Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Blaðsíða 12
12
DV. MÁNUDAGUR 29. JULI1985.
Frjálst.óháÖ dagblað
Útgáfuféldg: FRJÁLS FJÚLMIÐLUN HF.
Stjórnarformafiurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstofiarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686411. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla. áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning. umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12.
Prentun: Árvakurhf.,
Áskriftarverö á mánuði 360 kr. Verö i lausasölu 35 kr.
Helgarblað 40 kr.
Fjárhúsveizlan mikla
í skýrslu sérfræðinga á vegum forsætisráðuneytisins
segir, aö til séu hér á landi fjárhús yfir 1.142 þúsund fjár
og að sauðfé þurfi að fækka úr 714 þúsund í 400—460
þúsund. Þessar tölur gefa gott dæmi um offjárfestinguna
og offramleiðsluna í hinum hefðbundna landbúnaði.
Ef við lítum sérstaklega á offjárfestinguna í fjár-
húsum, þá er hún 60% meiri en sem svarar fjölda fjár í
landinu og allt að 185% meiri en sem svarar þeim f jölda,
sem ætti að vera að mati skýrslugerðarmanna. Þetta er
miklu meiri offjárfesting en menn hafa gert sér grein
fyrir.
Samkvæmt tölum skýrslunnar er sauðfé í landinu allt
að 80% fleira en vera ætti. Þar kemur fram hin hliðin á
vandamálinu. Offjárfestingin í hinum hefðbundna land-|
búnaði leiðir til offramleiðslu, sem kostar þjóðfélagið
uppbætur, niðurgreiðslur og margvíslega aðra styrki.
Annað dæmi um offjárfestinguna í hinum hefðbundna
landbúnaði eru graskögglaverksmiðjurnar. Þeim hefur
fjölgað, þótt þær hafi safnað birgðum allt frá árinu 1977.
Síðast var reist slík verksmiðja árið 1983. Sumar þeirra
eiga enn óselda nokkurn veginn alla framleiðsluna frá í
fyrra.
Leggja þarf til stofnkostnað verksmiðjanna af einkar
takmörkuðu fjármagni þjóðarinnar. En þar með er ekki
öll sagan sögð. Á lánsf járlögum þessa árs er heimild til 24
milljón króna lántöku handa verksmiðjunum, svo að unnt
sé að halda áfram að framleiða óseljanlega vöru.
Ef marka má af annarri reynslu frá hinum hefðbundna
landbúnaði, má reikna með, að lánunum verði breytt í
styrki, þegar gjaldþrotið blasir við. Til slíks hefur Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins fengið nægilegt fjármagn eftir
mikla stækkun kjarnfóðursjóðsins umdeilda.
Samkvæmt lánsfjáráætlun þessa árs er ráðgert, að
samtals verði fjárfestur heill milljarður í landbúnaði.
Obbinn af því fé fer í hefðbundna landbúnaðinn og stuðlar
að þörfinni á uppbótum, niðurgreiðslum og marg-
víslegum öðrum styrkjum á næstu árum og áratugum.
Milljarður ársins sýnir, að offjárfestingin í hinum hefð-
bundna landbúnaði er ekki vandi frá gömlum tíma,
heldur böl, sem haldið er við frá ári til árs með nýrri f jár-
festingu. Sem dæmi má nefna, að síðan 1960 hafa verið
reist f járhús yfir fleira fé en rúm er fyrir í landinu.
Samkvæmt áðurnefndri skýrslu, sem gerir ráð fyrir, að
rúm sé fyrir 400—460 þúsund fjár í landinu, hafa frá 1960
verið byggð fjárhús yfir 557 þúsund fjár eða allt að 40%
umfram það, sem skýrslugerðarmennirnir telja vera
heildarþörf landbúnaðarins á þessu sviði.
Þjóðina skortir fjármagn til byggingar íbúða og til
nýrra atvinnugreina á borð við fiskeldi og tölvutækni. Á
síðustu misserum hefur pólitíkin farið nokkrum sinnum á
hvolf út af húsnæðisvandræðunum. Jafnframt eru nýju
atvinnugreinunum skammtaðir smáaurar úr hnefa.
Á sama tíma siglir hinn hefðbundni landbúnaður fram í
sjálfvirkri fjárfestingu. Ofan á allt forréttindafjár-
magnið, sem þessi grein hefur setið að, bætist nú við stór-
fé í kjarnfóðursjóði. Þess vegna má búast við, að úrelt at-
vinnugrein efli fjárfestingu sína á næstu árum.
Fjárhúsin og graskögglaverksmiðjurnar eru aðeins
tveir af mörgum flokkum minnisvarða um brennslu
íslenzks sparifjár og um skuldasöfnun þjóðarinnar í út-!
löndum. Hinn hefðbundni landbúnaður er í heild skóla-
bókardæmi um, í hvaða veizlur þjóð á ekki að verja
peningum sínum. Jónas Kristjánsson.
DV
„Þafl er engin tilviljun afl þetta kjöt iiggur nœr óhreyft i kistum stórmarkaflanna."
Hálft sauðarfall
i smérsósu
— hugleiðingar í tilefni fóðurbætisskatts og
vínsöluleyf a til veitingahúsa
Aö yfirlögðu ráöi hefi ég nú um
langa hríö látið vera aö minnast
aukateknu orði á landbúnaðarmál.
Heita má aö sama megi segja um
flesta alþýöuflokksmenn, sem í meira
en áratug töluðu fyrir daufum eyrum
þjóöarinnar. Nú þurfum viö ekki
lengur margt aö segja. Flestir aörir
flytja nú mál okkar. Meira aö segja
framsóknarbændur í sveit tala nú
tungutaki Gylfa Þ. Gíslasonar um of-
framleiösluvandamálið, sem var
bannorð í þeim herbúðum fyrir aö-
eins örfáum misserum.
Mæti þeir sjálfum sér
a „Meira að segja framsóknarbænd-
ur í sveit tala nú tungutaki Gylfa
Þ. Gíslasonar um offramleiðsluvanda-
málið, sem var bannorð í þeim herbúð-
um fyrir aðeins örfáum misserum.”
Kjallarinn
lögin sem sjálfstæðismenn sjálfir
settu; raunar einn megintilgangur
þeirra; og var fyrirsjáanleg eins og
m.a. hefur veriö bent á í leiðurum
DV.
Þar sem ég hef haldiö saman
mörgu, sem sagt hefur verið og
skrifað um landbúnaöarmálin opin-
berlega af sjálfskipuöum forkólfum
landbúnaðarins, hefur mig oft
langaö til þess upp á síökastiö aö
tefla fram því sem þeir sögðu fyrir
fáum árum þegar þeir nú tala þvert
á sín eigin orö um nauðsyn fram-
leiöslutakmarkana. Frá fyrri tiö segi
ég, þegar þaö fékkst ekki einu sinni
viðurkennt aö mun fleira sauöfé en
nú gengur í högum, og mun fleiri
mjólkurlítrar en nú koma úr kúnum,
væru vandamál. Viö sögöum aö þessi
skynsemisblinda hinna sjálfskipuöu
málsvara landbúnaöarins myndi í
lokin bitna á bændastéttinni sjálfri.
Hver mótmælir því nú aö svo hafi
farið?
Hvað hafa þeir kostað?
Eftir aö postular landbúnaöar-
stefnunnar hafa loksins fengist til
þess aö viðurkenna aö ríkisvernduð
offramleiðslustefna hafi skapað stór-
felld vandamál fyrir bændur jafnt
sem neytendur mætti ætla aö hægt
væri að ræða málin viö þá að hætti
skynsemisvera. Sjálfir mega þeir
gerst vita hvað staurblinda þeirra
hefur kostað bændastéttina. Neyt-
endur hefur hún kostaö hærra mat-
vælaverö aö tiltölu en nokkur önnur
þjóð í Vestur-Evrópu og Ameríku
þarf aö borga. Gera þessir menn sér
t.d. grein fyrir því aö mánaöarlaun
bréfbera, að frádregnum opinberum
gjöldum og húsnæðiskostnaði, duga
fyrir svo sem eins og fimm eöa sex
lambakjötsmáltíðum? Þaö er engin
tilviljun að þetta kjöt liggur nær
óhreyft í kistum stórmarkaöanna. Á
þá svarið aö vera aö hækka verö ann-
arra matvæla meö skattlagningu
þannig að fólk neyðist til þess aö
kaupa vöru sem er dýrari en svo aö
hún seljist af sjálfsdáöum?
Mismunurinn á heimsmarkaös-
SIGHVATUR
BJÖRGVIIMSSON
FYRRVERANDI
ALÞINGISMAÐUR
verði kjöts og mjólkurvara annars
vegar og því veröi hins vegar sem ís-
lenski neytandinn er neyddur til þess
aö borga fyrir þessar afurðir jafn-
gildir gamanlaust ekki minna en 25%
af ráðstöfunartekjum íslenskrar
verkamannafjölskyldu. Sá er
neytendaskatturinn sem fólkið í
landinu þarf að greiöa fyrir land-
búnaðarpólitík Framsóknar- og
Sjálfstæöisflokks. Að þessi stjórn-
málaöfl skuli engu aö síður halda
samanlagt meira en helmingsfylgi
meöal þjóöarinnar er mér ráögáta.
Úr öskunni í eldinn
Fyrst þetta hefur oröiö afrakstur-
inn af miðstýrðu framleiöslu- og
verðlagningarkerfi og framleiöslu-
ábyrgð ríkissjóðs hvaöa vit er þá í
því að bregðast viö vandanum með
aukinni miðstýringu og ríkis-
afskiptum eins og gert er í nýju
framleiðsluráðslögunum? Viöbára
Sjálfstæðisflokksins um aö reglugerð
landbúnaöarráöherra um viðbótar-
fóöurbætisskatt hafi veriö eitthvaö
sem ekki mátti vænta er billeg
afsökun. Hún er í fullu samræmi við
Þá eru auk þess hafnir samningar
milli ríkisstjómarinnar og bænda
um hvaö skuli framleiða og á hvaöa
verði. Hver á svo að „garantéra” aö
fólkið í landinu sé reiðubúið til þess
aö kaupa þetta og éta? Ætlar ríkis-
stjórnin máske sjálf að hesthúsa af-
ganginn, ef einhver verður, eöa á,
eins og allt bendir til, að stjórna
matarvenjum almennings með því
aö skattleggja ódýrari vöru, sem
fólkið vill, til þess aö landsmenn
komist ekki hjá því aö éta dýrari
vöru sem þeir vilja ekki! Allt bendir
nú i þessa átt og einasta viðbára
landbúnaöarráöherrans virðist vera
sú að það sé þjóðlegra að éta sauði en
éta svín.
Óttast um Árnastofnun
Veröi haldiö áfram á þessari
braut endar islenskur almenningur
sjálfsagt á því einkar „þjóölega”
stigi að utan kjöts af sjálfdauöu hafi
hann ekki efni á miklu öðru matar-
kyns en skæöaskinni. Væri þá ráð í
raun fyrir landbúnaöarráðherrann
aö setja sem fyrst upp dómsmála-
ráöherrahattinn og efla löggæsluna
við Handritastofnun áöur en vorar
göfugu kerlingar fara að sækja
þangað pjötlur í pottana sína svo
vikiö sé sögunni vestur á Rein þar
sem pjötlurnar voru raunar notaöar í
bætur á brækur bööulsmoröingja
sem líka er ákaflega þjóölegt.
En áöur en þar að kemur verður
ráöherrann sjálfsagt búinn að finna
sér önnur þjóðráö í ætt viö stefnuna
um þjóðlegar matarvenjur meö
þvingunum. I ætt við það er til aö
mynda hugmyndin um aö setja þaö
skilyröi fyrir vínsöluleyfi til veit-
ingahúsa; hvur hann hefur einnig
meö höndum; að sérhver gestur
þeirra skuli éta í þaö minnsta hálft
sauöarfall í rjómalagaðri smérsósu.
Fer eftir það fáum sögum af rauð-
vínspressunni.
Sighvatur Björgvinsson.