Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Page 24
24
DV. MANUDAGUR1. JtJLl 1985.
íþróttir íþróttir Iþróttir íþróttir (þr
Mikið Tjor a Akui
þegar Þór vann Þrótt, 3:2, í gærkvöldi
Frá Magnúsi Þorvaldssyni, frétta-
manni DV á Akureyri:
„Auðvitað erum við ánægðir með
þennan sigur. Þetta var sanngjarnt
hjá okkur og við vorum miklir kiaufar
að klúðra mörgum góðum marktæki-
færum. Við leiddum leikinn lengst af
en vorum kiaufar að láta Þróttarana
skora tvö mörk. Sérstaklega var
síðara mark þeirra klaufalegt af okkar
hálfu og þar átti ég nokkuð mikinn hlut
að máli,” sagði Nói Björnsson, fyrirliði
Þórs frá Akureyri, i samtali við DV í
gærkvöldi eftir að Þór hafði sigrað
Þrótt í stórskemmtilegum leik liðanna
á Akureyri. Þórsarar skoruðu þrjú
mörk en Þróttarar tvö. Staðan í leik-
hléi var 2:0 fyrir Þór.
Þróttarar áttu í fullu tré við Þórsara
í byrjun leiksins og áttu síst minna í
leiknum fram að því að Þórsarar
skoruöu sitt fyrsta mark á 26. mínútu.
Þórsarar náðu þá stórgóöri sókn.
Kristján Kristjánsson gaf frábæra
sendingu fyrir mark Þróttara á Bjarna
Sveinbjörnsson sem skoraöi af öryggi.
Bjami gaf sér góðan tíma, lagði knött-
inn fyrir sig og skoraði með góðu skoti.
Stuttu seinna átti Arsæll Kristjánsson
góöan skalla að marki Þórsara en rétt
framhjá. A 37. mínútu skoruðu
Þórsarar aftur og var það nánast
endurtekning á fyrsta markinu.
Kristján gaf vel fyrir á Bjarna sem var
óvaldaður, gat lagt knöttinn vel fyrir
sig og skoraði af öryggi. Þórsarar
héldu áfram að sækja eftir markið og á
40. minútu átti Nói Björnsson hörku-
skot að marki Þróttar sem sleikti sam-
skeytin. Nú var komið að Þrótturum.
Tvisvar sinnum í sömu sókninni á
markamínútunni, 43. mínútu, björguðu
Þórsarar á línu og var Júlíus Tryggva-
son þar að verki í bæði skiptin. Var
mikill hamagangur í vítateig og mark-
teig Þórsara sem sluppu svo sannar-
lega með skrekkinn.
Ekki voru liðnar nema tvær
mínútur af síðari hálfleik þegar Bjarni
Sveinbjömsson átti þrumuskot að
marki Þróttar sem Guömundur
Erlingsson varði stórvel. Þróttarar
minnkuðu síðan muninn á 6. minútu
síðari hálfleiks. Náðu þeir skyndisókn,
fáir Þórsarar til vamar. Einn Þróttar-
anna var að komast í marktækifæri i
vítateigshorni þegar Július Tryggva-
son sá þann kost vænstan að bregða
viðkomandi og dæmd var vítaspyma
sem Kristján Jónsson skoraði örugg-
lega úr. Staðan 1:2. Þegar hér var
komiö sögu tóku Þórsarar málin í
sínar hendur og hver sóknin af annarri
buldi á marki Þróttar. Þórsarar óðu í
færum og léku stórvel. Var furðulegt
að mark Þróttar skyldi sleppa án þess
að knötturinn færi í netið. Það var þó á
43. mínútu, tveimur mínútum fyrir
leikslok, að Þórsarar skomðu sitt
þriöja mark og innsigluðu sigur sinn
þar með. Bjami Sveinbjömsson hljóp
vöm Þróttar af sér og gaf mjög laglegt
á félaga sinn Halldór Áskelsson sem
skoraði af öryggi. En Þróttarar höfðu
ekki sagt sitt siöasta orö og á toka-
• Ivar Hauksson varð öruggur sigur-
vegari á Akranesi um helgina.
Þiír bráða-
banar hjá
unglingunum
Gífurlega hörð keppni
á unglingameistaramóti
íslands í golfi um helgina
tvar Hauksson, GR, og Birgir
Ágústsson, GV, urðu um helglna ung-
lingameistarar i goifi. Þeir sigruðu í
sínum aidursflokkum á unglinga-
meistaramóti tslands sem fram fór á
Garðavelli við Akranes.
tvar Hauksson sigraði i flokki 15 ára
og eldri og Iék hann 72 holur á 296
höggum. Annar varð Kristján
Hjálmarsson, GH, á 303 höggum og
jafnir í þriðja sæti urðu þeir Þorsteinn
Hallgrímsson, GV, og Magnús Ingi
Stefánsson, NK, á 308 höggum. Þor-
steinn hreppti þriðja sætiö eftir mjög
skemmtilegan og vel leikinn bráða-
bana og vannst hann á 5. holu. Þor-
steinn hafði þá leikið á tveimur
höggum undir pari en Mágnús Ingi á
einu höggi undir pari. Þessi frammi-
staða Magnúsar vekur athygli fyrir
þær sakir að hann hefur iitið sem
ekkert æft né keppt í sumar. Var þetta
hans fyrsta mót í sumar.
1 yngri fiokknum sigraði Birgir
Ágústsson, GV, og lék hann á 309
höggum eins og Magnús Karisson, GA,
en Birgir vann eftir bráðabana á 4.
holu. Gífurlega hörð keppni var í
þessum flokki og þurfti einnig bráða-
bana um þriðja sætið. Þar urðu þeir
jafnir Hilmar Viðarsson, GR, og
Kristján Haraldsson, GK, og sigraði
Hilmar á 3. holu.
1 s túlknaflokki mættu aðeins þrjár
stúlkur til ieiks og hiýtur það að vera
umhugsunarefni. Ragnhildur
Sigurðardóttir sigraði í flokki 15 ára og
yngri á 364 höggum. Karen Sævars-
dótör, GS, varð önnur á 382 böggum. I
cldri flokknum, 15 ára og cldri, sigraði
Linda Hauksdóttir, GR, á 466 höggum.
-SK.
Souness
skoraði en
Hateley
ktúðraði
í úrslitaleik ítölsku
bikarkeppninnar
Breskir knattspyrnumenn spiiuðu
stóra rullu í fyrri úrsiitaieik ítölsku
bikarkeppninnar sem leikin var í gær á
mllli Sampdoria og AC Milano.
Leiknum lyktaði með sigri Sampdoria,
1—0, sem stendur því betur að vígi
fyrir seinnl leik liðanna sem leikinn
verður á miðvikudaginn.
Það var skoskl landsliðsfyrirllðinn
Graeme Souness sem skoraði sigur-
mark leiksins eftir fyrirgjöf frá öðrura
Breta, Trevor Francis. Francis þurfti
síðan að yfirgefa leikvölllnn vegna
meiðsla. Milano ieikmaöurinn Mark
Hateley kom mikið við sögu, hvað eftir
annað fékk hann góð tækifæri til þess
að jafna ieikinn en allt kom fyrir ekki,
boltinn vildi ekki bm og Sampdoria á
nú mjög góða möguleika á sigri í
ítölsku blkarkeppninnl í f yrsta sinn.
-fros.
Gott skor
og hörku-
keopni í
GR-mótinu
Margir kylfingar fóru á
kostum á opna
GR-mótinu
Kylfingar þeir er tóku þátt í opna
GR-mótinu um helgina í Grafarholti
voru í miklu stuði og var skor kepp-
enda mjög gott þrátt fyrir að veður
væri ekki eins og best verður á kosið.
Þeir Guðmundur Sigurjónsson og Ög-
mundur ögmundsson, báðir í GS, sigr-
uðu og fengu þeir 89 punkta. Gifurleg
barátta var um annaö sætið og voru
fimm næstu pör með 85 punkta. Fimm
punktar eru veittir f yrir að leika holu á
þremur höggum undir pari, f jórir fyrir
tvö högg undir pari, þrir fyrir einn und-
ir, tveir fyrir par og einn punktur fyrir
að leika holu á einu höggi yfir pari.
Hér koma úrslitin á mótinu:
Punktar
1. GuðmundurSigurjónsson, GS
ögmundur ögmundsson, GS 89
2. Tryggvi Tryggvason, GS
Hjörtur Kristjánsson, GS 85
3. JóharmesÁmason.GR
Gunnar Ámason, GR 85
4. PeterSalmon.GR
Hermann Guðmundsson, GR 85
5. GarðarEyland.GR
Haukur Björnsson, GR 85
6. OskarSæmundsson.GR
Stefán Sæmundsson, GR 85
7. HrólfurHjaltason, GR
Hjalti Þórarinsson, GR 83
8. Tryggvi Traustason, GK
HarryHilsmann.GK 83
9. Vilhjálmur Olafsson, GR
Sverrir Norðdal, GR 82
10. Agúst Guðmundsson, NK
Eggert Steingrímsson, GR 82
11. Kari Jóhannsson.GR
John Drummond, GR 82
Alls tóku 160 kylfingar þátt í mótinu
sem fram fór á laugardag og sunnu-
dag. Fjölmörg verðlaun vom veitt og
meðal verðlauna voru sjö utanlands-
ferðir. A stúttu brautunum vom veitt
aukaverðlaun fyrir að vera næstur
holu eftir upphafshögg. Sigurður Run-
ólfsson, formaður Golfklúbbs Ness,
ætti að geta boðið vinum og kunningj-
um i svínasteik á næstunni þvi hann
fékk heilan svínsskrokk fyrir að vera
næstur holu á 2. braut, 78 cm f rá holu.
A6. braut varGuðmundur Jónasson,
GR, næstur holu, 3,62 metra frá holu og
fékk að launum golfkerru og golfpoka.
Jónas Karisson, GK, var næstur holu
á 11. braut. Kúla hans hafnaði 86 cm
frá holunni og í verðlaun fékk Jónas
forláta skrifborðsstól.
Þekktur kylfingur norðan heiða,
Þorbergur Olafsson frá Akureyri,
gerði sér lítið fyrir og nældi í utan-
iandsferð með þvi aö slá kúlu sína af
teig 17. brautar og hafnaði hún 1,46
metra frá holu. Þorbergur mun því ef-
laust leggja land undir fót fljótlega og
eflaust nota tímann til æfinga erlendis.
Eins og fram hefur komið i fréttum
var forláta Toyota bifreið í verðlaun til
handa þeim kylfingi sem færi holu í
höggi á 17. braut í gær. Enginn kylf-
ingur fór holu í höggi og bifreiðin því
enn til sölu.
Næsta mót hjá GR er opin unglinga-
mót, Nissan-mótið, og fer það fram á
morgun í Grafarholtinu. -SK.
„Við vorum
síst lakari”
— sagði Jóhannes
Eðvaldsson *
„Víð vonxm sist lakari aðilinn í leiknum þar '
til Þörsarar skoruðu sitt fyrsta mark. Við
vorum reyndar meira með knöttinn fram að
þeim tima sagði Jóbannes Eðvaldsson, þjálf-
ari Þróttar, eftir að hans menn höfðu tapað
fyrir Þör á Akureyri i gærkvöldi.
„Það var ösanngjamt miðað við gang leiks-
ins að Þórsarar skyldu skora markið á 26.
mínútu. Það mark kom upp úr nákvæmlega
engu,” sagði Jéhannes. M.Þ. Akureyri/SK.
• Halldór Haildórsson, markvörður FH, gripur bér vel hin i sóknarlotu Framara i gær. Pétur Ormslev, lengst til hægri, sk
Þeir voru margir kylfingamir sem fengu stórglæsileg verðlaun fyrir i frammistöðu sína á opna GR-mótinu i
golfi í Grafarholti um belgina. Hér sjást þeir garpar sem unnu til verðlauna á mótinu. DV-myndS.