppninni. Robert Willi-
ams sigraði, hljóp á 22,72 sek.
Guðmundur var 3/10 úr sekúndu frá
sæti í úrslitum 400 metra hlaupsins. 52
keppendur kepptu í 9 riðlum og hljóp
Guðmundur á 57,40 sekúndum og varð í
29. sæti en sem í hinum hlaupunum
komust aðeins 27 áfram í úrslitin.
10—15 hnigu niður í
maraþonhlaupinu
Heimsmeistarakeppninni lauk á
fjögurra stiga forystu fyrir síöasta
leik mótsins, þeir hlutu 1124 stig. Lið
Bjargar Hafsteinsdóttur hreppti
þriöja sætið með 1055 stig.
-fros
maraþonhlaupi í gærmorgun þar sem
1200 keppendur tóku þátt. Hitinn var
gífurlegur og hnigu um 10—15
keppendur niður meðvitundarlausir
vegna hitans. Hlaupið var um götur,
Rómaborgar. Mótið hefur vakiö mikla
athygli og tepptist umferðin í borginni
meöan á keppninni stóð vegna áhuga-
samra bílstjóra. Annars var maraþon-
hlaupiö mjög vel heppnaö eins og allar
aðrar greinar mótsins en skipulagning
Italanna var mjög rómuð meðal kepp-
enda og áhorfenda. Keppt var á fjórum
leikvöllum, þar á meðal ólympíuleik-
vanginum í Róm.
Hlustaðá
páfann
Fimm þúsund íþróttamönnum var
boðið til aö hlýða á ræöu páfa, þar á
meðal Olafi og Guðmundi. Sátu þeir i
50 metra fjarlægð frá páfanum en um
tvö hundruð þúsund manns voru
samankomin til að hlýða á ræðu páf-
ans á Péturstorgi.
Mikið spurt um
Valbjörn
Erlendu íþróttamennimir spurðu
mjög mikið um Valbjörn og ljóst er aö
hann er geipilega þekktur. Hefði hann
verið á mótinu, sem hann komst ekki á
vegna persónulegra ástæðna, þá
hefði henn átt mikla möguleika á sigri í
stangarstökkinu þar sem sigurvegar-
inn stökk 4,15 metra og einnig í grinda-
hlaupinu,” sagöi Olafur sem sat þing
heimssambands öldunga og var hann
þar kosinn í nefnd Norðurlandanna
sem fulltrúi Islands.
Næstu heimsleikar öldunga verða í
Ástralíu í desember 1987.
-fros
Cowans
og Rideout
fóru til Bari
Frá Sigurbimi Aðalsteinssyni,
fréttaritara DVI Englandi:
Ensku leikmennirnir Gordon
Cowans og Paul Rideout hafa skrifað
undir samníng við ítalska félagið
Bari. Félagiö komst upp i ítölsku 1.
deildina á síðasta ári og sýndi þá
áhuga á að fá leikmennina til sín.
Um helgina var síðan gengið frá
kaupunum og mun verðið hafa verið
um 850 þúsund pund.
Báðir leikmennirnir hafa verið
fastamenn í liði Aston Villa, Cowans
þó oft verið utan við liðiö vegna
meiðsla. Báðir eru þeir enskir lands-
liðsmenn, Gowans með A-landsliðinu
en Rideout með landsliöinu undir 21.
árs aldri. -fros
Sveit Ásgeirs Heiðars som sigraði keilumótið. Frá vinstri Ásgeir Heiðar, Ólafur Benediktsson (Óliver) Alois
Raschover og Bjarni Sveinbjörnsson.
Ásgeir og félagar unnu liðakeppnina
★ Rykþétt
★ Vatnsþétt
★ Fislétt
★ Fallegt
Komdu og skoðaðu þessa frábæru
nýtísku framleiðslu.
Þú munt örugglega hrífast.
GREIÐSLUKJÖR
Sumarferðina WGarðyinnuna j Sumarbústaðinn ! Veiðiferdina! Berjaferðina
Með tilkomu BÍLABOXINS, gjörbreytist aðstaða bíleigenda á mörgum sviðum. Nú er
plássleysið ekki lengur fyrir hendi. Þú getur gert litla bílinn að stórum bíl aðeins með
því að tengja BÍLABOXIÐ vjð hann. Aksturseiginleikarnir eru það góðir að nánast ekk-
ert verður vart við það í drætti. Það að vera laus við að pakka farangri inn í plast eða
dúk og setja síðan á toppgrind er kostur, sem þeir kunna best að meta sem hafa þurft
að standa í slíkum tilfæringum.
BÍLVANGURsf?
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
Undirvagn er heitgalvaníseraður
BÍLABOXIB er framleitt úr nýjum efnum við plaststeypu sem gefur gífurlegan
styrk og er m.a. notað við framleiðslu á vörubílapöllum.
Sér hannað fyrir íslenskar aðstæður.
Málm- og Plastverksmiðjan
Glomus - Akureyri
Sími 2-10-24
Umboð á landsbyggðinni: Akureyri: Véladeild KEA * Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagfirðinga * Oalvík: Bifreiðaverkstæði Dalvíkur
< Húsavík: Foss hf. * Egilsstaðir: Kaupfélag Héraðsbúa * Þórshöfn: Kaupfélag Langnesinga * Höfn Hornafirði: Kaupfélag Vestur-Skaftfellinga * Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga.