Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Blaðsíða 2
2 DV. MÁNUDAGUR 29. JULI1985. Rannsóknir á Iffríki Mývatns: RAÐHERRARNIR BÍTAST UM FÉÐ Risinn er ágreiningur milli Sverris Hermannssonar iðnaðarráöherra og Alberts Guðmundssonar fjármála- ráðherra um hvernig eigi að ráðstafa um 400 þúsund krónum sem Kísiliðjan hf. í Reykjahlíð á að leggja fram lögum samkvæmt til rannsókna á lífríki Mývatns. Iðnaðarráðherra vill leggja peningana inn á bankareikning Kísil- iöjunnar en fjármálaráðherra vill fá féð í ríkiss jóð. Kísiliðjan leggur fram ákveöna fjárhæö til rannsóknarstarfa á ári hverju. Samkvæmt upplýsingum DV er kveðið skýrt á um það í námaleyfi verksmiöjunnar frá því í vor aö peningarnir skuli renna í ríkissjóð. Ríkiö eigi síðan að sjá til þess að and- viröi fjárhæðarinnar sé varið til rannsókna. Ekki tókst aö ná tali af ráðherrunum í gær en einn heimildarmanna DV, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði aö hér væri veriö að deila um meginreglu. „Skattgreiðendur eiga ekki að geta ákveðið sjálfir hvert greiðslur þeirra fara. Það er hlutverk stjórnvalda.” Samkvæmt upplýsingum DV eru ráðherramir sammála um að verja fénu til rannsókna. En þar sem uppi eru deilur um hvort menntamála- ráðuneytið eða iðnaðarráðuneytið eigi að bera ábyrgð á fyrirhuguðum rannsóknum, þá sé iðnaðar- ráðuneytið með þessum hætti að reyna að tryggja sér féð fyrirfram. -EA. Hopp og hí, glens og gamanmál — á Reykjavíkurmóti barnanna „Það er alveg roooosalegt fjör,” hrópaði lítil hnáta í eyra blaðamanns í gær er Reykjavíkurmót barnanna stóð sem hæst í Hljómskálagarðinum. Töluverður fjöldi bama tók þátt í mótinu er Skátafélagið Arbúar hafði veg og vanda af. Dagskráin var fjöl- breytt. Keppt var í ýmsum greinum: Fimmtar- og tugþraut, kajakróðri, göngu á grindverki, 100 metra hlaupi, sippi og kassabílaralli, svo fátt eitt sé taliö. Rokktónleikar settu svip sinn á mótiö en þeir voru haldnir í tilefni af Alþjóðaári æskunnar undir kjörorðum þess, þátttaka, þróun, friður. Alls áttu níu hljómsveitir aðkoma fram og gáfu þær a llarvinn u sínu. Þegar blaðamenn DV bar aö garði var Sverrir Stormsker að leika nokkur hugljúf lög fyrir börnin en var skömmu síðar leystur af og var þar Bergþóra Arnadóttir að verki. Hún vék svo fýrir ókunnum kvartett, sem lék hressileg,. klassisk, íslensk stuð- og skátalög. Mikið keppnisskap var í ungu kynslóðinni í þrautum og leikjum mótsins og ekki annað að sjá en allir skemmtu sér vel þrátt fyrir að veður- guðirnir sæju ekki fyrir glampandi sól. Birtan sem kom ekki að ofan kom að innan, og Eva Dögg, tveggja og hálfs árs, sagði mér að bamamótið væri hreinasta „tívólí”. ás Eva Dögg sagði að Reykjavíkurmótið væri algjört tivóli og það fannst foreldrunum fyndið. Keppnisskap og leikgleði i þrautunum og meira að segja pabbi gamli glottir við tönn. Sverrir Stormsker syngur nokkur hugljúf lög fyrir börnin. DV-myndir PK FLUGLEIÐIR KANNA DASH 8 FLUGVÉL — gæti komið til greina við endur- nýjun innanlands- flugflotans í Sölu- og tæknimenn f rá De Havilland flugvélaverksmiðjunum í Kanada komu hingað til lands um helgina með Dash 8 vél sem þeir kynna Flugleiðum. „Flugleiðir eru ekki að endurnýja innanlandsflotann í allra nánustu framtíð, en það fer að líða að því og við fylgjumst því með á markaðnum,” sagöi Erling Aspelund, framkvæmda- stjóri flugrekstrarsviðs. Erling sagði að Dash 8 vélinni yrði reynsluflogið í dag og m.a. flogið til Isafjaröar til að kanna hæfni hennar við erfiðar aðstæður eins og væru þar. Dash 8 vélin tekur 32 farþega í sæti, en Erling sagði að væntanleg væri stærri vél, Dash 8—300 sem tæki 50 far- þega, og væri nær þeim kröfum sem Flugleiöir gerðu. Aörar vélar sem Flugleiöir hafa augastað á þegar innanlandsflotinn verður endur- nýjaður eru Fokker 50 og franska vélin ATR42. -ás. Dash 8 vélin sem De Havilland flug- vélaverksmiðjurnar kynna Flugleið- um þessa dagana. DV-mynd Páll. Rock og Doris: Hann sagðist bara vera að ná sér eftir flensu en var með AIDS. Klaufalegt hjá Newsweek: Rock Hudson með flensu? Upp koma svik um siöir. Hið fornkveðna hefur sjaldan átt betur viö en nú á dögunum. I nýjasta hefti vikuritsins Newsweek, sem dagsett er 29. júlí.er greint frá því í dálkinum „Newsmakers” að leik- konan Doris Day hafi nú hleypt af stokkunum nýjum sjónvarpsþætti „Doris Day’s best friends”. Aðalefni þáttanna eru hundar og kettir frægs fólks, en engu að síður fá nokkrir tvífættir að fljóta með. Vikuritið segir að Roek Hudson, 59. ára, sem hafi þekkt Day meöan hún var enn jómfrú(sicl), hafi verið svo glaður aö heyra að hún væri aftur komin í sjónvarpiö að hann hafi fallist á aö vera fyrsti tvífætti gestur hennar í þættinum. Og þaö: ,,Þrátt fyrir greinilega slæma heilsu.” Og vikuritið heldur áfram: „Talsmaður leikarans sagði reyndar að hann þjáðist að- eins af eftirköstum flensu og svefn- leysi." Sem kunnugt er var það kunn- gjört í síöustu viku að leikarinn væri haldinn AIDS-ónæmistæringu. ás Slökkvlliðsbill i lausu lofti. Lög- reglan kom á staðinn um helgina og gerði athugasemdir við þetta uppátæki þar sem bill- inn væri ekki nógu vel festur. Brunabíllínn stendur fyrir utan Bílasölu Guðfinns við Miklatorg, en þar var opnað nú um helgina, og ðtti hann að vera til að vekja athygli fólks, að sögn starfs- manna bilasölunnar. Bíllinn fær þó að hanga þangað til úr þvi fæst skorið hvort taka eigi hann niður af öryggisástæðum. EH/DV-myndS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.