Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Síða 36
36 DV. MANUDAGUR 29. JULI1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Elizabeth Taylor er reiö út í vini sína fyrir aö hafa ekki heimsótt sig á spítalann þegar gerð var á henni aðgerð vegna meiðsla í baki sem hún hlaut vegna þess að hún var í 25 kílóa þungum kjól þegar hún var að leika í nýjum framhaldsmynda- flokki. Þaö var ekki nóg með það að enginn af fyrri elskhugum hennar kæmi í heimsókn heldur sendi eng- inn þeirra blóm. Hún sagði að það hefði ekki bara verið bakverkurinn sem þjáði hana heldur iíka þaö að finna að nú væri enginn karlmaður í kringum hana sem þætti verulega vænt um hana. \ Karl Bretaprins hefur viður- kennt það opinberlega að hann og Díana prinsessa horfi reglulega á Dallas og Dynasty. Þættirnir eru teknir upp fyrir þau hjónin og síöan horfa þau á þættina þegar þau vilja eiga rólegt kvöld saman. Bo Derek hélt aö loks hefði henni tekist að gera eiginmann sinn af- brýðisaman þegar hún fékk boð um að Muhammad Ali vildi snæða með henni miðdegisverð. En þegar hún kom i boðið var það allt öðruvísi en hún hafði búist viö því þar var eiginkona Ali og þúsund gestir þannig aö Bo var alls ekki ein með kappanum og engin ástæða fyrir eiginmann hennar að vera afbrýði- samur þó að honum væri ekki boðið lika. Tanya Roberts, sem leikur í nýju Bond myndinni, Víg í sjón- máli, er ekki ýkja hrifin af mótleik- ara sínum, Roger Moore. Hún segir hann vera of kvenlegan og hálf- gerða veimiltítu. „Karlmenn eiga að vera töff,” segir Tanya og það virðist Moore ekki vera að hennar mati. Seiðakvisl 26. Eigendurnir við kofann sinn, þau Guðmundur, Sigurgeir, Kóri og Berglind. Smíðavöllurinn vestan Árbæjarsafns „Sum eru hér allan daginn” Fjölskylda Di selur málverk Pabbi hennar Díönu prinsessu af Wales á í erfiðleikum með að fjár- magna viðgerðir á ættaróðali fjöl- skyldu sinnar. Hann hefur því gripið til þess ráðs að selja málverk í eigu fjöl- skyldunnar til að afla fjár til viðgerð- anna. Nýlega seldi hann fimm mál- verk sem samtais fóru á tæpar 10 millj- ónir íslenskra króna. Það er þó aðeins lítill hluti af kostnaðinum sem mál- verkin bjarga því viðgerðin kostaði alls um 110 milljónir íslenskra króna. Earl Spencer segist ekki vera ánægöur með að þurfa að selja málverkin en það sé bara eina leiöin til að borga við- geröina. I hlíðinni vestan við Arbæjarsafnið er risið pínulítið kofahverfi, ef svo má segja. Þar er nefnilega smíðavöllur sem krakkar úr Arbænum og Ártúns- holtinu sækja. Þangaö koma aðallega krakkar á aldrinum 6—10 ára og eru strákarnir duglegri að mæta að sögn Guðrúnar Björnsdóttur sem hefur um- sjón með vellinum. „Sum eru hér allan daginn,” sagði Guðrún” þau fara kannski fyrst í skólagarðana sem eru hér við hliðina og koma svo hingað á eftir og una sér vel í þessum litla reit,” bætti hún við. Smíðavöllurinn tók til starfa í byrjun júní og kemur til með aö starfa eitthvað fram í ágúst. Krakkarnir fá öll verkfæri á staðnum og virðast þau hafa nýtt sér aðstöðuna vel því á svæðinu voru mörg skemmtileg hús og hugmyndaflugið hefur svo sannarlega fengið að ráða við byggingu þeirra enda efniviðurinn ódýr og af nógu að taka. Sveinbjörg, 5 ára, að gera það sem henni finnst voða gaman, nefnilega að saga. Trausf gróðurhús Gróðurhúsið í garöinum að Kirkjuteigi 5 er örugglega með traustustu gróðurhúsum í bænum því það þolir steinkast og stenst hvaða veður sem er. Það mundi sennilega ganga illa að ætla aö brjótast þar inn því veggir þess eru afar rammgerðir miðaö við að um er að ræða gróður- hús. Ástæðan er einfaldlega sú að hér er ekki um að ræða venjulegt gróður- hús, eins og lesendur hafa eflaust áttað sig á, því gróðurhúsið í garðinum að Kirkjuteigi 5 er eigin- lega ekki til, það er aðeins mynd á bílskúrsvegg sem liggur við lóðar- mörkin. En á mynd og að sjá þá virðist sem þarna sé hiö fínasta gróöurhús með miklum gróöri. Annar eigandi hússins, Ingibergur Þorkelsson, lét mála þessa mynd í fyrra á vegginn með leyfi eiganda bilskúrsins. Ingibergur sagði að margir hefðu haldið að hann væri búinn að koma sér upp gróðurhúsi í garöinum eftir að myndin kom á vegginn. Meira að segja hefði hinn eigand- inn orðið mjög hvumsa þegar hann sá fyrirbærið og ætlaði að krefjast skýringa á því að búið væri aö byggja heilt gróðurhús án sinnar vitundar. Sá sem gerði þetta listaverk heitir Sveinn Eggertsson og er hann ungur málari úr Reykjavík. Hann sagöist hafa verið u.þ.b. viku að vinna verkið en þetta er eina veggmyndin sem hann hefur gert. Hann notaði bara venjulega plastmálningu í verkið en annars sagðist hann venju- lega mála vatnslita- og olíumyndir. Hann vann verkið einn og sagöist hafa miöað við að úr íbúð Ingibergs, sem er á annarri hæð hússins, virtist það sem eðlilegast. Það hefur honum svo sannarlega tekist því við fyrstu sýn er ekki annað að sjá en að þarna sé hiö finasta gróðurhús. Við einn stærsta kofann á vellinum voru f jórir krakkar að vinna þegar DV kom þar við. Við spurðum krakkana hvað kofinn héti? „Nú, auðvita Seiða- kvísl 26,” var svarað að bragði. Hvers vegna auðvitað? — „Sko, ég og Kári eigum heima í Seiðakvísl 20 og Sigur- geir og Berglind eiga heima í Seiða- kvisl 6, út úr því kemur 26,” svaraöi Guðmundur en hélt svo áfram að saga. Einfalt var það og greinilegt að sam- komulagið á þeim bænum er eins og best verður á kosið. SJ Þessi litla hnðta var mest i þvi afl ná sór í vatn á meflan DV stoppaði á smiðavellinum, hún hefur kannski verið afl gera hreint í litla húsinu sínu. DV-myndir Bj. Bj. Plonturnar virflast dafna vel i gróðurhúsinu afl Kirkjuteigi 5 þrátt fyrir afl innganga i húsifl sé útilokufl af eðlilegum óstæflum. DV-mynd VHV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.