Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Blaðsíða 34
34
qgy'VANTM
I SmKTAUNdM
HVERFI- IBi
IS| LAUSAR STÖÐUR HJÁ
'I' REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftir-
talinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjara-
samningum:
• Hjúkrunarforstjóri til afleysinga tímabilið
01.10. '85 til 31.05. '86, við Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur.
• Hjúkrunarfræðingar við heilsugæslu í
skólum, heimahjúkrun og barnadeild Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur. Sérnám í heilsu-
gæslu æskilegt. Um er að ræða bæði fullt
starf og hlutastarf.
• Sjúkraliði við heimahjúkrun.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
22400.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á
sérstökum umsóknareyðublöðum, sem þar
fást, fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 6. ágúst 1985.
TIL SÖLU
Daihatsu Charade Van dísil árg. '85. Vetð kr. 295.000,-.
Reykjavlk:
Sóleyjargötu
Ásvallagötu
Aragötu
Álftamýri
Skúlagötu
Hólmgarð
Hæðargarð
Kópavogur:
Kópavogsbraut
Kársnesbraut
Fitjar
Byggðir
Garðabær:
Búðir
Flatir
HAfH) SAM8AN0 VID AFGRB0SLUNA 00 SKRIFIÐ YKKUR A BIDUSTA.
Til sýnis á bílasölunni Skeifunni, símar 84848 og
35035.
Bílasalan
SKEIFAN
Skelfunni 11
Símar 84848 og 35035.
Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval
notaðra rafmagns- og dísillyftara, enn-
fremur snúninga og hliðarfærslur.
Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum
lyftara. Flytjum lyftara, varahluta- og
viðgerðaþjónusta.
Líttu inn — við gerum þér tilboð.
Tökum lyftara í umboðssölu.
LYFTARASALAN HF.f
Vitastig 3, simar 26455 og 12452.
Valhúsaskóli
Seltjarnarnesi
auglýsir
Kennara vantar að Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi.
Kennslugrein: heimilisfræði.
Upplýsingar gefa: skólastjórinn, Ólafur H. Óskarsson, í
síma 30871 (heima), 27744 (í skólanum) og formaður
skólanefndar, Guðmar Magnússon, í síma 625864.
Skólanefnd
DV. MÁNUDAGUR 29. JUU1985.
Seiðin fóðruð i fiotkvínni þar sem þau eiga eftir að vera nœstu 20 mánuðina.
Fiskeldi á Neskaupstað:
„Stefnum að um 12
flotkvíum á firðinum”
— segir Gylfi Gunnarsson, f ramkvæmdast jóri Mánalax
Starfsmenn Mánalax. T.v. Gisli Gíslason, Gylfi Gunnarsson og Jón Gunnar
Sigurjónsson. í baksýn sést flotkviin.
DV-mynd PK
Nýtt fiskeldisfyrirtæki hóf starfsemi
sína nú í vor á Neskaupstaö. Þaö heitir
Mánalax og er i eigu Gylfa Gunnars-
sonar sem einnig er meö síldar-
söltunarfyrirtæki og steypustöö á sinni
könnu.
Fiskeldiö er á byrjunarstigi á Nes-
kaupstaö. Keypt voru seiði f rá Húsavík
og Hólum í Hjaltadal. Þau seiði sem
komu frá Hólum voru ekki tilbúin til að
fara í sjóinn svo nú um nokkurt skeið
hafa þau verið í landkví þar sem reynt
hefur verið að aðlaga þau sjó smám
saman. Flest það sem notað er hjá
Mánalaxi er heimasmíðað. Þegar
hefur verið komið fyrir flotkví úti á
firðinum sem Gylfi og hans starfs-
menn smíðuðu s jálfir.
„Við gerum ráð f yrir að sleppa um 12
þúsund seiðum í flotkvína. Þar verða
þau í fóðrun í 18 til 22 mánuði. Ef vel
tekst til fáum við um 20 tonn af fiski úr
þessu,” segir Jón Gunnar
Sigurjónsson, verkstjóri hjá Mánalaxi.
„Við ætlum bara aö byrja með þessa
einu flotkví í fyrstu,” segir Jón.
„Ef við látum ekki byrjunar-
erfiöleika aftra okkur ætlum við að
auka við okkur. Með öllumfyrirvörum
hugsum við okkur að þessi stöð geti
þróast upp í aö vera meö 10 til 12 Qot-
kvíar sem ættu að gefa af sér um 100
tonn á ári,” segir Gylfi Gunnarsson.
Gísli Gíslason starfar einnig hjá Mána-
laxi. Hann var sl. vetur í námi i f iskeldi
í Noregi. Þá hafa starfsmennimir
einnig kynnt sér fiskeldi í Færeyjum.
Þaðan hefur fyrirtækið einnig-keypt
f óður fyrir seiðin. -APH.
„Höfuðmál okkar núna
er vafnsborun í Senegal”
— segir Lovísa Christiansen, nýkjörinn varaf orseti
Evrópusf jórnar soroptimista
„Við vorum sex í framboöi, því var
hörð barátta um sætin,” sagði Lovísa
Christiansen innanhússarkitekt. „Islenska
sendinefndin stóð sig vel í kosningabarátt-
unni og þetta haf&st.
Lovísa náði kjöri í stjórn Evrópu-
samtaka soroptimista og hún var þar kos-
in varaforseti samtakanna. Evrópuþing
soroptimista var haldiö í Graz í Austuníki
5.-7. júlísL
Þingiö sóttu tæplega fimm hundruö
konur frá tuttugu og fjórum
þjóðlöndum, bæði frá Evrópu og
Afríku. I Alþjóðasambandi soroptimista
eru um sjötíu og fimm þúsund meðlimir
en í Evrópu rúmlega tuttugu þúsund. For-
seti Evrópusamtakanna er frá Noregi.
Einu sinni áður hefur íslensk kona átt sæti
í Evrópustjóminni en það_er Halldóra
Eggertsdóttir hússtjómaikennari.
Frá Sunnuhlíð
til Senegal
A Islandi eru um þr jú hundruö konur
starfandi í þrettán klúbbum en sá
fyrsti var stofnaður 1959.
Soroptimistahreyfingin á upptök sin
í Bandaríkjunum, var stofnuð í
Kaliforníuáriðl921.
, Jlöfuðmál okkar um þessar mundir
er að bora eftir vatni í Senegal, það
var fyrst verkefhi Evrópuklúbbanna
en er nú alþjóðlegt verkefni,” sagði
Lovisa Christiansen, varaforseti
Evrópustjórnar soroptimista, kom
heim úr sögulegri ferfl i gifsi en það
er farifl og afleins þrýstiumbúflir
eftir um öklann. DV-mynd VHV
Lovísa er hún var spurð um verkefni
soroptimista.
Aætlað er að bora átta holur í Sene-
gal og þegar em tværkomnar í gagnið.
Kostnaöur við hverja vatnsholu mun
vera um 35 þúsund Bandaríkja-
dollarar.
„Við hjálpum konum í vanþróuðu
löndunum svo fleira sé nefnt, að styöja
Qóttakonur til endurmenntunar er svo
annað verkefni,” sagfá hinn nýkjömi
varaforseti.
Konur í Soroptimistasambandi
Islands lögöu hönd á plóginn við upp-
byggingu Sunnuhliðar í Kópavogi, svo
nefnt sé dæmi af innanlandsverk-
efnum. Megintilgangur sambandsins,
sem er starfsgreinasamband, er aö
stuðla aðmenningu og efla konur.
Ungverskt g'rfs
„Eg hef alveg ákveðnar hugmyndir
um hverju ég vil áorka sem varafor-
seti Evrópustjómarinnar, en vil bíða
með að ljóstra þeim áætlunum upp,”
sagði Lovísa Christiansen. Síðastliðin
fjögur ár hefur hún gegnt embætti
sendifulltrúa fyrir Islands hönd á
árlegum fundum erlendis svo hún
hefur marga fundina setiö á erlendri
gmnd. Þessi síöasta ferð mun henni þó
vera eftirminnileg fyrir margra hluta
sakir. Kjörið sem varaforseti sjálfsagt
efst í huga. En annað gerðist lika. Eftir
þingið fóru þingkonumar í ferð til
Búdapest í Ungverjalandi. Þar var
Lovísa sett í gifs á þekktu sjúkrahúsi
fyrir íþróttamenn. Á ferðalaginu mis-
steig hún sig og var því sett í gifs upp
að hné. Þannig sneri hún heim aftur,
en þegar við hittum hana að máli var
aðeins þrýstiumbúnaður á ökla vara-
forsetans einu ummerkin um mis-
stigiðíUngverjalandi. -ÞG.