Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Síða 27
DV. MÁNUDAGUR1. JULI1985.
íþróttir íþróttir
Ásbjöra
með tvist
— Ásbjörn Björnsson skoraði bæði mörk KR-inga
er þeir sigruðu Víðismenn í Garðinum
Víðismenn töpuðu sínum fyrsta Ieik
á nýja grasvellinum fyrir KR-ingum á
laugardaginn og geta huggað sig við
það eitt að fall sé fararheill. Sigrarnir
á þessum nýja velli komi seinna.
Staðan í hálfleik var jöfn, 0:0, en KR-
ingar voru yflrleitt meira í sókn og
úrslitin réttlát. Víðismenn eru því enn í
næstneðsta sæti og verða að spjara sig
í næstu leikjum ef þeir ætia að halda
sér í deildinni. Fyrir KR-inga hafa þrjú
stigin sem þeir höfðu með sér úr
Garðinum mikla þýðingu. Þeir geta
farið að blanda sér í baráttuna um ann-
að sætið eins og svo mörg önnur lið.
mörk KR-inga i Garðinum.
Veður til knattspyrnu var hið besta,
logn og sólarlaust, en aðeins duttu
dropar úr lofti í seinni hálfleik, svona
rétt til að vökva þurrt nýja grasiö. KR-
ingarnir komu þrælgrimmir til leiksins
og þjörmuðu mjög að hikandi Víðis-
piltum sem áttu í mestu erfiðleikum
með að koma knettinum fram fyrir
miðju fyrsta stundarfjórðunginn. KR-
ingarnir létu sóknaraðgerðirnar ganga
meðfram hliðarlínunum — kannski
vissu þeir aö Víðismenn voru óvanir
breiðum velli, en þrátt fyrir nokkrar
hornspymur tókst KR-ingum ekki
aö finna knettinum leiö í Víðismark-1
ið, reyndu um of að spila sig í gegn
í staö þess að skjóta strax. Einna
hættulegasta tækifærið átti Asbjöm
Ragnarsson á 32. min. en knötturinn
smaug rétt hjá marksúlunni. Víðir
skapaði sér aðeins eitt gott marktæki-
færi í fyrri hálfleik, þegar Svanur Þor-
steinsson fékk sendingu inn í vítateig-
inn — en í stað þess að skjóta strax tók
hann tvö skref og missti af knettinum.
Þrátt fyrir öilu meiri sókn gekk
hvorki né rak hjá KR-ingum þegar að
marki kom. Þeir voru næst því að
skora í fyrri hálfleik þegar Bjöm
Rafnsson þaut eins og elding fram meö
hliðarlínu allt frá miðju og inn á mark-
teig Víöis og skaut en Gísli Heiöarsson,
sem var þó ekki öruggur í markinu,
varði meistaralega á 41. mínútunni.
KR-ingar lögðu sig mjög fram strax i seinni
h&lflelk til að knýja fram mark en Viðismenn
voru fastir fyrir eða björguðu á eUeftu stundu,
þar af tvisvar á Iínu, þeir ðlafur Róbertsson
og GísU Eyjólfsson. 1 fyrra sinnið varþað skot
frá Asblmi Bjömssyni en Ásbjöra átti eftir að
komast lengra áielðis með knöttinn þótt sfðar
yrði. A 55. min. kom knötturinn svifandi fri
vbistri inn á marktelgsbom Viðis. GisU mark-
vörður vb-tist geta gripið hann en stóð kyrr,
fálmaði til knattarins sem hrökk að lokum tU
Ásbjöms sem sendi hann í netið, 0:1.
Asbjöm var aftur að verki á 86. min. Jálius
Þorfinnsson skaut hörkuskoti í marksúluna.
Kötturinn hrökk fram i vítateiginn þar sem
Asbjöm kom þjótandi og skoraði örugglega
með föstu skoti, óverjandi fyrir Gísla, 0—2.
Vfðismenn náðu nokkmm skyndisóknum i
bálfleiknum en aldrei skapaðist vemleg hætta
við KR-marklð. Grétar Einarsson og Guð-
mundur Jens Knátsson, kominn á fyrir Svan i
f.h., áttu skot ár sæmUegum fæmm en fram
hjá marki.
Dómari: Baidur Scheving og hafði gott vaid
á verkefni sinu. Áhorfendur: 710. Lið Viðis,
GísU Heiðarsson, GisU Eyjólfsson, Klemenz
Sæmundsson, Guðjón Guðmundsson, ðlafur
Róbertsson, Danicl Einarsson, Grétar Ein-
arsson, Svanur Þorsteinsson (Guðmundur
Knátssson (27. min.) VUberg Þorvaldsson,
Sigurður Magnásson, Einar Ásbjöm Olafs-
son. Lið KR: Stefán Jóhanusson, Gunnar
Gislason, Háifdán Orlygsson, Jósteinn Einars-
son, Stefán Pétursson, Ágúst Már Jónsson,
WUlum Þórsson, Sæbjöm Guðmundsson, Ás-
björn Björnsson, Björa Rafnsson, JáUus
Þorfinnsson, Gult spjald, WUlum Þórsson,
82. min. Maður leiksins Ásbjöm Bjömsson
KR. emm.
Athugasemdir
f rá aðalstjórn
Ágæti ritstjóri. I þínu annars ágæta I
blaði sl. föstudag er komist svo að orði
um Knattspymufélagið Víking aö allt
sé að fara í hund og kött. Blaöamaður
virðist draga þá ályktun vegna þess að
ákveðinn leikmaður sé að hætta aö
leika með meistaraflokki vegna
óánægju með þjálfara, mikill fjár-
hagsvandi sé hjá félaginu og félags-
heimilið á nauðungaruppboði. Vegna
þessarar ályktunar viljum við vekja
athygli á eftirfarandi: Leikmennkoma
og fara frá íþróttafélögum núorðið án
mikilla afskipta hinna ýmsu félags-
stjóma af ástæðum þeirra flutninga en
eflaust getur margt spilað þar inn í.
Um fjárhagsvanda knattspyrnudeild-
ar er það að segja að hann hefur lag-
ast, en hvort rétt sé að f jalla mikið um
nánari útlistanir í blöðum skal ósagt,,
látið. Stjóm knattspyrnudeildar mun
væntanlega svara fyrir einstök mál í
samb. við umfjöllun DV á þeirra
högum, eftir umfjöllun í sínum her-
búðum.
Varðandi það að félagsheimilið hafi
lent á nauðungamppboði er það að|
segja aö þar sem ákveðnir þjálfarar
hjá félaginu hafa ekki skilaö skatta-
skýrslum fyrir ákveðin tímabil er
félagið gert ábyrgt fyrir áætluðum
sköttum þeirra. Það hefur lengi verið
unnið i þessu máli en nú hillir undir úr-
slit í því máli.
Hr. ritstjóri. Þar sem okkur
Vikingum frnnst ósmekklegt að ráðast
á stjóm félagsins og stjórn knatt-
spymudeildar án þess svo mikið sem
bjóða okkur að koma með skýringar á
sjónarmiöum okkar, teldum viö
eðlilegt að ef fjalla á um innra starf
okkar félags eða annarra, að leitað sé
til þeirra sem stjóma félögunum áður
en tekið er fram stóra letrið um hund
ogkött.
Með von um jákvæða meðhöndlun í
íþróttaskrifum í framtiöinni.
Aðalstjórn Knattspymufélagsins
Víkings.
Gunnar Jónasson.
Athugasemdir
blaðamanns
Svar aðalstjóraar við greininni i DV á
föstudag hér að ofan er eðillega i máttlausara
lagi. Og brotthvarf tígmundar Kristinssonar
frá félaginu varð ekki kveikjan að grein
undlrrftaðs sem svo mjög hcfur farið fyrir
brjóstið á Vikingum. Það sem átti allan þátt
að fæðlngu þessarar greinar var elnfaldiega
hmn Vikingsliðsins og grátmáttlaus stjóm
knattspymudelidar. Staðreyndir sem þeir
sem hiut elga að máli vilja ekki kannast við.
Viklngum væri nær að eyða tima sínum i að
toga bjálkann ár elgln auga í stað þess að
reyna að draga flísina ár þcim sem fara með
rétt mál og segja frá staðreyndum. Grelnln
sem undirrltaður skrifaði á föstudag er skot-
held, allt scm kemur fram f henni er rétt.
-SK.
27
SPARTA
LAU6AVEGI49 SÍMI23610 SÍM112024
Fyrir sumarleyfið. Glæsilegt gallaúrval.
EE
_______I EUROCAB
Opið laugardaga.
Póstsendum.
SPORTVÖRUVERSLUNIN
Laugavegi 49, sími 23610.
Don Cano glansgallar,
nr.6-8, kr. 3.315,
nr. 10-12, kr. 3.520,
nr. XS-XL, kr. 3.720.
Henson Le Bon bómullargallar,
gulir og bleikir,
nr. 32 - 34 - 36- 38, kr. 1.998.
H^O gallar, 100% bómull, í frábær
um litasamsetningum,
nr. XS-XL, frá kr. 2.385.
Markmannstreyjur,
markmannsbuxur,
stuttar og síðar,
markmannshanskar, öll númer.
Hummel glansgallar í mildum past-
ellitum,
nr. 38 - 46, kr. 2.853.
Adidas Mississippi, 3 litir
(franskur).
nr. 102-156, kr. 1.523,
nr. 162-192, kr. 1.792.
Adidas Wembley (franskur),
nr. 126-156, kr. 1.637,
nr. 162-192, kr. 1.907.
Adidas New York,
nr. 34 — 52, dökkblár, og Ijósblár,
kr. 3.734.
Nýtt, nýtt,
Don Cano bómullarhettugallar,
nr.6-8, kr. 2.112,
nr. 10-12, kr. 2.412,
nr. XS-XL, kr. 2.822.
þessir gallar eru með upphleyptu
prentl.
Henson glanshettugallar,
nr. 22 — 36, margir litir,
kr. 2.747 - 2.999.
mmmi