Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Qupperneq 10
10 Útlönd Útlönd DV. MANUDAGUR 29. JULl 1985. Útlönd Útlönd „RÖDD AMERIKU” AFTUR íEVRÓPU? Óskar Magnússon, DV, Washington: Starfsmenn Reagans Bandaríkja- forseta ígrunda nú áætlun um að hefja á ný útsendingar útvarpsstöðv- arinnar „Voice af America” (Rödd Ameríku) í Vestur-Evrópu. Hlé hef- ur verið á þessum útvarpssending- umí25 ár. Ástæöan fyrir þessum áætlunum eru sívaxandi áhyggjur Bandaríkja- stjómar af ónákvæmum frásögnum evrópskra fjölmiðla af málefnum Bandaríkjanna. — Útvarpssend- ingamar ættu aö geta hafist núna í haust. Til aö byrja með yröi efni þeirra aöallega fréttir á ensku og skemmti- efni. Fljótlega á næsta ári er síðan gert ráð fyrir ákvörðun um frekari útsendingar og þá á öðrum tungu- málum en ensku. Áætlun þessi er ekki enn opinber og því ógreitt um svör við eftir- grennslunum. En eftir því sem næst verður komist er tæplega gert ráð fyrir aö sendingamar nái heim til Is- lands. Hugmyndin aö baki þessari áætlun byggist á því að eftirstríðskynslóðin í Vestur-Evrópu beri litla virðingu fyrir því öryggi sem Bandaríkja- menn telja sig veita Vestur-Evrópu- búum. Auk þess sé litill áhugi fyrir viðskipta- og menningarlegum tengslum við Bandaríkin. Þessu hafi verið ólíkt farið fyrir síðari heims- styrjöldina og í þann farveg þurfi að snúa á ný. Búist við andspyrnu Bandarískir embættismenn eru þeirrar skoðunar að þessi breytti hugsunarháttur hafi orðið til þess að Sovétmenn eigi greiðari aðgang að Evrópumönnum og neikvæður áróður í garð Bandaríkjanna fái meiri hljómgrunn í evrópskum fjöl- miðlum. Unnið hefur verið að undirbúningi þessarar áætlunar um útvarpssend- ingar til Evrópu í rúmlega tvö ár. Ahyggjur stjómvalda hafa síst minnkað við þá erfiðleika sem orðið hafa við uppsetningu meðaldrægra eldflauga í Evrópu. Þá hefur ,,stjörnustríðs”áætlun Reagans for- seta fengið misjafnar undirtektir í E vrópu eins og kunnugt er. Bandarískir embættismenn viður- kenna að verði þessari áætlun hrint í framkvæmd megi búast við því að hún mæti andspyrnu bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Andstæðingar útvarpssendinganna muni úthrópa þær sem einhliða bandarískan áróð- ur. Ef slíkar skoöanir fá hljómgrunn meðal almennings er hætt við að traust hans á útvarpsstöðinni „Voice of America” verði lítið. Sérstaklega á þetta við í löndum sem hafa fyrir öflugt útvarp og sjónvarp. Þingmenn óttast áróður Þingmenn, sem gagnrýnt hafa þessar fyrirætlanir, benda á aö svo kunni aö fara að ekki verði í einu og öllu farið eftir þeim reglum sem þingið hefur sett um útvarpssending- arafþessutagi. Samkvæmt þeim reglum skal fyllstu nákvæmni gætt í hvívetna og aðeins skýrt frá staðreyndum. En þingmennimir óttast aö út- varpssendingamar verði notaðar til þess að koma á framfæri andkomm- únískum sjónarmiðum Reagans for- seta. „Voice of America” er hluti af upplýsingaþjónustu Bandarikjanna. Tíðar deilur hafa orðiö um hvort upp- lýsingaþjónustan hafi smám saman upp á siðkastið tekið upp harðlínu- stefnu með ráðningu hægrisinnaðra starfsmanna og að þessi áætlun sé einungis einn liðurinn í þeirri stefnu upplýsingaþjónustunnar. Einn starfsmaöur utanríkisnefnd- ar öldungadeildar Bandaríkjaþings segir aö eins og málið líti út í dag sé nokkuð vafasamt að nokkuð ávinnist með slikum útvarpssendingum. Nær værí heldur aö auka útsendingar í Austur-Evrópu og í löndum þríðja heimsins. Embættismenn segja að þeir hafi verið hvattir af Helmut Kohl, kansl- ara Vestur-Þýskalands, en hann mun fylgjandi útvarpssendingunum fyrirhuguðu. Hann telur að þær geti ekki skaðað í þvi áróðursstríði sem geisar í Vestur-Evrópu út af uppsetn- ingu kjarnaeldflauganna þar. Viðbrögð annarra Evrópuríkjj hafa verið óljósari. Byrjuðu á nasista- tímanum Fyrsta útsending „Voice of America” var árið 1942. Sent var út á þýsku og útsendingunni beint að Þýskalandi nasismans. Eftir stríðiö var haldið áfram útsendingum á öðrum tungumálum en ensku alveg fram á sjötta áratuginn. Frá þeim tíma hafa útsendingar nær eingöngu beinst að þriðja heiminum og austur- blokkinni. I Víetnamstyrjöldinni gerðust evrópskir fjölmiölar neíkvæðari í garðBandaríkjanna. Þartil viðbótar höfðu stúdentaóeirðirnar á sjöunda áratugnum mikil áhrif í Evrópu. Fjölmargir tóku upp hlutleysisstefnu eða urðu beinlínis andvígir sjónar- miðum Bandaríkjanna. Því er haldið fram að margir þessara manna gegni í dag orðið lykilhlutverkum í mörgum evrópskum fjölmiðlum. Talsmenn útvarpssendinga „Voice of America” í Vestur-Evrópu gera sér vonir um að vega á móti þeim áróðri sem þeir telja að stafi frá þessum mönnum. Stuttbylgjan úr sögunni Sérstakur starfshópur á vegum „Voice of America” vinnur nú að því hér í Washington að kanna hvort nægilegur hlustendahópur muni vera í Vestur-Evrópu. Einnig er rannsak- að hvers konar efni muni eiga þar mestan hljómgrunn, til þess aö hlustendum verði náð frá evrópsku stöðvunum. Þá er ennfremur litið til ýmissa tæknilegra atriða. Ljóst er talið að stuttbylgjusendingar séu ekki nægilega góðar til að draga aö hlustendur. Hugmyndir eru uppi um að leigja tíma á bylgjum sem þegar njóta vinsælda, nota gervihnetti og kapalkerfi. Þegar hafa tekist samningar við FM-útvarpsstöð í París um fréttaflutning á ensku. Samningaviðræður standa yfir við útvarpsstöö í Vestur-Þýskalandi um sams konar þjónustu. Einnig standa yfir viðræður við V-Þjóðverja um notkun á gervihnetti svo unnt verði aö senda efni til nágrannalanda Þýskalands. — Endanleg ákvörðun hefur ekki veriðtekin. Þeir samningar, sem þegar hafa verið gerðir, og aðrir sem eru í buröarliönum eiga einungis að vera prófsteinar á framhaldið. A öllu veltur hver viðbrögð almennings í þessum löndum verða. „I öUu fjaðrafokinu, sem harðnandi stríð kóla-gosdrykkjanna hefur þyrlaö upp, hefur eitt legið algjörlega í láginni: hinn póUtíski þráður þessa flókna vefs. Eins og í stjómmálaflokkunum eru aðeins tveir aðal-leikmenn: Kóka kóla, drykkur demókratanna, og Pepsí kóla, hressing repúbUkan- anna. — Að vísu eru tU kóla-drykkir utan tveggja flokka-kerfisins, en eins og í póUtíkinni koma þeir Utið við sögu.” Þannig byrjar Kurt Eichenwald, fyrrum ræðuskrifari Walters Mon- dales í kosningabaráttunni 1984, kjaUaragrein, sem birtist bæði í New York Times og Herald Tribune og vakti athygU sem splunkunýtt inn- legg í allt rausið um samkeppni Kóka kóla og Pepsí kóla. Hann segir, að þessi gosdrykkja- póUtik sé engin tUvUjun. Kóka kóla hafi verið í óumdeilanlegri meiri- hlutaaðstöðu aUt frá því að Roose- velt rak sína „New Deal”-stefnu. — „Kóla-sambandið komst á 1932,” segir greinarhöfundur og leikur sér að orðinu „connection” svipaö og í „Franska fíkniefna-sambandinu”, eins og illræmdur heróín-smygl- hrmgur var kaUaður. „Flokksfor- maður demókrata, James Farley, póst- og símamálaráðherra, hætti opinberum störfum tU þess aö gerast stjórnarformaður í Coca-Cola Ex- port-fyrirtækinu. Þeim hafði sinnast, honum og F.D.Roosevelt, út af hugsanlegu framboði tU þriöja kjör- tímabilsins.” Sykurskömmtunin í síöari heims- styrjöldinni hefði getaö komið öUum gosdrykkjaiðnaðinum niöur á hnén, en póUtísk sambönd Farleys björguðu Kóka kóla frá skömmtun- inni. Kóka kóla var flokkuö sem for- gangsframleiðsla í stríöinu og í stríöslok átti Kóka kóla 64 átöppunarverksmiðjur um aUan heim, allar byggðar á kostnaö rikis- ins. „Pepsí hefndi sín með því að taka upp póUtískt bandalag viö Utt þekktan ungan öldungadeUdarþing- mann frá Wisconsin, Joseph Mc- Carthy að nafni. I ötuUi baráttu, sem síðar var yfirskyggð af andkommún- ískri krossferð, lét „Pepsi kóla- strákurinn” öUum Ulum látum til þess að afnema sykurskömmtunina. Sú barátta fékk þó bráðan endi, þegar uppvíst varð að fuUtrúi Pepsí í Washington hafði gefið honum $20.000,” skrifar Eichenwald, en heldur áf ram upprif juninni: „Pepsi náði árangursríkara bandalagi við Richard Nixon, sem þá var varaforseti. Donald KendaU, stjórnarformaður Pepsi, fékk með nokkurri ýtni komið því í kring að Pepsí var eini gosdrykkurinn á boð- stólum á alþjóðasýningunni, þar sem Nikita Krúsjeff og Nixon háðu „eldhúseinvígið” sitt fræga. Nixon fékk jafnvel Krúsjeff tU þess að dreypa á Pepsí — að miUjónum manna áhorfandi. ” Það haUaði undan fæti hjá Nixon upp úr 1960, en þá réð KendaU hann sem alþjóðlegan sendiherra fyrir Pepsico. Eftir því sem sól Nixons tók að rísa síðar á áratugnum jókst sala Pepsí. Þegar demókratar töpuðu for- setaembættinu 1968 voru settar upp Pepsí-vélar í kaffiteríu Hvíta húss- ins. 1971 sendi Nixon KendaU tU Moskvu og Pepsí varð fyrsti banda- riski neysluvamingurinn sem hafin var sala á í Sovétríkjunum. Á meðan leitaði Kóka Kóla, meö , aðsetur sitt í Atlanta, að öðrum demókrata tU að haUa sér að. —„Það var einn heimapUta sem varð fyrir valinu. Á allri hinni löngu leið Jimmy Carters tU Hvíta hússins notaði hann Kóka kóla-fé, Kóka kóla-þotur og auglýsingadeUd Kóka kóla. Eftir kosninguna voru Pepsí-vélarnar fjarlægðar úr Hvíta húsinu og Kóka kóla-vélar settar í staðinn. Kók notaði sér einnig sambandið við Carter til þess að nema land í Kína, rétt eins og Pepsí hafði lagt undir sig Sovétríkin í tíð Nixons,” skrifar Eichenwald. Það kom loks að því, 1979, að Pepsí fór fram úr Kók í heUdarsölu, og Repúblikanaflokkurinn lét sig dreyma um endurreisn sína. Ekki löngu síðar var PhU Dusenberry, aðalmaöur að baki auglýsingaher- ferð Pepsí, ráðinn í „þriðjudagshóp- inn”, sem lagði drög að kosningaher- ferð Ronalds Reagans 1984. Út- koman var „nýja kynslóðin” en það var slagorö Pepsí og repúblíkana. Kóka kóla gerði það sem sérhver demókrati í vanda staddur gerir — leigði sér póUtíska ráðgjafa. Pat CaddeU, fylgiskönnuður demókrata, og Scott MiUer, fjölmiðlafiffari úr kosningabaráttu John Glenn, voru fengnir til þess að gaumgæfa nýtt Kóka kóla. Bob Shrum, sem skrifað hafði ræðu Ted Kennedy fyrir demó- krataþingið 1980, var fenginn til þess að skrifa eitthvað um nýju Kóka kóla-formúluna. En upp úr því steðjuðu vanda- málin að Kók og demókrötum. Þetta nýja brölt fór öfugt ofan í gamla áhangendur beggja. Demókratar brugðust við með því að heita gömlum kjósendum frá „New Deal”- andrúmsloftinu aö halda í gamlar stefnur, en hvöttu þó nýfrjálslynda tU aö standa með flokknum. Kóka kóla hefur brugöið á sama geðklofa- ráðið. Fyrir skemmstu dró það fram aftur gamla kókið í nýjum um- búðum, en mun þó halda áfram aö selja nýja kókiö. „Hvort þessi tvístafna sigling færir demókrötum það sem þarf til að endurheimta Hvíta húsið er ekki gott að segja. Nýjustu tölur af sölu kóla-drykkja liggja ekki fyrir enn,” segir Eichenwald í lokin. Á boðstólum eru kóla-drykkir i mörgum afbrigðum, eins og pólitikin. Umsjón: Guðmundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.