Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Blaðsíða 7
DV. MANUDAGUR 29. JULI1985.
dur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
neytendasíðunnar, hjónin Jón og
Gunna með börnin tvö, Siggu og Palla,
komast til London á rauðum apex á
38.385 krónur og upphæðin tvöfaldast
ef tekið er venj ulegt f ar gj ald.
Þegar farið er í gegnum alls kyns
bæklinga frá erlendum ferðaskrif-
stofum og útsöluferðir athugaðar
kemur í ljós að margt kostaboðið er
alls ekki hagstæðara en venjulegar
sólarlandaferðir frá íslenskum ferða-
skrifstofum. Alls kyns aukagjöld og
skattar leggjast á uppgefið verð og er
fólki ráðlagt að lesa smáa letrið í
bæklingunum MJÖG VEL.
Ferðir fyrir snarþega
Svonefndar stand-by ferðir eru
nokkuð sem oft er hægt að fá á mjög
góðu verði en til þess þarf stundum
talsveröa heppni og ótrúlega yfirlegu.
Stand-by farþegar — sem stundum eru
nefndir því bráðfyndna nafni snarþeg-
ar — verða þá að leggja á sig ýmis
óþægindi sem vilja gleymast í
umræðum um samanburð. I Amster-
dam eru ferðaskrifstofumar Holland
International og Trans Alpio og þær
auglýstu i síðustu viku tilboðsferöir í
ágúst. Aukning á sólarlandaferðum
þaöan er talsverð og því mun minna
framboð af útsöluferðum en undanfar-
in ár. Frá Diisseldorf er sömu sögu að
segja, þaðan er hægt að finna slik til-
boð á sólarlandaferðum en framboðið
er mun minna en fyrri árin. Yfirleitt
eru þessar ferðir 30—40 prósent ódýr-
ari, en margir endar lausir, nafn á
hóteli er til dæmis ekki vitað fyrr en á
flugvelli og því erfitt að gera saman-
burð á verði og gæðum miðað viö ís-
lenskar ferðaskrifstofur sem yfirleitt
eru með góð hótel eða íbúðir.
Þessa vikuna var hægt að komast frá
Diisseldorf til Menorca og vera þar í
eina viku á hóteli, meðfylgjandi morg-
unverður, og kostaöi það 9.700 krónur,
til Tenerife í eina viku á hóteli með
morgunverði á 10.700 krónur, til
Ischia, sem er eyja skammt frá
Napólí, og kostaði þar sams konar dvöl
12.900 og til Kenya í tvær vikur með
morgunmat á 19.800 krónur. Ferðin til
Kenya er á mjög góðu verði miðað við
sams konar tilboð hérlendis og sam-
rýmist þetta tilboð einna helst hug-
myndum fólks um stórgóð kjör í slik-
umferðum.
I Kaupmannahöfn eru kóngarnir
Spies og Tjæreborg og kannski einfald-
ast að líta þar inn og leita upplýsinga.
Spies er á Nyropsgade númer 41, sími
0112 35 00 og Tjæreborg á Rádhusplad-
sen í síma 011141 00. Kaupið líka Poli:
tiken og lesið ykkur til um ferðir á
tilboðum. Nánari upplýsingar um kjör
á Norðurlöndum finnast annars staðar
á síðunni.
Þolinmæði og
þrautir
Þegar til London er komið væri helst
að byrja á því að kaupa The Evening
Standard. Þar eru alltaf tvær síður
með slíku efni og betra aðrenna í gegn-
um tilboð dagsins. Tjæreborg er með
skrifstofu á Conduit Street númer 7 og
síminn er 01-499 8676, Sol Flights and
Hollidays eru á 90 Brompton Road,
01—589—8182, The Ticket Centre er á
60 Marlebone Lane og svo mætti lengi
telja. I siöustu viku mátti til dæmis
finna ferðir eins og eina viku til Spánar
með hóteli og morgunmat á 6.500 krón-
ur, eina viku á Krít með hóteli og
morgunmat á 10.685 krónur og dvöl
fyrir fjölskyldu neytendasíðunnar á
Krít í íbúð á 50.694 krónur. Einnig voru
flugmiðar fram og aftur á góðu verði,
hægt að komast til Tokyo fyrir 35.000
krónur. En inni i þessu eru svo Ef-in
stóru þvi eftir er að reikna aukag jöldin
sem leggjast á, svo sem flugvallar-
skatt og fleira. Einnig er betra að hafa
hugfast óöryggi í slikum ferðum, flugi
er frestað og fellt niður, timasetningu
breytt og þess háttar sem getur hentað
mjög illa ef menn eru með bundna
apex- eða pexmiða. Inn i myndina
verður svo aö taka kostnað viö dvöl á
hóteii i London, Kaupmannahöfn,
Amsterdam eða Dusseldorf og þar get-
ur gróðinn af feröinni fokið fljótt ef
seinkanir eða tafir verða. Allar áætl-
anir eru erfiðar í slíkum
snarþegaferöum.
Þeir sem best fara út úr þessu eru
ferðalangar sem eru að sameina eitt-
hvað tvennt, svo sem heimsókn til vina
og ættingja í einhverri af þessum borg-
um og fá því gistinguna ókeypis. Og
rétt er að benda á að fjölskyldu neyt-
endasíöunnar hentar alls ekki að ferð-
ast á þennan máta nema í undantekn-
ingartilvikum. Hins vegar getur þetta
hæft einstaklingumágætlega. Betra er
þó að hafa hugfast að þessi ferðamáti
hefur oft í för með sér óhemjubið á
flugvöllum og því vissara að hafa væn-
an skammt af þolinmæði með í f örinni.
Frumskógur
fargjalda og ferða
Ferðamál og fargjöid flugfélaga
víða um heim eru einn allsherjar frum-
skógur sem auðvelt er f yrir viðvaninga
að villast í — jafnvel þrautþjálfaðir
fargjaldasérfræðingar vita stundum
ekki hvað snýr upp eða niður á trénu,
hvað þá í skóginum sjálfum. Ágætt
dæmi er Islendingurinn sem iætur sér
til hugar koma að bregða sér niður tú
Kúbu og synda þar í Karíbahafinu og
sleikja kúbanska sóL
Fyrsta skrefið væri að komast með
Flugleiðum til London á rauðum apex
á 12.795 krónur. Þaðan er svo hægt að
komast á tilboðsverði frá Pegasus
Hollidays í London til Mílanó á Italíu.
Pegasus er á Earis Court Gardens
númer 24a og síminn er 01—370—6851.
Fargjaldið fram og til baka væri 4.620
krónur og við bætast 300 krónur ef farið
er um helgi. Frá Mílanó er svo haldið á
vegum Pegasus áfram en þaðan er
flogið með Amarflugi. Frá Italiu flýg-
urðu aftur til baka — til Nýfundna-
lands — og niður til Kúbu þaðan.
Pegasus býður sex daga dvöl á Vara-
dero ströndinni fyrir 26.000 krónur með
morgunverði. Skipulagið á þessu
ferðalagi hæfir ágætlega forminu á
fargjaldafrumskóginum.
Héma er aðeins brot taliö af þeim
möguleikum sem gáfust í síðustu viku
og ljóst er að verð á svonefndum
stand-by ferðum er mun hærra en var
fyrir nokkrum árum. Hjá erlendum að-
ilum fékk DV þær upplýsingar að lík-
lega færiverðiðafturlækkandiíágúst
og september — skýringin á miklum
vinsældum sólarlandaferða í ár er tal-
ið slæmt veðuríar Evrópu fyrri hluta
ársins. Því gæti sumum tekist að troða
sér í lukkupottinn þegar halla tekur
sumri en betra að gera sér engar gylli-
vonir og umfram allt — lesið smáa
letrið og takið öll Ef-in inn í myndina.
baj
Norðurlönd til sólarlanda:
Sólarlönd á 8-10 þús. á viku
— hægt að f inna gjaf verð, en aðgát skal höfð
Hin ýmsu dagblöð á Norður-
löndunum birta jafnan auglýsingar
frá ferðaskrifstofunum um óseldar
ferðir sem farið verður í eftir stuttan
tíma. Þama er um að ræða fjögurra
til hálfsmánaöarfrest og fara
ferðirnar smáhækkandi eftir þvi sem
fresturínn er meiri. Þannig kostaði
ferð með Spies til Aþenu, sem fara
átti sex dögum eftir að auglýsingin
birtist, 1.495 kr. sænskar eða um
7.300 kr. islenskar. Þetta er vikuferð
en algengt er að tæpar 2.000 kr.
íslenskar bætist við seinni vikuna.
Ferðir til London með viku
fyrirvara eru á tæpar 9.000 krónur,
París kannski 500 krónum ódýrari,
en vikuferð til Rómar er á þetta
11.500 kr.
Vikuferðir á sólarstrendur eru svo
stighærrí. Vika á Gran Canarí er á 10
þús. krónur. Krít kostar 11.500,
franska og ítalska Rívieran á 11 þús.
og Malta á sama verði. Eins og með
stórborgarferðimar er um 2.000
króna viðbót í seinni vikunni.
Þessar ferðir hér að ofan em allar
auglýstar í sænska blaöinu Dagens
Nyheter en margar hverjar em frá
dönskum ferðaskrifstofum.
Ekki er óalgengt að sjá auglýst í
dönsku blöðunum vúcuferðir tú sólar-
landa um og undir 2.000 kr. danskar
sem em um 8.000 krónur íslenskar.
Síðan er hægt að detta niður á algera
spottprísa eins og 10 daga ferð tú
Júgóslavíu á tæpar 1.000 kr. danskar
eöa 4.000 isl. I þessum blaöaaug-
lýsingum er ekkert sagt um gæði
hótelanna, ekki einu sinni i hvaða bæ
á að gista þannig að fólk verður að
fara mjög varlega þegar svona
ferðú: eruathugaðar.
-SigA.
Skemmtileg smódýr en alls ekki fyrir smábörn.
Varasöm leikfön
Það er aldrei of oft brýnt fyrir fólki
aö leúcföng eru ekki öll hættulaus
börnum og saklaus leikur getur verið
banvænn á stundum.
Leikföngin á meðfylgjandi
myndum geta verið smábömum
skeinuhætt af þeirri einföldu ástæðu
að ekki þarf mikið út af að bregða tú
þess að þau lendi í koki bamsins.
Smádýrin eru skemmtúeg fyrir
stærri bömin en smábömum stór-
hættuleg vegna smæðarínnar,
einkum minnstu útgáfumar. Ef bam
gleypir eitt slúct getur smádýrið
hæglega oröið fast i öndunarvegi.
Þetta leikfang hentar varla bömum
innan leikskólaaldurs.
Hringlubandið fyrir bamavagna
er í mjög traustvekjandi umbúðum
og þar er skýrt tekið fram að þetta
leikfang sé gert úr mjög höggþolnu
og traustu efni. Það er reyndar rétt,
hjörtun og smákúlumar brotna ekki
svo auðveldlega. Hins vegar er
teygjubandið sem allt saman er
þrætt upp á ekki sterkara en svo að
það hrökk í sundur hérna á ritstjórn-
inni áður en formleg prófun f ór f ram.
Þegar verið var að undirbúa mynda-
töku og ræða um hvort teygjan væri
nægilega traust hrökk hún í sundur
Hringluband frð Pussycat ætlað á barnavagna. Það stóðst allt sem á
umbúðunum var sagt en... DV-mynd Páll
við fyrstu áreynslu og hlutirnir
hrundu út umaút gólf. Smáböm geta
verið mjög handsterk og ættu
auðvelt með að slíta þessa teygju.
Eftir það er ekki nokkur möguleiki
að ábyrgjast hvar smáhlutirnir enda
ef krílið tekur þá ákvörðun að bragða
betur á þessu skoppandi dóti. I
versta faúi getur þaö endað eins og
bent var á hér fyrir framan með smá-
dýrin, í koki bamsins og komið í veg
fyrir eðlúega öndun, jafnvel valdið
dauða. Dæmiö meö hringluna sýnir
að leikföng með traustvekjandi yfir-
lýsingum um öryggi þurfa ekki að
vera betri en hvað annað ef einungis
einn öryggisþáttur er prófaður en
aðrirlátnir liggja millihluta. -baj.
LADA BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF. Suðurlandsbraut 14, sími 38600, verslun, bein lína 39230
SPORT 2121 1588 fol K ■' ' cc.) FiiirÖ Gerið vei-ósaman vörUval ® y CÍI 2121-120 1005 Erum ávallt með hagstæðasta veröið. . .... -