Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Qupperneq 16
16 DV. FÖSTUDAGUR16. AGUST1985. Spurningin Hvernig fannst þér kvenna- áratugurinn? Kristján Örn Jónsson verkstjóri: Kvenfólk hefur í sumum atriðum gengið of langt og sóst frekar eftir for- réttindum en jafnrétti. Þaö ríkir ekki launajafnrétti og þaö verður að leið- rétta. Páll H. Páisson nemi: Konur hafa komið meira út á atvinnumarkaðinn og sótt meira í sig veörið þar. Ómar Gunnarsson: Ég hef ósköp lítiö orðið var við kvennaáratuginn. Arnheiður Hjartardóttir húsmóðir: Eg hef lítið spáð í hann. Mér finnst hafa orðið framfarir á ýmsum sviðum kvenréttinda. Jón Torfason trésmiður: Konur hafa unnið sigur á vinnumarkaðnum í kjarabaráttunni. Ásta Sigurðardóttir matreiðslunemi: Kvennaáratugurinn hefur borið ágæt- an árangur, konur hafa unnið á. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Flugleiðabréfin: Ríkissjóður rúinn Áhorfandi skrifar: Enn einu sinni veröur almenningur vitni að skrípaleik þeim sem ávallt er leikinn þegar hið opinbera og Flugleiðir hf. eigast við. 1 fyrsta þætti sýningarinnar á þessu leikári eru hlutabréf ríkisins boðin til sölu á níföldu nafnverði, eins og það var kallað. Utverðir Flugleiða taka kipp mik- inn og úthrópa mat Fjárfestingarfé- lagsins sem markleysu og segja bréfin vera þess virði sem þau séu skráð og ekki krónu meira! Þegar svo íslenskur aðili, umsvifa- mikill í flugvélaviðskiptum, vill gera tilboð í hlutabréf ríkisins í Flugleið- um, að því er virðist í þeim tilgangi einum að geta ráðið einhverju um framtíðarrekstur Flugleiöa, sem er nánast dauöadæmdur í höndum nú- verandi stjórnenda, fer allt á annan endann í stjórn Flugleiða og Eim- skips. Reiknimeistarar í hinum ýmsu deildum fyrirtækjanna komast nú að því að sakir skyndilegrar „uppljóm- unar”, sennilega ,,að ofan”, að bréf- in á nifalda verðinu eru nánast gjafa- bréf eöa eins og þau voru eitt sinn Frú aðalfundi Flugleiða 1984. auglýst af Flugleiöum sjálfum, „tannfé”! — og tilvalið að bjóða í þau, — einmitt núna! Hið opinbera, sem auðvitaö ætlaði aldrei að selja bréfin öðrum en helstu forsprökkum sameiningar gömlu flugfélaganna, Loftleiða og Flugfélags Islands, lét nú drífa í því að upplýsa hve hátt Islendingurinn erlendis, sem hafði haft ósæmileg orð um stjórnendur Flugleiða, hafði boðið — og til hve langs tíma! Meira þurftu Flugleiðamenn og Eimskip ekki til. Nú var hægt að „bjóða” í bréfin og nokkuð tryggi- lega gengið frá því að almenningur, sem fylgdist með málinu gegnum værukæra og áhugalitla fréttamenn, oftar en ekki háöa frímiðalipurð Flugleiða, hafði fengið kæruleysis- sprautuna áður en honum voru færð- ar fréttirnar af „göfuglyndi” Flug- leiðastjórnar gagnvart starfsfólkinu, sem í raun á að axla byrðarnar af hlutabréfakaupunum með mánaöar- greiðslum. En hvers virði eru svo hlutabréf í Flugleiðum þegar grannt er skoöað? Einskis virði fyrir um 97% hluthafa, einskis viröi fyrir starfsfólk sem er notað sem „góðgerðar- og göfuglynd- isgrýla” til að ná einskis nýtum bréf- um frá eina aðilanum sem þau nýtt- ust, — ríkisvaldinu sjálfu — sem svo aftur tapaöi þeim við það að vera eins konar „gestur þáttarins” í þess- um fyrsta þætti sýningarinnar á sölu hlutabréfa ríkisins í Flugleiðum. En annar þáttur hefst fyrr en var- ir. Það verða engar auglýsingar á undan honum og fólk beðið að bíða rólegt. Dr. Jón Ottar, verðstýring og nunnur Halldór Kristjánsson skrifar: Grein dr. Jóns Ottars í DV 6. ágúst minnir mig á hve tregt honum er að ræða um veröstýringu áfengismála og tilhögun hennar. Hann játar enn trú sína á bjórinn. Það vissum við fyrir að hann trúir því að allur vandi og leiðindi í sambandi við áfengi hverfi sem dögg fyrir sólu ef menn hafi nógan bjór og drekki nógan bjór. Við höfum líka heyrt og séð að óskamarkinu vill hann ná meö verð- stýringu. Því hef ég spurt hvernig henni skuli haga. Og þar stendur hnífurinn í kúnni og svarið í doktom- um. I stað þess að gera grein fyrir bjarg- ráöinu í framkvæmd, verðstýringunni, fer Jón Ottar að ræða fjarskyld mál svo sem ástalíf og nunnur. Nú þarf ekki doktor til aö vita þaö að vandi og háski manns og þjóða liggur í því að við kunnum ekki að lifa saman. Vandinn og mistökin eru félagsleg. Innilegasti þáttur alls félagslífs er ástalífið sem samtengist kynhyötinni. Þar er næmasti þáttur þess félagslega strengs sem allar vonir mannkynsins um farsæld og framtíð eru bundnar viö. Sá sem leggur þann lífsstreng okk- ar allra að jöfnu við glasaglaum, staupagleði og ölvímu er í meira lagi ruglaður. Mér finnst dr. Jón sé að flýja þegar hann leitar skjóls við fald nunnunnar. En það er svo sem hægt að fylgja hon- HRINGIÐ í SÍMA 68-66-11 kl. 13 til 15 eða SKRIFIÐ Brófritari er hrœddur um að dr. Jðn Óttar ofmeti sórfrœðina. um þangaö. Eg er alveg viss um þaö að mörg nunnan gæti lagt honum heilræöi sem að góöu gagni koma, jafnvel í hjónarúmi, því að þangað ná líka rök og forsendur alls samlífs og ætti að nægja að nefna nærgætni, umhyggju, hófsemi og gagnkvæma virðingu. Eg er hræddur um að dr. Jón Öttar ofmeti sérfræðina. Skyldi hann halda að enginn geti orðið manneldisfræðing- ur aö gagni nema hann hafi veslast upp af hörgulsjúkdómi eöa hafi étið yfir sig til óbóta? Ætli hann haldi að enginn dugi til að vera geðlæknir nema hann hafi veriö brjálaðursjálfur? En snúum nú að verðstýringunni. Mér skilst að til grundvallar eigi að liggja að í ölinu eigi vínandinn að kosta minna en í brennivíni. Nú kostar brennivín 720 krónur flaskan, 3/4 lítra. Einn litri kostar þá 960 krónur. Brenni- vín meö 45% vínanda er níu sinnum sterkara en bjór sem hefur 5% vín- anda. Miöaö við núverandi brennivíns- verð yröi vínandinn í bjórnum á sam- bærilegu verði ef lítrinn væri á 107 krónur. Væri bjórinn seldur á flöskum sem tækju 1/3 lítra mætti hann ekki kosta meira en 35 krónur. Þetta eru staðreyndir sem hver sem er ætti að geta sannprófað. Ég geri ráð fyrir að dr. Jón Ottar vilji hækka brennivínið. En hversu mikið? Fyrst doktorinn telur að verðstýring- in sé svo örugg bið ég hann enn um skýringar. Hvernig vill hann verð- leggja? Merkið umferðar- tafir í tíma Anna skrifar: Alveg finnst mér óþolandi þegar lok- anir vegna einhverra framkvæmda á umferðargötum höfuðborgarinnar koma ekki í ljós fyrr en nákvæmlega þar sem framkvæmdin fer fram. Þaö ætti að vera lítill vandi að setja upp merki um lokun svolitið fyrr þann- ig að bílstjórar hagi akstri sínum í samræmi viö þaö. Annars fer eins og um daginn á Miklubrautinni. önnur akreinin var lokuð við Miklatorg. Þá þurftu þeir sem ekki komu auga á framkvæmdina sem framundan var og voru á hægri akreininni að troðast inn á vinstri ak- reinina. Þarna skapaöist óþarfa spenna og stapp í umferðinni. Þetta er því miður ekkert einsdæmi. Lokanir á umferðargötum eru ekki merktar öðru vísi. Því miður. Þegar akbrautum er lokað vegna einhvers konar framkvœmda er algengast að það só ekki tilkynnt fyrr en nákvæmlega á þeim punkti sem framkvæmdin fer fram. Ekki tækifæri fyrir ökumenn að koma sór yfir á aðrar umferðaræðar fyrr en allir eru komnir i æsing og hamagang. DV-mynd Bjarnleifur Bjarnleifsson GLEDJIÐ DURAN DURAN ADDÁENDUR — eina ferðina enn A. skrifar: Þegar Blue Silver var sýnt í sjón- varpinu á dögunum voru margir DD aðdáendur fúlir því sumir hafa séð það oft áður á myndbandi. Því ekki að sýna 10 vinsælustu lögin þeirra? Einnig er mjög fúlt að geta ekki tekið upp vin- sældalistann í útvarpinu fyrir blaðrinu í þeim sem kynna. Þess má geta aö það er stranglega bannað með lögum að taka upp efni í útvarpinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.