Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 33
DV. FÖSTUDAGUR16. AGUST1985. 45 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Herra Band-Aid, öðru nafni Bob Geldof, er í leiðu skapi þessa dagana. „Ég er enginn kaupsýslu- maður,” segir hann og nennir ekki að standa i þjarki um verð á öllum þeim matvælum sem kaupa á fyrir söfnunarfé Band-Aid-hópsins. „Ég er tónlistarmaður og vil starfa sem slíkur,” segir Geldof og stynur. Ekki má skilja þessa þreytu á þann veg að popparinn njóti þess ekki að hjálpa öðrum lengur. Alls ekki. Hann viil bara geta snúið sér að hljómsveit sinni, Boomtown Rats, aftur en láta atvinnukaupahéðnum eftir að kaupa fyrir söfnunarféð. Hljómsveitin var enda að gefa út nýja plotu og slíku fylgir mikill er- U1 og okkur finnst Geldof eiga skilið frí eða hvað finnst ykkur? Islendingur kosinn í aóalstjóm EDS Evrópusamtök lýöræðissinnaðra stúdenta, EDS, héldu aðalfund sinn í Reykjavík í vikunni. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla lslands, er aðili að samtökunum og sá um undirbúning aðalfundarins. Um 30 fulltrúar frá flestum ríkjum Vestur-Evrópu, auk fulltrúa frá stúdentasamtökum í Isra- el, Bandaríkjunum, Ástralíu og Suður- Afríku, sátu aðalfundinn. Ymis mál lágu fyrir fundinum en mest bar á um- ræðum um ástandið í Suður-Afríku og ástand öryggismála í Evrópu. 1 funda- hléum skoðuðu erlendu gestirnir sig um í Reykjavík og nágrenni og heim- sóttu meöal annars forseta Islands, Vigdísi Finnbogadóttur á Bessa- stöðum. Á aðalfundinum var kosin sex manna aöalstjórn. Olafur Arnarson, einn þriggja full- trúa Vöku, var einn þeirra er kosningu hlutu í stjóm. Islendingar hafa einu sinni áður átt fulltrúa í aðalstjórn EDS, Atla Eyjólfsson, árið 1982-1983. Andy Ridgeley kappaksturs- klæddur. Draumurinn er að keyra kappakstursbíl — segir Andy íWham! Wham! og Duran Duran aðdáendur kvarta iöulega um að alltof lítið birtist af myndum og fréttum af þeirra mönnum á síðum dagblaða og í sjón- varpinu. Nú verður Duran Duran Uðið líklega reitt því hér eru smáfréttir af Andy Ridgeley í Wham! Hann hefur nefnilega lýst því yfir að tU að vera virkilega töff gæi þá eigi strákar að leggja fyrir sig kappakstur. Hann reyndi þetta sjálfur en tókst ekki sem best upp því tvisvar í sömu vikunni munaði minnstu að hann klessukeyrði túrbóbílinn sinn. Þeir sem sáu tU pilts- ins höfðu ekki mikla trú á honum sem kappaksturshetju og sögðu að eigin- lega hefði hann ekki einu sinni hæfi- leika til að keyra kassabíl. Svona fór nú það hjá Andy en hann getur æft sig og kannski tekst honum að ná frama í kappakstrinum svo hann veröi virki- lega töff gæi. Geri aldrei neitt sem ég get látið aðra gera Viðtal við Davíð Scheving Thorsteinsson Lífsreynsla: Fyrrum dópisti og díler segir frá Hoilywood- keppnin hefst Skotheldir skyndiréttir Vikan kynnir keppni um gerð skyndirétta Graðrótin vex í Goðalandi Ferðasaga úr Þórsmörk Krispí, krönsí, sjlkí og teistí Okkar maður i Washington ræðir urh afiglýsingaiðnaðinn Nýkjörin aðalstjórn Evrópusamtaka lýðræðissinnaðra stúdenta. Frá vinstri. Mattias Bengtsson frá Svi- þjóð, José Maestro Lopez frá Spáni, Claude Henry IMey frá Frakklandi, George Anagnostakos frá Grikk- landi, er jafnframt var kosinn formaður EDS, David Hoile, framkvæmdastjóri EDS, David Hoey frá Bret- landi, Eros Antoniaders frá Kýpur og Ólafur Arnarson, fulltrúi Vöku. DV-mynd VHV. *:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.