Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Blaðsíða 9
DV. MANUDAGUR 29. JULI1985. 9 Útlönd Gyðingaræfir útíarabana vegna morða Gerö var í gær útför gyðinga- kennaranna tveggja, sem fundust myrtir á vesturbakka Jórdanar í síðustu viku. En jaröarförin minnti meira á mótmælagöngu gegn hryðjuverkum araba og hafði lög- reglan mikinn viðbúnað til þess að verja arabahverfin í Afula fyrir sárgrömum gyðingum. Fimm dögum eftir að kennaranna var saknaö og að und- angenginni mikilli leit fundust lík þeirra í helli í fjalli einu skammt frá Afula. Þrír sauðahirðar Palestínuaraba, 17, 18 og 19 ára gamlir, hafa játað á sig morð þeirra. Gyðingar gengu berserksgang við þau tíðindi og fóru í arabíska íbúðarhluta Afula og grýttu sér- hvem araba sem þeir sáu og a ra bíska r verslanir. Áleiðútúr hatísnum eftír fjóramánuði • Sovéska birgðaflutningaskipið Mikhail Somov, sem setið hefur fast í hafís við Suðurskautslandið síðan í mars, er nú á leið til Nýja- Sjálands. Með því er ísbrjóturinn Vladi- vostok sem kom birgðaflutninga- skipinu til bjargar í síðustu viku. Eiga bæði skipin enn eftir um 600 sjómilna siglingu í gegnum ís, áður en þau komast út á rúmsjó, en þeim miðar áfram í rétta átt, þótt hægt fari. Þau eru væntanleg til Welling- ton seint í ágúst til að taka elds- neytiogkost. Dalikominnheim afturfkastalann Salvador Dali hefur iátið eftir sér hafa að öll mestu listaverk sögunnar hafi verið unnin undir vemdarvæng konungsvalds. ,,Ég er konungssinni, því að ekkert merkilegt hefur nokkurn tíma verið gert undir lýðræðis- stjóm,” sagði Dali í viðtali við eitt blaða Barcelona. Segir hann Spán heppinn að hafa haft sínar konungsstjórnir. Listmáiarinn er nýkominn aftur heim til kastala síns í Figueras, skammt frá Barcelona, en hann skaöbrenndist í ágúst í fyrra þegar eldur kom upp í svefnherbergi hans. Dali hefur lifað sem einsetu- maður síðan eiginkona hans, Gala, andaðist 1982. Vinir hans hafa áhyggjur af því að heilsu hans hafi hrakaö. „Það sem amar mest að mér er aðégáerfitt umsvefn,” sagðiDali í blaðaviðtalinu. „Ég gæti ekki óskað mér betri gjafar en þeirrar aðfáaðveraífriði.” Rekjaþráðinn í rannsókn páfa- tilræðisins Fulltrúi ítalska saksóknara- embættisins kom heim frá Tyrklandi í gær þar sem hann hafði kynnt sér vitnisburð tveggja Tyrkja sem taldir eru flæktir inn í tilræðið við Jóhannes Pál páfa. Sagðist hann ánægður með það sem hann hefði orðiö vísari við að yfirheyra Sedat Sirri Kadem og Omer Ay Had, en eftir væri að sannprófa betur framburð þeirra. Ali Agca, sem særði páfann 1981 með byssuskoti, hefur haldið því fram að báðir þessir menn hafi verið með honum á Péturstorginu þegar hann reyndi að ráða páfa af dögum. HRE VFILL 08-55-221 er langstœrsta bílastöð í borginni Vegna mikillar eftirspurnar fjölgum við enn þessum vinsœlu Citroén CX25 7farþega bílum. • Höfum nú langflesta 7 farþega bílana. • Munið að hjá okkur er mesti möguleiki til að fá bíl á öllum tímum sólarhrings. • Fljót og góð þjónusta. Stœði um allan bœ. Dæmi: 5—7 manns í bíl — meðalverð mann mann mann Dagtaxti Húsafell...(skotferð) kr. 642,- Laugarvatn....... (skotferð) kr. 434,- Þingvöll, Gullfoss, Geysi (ca 280 km hringur, um 7 tímar) kr. 995,- Vissir þú að leigubíll (4 farþegar) kostar aðeins 13 kr. á km ef þú fœrir í ferð sem tœki fleiri en einn dag, kostar híllinn aðeins 4.178,- kr., innifalið 200 km á dag. 7 farþega bílar eru aðeins 20% dgrari effarþegar eru 5 eða fleiri. Dagtaxti Gerðu nú samanburð á okkar verði, bíla- leigubíla og áœtlunarbíla ogpantaðu svo. Farangur er ekkert vandamál. Höfum bœði toppgrindur og kerrur. Hringferðir eða skot■ ferðir. — Allt eftir þínum óskum. Hringdu bara á stöðina. Pantaðu tímanlega í lengri ferðir. WREYFILL Ó85522

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.