Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Blaðsíða 5
DV; MANUDAGUR29. JULI1985.
5
Staðan á toppnum:
Þverá í Borgarfirði
hefur örugga forystu
veiðst hafa 1125 laxar
„Jú, ætli maöur sé ekki búinn aö
veiöa 25 laxa í sumar og þá mest í
Þverá, Norðurá og Elliðaánum, en
þetta er allt frekar smár lax. Nei,
þetta byrjaði ekki vel og fyrstu veiði-
túrarnir gáfu litla sem enga veiði.
En s vo kom þetta hægt og sígandi. ’ ’
Það hafa margir veiðimenn rennt
en veiðin hefur verið misjöfn. Það er
greinilegt aö veiðimenn eru farnir að
minnka veiðileyfakaup og er það
ekkert skritiö. Silungsveiðin hefur
laðað marga veiðimenn tii sín þvi
þar verða menn ekki gjaldþrota þó
þeir fái lítið.
En laxveiðin stendur sem hæst
núna og erlendir veiðimenn eru í
mörgum veiðiám og sums staðar
heyrist hálfgert neyðarhljóð í þeim,
veiðin er lítil sem engin, og þetta er
farið að gerast ár eftir ár.
„Þetta er voðalegt, áin er næstum
tóm og þeir útlendingar sem hafa
veitt hér i tvo daga, hafa fengið 4
VEIÐIVON
GunnarBender
titti,” sagöi Heimir Barðason,
leiösögumaður viö Víðidalsá.á laug-
ardaginn. „Þetta eru toppveiðimenn
og veiða vel í hyljunum með flugunni
en maöur hefur heyrt á þeim að þeir
séu að hugsa um að koma ekki aftur.
Það eru kannski 150—200 Iaxar i ánni
og ég fór með veiðimenn í bleikju-
Þverá hefur örugga forystu um fjölda laxa og hafa veiðst þar 1125 laxar,
veiðimenn leggja á ráðin um leið og flugunni er kastað.
DV-mynd G. Bender.
veiöi í morgun. Það kom smáganga
fyrir skömmu, en það gerist varla
nokkuð stórkostlegt úr þessu, þaö
hafa veiðst 232 laxar,” sagði Heimir,
leiðsögumaður við Viðidalsá, að
lokum.
Já, áfram halda menn að veiða og
hvaða veiðiá skyldi hafa gefið flesta
laxa? Hvaða veiöiá er á toppnum?
Þverá í Borgarfirði hefur örugga
forystu ennþá og hafa veiðst 1125
laxar. Nú er spurningin. Ná hinar
veiðiárnarhenni? Eða verður Þverá
efstílokin?
1) Þverá.............1125 laxar
2) LaxáíAðaldal.......920 laxar
3) Norðurá............740 laxar
4) LaxáíKjós..........720 laxar
5) Elliðaárnar........640 laxar
6) LangááMýrum........630 laxar
7) LaxááAsum..........624 laxar
G. Bender.
Landakotog
Landspítalinn:
DREGIÐ ÚR
REKSTRINUM
„Það er ein deild lokuð hjá okkur,
aðallega vegna sumarleyfa, og svo er
bamadeildin rekin á hálfum dampi. Að
öðru ieyti er þetta svipað og veriö
hefur,” sagði Olafur Örn Amarson,
yfirlæknir á Landakotsspítala, í
samtali við DV.
Olafur sagði að engir verulegir
erfiðleikar hefðu komið upp umfram
það sem venjan er vegna sumarleyfa
og að spítalinn hefði verið tiltölulega
vel settur með hjúkrunarfólk hingað
til.
Símon Steingrímsson, forstjóri
Ríkisspítalanna, upplýsti að dregið
væri verulega úr rekstri spítalans í
sumar vegna þess að ekki fengjust
nægilega margir til afleysinga. Reynt
væri að leysa máliö með aukavöktum.
Fjórar deildir á sjálfum aðal-
spítalanum em lokaðar í þrjár til fjór-
ar vikur í sumar, auk einnar á geðdeild
og einnar á Vífilsstöðum, svo sem DV
skýrði frá á föstudag.
-pá.
Borgarspítalinn:
Fjórum deildum
lokaðísumar
Mikill skortur á afleysingafólki
veldur því að orðið hefur að loka
f jórum deildum á Borgarspítalanum í
sumar að meira eða minna leyti. Tvær
lyflækningadeildir eru lokaðar í einn
og tvo mánuði og ein skurðlækninga-
deild í tæpa þrjá mánuði. A þessum
deildum eru 87 rúm. Endurhæfingar-
deildin við Grensásveg bætist svo við,
en þar veröa 30 rúm auð í 10 vikur.
Magnús Skúlason, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Borgarspítalans, sagði í
samtali við DV að ástandiö á spít-
alanum hefði aldrei verið jafnslæmt og
núna. Orsök þessara víðtæku lokana er
skortur á hjúkrunarfólki í afleysinga-
störf. Sem stendur er talsveröur hluti
hjúkrunarfræðinganna í hlutastarfi en
mikill vandi myndi leysast ef fleiri
fengjust í heilsdagsstörf, að sögn
Magnúsar. Raunar hefur vantaö
starfsfólk á Borgarspítalann frá þvi
um áramót og síðan þá hafa þrjár
deildir verið lokaðar, alls með 41 rúmi.
Þær koma til viðbótar þeim sem taldar
voru að framan.
Magnús Skúlason sagði að augljóst
væri aö þetta ástand bitnaði mjög á
sjúklingum og að ýmsar stoðdeildir
innan spítalans yrðu við þetta mjög
óhagkvæmar í rekstri. Lokun deild-
anna þýddi að mikið álag skapaðist en
reynt væri að niöast ekki um of á
starfsfólkinu. Einnig væri reynt að
halda eins miklu opnu og tök væru á.
Sagði hann að það hefði gengið
nokkurn veginn en engu aö síöur væri
stofnunin komin í vítahring sem ekki
sæist lausn á í bráð.
-pá
takt!
Otrúlegt en satt!
Adeíns 3.950
Sambyggt bíltæki — 2x8 wött. FM. Sterfó. MW.
Bíltækjapakki
Verd adeins 4.950
m*
rowi - VOL
rufve
FM 88 8» BQ 1ÖO lOA ‘IQB MH*
* wto ,
AM »A SO ro ao **oo T3o iea KHj
Sambyggt bíltækl — 2x7 wött. FM. Steríó. MW. Ásamt 15 watta hátölurum.
Og aftur komum við á óvart!
104 108 MHt
am eo °ro ao 100 tao <»80 km*
Sambyggt bíltækl — 2x7 wött. „Auto Reverse". FM. Steríó. MW. AðeÍnS 5.690
Hátalarar í alla bíla — Verd ffrá 1.370 parlö. Tónjafnarar með 30 watta affll frá 2800.
LeitiÖ ekki langt yfir skammt. — Urvalið er hjá okkur.
SJÓNVARPSBÚDIN
Lágmúla 7 — Reykjavik
Simi 68 53 33
■