Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Síða 6
6 ' ' DV:MANÖDAGUR 29. JOLÍ1985. Herra- oq dömufatnaður: buxur, skyrtur, jakkar, mussur og margt fieira. Georg, fataverslun Austurstræti 8 Sími 16088 Neytendur Neytendur Neytei ERLAUST CJFTl TJl V’ 11 m mmmrnrnu m Möguleikar erlendis á ódýrum sumarleyf isf erðum Otþráin blundar í landanum ennþá og margir telja sig ekki geta lifað það af að vera fastir hérna uppi á skerinu allan ársins hring. Vinna ákveðið að þvi að komast í burtu minnst einu sinni á ári og því gegna flugfélög og feröa- skrífstofur stóru hlutverki í lífi sumra neytenda. Islendingseðlið hefur þannig lítið breyst frá tíma Egils Skallagríms- sonar sem ungur vildi út með föður sín- um í siglingu, hvort kappinn myndi í dag láta sér nægja þriggja vikna fjöl- skylduferð til Kanarí skal ósagt látið. Núna var ætlunin að kynna sér kostaboðin sem sagan segir að hægt sé að finna með því að mæta á ferðaskrif- stofumar hér heima og erlendis daginn fyrir brottför. Greinar í DV á fimmtudag benda til að sögurnar séu orðum auknar hvaö innlenda markaðinn snertir og því er sjónum beint út fyrir landsteinana — er virkilega hægt að komast með Spies, Tjæreborg og þessum stórlöxum fyrir örfáa túskildinga? Frá fslandi fyrst Fyrst er að taka inn í dæmið að komast frá Islandi. Það gleymist oft í umræðum um þessi mál en upphæðim- ar geta hækkaö hressilega þegar far- gjald frá Islandi kemur inn í myndina. Með Amarflugi má komast til Amsterdam og Diisseldorf á eftirfar- andiverði: Odýrasta fargjald milli Keflavíkur og Amsterdam er hopp-fargjald. Þetta fargjald er fyrir fólk á aldrinum 12—26 ára og má bóka daginn fyrir brottför. Aöra leiðina kostar þaö krónur 6.778. Fram og til baka er verðið 13.551 króna. Odýrasta fargjald milli Keflavíkur og Amsterdam er apex á 15.492 en milli Keflavíkur og Diisseldorf, svonefnt pexfargjald, á 15.492. Með Flugleiðum kemstu til London og Kaupmannahafnar. A rauöum apex til London á 12.795 krónur. Til Kaupmannahafnar er hægt aö fá hoppfargjald fyrir fólk á aldrinum 2— 26 ára oe kostar það 7.212 aðra leiöina, fram og^ til baka 14.240 krónur. Rauöur apex þangað kostar 14.230. Ef-in sem fylgja Smáorðið EF er með stærri orðum í islenskri tungu og það er betra að hafa í huga þegar skipulagðar eru ferðir í lengri eða skemmri tíma. Rauður apex þýðir til dæmis að bóka verður fram og aftur með minnst 14 daga fyrirvara og ekki hægt að breyta dagsetningum. Það sama gildir um grænan apex. Einnig eru fargjöld fyrir fjölskyldur samsett á öðrum grundvelli en hjá einstaklingum, alls kyns fjölskylduafslættir eru veittir og sem dæmi má taka að fjölskylda Aukið verðgildi krónunnar akið á GOODfYEAR Snarþeginn okkar vsrður að vera bjartsýnn og taka með sér slatta af þolinmæði og æðruleysi í fararnesti. Líka er betra að vera við öllu búinn og hafa timann fyrir sér. DV-mynd Vilhjélmur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.