Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Side 14
14 DV. MANUDAGUR 29. JULI1985. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI LAUSAR STÖÐUR: Röntgenhjúkrunarfræðingur — Röntgentæknir óskast sem fyrst við röntgendeild. Upplýsingar veitir deildarstjóri kl. 11 —12og 13—14alla virka daga. Hjúkrunarfræðingar: Handlækningadeild 1 —B, 11 —B, Lyflækningadeild 11—A, Barnadeild. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóa kl. 11 —12 og 13—14 alla virka daga. Skrifstofa hjúkrunarforstjóra. HÖFUM OPIÐ FRÁ KL. mánudaginn 29. júlí til fimmtudags 1. ágúst, vikuna fyrir verslunar- SKÓVAL VID ÓDINSTONU Karlmenn. . . Nýkomnir beygjuklossarnir góðu, takkatöflur og fl. Mjög góðir skór fyrir þá sem vinna á steingólfi. * Allar stœrðir af strigaskóm, íþróttaskóm, stígvélum. * Aukum enn gott úrval af skóm á alla fjölskylduna. Margar gerðir af töflum (takka), inniskóm, söndulum og götuskóm. # Þreyttir fætur fá örugglega skó við sitt hæfi. SKOVAl VIÐ ÓÐINSTORG ÓÐINSGÖTU 7. SÍMI 14955 SKÓVERSLUN FJÖLSKYLDUNNAR „Einkaskólar eru ðgætt dæmi. Ekkert bendir til annars en að þeir geti veitt okkar staðnaða skólakerfi verðuga samkeppni og auk þess leyst hluta af fjárhagsvanda rikisins." Af einkaskólum Þegar eftirfarandi grein Jóns Óttars Ragnarssonar birtist i DV fyrir skömmu víxluðust tveir kafiar hennar vegna mistaka. Fyrir vikið varð greinin nónast óskiljanleg og þvi birtist hún hér aftur, óbrengluð. A Sögufundinum fræga tók einn helsti forsprakki frjálshyggjunnar, Milton Fríedman, af öll tvímæli um að skólar skuli ekki vera reknir af því opinbera. Þessi fráleita öfgakredda hag- fræðings, sem sjálfur hefur mestan partinn lifað í náöarfaðmi banda- rísks ríkisháskóla, er verðug innsýn í hugarheim margra frjáls- hyggjumanna. Sósíalistar eru svo á hinn bóginn sífellt að tönnlast á að einkaskólar séu af því illa og fara hamförum i hvert skipti sem viðleitni kemur framíþáátt Eg held að óhætt sé aö fullyrða að meirihluti Islendinga telur bæði eölilegt og sjálfsagt aö bæði þessi rekstrarfonm þróist í samkeppni hvort viðannað. Þetta þýðir — með öðrum orðum — að meirihluti þjóðarinnar er lik- lega í þessu máli, eins og svo mörgum öðrum, hlynntur frjáls- lyndri blöndu einka- og ríkis- reksturs. Ríkið Lúövik 14. sagði einfaldlega um ríkið: „Ríkið, það er ég”. Ætli Gorbatsjov og Mugabe geti ekki sagt eitthvað svipað. Milton Friedman segir hins vegar ríkið .fyrst og fremstlögreglunai ogherinn. En við hin, sem erum ekxi búin að ráöa lífsgátuna, verðum aö sætta okkur við flóknari sannleika: Af- staða okkar til ríkisins er í stöðugrí þróun. Sem betur f er. Engu að síður held ég að eftir því sem harðnar á dalnum átti æ fleirí Islendingar sig á því hvar landa- mærin liggja milli þessara tveggja rekstrarforma. Eftir að ríkið hefur þanist nær stjómlaust út i áratugi eru æ fleiri að komast á þá skoðun að ríkið eigi ekki að gera neitt sem einkaaðilar geta gert eins vel eða betur. Þetta mundi t.d. þýöa að ríkið ætti ekki aö reka Rás 2, nema e.t.v. um stundarsakir, vegna þess aö einka- aðilum er i lófa lagið aö framleiöa góðaafþreyingu. Menning og umhverfi v JÖN ÓTTAR RAGNARSSON DÓSENT___ FRJÁLSLYNDI í FRAMKVÆMD Ríkið ætti heldur ekki að reka arkitektastofu eða ferðaskrifstofu, þrátt fyrir að öll þessi f yrirtæki, Rás tvö meðtalin, hafi verið rekin með umtalsverðum glæsibrag. Það sem ríkið gerir hins vegar yfirleitt betur en allir aðrir er að sinna undirstöðuþáttum á borö við menntun og fræðslu, rannsóknir og uppfinningar, listir og menningu. Einkaskólar En ekki með einokun! Reynsla allra þjóða alls staöar sýnir að fái ríkið einkaleyfi á einhveijum þætti, jafnvel því sem það gerir best, er stöðnun skammt undan. Það á því að leyfa einkaaöilum aö koma inn á öll þessi svið. Og þá á að hvetja þá til þess með öllum tiltækum ráðum, þ.á m. skatta- ívilnunum og kerfisbreytingum. Astæðan er einfaldlega sú að einkafyrirtæki sem kemur inn á svið sem ríkið hefur einokað kemur nær undantekningarlaust með nýtt blóð, nýjarhugmyndir. I upphafi getur þetta þýtt aö fara veröur milliveg, t.d. ríkið borgi á- kveðinn hluta sem síðan minnkar eftir þvi sem fyrirtækið sækir í sig veöriö. I öðrum tilvikum getur verið um það að ræöa að hjálpa starfsfólki rfldsfyrirtækis til þess að kaupa fyrirtækið, t.d. með kaupleigu- samningi eða á annan hátt. Einkaskólar eru ágætt dæmi. Ekkert bendir til annars en að þeir geti veitt okkar staðnaöa skólakerfi verðuga samkeppni og auk þess leyst hluta af f járhags vanda ríkisins. Stéttaskipting Sú hugmynd að einkaskólar muni ýta undir stéttaskiptingu í þjóð- félaginu er úr lausu lofti grípin vegna þess að slfk skipting færist nú í aukana af öðrum ástæðum. Skýringin á vaxandi stétta- skiptingu í íslensku þjóðfélagi er ein- mitt sú að ríkissósíalismi síðustu áratuga er nú þegar búinn að gera okkur að láglaunaþjóð. Þeir sem brutust út úr ríkiskerfinu í tæka tíð hafa margir hverjir búið við vaxandi velmegun og eru á góðri leið með að mynda nýja yfirstétt í landinu. Hinir sem urðu eftir á rikis- spenanum verða hins vegar fátækari meö hverju árinu sem líður og munu með sama áframhaldi mynda nýja láglaunastétt á Islandi. Lokaorð Frelsið borgar sig. Ekki það frelsi sem birtist í hinni öfgafullu útgáfu ríkisstarfsmannsins Milton Fried- man, heldur frjálslyndri blöndu einka- og ríkisreksturs. Samkeppnin á mörkuðum heimsins fer nú harðnandi eftir þvi sem fleiri þjóöir læra aö notfæra sér markaðsöflun. Aðeins ef Islendingar gera slikthið sama eiga þeir von. Jón Óttar Ragnarsson. a „Sú hugmynd að einkaskólar muni w ýta undir stéttaskiptingu í þjóð- félaginu er úr lausu lofti gripin vegna þess að slík skipting færist nú í aukana af öðrum ástæðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.