Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Side 13
DV. MÁNUDAGUR 29. JULl 1985. 13 Kennarar og fræösluyfirvöld I DV 17. júlí sl. birtist grein eftir hæstaréttarlögmann, Harald Blöndal, þar sem hann fer nokkrum orðum um tittnefndan einkaskóla. Hér verður einkarekstur ekki gerður að umræðuefni. Heldur vil ég gera athugasemdir við ýmsar hroka- kenndar og villandi fullyrðingar hansumkennara og starf þeirra. ' Sjúkleg tilhneiging Haraldur gefur m.a. í skyn að kennarar standi svo fjarskalega illa að vígi i kennslu sinni, aö eðlilegt sé að menn vilji leita annað með kennslu fyrir böm sín. Af honum má skilja sem svo, að kennslan sé svo léleg að það skipti nemendur sára- litlu að missa úr rúmar þrjár vikur sl. vetur. Loks kemur fram hjá Har- aldi sú sjúklega tilhneiging, sem reyndar einkennir allt of mörg skoðanasystkin hans, að ræða um kennara og vinstri menn saman sem einhverja allsherjarþjóðfélags- kvilla. I lok greinar Haralds má lesa þessi gáfulegu orð: „Andstaðan við Tjarnarskólann er vitanlega byggð á því einu að kennarar og vinstri menn óttast að reynslan af skólastarfinu þar verði einkaskólunum í hag.” Eg fagna því, að lögmaðurinn skuli koma auga á, að líklega verði skóla- starfið árangursríkara i einka- skólunum, skólum með vel launaða réttindakennara. Hins vegar vil ég vara Harald við þessum alhæfingum, sem getið er hér að framan. Honum væri nær að skoða nokkra grunnskóla, kynna sér allar aðstæður þar og bera þær saman. Hætt er við, að hann upplifði þar ýmsar napurlegar staðreyndir, sem ekkert eiga skylt við skort á færni eöa vilja kennara til að mennta nemendur. Ef Haraldur telur fræðslu í grunnskólum ábótavant, sem er reyndar mín skoöun einnig, þá er skýringa að leita hjá fræðsluyfir- völdum. I flestum grunnskólum landsins ríkir nefnilega skipulagsleysi og hringlandi, sem má rekja beint til stjórnleysis í menntamálum. Fyrst vil ég nefna virðingarleysi fyrir réttindum og kjarakröfum kennara. Sérstaklega vil ég benda á nauðsyn þess, að lögvemda kennarastarfið. Veit Haraldur t.d., að í grunnskólum Kjallarinn „Kennarar eiga ekki að taka við ásökunum um glundroðann sem hundruð manna á vegum menntamálaráðuneytisins hafa þegið laun fyrir að skapa með alls kyns tilraunastarfsemi, ferðum til útlanda og árangurslitlum rannsóknum." Q „Ef Haraldur telur fræöslu í grunnskólum ábótavant, sem er reyndar mín skoöun einnig, þá er skýr- inga aö leita hjá fræðsluyfirvöldum. ” MEYVAIMT ÞÓRÓLFSSON KENNARI starfar fjöldi fólks við kennslu, sem er alls ekki kennarar og hefur margt enga getu eða menntun til að kenna? Hér á ég við fóik eins og nýstúdenta, mislukkaða bifvéiavirkja, húsmæöur og kollega Haralds, sem hafa ekki náö frama í frumskógi spillingarinnar. Eg held við þurfum ekki hæstaréttarlögmann til að rang- túlka fyrir okkur árangurinn af slíku fyrirkomulagi. Vantar skýrar reglur Síðan vil ég nefna þá staðreynd, að það vantar ákveðnar línur frá fræðsluyfirvöldum um það hvers er krafist af kennurum. Ég tel að kennarar eigi ekki að þurfa að taka ákvarðanir um, hvort þeir kenni landafræöi og Islandssögu eða lími saman ímyndaö skipafélag og ferðist til Póllands með nemendur. Otrúlega Utill hluti starfandi fólks við kennslu hefur þekkingu til að velja hæfilegt námsefni, kenna þaö og meta síðan námsárangur nemenda eftir því. Samt er til þess ætlast allt fram á níunda námsárið. Þá loksins koma ákveðin fýrirmæli frá fræðsluyfirvöldum um námsefni til prófe. Loksins eftir níu ára dvöl nemenda í skólakerfinu sýna yfir- völd áhuga á að meta stöðu þeirra með svokölluöum samraemdum prófum, sem flestir hljóta að kannast við. Menntamálaráðuneytiö er mikiö bákn og á vegum þess starfa tugir ' nefnda og starfshópa svo ekki sé nefnd hin virðulega skólaþróunar- deild. Einhver í öllum þessum skara hlýtur að hafa tíma til að skoða þessi mál og taka á sig ábyrgðina. Það furðulega er, að það virðist nefnilega enginn vilja bera ábyrgð á neinu. Kennarar eiga eðlilega að fá skýr fyrirmæli ofan frá um það hvemig þeir eiga að starfa og yfirvöld eiga að fylgjast grannt með því starfi gegnum öll aldursstig grunnskólans meö samræmdu námsmati. Kennarar eiga ekki að taka við ásökunum um glundroðann sem hundrað manna á vegum mennta- málaráðuneytisins hafa þegið laun fyrir að skapa með alls kyns til- raunastarfsemi, ferðum til útlanda og árangurslitlum rannsóknum. Ef Haraldur vill raunverulega bæta menntun í landinu, þá á hann að beita sér fýrir eftirfarandi: 1. Að enginn geti starfað sem kennari nema hann hafi réttindi til þess. 2. Að kennarar fái laun í samræmi við þá ábyrgð og menntun sem starfið krefst. 3. Að ábyrgir aðilar i mennta- málaráðuneytinu ákveði hvemig skólastarfiö eigi að ganga fyrir sig, setji um það skýrar reglur og sjái til þess að þeim sé framfylgt á viðun- andi hátt. Mey vant Þórólfsson. Umferöin og ár æskunnar Arið 1979 ákvaö allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna aötileinka æsk- unni árið 1985 undir kjörorðunum: „Þátttaka, þróun og friður”. Sam- kvæmt samþykkt S.Þ. var einkum nefndur aldurshópurinn 15—24 ára en það er algeng aldursskipting i skýrslugerðhjá alþjóðastofnunum. í daglegri umfjöllun hjá okkur á Islandi hafa ekki verið nefnd skýr mörk, viljum við ekki öll vera og erum kannski æskufólk? Nokkuð hefur verið f jallað um ár æskunnar í fjölmiðlum og þá einkum hvernig bæta megi stööu og réttindi æsku- fólks til hinna ýmsu mála og hver sé framtíðarsýn þess. íslendingar eru yfirleitt sammála um að margt sé i góðu lagi heima fyrir og nefnd eru m.a.: heilbrigðismál, skólamál, at-' vinnumál og frelsi einstaklingsins til eigin ákvarðanatöku. Á ári æsk- unnar verður okkur þess vegna tíðar hugsaö til annarra þjóða, s.s. í Afríku og Asíu. Spyrnum við fótum Eitt mál hefur helst til lítið verið fjallað um á ári æskunnar, sem snertir verulega íslensku þjóðina. Það eru umferðarmálin og fylgi- fiskur þeirra, umferðarslysin. Dag hvern, ár hvert, er umferöin snar þáttur í samskiptum okkar við annaö fólk og því mætti ætla að umferðar- málin væru sameiginlegt áhugamál allra. Á einum degi skarast hagsmunir fjöldans i umferðinni, má þar t.d. nefna þá sem eru á leið til vinnu, á leið i skóla eða aö reka eitt- hvert erindi. Sumir akandi, aðrir gangandi og enn aðrir hjólandi, en öll höfum við það að markmiði að komast sem fljótast yfir. En hefur þú, lesandi góður, hugleitt öll um- ferðarslysin sem verða á degi hverjum? Hefur þú hugsað um þann fjölda sem slasast meira og minna eða hugsaö til aðstandenda þeirra sem látast? Er ekki tími til kominn að spyrna við fótum? Ef við höfum það að leiðarljósi að lenda ekki í ill- deilum við samferðafólk okkar á lífs- brautinni þá má með sömu rökum Kjallarinn BJÖRNM. BJÖRGVINSSON FULLTRÚI HJÁ UMFERÐARRÁÐI örugglega fækka umferðarslysum á akbrautinni. Hjá Umferðarráði fer fram skrán- ing umferðarslysa. Þessi skráning nær til alls landsins og er unnin upp úr skýrslum lögreglunnar. Þegar litið er á þessar skýrslur og aldurs- hóparnir bornir saman þá kemur í ljós að aldurshópurinn 15—24 ára er í mestri hættu í umferðinni. Ef við athugum töflu I þá sést hve gríðarlegt skarð umferðarslysin höggva í aldurshópinn 15—24 ára. Töflunni er skipt í þrjá aldurshópa, hóp A (14 ára og yngri), hóp B (15-24 ára) og hóp C (25 ára og eldri). Ef árin eru borin saman þá sést aö árið 1983 eru því sem næst jafnmargir sem slasast í aldurshópnum 15—24 ára og í hinum hópunum til samans. Gefum okkur að hópur A hafi deili- töluna 14, hópur B deilitöluna 15 og hópur C deilitöluna 50 og deilum í árið 1984. Þá verður útkoman sú að hópur A hefur 9,5 slys pr. aldursár, hópur B 21,7 slys pr. aldursár og hópur C 5,8 slys pr. aldursár. Sam- kvæmt því er fólki á aldrinum 15—24 ára hættast við meiðslum í umferð- inni. Litum á töflu II yfir aldur öku- manna sem lenda í umferðar- óhöppum. Hópur X sem heíur u.þ.b. 10 ökuleyfisár (létt bifhjól og dráttarvélar) lendir í jafnmörgum óhöppum og hópur Y sem hefur u.þ.b. 50 ökuleyfisár. Þetta sýnir svart á hvítu að aldurshópnum 15— 24 ára er hættast við aö lenda i um- ferðaróhöppum. Hvers vegna þarf unga fólkið og ættmenni þess að færa svo miklar fómir í umferðinni? Unga fólkið sem á alla framtíðina fyrir sér. Nefndar Ég tel og fullyrði reyndar að ein meginorsök þess að svo mörg ung- menni slasast í umferðarslysum sé skortur á sjálfsgagnrýni og auk þess £ „í tilefni af ári æskunnar skora ég á allt æskufólk að taka höndum saman og reyna að fækka umferðar- slysum.” eru nokkrar ástæður fyrir því að svo margir slasast úr þessum hópi. Meðal annars að flestir öölast ýmis ökuleyfi á þessum aldri og einnig losnar um viss bönd sem tengja ein- staklinginn við heimilið. Þessi tvö atriði saman þýða að þessi aldurs- hópur er mest á ferli í umferðinni pr. sólarhring. Samkvæmt þessu er álit sumra að það sé ekkert óeðlilegt að þessi aldurshópur lendi í flestum um- ferðarslysum. En þarf svo að vera? Eg tel að svo sé ekki. Hinn mannlegi þáttur á hér stærstan hlut að máli. óhemju mikið álit á eigin ágæti sem bílstjóra. Dómgreindarleysið hjá sumum ungmennum er oft ótrúlegt og nægir að nefna þá ranghugmynd að hægt sé aö stöðva bifreið „á pur.ktinum” þegar greitt er ekið. 1 tilefni af ári æskunnar skora ég á allt æskufólk að taka höndum saman og reyna að fækka umferðarslysum. Fækkum þeim það mikið að þessi ár verði ekki hættulegustu árin í lífi hvers ungmennis. Björn M. Björgvinsson Tafla II Hópur X Hopur Y yngri er 25 ára og Árið 24 ára eldri 1982 403 386 1983 366 328 1984 370 447 Tafla 1 Arið Hópur A 14 ára og ynqri Hópur B 15-24 ára Hópur C 25 ára og eldr i TMÖ slasaóir 140 306 265 látnir 2 12 11 1981 slasaðir 154 336 241 ■ látnir 3 11 10 1982 slasaðir 143 351 274 látnir 2 10 12 1983 slasaðir 110 305 216 látnir 2 8 8 1984 slasaðir 134 326 264 látnir 2 10 11 1985 slasaöir 136 326 264 x) látnir 2 10 11 Aldur ökumanna sem aðild áttu að umferðarslysum samkvsemt skýrsl- um lögreglu. Aldursskipting þeirra sem slösuðust eða létust í umferðarslysum síð- astliðin 5 ár samkvæmt skýrslum lögreglu. x) spá samkvæmt meðaltali siðustu 5 ára

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.