Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Side 3
DV. FÖSTUDAGUR13. SEPTEMBER1985.
3
Refaræktá
Djúpuvík?
„Þaö var mikill áhugi á því hér
að fara út i loðdýrarækt, einkum
refarækt. Hér er frábær aðstaöa tU
þess, bæði rðlegt og mikið vetrar-
ríki en það þykir mikill kostur i
þessu sambandi,” sagði Ásbjöm
Þorgilsson, framkvæmdastjóri
hlutafélagsins Magnús Hannibals-
son á Djúpuvík, í samtali við DV.
„Viö höfum nýverið stofnað hér
útgerðarfyrirtæki, Sætrimm, í
þeim tilgangi að koma hér upp vísi
að fóðureldhúsi sem er mjög mikil-
vægt í sambandi við loðdýrarækt,”
sagðiÁsbjöm.
Hann sagöi að útgerðarfélag
þetta myndi gera út litlar trillur og
alit upp i 30 tonna báta. „Við ætlum
að nýta allt sem kemur upp úr sjón-
um, enda er hér úrval alls kyns
sjávargróðurs og -dýra. Síðan ætl-
um við að búa til svokallaöa meltu.
Hún er ekki ósvipuð lýsi og er und-
irstaða í fóðri loðdýra. Viö höfum
hér alla aðstöðu til að geyma þetta
fóður því að hér eru steintankar,
gamlir olíutankar, en þeir eru til-
valdir til geymslu á þessu. Þannig
komum viðokkur upp fersku fóður-
eldhúsi fyrir loödýrin,” sagði Ás-
bjöm Þorgilsson. _Kj»
Norrænt
jafnréttí
íReykjavík
A vegum norrænnar embættis-
mannanefndar um jafnréttismál
verður haldin ráðstefna á Hótel
Loftleiðum i Reykjavík dagana 25.
og 26. september nk. Ráðstefnuna
munu sitja um fjörutíu fulltrúar,
þar af tíu íslenskir.
Guðríöur Þorsteinsdóttir, for-
maður Jafnréttisráðs, hefur undir-
búið ráðstefnuna fyrir íslands hö^d
en hún á sæti í embættismanna-
nefndinní. Umræðuefni ráðstefn-
unnar veröur nýafstaðin kvenna-
ráöstefna Sameinuðu þjóöanna í
Nairobi. Samþykktir ráðstefnunn-
ar verða skoðaðar „í norrænu
ljósi” og hvernig unnið verður úr
þeim. -ÞG
ÓDÝRA HORIUIÐ ALLT Á 50 OG 25 KR.
Heittí
kolunum hjá
Þrótturum
Nokkrir vörubílstjórar voru sett-
ir í afgreiðslubann hjá vörubíla-
stöðinni Þrótti í fyrradag. Hitnaði
mönnum mjög i hamsi vegna þessa
þóttekkisyðiuppúr.
Afgreiðslubanniö var sett á bíl-
stjórana vegna þess að þeir höfðu
ekki hirt um að greiða í lífeyrissjóð
Landssambands vörubílstjóra og
skulduðu sumir iðgjöld tveggja
ára.
„Bílstjórarnir innheimta þetta
gjald af hverjum viðskiptavini og
eiga svo að standa í skilum við okk-
ur,” sagði Bragi Sigurjónsson,
framkvæmdastjóri Þróttar, í sam-
tali viö DV. „Því var gripiö til þ'ess
ráðs að setja bílstjórana i af-
greiðslubann. Þeir hafa þó flestir
verið að kippa málunum í liðinn og
vonandi verður þetta komið á
hreint fljótlega,” sagði Bragi.
-EIR.
Vörubilarnir stóðu í hrönnum á
planinu maðan bílstjórarnir
deildu innanhúss.
DV-mynd KAE.
SKÓLAPEYSUR, SKÓLABUXUR, SKÓLATÖSKUR,
GÖTUSKÓR, ÚLPUR, SKYRTUR, SOKKAR,
NÆRFATNAÐUR OG FLEIRA OG FLEIRA.
VÖRULOFTIÐhf
SIGTÚNI 3, SÍMAR 83075.
Á fullorðna
regngallar
skyrtur, mikiö úrval
gallabuxur, allar stæröir, frá 885,-
kuldaúlpur frá kr. 1.945,-
herraúlpur frá kr. 1.450,-
herrabuxur úr ull, 4 litir, verö frá kr. 920
mikið ún/al af peysum frá kr. 400,-
A börnin
gallabuxur, kr. 490,-
gallasmekkbuxurfrá kr. 360,-
peysur, mikið úrval, frá 395,
regngallar
flauelsbuxurfrá 450,-
vatteraöar ungbarnasmekkbuxur frá 199
ungbarnanærföt frá 120,-
ungbarnagallar frá 285,-
slðar drengjanærbuxur frá 245,-
mikið úrval af barnaskyrtum frá 85,-
barnasokkar25,-
skólatöskurfrá 195,-
Greiðslukortaþjónusta.
OPNUNARTÍMI
10 —18mánudaga —miðvikud.,
10 — 19 föstudaga,
10 — 16 laugardaga.
„ENGIN STJÓRN A FISKELDISMÁLUM”
segir Ólaf ur Skúlason f laxalóni
„Það er engin stjóm á fiskeldismál-
um á lslandi. Þessa dagana eru land-
búnaðarráðuneytið og sjávarútvegs-
ráðuneytið að karpa um hvort þeirra
fiskeldið eigi að heyra undir og menn
geta ímyndað sér hvernig stjóminni er
háttaö á meðan. Til eru samtök haf-
beitar- og fiskeldisstöðva en það er
ekki nema um helmingur þeirra sem
stunda fiskeldi aöilar aö samtökunum.
Ráðgjöf er engin,” sagði Olafur Skúla-
son, framkvæmdastjóri Laxalóns hf., í
samtali við DV.
Eins og fram kom í blaðinu í gær
hafa fiskeldisfyrirtæki hrint af stað
framkvæmdum sem kosta munu millj-
arð á næstu tveimur árum en reiknað
er með að söluverðmæti þess lax, sem
þessi f járfesting á að skila af sér í tekj-
um, nemi hátt í tvær milljónir króna.
Laxalón er ein af elstu fiskeldis-
stöðvum á landinu og er starfsemi fyrir-
tækisins mjög fjölþætt. Að sögn Olafs
er hún á fjórum stööum: í Hvalfirði,
ölfusi, Kjós og Dalasýslu. Sé allt talið
til er Laxalón með rækt á laxa- og
silungaseiðum, kvíaeldi og regnboga-
silungi og loks hafbeit á laxi í sam-
vinnu við bændur í Saurbæ.
Olafur var inntur eftir áliti sínu á
framtíðarhorfum í fiskeldi á Islandi.
„Það er ekki nokkur vafi á því að
þetta er framtíðin. Auövitað er mikil
hætta á slysum í þessum rekstri, til
dæmis því að sjúkdómar komi upp. Við
höfum dreift okkar starfsemi til að
verjast alvarlegum skakkaföllum af
því tæi. Eins og á málum er haldið er
þessi hætta meiri en hún gæti verið en
það er engu að síöur óyggjandi að fisk-
eldiö er þjóöhagslega hagkvæmt. Eg
hef sérstaka trú á að eldi á regnboga-
silungi henti íslenskum aðstæðum bet-
ur en eldi á öðrum eldisfiskum. Hann
er orðinn söluvara strax þegar hann er
orðinn 250 til 300 grömm á þyngd. Þaö
þýðir að hægt er að ala hann í ker jum á
vetuma, flytja hann síðan í sjókvíar
yfir sumartímann og slátra honum að
hausti. Ræktun hans gæti orðið mjög
drjúg aukabúgrein fyrir bændur.”
— Hvað um sölumálin?
„Norðmenn væru ekki að stefna í að
auka framleiðslu sina úr 20 þúsund
tonnum í 90 þúsund, nema af því að það
er gífurlegur markaður fyrir þennan
fisk. Sá markaöur er stærri en nemur
90 þúsund tonnum.”
— Hvenær telur þú að fiskeldið fari
að skila umtalsverðum útflutnings-
tekjum?
„Eg á von á að þaö séu 5 ár í þaö ef
menn leggja áherslu á laxeldi en
skemmri tími ef menn nýta regnboga-
silunginn að einhverju marki.”
-JKH.