Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Blaðsíða 18
18 DV. MÁNUDAGUR 29. JOLI1985. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir „Þad gekk allt upp hjá mér” — sagði Steve Cram eftir heimsmetið í mflunni. 45. heimsmetið á BisieMeikvanginum. Tvö önnur heimsmet hjá Aouito og Kristansen í langhlaupum. Besta Grand Prix mótið til þessa „Það gekk bókstaflega allt upp hjá mér í þessu hlaupi. Þetta var frábært hlaup, frábær völlur og síðast en ekki síst frábærir áhorfendur,” sagði breski hlauparinn Steve Cram eftir að hann hafði sett stórglæsilegt heimsmet í miluhlaupi, „draumamilunni”, á Grand Prix mótinu í frjálsum á Bislet- leikvanginum í Osló um helgina. Tuttugu þúsund áhorfendur hvöttu flesta bestu míluhlaupara heimsins ákaft meðan á hlaupinu stóð. Ekki undarlegt þó þeir bestu i heiminum taki Bislet-leikvanginn fram yfir aðra velli vegna frábærs stuðnings frá áhorfendum. Cram hljóp á 3:46,31 mín- útum og bætti þar með heimsmet landa sins, Sebastian Coe, um rúma sekúndu en met Coes var 3:47,33 min. og setti hann það i ágústmánuði 1981. Þeir Coe og Cram höfðu sig lítið í frammi til að byrja með. Hraðinn í hlaupinu var mjög mikill og eftir fyrsta hringinn var millitíminn 56,01 sek. á fyrsta manni sem var James Mays frá Bandaríkjunum. Og hann hélt forystunni þegar tveir hringir voru búnir og var þá ekki farið að bera mikið á þeim Cram og Coe. MiUitíminn eftir hálfnað hlaup var 1:53,83 mín. Þegar hér var komið sögu tók Mike HiUardt frá ÁstraUu forystuna en hann er heimsmeistari í míluhlaupi innan- húss. Það var síðan um einn hringur eftir af hlaupinu þegar Cram geystist í fyrsta sætið og þegar um 200 metrar voru eftir í markið var Ijóst að um enga keppni var að ræða frá Sebastian Coe. Heimsmet Crams er 45. heims- metið sem sett er á Bislet-leikvangin- um í Osló. Hollendingurinn Adriaan Paulen setti fyrsta heimsmetið í 500 metra hlaupi fyrir 60 árum. Sebastian Coe sagði eftir miluhlaup- ið að það væri ekki nokkur vafi á því að Bislet-leikvangurinn væri ákjósanleg- asti vöUurinn fyrir keppendur að setja met á, eins og staðan væri í dag. Tvö önnur heimsmet Tvö önnur heimsmet litu dagsins ljós á mótinu um helgina. Marokkó- maðurinn Said Auouita setti heimsmet í 500 metra hlaupi en naumt var það og naumara gat það ekki veriö. Hann hljóp á 13:00,41 en eldra metið, sem Bandaríkjamaðurinn Moorcroft átti, var 13:00,42 mín. Norska hlaupadrottningin Ingrid Kristansen setti síðan heimsmet í 10 þúsund metra hlaupi kvenna. Og hún bætti metið mikið, hljóp á 30:59,42 mínútum. Bætti hún eldra metið um rúmarfjórtán sekúndur. Mjög góður árangur náöist í mörgum öðrum greinum á mótinu. Bretinn Roald Bradstock sigraði í spjótkastinu í fjarveru Einars Vil- hjálmssonar og kastaði hann 90,58 metra. Bandaríkjamaðurinn Tom Petranoff varð annar með 84,08 metra kast. Þriðji Raino Manninen, Finn- landi, með 82,92 metra og fjórði Reidar Lorentzen, N oregi, með 82,90 metra. Mary Slaney, sú fræga hlaupakona frá ólympíuleikunum í LA, sigraði af öryggi í míluhlaupi kvenna á tímanum 4:19,18 mín. önnur varð Kirsty McDermott, Bretlandi, á 4:19,41 mín. Louise Ritter, Bandaríkjunum, sigr- aði í hástökki kvenna er hún stökk 1,96 metra. Joni Hutnley USA varð önnur með 1,90 metra. Frábær árangur náðist í 400 metra hlaupi karla. Þar sigraði Derek Redmond, Bretlandi, á 44,82 sekúndum. Annar varð Darren Qark frá Astralíu á 45,07 sekúndum. -SK. • Said Aouita frá Marokkó fagnar heimsmeti sinu í 5000 metra hlaupinu. Hann sagði eftir hlaupið að nœsta takmark hjá sér væri að hnekkja heims- metum Steve Cram. • Bretinn Steve Cram fagnar glæsilegu heimsmeti á Bislet-leikvanginum í Osló. Ekki er langt siðan hann fagnaði heimsmeti i 1500 metra hlaupi en um helgina var það hejmsmetið í míluhlaupi sem ekki stóðst snilli Bretans. Liklega fremsti langhlaupari heimsins í dag. Unimog til sölu Unimog til sölu með original húsi, aflúrtaki fyrir gírspil, lokuðu húsi að aftan, loftbremsum. Bíll í fyrsta flokks ástandi. Góðir greiðsluskilmálar. Verð kr. 290.000,- Staðgreitt kr. 260.000,- pÁLmn/on & mu/on Klapparstig 16. Simi 27745 og 27113. KS sýnditennurnar — er liðið hélt til Borgamess og vann öruggan sigur á Skallagrími, 0:2 Siglfirðingar sýndu vígtennurnar eftir heldur ósannfærandi Ieiki upp á síðkastið er þeir héldu til Borgaraess og sóttu Skallagrim heim. Úrslitin vora aldrei nein spurning. KS hafði allan tímann töglin og hagldirnar og sigraði, 0—2. Á 40. mínútu leiksins náðu KS-menn forustu en stuttu áöur höföu þeir reyndar gert annað mark sem var dæmt af. Hörður J úlíusson gerði ógilda markið en Oli Agnarsson gerði markið sem taldi. Staðan 1—0 í hálfleik. Mark Duffield gerði síðan út um leikinn er 15 mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum er hann skoraði stórglæsilegt mark með viöstöðulausu skoti frá vítateig sem rataði stystu leið upp í samskeyti Skallagríms- marksins. Heimamenn gátu ekki mikið Hreinn vann í kúlu og kringlu - UMSK og KR í 1. deild ífrjálsum mjiig slakur í flcstölluni greinum. Það verða UMSK og KR sem taka þátt í 1. deildar keppninui i frjálsum íþróttum næsta sumar en þessi félög urðu í tveimur efstu sætunum í bikarkeppni FRt, 2. deild, sem fram fór í Keflavik um helgina. UMSK sigraði og hiaut 165,5 stig en KR varð í öðru sæti með 148,5 stig. UMSB varð í 3. sæti með 119, UMFK i fjórða með 110,5, UMSS í fimmta með 89,5 og lestina rak USVH með 57 stig. Árangur i keppninni var yfirleitt Mesta athygli vakti sigur Hreins I I I Halldórssonar í kúiuvarpi og I krlnglukasti þrátt fyrir að Hreinn sé I fyrir mörgum árum hættur að æfa. Gamla kempan kastaði kúlunni 14,63 | metra og kringlunni 41,62 metra. ■ Oddur Sigurðsson hljóp 200 metrana | á 22,4 sekúndum og 400 metrana á | 50,4 sekúndum sem er langt frá hans ■ besta árangri. I -SK. 1 aðhafst eftir það gegn sterkri vöm Siglfirðinganna og færi þeirra í leikn- um ekki umtalsverð. Hins vegar voru gestirnir nærri því að gera þriðja mark sitt en markvörður Borgnesinganna varði þrumuskot Tómasar Kárasonar vel. Maik Duffield var bestur í annars jöfnu liði KS. Enginn skar sig úr í Uði SkaUagríms. -fros. Tvö töp ÍBÍ á Akureyri Frá Stefáni Arnaldssyni, fréttamanni DVáAkureyri: tsflrsku stúlkurnar i 1. deildinni i knattspyrau gerðu ekki góða ferð til Akureyrar um helgina. Þær léku tvo leiki og töpuðu báðum. Fyrri leikurinn var gegn Þór og vann Þór með fjórum mörkum gegn engu. Anna Einarsdóttir skoraði tvö mörk, Inga Pálsdóttir eitt og eitt markanna var sjálfsmark ÍBÍ- stúlknanna. Siðari leikurinn var síðan gegn KA og var þar um naumara tap ÍBÍ að ræða. Sigurmark leiksins skoraði BorghUdur Freysdóttir. -SK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.